Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 39
I
r
I
!
I
1
I
1
:
f
i
<
i
I
i
Ófriður til
framtíðar
BIRGIR Björn Sig-
urjónsson skrifar
grein í Morgunblaðið
laugardaginn 14. des-
ember þar sem hann
fjallar um grein mína
sem birtist í blaðinu
tveim dögum áður.
Birgir svarar ekki því
sem ég set fram, held-
ur fer hann út á þær
brautir að snúa út úr
og fjallar síðan um
hluti sem koma mál-
inu ekkert við. Hvað
varðar ummæli hans
um aukin réttindi í
hinum nýja sjóði vísa
ég til greinar Bjöms
Arnórssonar, hagfræðings BSRB,
í nýútkomnum BRSB-tíðindum
sem staðfesta fullyrðingar mínar.
Einnig má benda á máli mínu til
Aldrei verður sátt um,
segir Guðmundur
Gunnarsson, að
útvalinn hópur fái nú
aukinn lífeyrisrétt
langt umfram aðra.
staðfestingar að allir starfsmenn
Pósts og síma hafa gert kröfu um
að greitt verði af þeim í A-deildina
og reyndar allir landsmenn. Rétt-
indi í hinum nýja sjóði eru aukin
verulega frá því sem áður þekkt-
ist. Vegna þeirra ummæla hans
um að mér sé kunnugt um kerfis-
bundin lægri laun opinberra starfs-
manna en annarra, þá ítreka ég
það sem kom fram í grein minni
að þegar ég tala um laun tala ég
alltaf um greidd heildarlaun ekki
birta dagvinnulaunataxta BSRB,
þeir segja ekkert til um hver laun
BSRB fólks eru í raun, þetta veit
Birgir jafnvel og ég.
En ég ætla að skýra mál mitt
aðeins betur, ég benti á maka- og
örorkulífeyri í síðustu grein minni
en nú skulum við huga betur að
lífeyrinum sjálfum. Við skulum
hugsa okkur þrjá rafiðnaðarmenn
sem allir vinna hjá sama opinbera
fyrirtækinu, en þeir eru hver í sínu
stéttarfélaginu, A er útvalinn ríkis-
starfsmaður í stéttarfélagi innan
BSRB og fær að greiða í hinn
nýja lífeyrissjóð, B má sín minna
innan BSRB og fær ekki að greiða
í hinn nýja og er því
í gamla ríkislífeyris:
sjóðnum og C er í RSÍ
og greiðir í lífeyrissjóð
rafiðnaðarmanna. Við
skulum gefa okkur að
þeir hafi allir sömu
laun, meðallaun raf-
iðnaðarmanna kr.
113.000 í dagvinnu-
laun og kr. 180.000 í
heildarlaun. Þeir hefja
allir greiðslu í lífeyris-
sjóði sína 25 ára og
greiða til sjötugs.
Við sjötugt fengju
þeir mánaðarlegan líf-
eyri úr sjóðum sínum.
A fengi kr. 216.341, B
fengi kr. 98.310 og C fengi kr.
144.357. Munur milli nýja og
gamla ríkissjóðsins er 120,1%, A
fær 20,2% launahækkun við það
að fara á lífeyri. Hlutfall lífeyris
hjá B og C er í samræmi við það
sem tíðkast í lífeyriskerfinu, lífeyr-
ir er u.þ.b. 80% af þeim meðallaun-
um sem greitt hefur verið af í líf-
eyrissjóðinn. Trygging í hinum
nýja sjóði er oftrygging. Ég hef
heyrt hin kostulegu rök að sakir
þess að A samþykki að greiða 4%
af heildarlaunum beri honum ekki
einungis réttur til hærri lífeyris
sem því svari eins og reyndar allir
aðrir landsmenn sætta sig við,
heldur hafí nefndarmenn náð sam-
komulagi um að það við sjálfa sig
að það skapaði sérstakan aukinn
rétt gagnvart ríkissjóði!
Það verður aldrei sátt um að
útvalinn hópur fái nú aukinn lífeyr-
isrétt langt umfram aðra og kostn-
aður vegna þess verði síðan sendur
í formi hækkaðra skatta til ann-
arra landsmanna. Hvers vegna
voru sett ákvæði um allt annað í
stjórnarsáttmálann? Um þetta
verður ófriður, nákvæmlega eins
og það varð og er ófriður um það
þegar útvalinn hópur skammtaði
sér á síðasta ári launahækkanir
umfram aðra og skattafríðindi að
auki. Það er samstaða um það
meðal allra launamanna að þeir
muni ekki sætta sig við þetta. All-
ir starfsmenn ríkisins og fyrir-
tækja sem eru í eigu ríkisins gera
kröfu um að ríkissjóður greiði
sömu upphæð í lífeyrissjóð. Ríkis-
stjómin hefur gengið á bak orða
sinna og sett gerð kjarasamninga
í uppnám.
Höfundur er form.
Rafiðnaðarsambands íslands.
Guðmundur
Gunnarsson
i
i
i
i
i
i
ORIENT
Fallegt, ofnæmisprófað
ORIENT herraúr með þykkri
22 kt. gullhúð.
Verð kr. 16.900.
unhogsíartgripavmliui
Axel Eiríksson úrsmiður
ISAFIRÐI*ADALSTRÆT122? SIMl 94-3023
ALFABAKKA 16*MJOÐD*SIMI 870706
Jólagjafír fyrír bútasaumskonur:
Bútapakkar, bækur,
snið, verkfæri,
gjafabréf c*g fleira.
VIRKA
Verri afkoma
verkafólks
FRÁ því að svokall-
aðir þjóðarsáttar-
samningar vora gerðir
hafa laun verkafólks
setið eftir miðað við
önnur laun í þjóðfé-
laginu. í síðustu
kjarasamningum, sem
samþykktir voru
snemma árs 1995,
hækkuðu mánaðar-
laun verkafólks al-
mennt um 5.400 krón-
ur meðan aðrir hópar
launþega fengu veru-
lega meiri hækkanir,
t.d. fengu alþingis-
menn vel yfir 50 þús-
und króna hækkun
eða tífallt meira. Nú er því haldið
fram af kjararannsóknamefnd að
kaupmáttur launa hjá ASÍ land-
verkafólki hafi aukist að meðaltali
um 6,7% frá 1. ársljórðungi 1995
til sama tíma 1996. Þó ég hafi
ekki þær forsendur fyrir framan
mig sem kjararannsóknamefnd
fór eftir, þá fullyrði ég að kaup-
máttur launa verkafólks hér á
höfuðborgarsvæðinu hefur ekki
aukist á þessu tímabili.
Hvar er góðærið?
Með þessu er ég ekki að draga
í efa hæfni eða heiðarleika starfs-
fólks kjararannsóknamefndar,
heldur einungis að segja að verka-
menn hér á höfuðborgarsvæðinu
hafa ekki orðið varir við þetta
góðæri í sínum heimilisrekstri.
Þvert á móti hafa fjárhagserfið-
leikar heimilanna auk-
ist og yfirvinnutekjur
dregist saman. Ég
bendi hins vegar á að
útreikningurinn sýnir
meðaltal svo að leita
verður að þessum
aukna kaupmætti hjá
einhveijum öðram.
Nýjar og nýjar
álögur
Á síðastliðnum
tveimur árum hafa
stöðugt verið að koma
fram ný gjöld og nýjar
hækkanir frá því opin-
bera. Stjómvöld og
opinberar stofnanir
hafa oftast réttlægt slíkt með því
að um væri að ræða nauðsynlega
endurskipulagningu eða hagræð-
Fj árhagserfíðleikar
heimilanna hafa aukizt,
segir Sigurður T. Sig-
urðsson, og yfírvinnu-
tekjur dregist saman.
ingu, þó tilgangurinn hafi auðsjá-
anlega einungis verið sá að láta
almenning borga meira. Stjómvöld
hafa á síðustu 2 árum komið fram
með meiri álögur og kostnaðar-
hækkanir en búist hafði verið við,
miðað þau loforð sem gefin voru
við gerð kjarasamningana í febr-
Sigurður T.
Sigurðsson
úar 1995. Svo á að telja almenn-
ingi trú um að kaupmáttur launa
hjá verkafólki hafi aukist.
Verri afkoma
Hvað sem skýrslur eða útreikn-
ingar sýna þá hefur kaupmáttur
verkafólks á höfuðborgarsvæðinu
ekki aukist og samkvæmt ólygn-
asta hagfræðingi sem ég veit deili
á, þá segir hann að afkoma verka-
fólks hafi versnað síðastliðin tvö
ár. Þessi hagfræðingur reiknar
ekki út nein meðaltöl heldur segir
launamanninum sjálfum blákaldan
sannleikann um fjárhaginn. Þessi
hagfræðingur er veski verka-
mannsins sem lætur eigandann
miskunnarlaust vita hvemig fjár- .
hagurinn er. Undanfarinn tvö ár
hefur veskið verið jafn tómt og
árin á undan. Hins vegar gæti
verið að veski ráðherra og þing-
manna ríkisstjómarflokkanna
hefði aðra sögu að segja!
Gegn launamisrétti
Smávegis kaupmáttaraukning
lægstu kauptaxta breytir ekki sið-
lausu launamisrétti hér í landinu
og gefur síður en svo tilefni til
að dregið verði úr kröfum verka-
lýðsfélaganna því það era hóg-
værar kröfur sem atvinnurekend-
ur og stjórnvöld ættu að sam-
þykkja umyrðalaust. Ég skora á
verkafólk að sameinast í baráfyu r
fyrir betri launum og réttlátara
þjóðfélagi. Við skulum knýja fram
verulega hækkun á launataxta
verkafólks. Það tekst okkur með
eindreginni samstöðu undir merki
Verkamannasambands íslands.
En umfram allt að semja ekki
nema í samningnum verði opnun-
arákvæði ef aðrir hópar launa-
fólks fá meiri kauphækkun í
krónutölu.
Höfundur er formaður
Verkamannafélagsins Hlífar.
Kjarvalsstaðir
Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur.
Opið daglega frá kl. 10-18.
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
• Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljoðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
GUMMIKORK róar gólfin niður!
PP
&co
í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
t». ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓCF 8360 - 128 REYKJAVÍK
SÍMI 653 8640 568 6t00
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Nýkomin sending af hinum
vinsælu gönguskóm
TV/boð
4-995.-
Tegund: 7001
Litir: Svart, brúnt
Stærðir: 36-41
5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs.
# r STEINAR WAAGE / Tojijjslíórinn STEINAR WAAGE #
SKÓVERSLUN ■O INGÓLFSTORGI SKÓVERSLUN & sr
Sími 551 8519 ^ Sími 552 1212 Sími 568 9212 £• Ar
Mörkin 3, sími 568 7477