Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AIÍALLT IFARARBRODDI AÐSENDAR GREINAR Mííele I MEíele KRAFTMIKLAR RYKSUGUR Að hengja bakara Neytenda- kannanir um allan heim hafa staðfest að Míele ryksugur eru ávallt í fararbroddi. „Ávallt bestir"er okkar loforð. Takk fyrir að velja Míele. fáifúr# ^UeZt. Rudolf Miele stjórnarformaður Verð frá kr. 19,850 st.gr. gj Suðurlandsbraut 20 1 IW r Jítf hemlístæki hf 108 Reykjavík • Sími 588 0200 fyrir smið Leynist jolagjöfin hjá okkur....? • Heilsukoddar • Sessur • Göngustafir ísbroddar • Þjálfunartæki • Yfirdýnur • Eldhúsáhöld ...og margt, margt fleira Hjá okkur færðu gagnlegar jólagjafir rir alla fjölslcyIduna Opið virka daga kl. 10-17. Póstsendum um land allt. Hj á Ipartœkj ahanhinn, Verslun fyrir alla- Hátúni 12. sími 562 3333, grænt númer 800 6233. FJÖRUG umræða um kunnáttu íslenskra unglinga í stærðfræði og raungreinum hefur staðið yfir á opin- berum vettvangi að undanförnu. Kveikjan að umræðunni er lök út- koma íslenskra ungl- inga að mati manna í alþjóðlegri rannsókn á kunnáttu 13-15 ára unglinga í þessum námsgreinum. Margt skringilegt hefur bor- ið fyrir augu og eyru um þetta mál að undanfömu og stend- ur þar upp úr umræð- an um kennslu- og uppeldisfræðinám framhaldsskólakenn- ara - þ.e. kennara er almennt séð kenna ekki umræddum nem- endahópi. Þar sem öfgarnar eru mestar í máli manna má helst ætla að kennarar á skólastigi hljóti af því an skaða að læra að Elna Katrín Jónsdóttir framhalds- óbætanleg- kenna, þ.e. að bæta námi í kennslu- og uppeld- isfræðum við nám sitt í faggrein- um eða á sérsviðum. Sem betur fer fjalla þó fleiri, sem blanda sér í umræðuna, um málið af víðsýni og sanngimi en ekki í æsingar- kenndri leit að blóraböggli. Lykilmenn Gefa þarf kennurum kost á að kynna sér ítarlega forsendur og nið- urstöður umræddrar rannsóknar auk þess sem leggja þarf áherslu á mögu- leika þeirra til að fræðast um náms- tilhögun og skólastarf í þeim löndum er bestum árangri ná miðað við nið- urstöður rannsóknarinnar. Réttilega hefur verið bent á það að íslenskir skólanemar fái ákaflega litla kennslu í raungreinum og því engin furða að lítið skili sér í prófun sem þeirri er hér um ræðir. Þetta á hins vegar ekki við um stærðfræðina þar sem rík áhersla er lögð á hana í stunda- skrá grunnskólanemenda og kapp hefur verið lagt á ritun og útgáfu námsbóka við hæfi a.m.k. ef borið er saman við ýmsar aðrar námsgrein- ar. Það er ekki rík hefð fyrir mikilli áherslu á nám grunnskólabarna í raungreinum á íslandi. Ef við teljum það okkur til vansa í menntamálum er svarið augljóst; þá þarf að bæta þeirri kennslu við - en vel að merkja ekki taka hana af öðrum greinum þar sem við bjóðum grunnskólanem- endum verulega færri kennslustundir á viku en tíðkast í öðrum lönd- um. Varðandi stærð- fræðina þarf væntan- lega að reyna að fínna út úr því hvers vegna kennslan í greininni skilar sér ekki betur en niðurstaða umræddrar rannsóknar gefur til kynna. Að mínu mati þarf m.a. að leita leiða til að auka áhuga grunnskólanema á stærðfræði og bæta námsaðstæður í grein- inni t.d. námsumhverfi nemandans og tæki- færi grunnskólakenn- Reykvíkinnar! Munið borgarstjórnarfundinn sem hefst kl. 13.00 á morgun. Á dagskrá er m.a. seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997. Fundurinn er öllum opinn. Útvarpað verður á Aðalstöðinni FM 90.9 frá kl. 17.00. Skrifstola borgarstjóra ara til þess að bæta þekkingu sína í faginu og kennslufræði greinarinn- ar. Síðast en ekki síst er rétt að horfast í augu við það strax að slíkt átak kostar fé ef það á ekki að verða orðin tóm. Starfsaðstæður Islendingar hafa sett sér metnað- arfull markmið um skólastarf í lögum Lág kennaralaun sýna, segir Elna K. Jónsdótt- ir, að við höfum ekki enn náð að gera skóla- mál að forgangsmáli. urn grunnskóla. Kjarninn í þeim lög- um er að tryggja beri öllum börnum og unglingum jafnan rétt til náms við sitt hæfi óháð t.d. efna’nag eða búsetu. Orð og athafnir hafa hins vegar aldrei farið saman í þessum efnum og starfsskilyrði í grunnskól- um í næsta litlu samræmi við anda laganna. Yfírfullir bekkir, léleg að- staða til starfs með nemendum utan kennslustunda, lítil hvatning til ný- breytnistarfs m.a. vegna fjársveltis, fáar kennslustundir á viku, rýr tækjakostur og léleg vinnuaðstaða kennara er því miður sú mynd er allt oft blasir við þegar grunnskólar eru heimsóttir. Hluti af nauðsynlegri sjálfsgagnrýni okkar er að horfast í augu við að þama höfum við brugð- ist skyldum okkar með því að líða það árum saman að grunnskólalögin væru innantómt orðskrúð um göfug markmið sem ekki er fylgt vegna þess að það kostar peninga - meiri peninga heldur en Alþingi hefur í gegnum tíðina mælt grunnskólanum á fjárlögum. Fjögurra ára háskólanám íslenskir kennarar bæði á grunn- og framhaldsskólastigi hljóta styttri menntun en tíðkast á sumum ná- grannalöndum okkar svo sem Dan- mörku og Þýskalandi en svipaða og tíðkast t.d. í Svíþjóð og Noregi. Víð- ast þar sem því markmiði er ekki þegar náð er stefnt að því að öll kennaramenntun sé á háskólastigi og að lengd náms til viðurkennds lokaprófs sé a.m.k. 4 ár. Þarna skera íslendingar sig því miður úr og hafa stjómvöld lagt stein í götu eðlilegrar framþróunar náms við Kennarahá- skóla íslands með því að fresta ítrek- að framkvæmd laga um 4 ára nám grunnskólakennara. Samtök grunn- og framhaldsskólakennara hafa bar- ist fyrir úrbótum á þessu sviði en ekki getað breytt viðhorfi ráða- manna. Kennarasamtökin fagna því þess vegna sérstaklega að mennta- málaráðherra skuli nú hafa sann- færst um nauðsyn þess að lengja kennaranámið og leggja um leið aukna áherslu á faggreinar í námi grunnskólakennara. Hvernig á að mennta framhaldsskólakennara? Þó umræða að undanfömu um menntun framhaldsskólakennara sé e.t.v. til komin á röngum forsendum - þ.e. til þess að skýra lélegan árang- ur íslenskra skólanema á grunn- skólastigi, er umræða um hana engu að síður gagnleg og menntun þeirra síður en svo hafin yfir gagnrýni. En hvað er þá sameiginlegt með mennt- unarkröfum til íslenskra framhalds- skólakennara og starfssystkina þeirra í nágrannalöndunum? AIls staðar er gerð krafa um nám í kennslu- og uppeldisfræði til viðbótar við nám í faggreinum eða á sér- sviði. Þegar hins vegar kemur að því að bera saman menntunarkröfur í fagi eða fögum þá gerum við minni kröfur en t.d. frændur okkar Danir eins og fyrr er getið. Rétt er að geta þess hér að Danir eru um þessar mundir að auka menntunarkröfur til framhaldsskólakennara með því að bæta við hálfu ári í aukagrein og skylda verðandi kennara til þess að ljúka kennslu- og uppeldisfræði áður en þeir eru ráðnir til starfa. Skipulag kennslu- og uppeldisfræðinámsins í Danmörku hefur hingað til verið þannig að ráða mátti kennara til starfa áður en þeir hófu nám í kenn- arafræðunum en slíkt virðist ekki hafa gefið nógu góða raun. Viðbrögð Dana við umræðu um að gæði náms og kennslu væru ekki nægileg til þess að nemendur stæðust kröfur og samkeppni hins alþjóðlega samfélags eru sem sagt að lengja nám fram- haldsskólakennara úr fimm til fimm og hálfu ári í sex og svo einnig að gera átak í endur- og símenntun. Svíar hafa einnig verið að taka sér tak í kennaramenntunarmálunum og hafa lagt áherslu á að herða inntöku- skilyrði í kennaranám og að stórefla tækifæri starfandi kennara tii endur- og viðbótarmenntunar auk þess sem launakjör sænskra kennara hafa batnað með kjarasamningum er m.a. voru gerðir með tilvísun til nauðsyn- legs samhengis lagabreytinga um skólastigin og launakjara kennara. Við þurfum að fara að dæmi þeirra grannþjóða er best hafa ígrundað breyttar kröfur til framhaldsskólans og kennara hans og endurskoða menntun framhaldsskólakennara til framtíðar. Sú endurskoðun þarf að byggja á vitneskju um nauðsyn hald- góðrar menntunar í kennslugreinum og nauðsynlegs náms og þjálfunar í kennarafræðum til þess að tryggt sé að kennarar hafi á valdi sínu fjöl- breyttar aðferðir við kennsluna og undirbúning hennar. Það er gömul klisja að halda því fram að færni í kennslu sé annaðhvort eitthvað sem menn eru fæddir með eða geti að öðrum kosti aldrei tileinkað sér. í þessari atvinnugrein sem og öðrum þarf að læra réttu handtökin til þess að skila góðu dagsverki. Flestir viðurkenna núorðið að góð launa- og starfskjör kjör kennara séu mikilvægur þáttur í að tryggja gæði skólastarfs. Þarna eiga Islendingar iangt í land og hin lágu kennaralaun sýna að enn höfum við ekki náð að gera skólamál að forgangsmáli og ekki áttað okkur á því að það er þjóðhagslega óhagkvæmt - jafnvel hættulegt að meta menntun svo illa til launa að ungt fólk setji spuming- armerki við gildi þess að mennta sig af ótta við að geta ekki séð sér sóma- samlega farborða á vinnumarkaði. Stórbæta þarf launakjör grunn- og framhaldsskólakennara með það að meginmarkmiði að dagvinnulaun þeirra endurspegli menntunarkröfur og ábyrgð. Leiðrétting dagvinnu- launa kennara mun svo greiða leiðina að ýmsum öðrum breytingum á störf- um þeirra sem nauðsynlegar eru m.a. til þess að skólinn geti betur búið nemendur undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi. Höfundur er formaður HIK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.