Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 41
___________AÐSENPAR GREINAR_____
Meirihluti stærðfræðikennara
hefur ekki numið á háskólastigi
í FYRSTA hluta,
sem birtist þriðjudag-
inn 17. desember, var
endað á því að ræða
um undirbúning kenn-
ara fyrir kennslustörf
í stærðfræði. Bent var
á að um 10% kennara
með menntun til
kennslu í grunnskóla
og valgreinina stærð-
fræði hefðu farið til
starfa í framhalds-
skólum og það hefði
verið frábrugðið kenn-
urum með aðrar val-
greinar. Ástæða þessa
hefur verið skortur á
framhaldsskólakenn-
urum með menntun á þessu sviði.
Hvað unglingastigið varðar mætti
ætla að skólastjórnendur reyni að
láta þá kenna námsgreinar sem
mest kunna fyrir sér í þeim en
vísað var í tölur sem sýndu að sú
þróun gengur afar hægt. Eftirfar-
andi tölur, sem minnst var á, gefa
upplýsingar um skólaárið 1992-
1993 en allar líkur eru á að mynd-
in sé ekki frábrugðin nú. Tölur
voru úr Reykjavík og fjórum öðr-
um umdæmum, hveiju í sínum
landsfjórðungi. Undirbúnings-
menntun stærðfræðikennara á
unglingastigi var þessi:
B.Ed. próf frá Kennaraháskóla
íslands:
með valgreinina stærðfræði 20,9%
án valgreinarinnar stærðfræði 17,6%
Eldra kennarapróf eða
önnur menntun: 61,5%
Það er því Ijóst að meiri hluti
unglingastigskennara í stærðfræði
hefur alls ekki numið uppeldis- og
kennslufræði á háskólastigi. Og
því miður er einnig sýnilegt að
menntun flestra þeirra í stærð-
fræði er af framhaldsskólastigi en
ekki háskólastigi. Þetta hlýtur að
vera nokkuð önnur mynd en menn
höfðu vænst um 1970.
Um 1970 hóf Háskóli íslands
kennslu til B.S. prófs í stærð-
fræði, eðlisfræði, efnafræði, líf-
fræði, jarðfræði og fleiri greinum.
B.S. menntunin er grunnmenntun
fyrir margvísleg störf og ræður
viðbótarnám því oft hvar menn
hasla sér völl. Þeir sem bæta við
sig uppeldis- og kennslufræðum
gera það til að verða kennarar.
Mig minnir að löggjafinn hafi nú
reyndar gert ráð fyrir að B.S.
menntun ásamt upp-
eldis- og kennslufræð-
um væri eðlilegur
undirbúningur til þess
að kenna efst í grunn-
skóla í samspili við
B.Ed. kennara. En þá
má telja á fingrum
annarrar handar sem
lokið hafa B.S. prófi í
stærðfræði og kennt í
grunnskóla, allir tíma-
bundið. Þeir sem
kennslu hafa valið í
þessari grein hafa
mestmegnis verið
ráðnir að framhalds-
skólum. Að meðaltali
hafa útskrifast hvert
ár liðlega 4 háskólanemar með
B.S. próf í stærðfræði. Þetta er
langt undir því sem æskilegt væri
því að stærðfræðimenntun nýtist
í fjölmörgum störfum. En jafnvel
þótt þessir menn færu allir í
kennslu væri það langt undir því
marki sem þörfin gefur til kynna.
Þetta er ástandið,
segir Anna Kristjáns-
dóttir, í annarri grein
af þremur, sem íslenska
þjóðin hefur liðið sjálfri
sér í grandaleysi eða
sátt og samlyndi.
Hins vegar fara mjög fáir þeirra
til kennslu.
Samhliða því að lesa spjall
manna um TIMSS hefur mér orðið
starsýnt á atvinnuauglýsingar. Nú
líður að jólum og við erum því
miðja vegu í skólaárinu. Á undan-
förnum dögum hefur verið auglýst
eftir stærðfræðikennurum eða
náttúrufræðikennurum í fimm
stórum framhaldsskólum á
Reykjavíkursvæðinu eða í ná-
grenni þess og ég veit um fleiri
slíka skóla sem leita að kennurum
á þessum sviðum. Hvernig er
ástandið þá síðla sumars, hlýtur
fólk að spyija sig. Þótt einhveijir
haldi að það sem heldur aftur af
fólki að koma til starfa við stærð-
fræðikennslu sé ógnunin um upp-
eldis- og kennslufræði er það
blekking og e.t.v. tilraun til að
fela hinn raunverulega vanda. Það
er ekki uppeldis- og kennslufræði
sem mest hrindir hæfum kennur-
um með fræðilegan grunn í stærð-
fræði frá starfi heldur stafar vand-
inn einkum af þeirri staðreynd að
þeir eru ekki til í landinu í nægileg-
um mæli. Við menntum einfald-
lega ekki fólk til kennslu í stærð-
fræði svo svari broti af þeirri þörf
sem fýrir hendi er. Framhalds-
skólakerfíð hefur verið í svelti á
þessu sviði síðan það byijaði að
þenjast út á áttunda áratugnum
og aðgerðirnar sem áttu að sjá
því fyrir hæfum kennurum (m.a.
með B.S. námi sem grunnnámi)
hafa einfaldlega runnið út í
sandinn og það fyrir löngu síðan.
Ef staðið hefði verið fast á kröf-
unni um að stærðfræðikennarar
framhaldsskólanna hefðu lág-
marksmenntun til kennslu í þeirri
aðalgrein sinni (60 háskólaeining-
ar) hefði engu skipt hvort litið
hefði verið á uppeldis- og kennslu-
fræði eða ekki. Það hefði einfald-
lega þurft að leggja niður alla
stærðfræðikennslu í stórum hluta
þessara skóla og minnka hana
nokkuð eða talsvert í öllum öðrum.
Þetta er ástandið sem íslenska
þjóðin hefur Iiðið sjálfri sér í
grandaleysi eða sátt og samlyndi.
Og þorri þeirra sem útskrifaðir eru
sem grunnskólakennarar á undan-
förnum 15 árum eru nemendur
úr þessum aðstæðum innan fram-
haldsskólanna.
Skólastjórnendur framhalds-
skólanna hafa reynt að leysa ofan-
nefndan vanda með því að fela
öðrum kennurum en þeim, sem
menntaðir eru í greininni, kennslu
hennar og lögin um embættisgengi
framhaldsskólakennara hafa því
miður ekki haft að geyma kröfu
um að menn hefðu lágmarks-
menntun í þeim greinum sem þeir
kenna. Um þetta mál hefur marg-
sinnis verið skrifað undanfarin 15
ár en fátt gert.
Eru þá kennarar og
kennaramenntun
blóraböggull?
Mér hefur orðið tíðrætt um
kennara og kennaramenntun og
ég held að full þörf sé á að skoða
þau mál. Hins vegar er ekki hægt
að draga kennarana, hvorki þá
sem tilskilda menntun hafa eða
eru að bjarga fyrir horn, og þá
skóla sem annast hafa menntun
þeirra, Háskóla íslands og Kenn-
araháskóla íslands, eina til
ábyrgðar þótt vissulega beri öllum
að líta í eigin barm. Ástæða þess
að ég beini svo mjög sjónum að
kennurum og kennaramenntun er
einkum sú að einsýnt er að það
þarf margar hendur til að vinna
þau verk sem bíða okkar og verk
kennara eru þar veigamest svo og
samspil þeirra við heimili og nem-
endur sjálfa. Þess vegna eigum
við að gefa þætti kennara og
menntun þeirra góðan gaum,
skerpa raunhæfar og verðugar
kröfur, bæta skilyrði til náms og
vinna markvissar en gert hefur
verið. En það eitt er fjarri því að
vera nóg eins og ráðamenn gera
sér vonandi ljóst.
Höfundur er prófessor & sviði
stærðfræðimenntunar við
Kennaraháskóla íslands,
formaður Flatar - samtaka
stærðfræðikennara - ogerí
stjórnunarhópi TIMSS-rann-
sóknarinnar á íslandi.
Vattstungnu vestin komin aftur
tAuniö 9iaíak°tl'n
nsssss
pantanvr os
Stærðir 36-52 • 4 litir
Verð 6.900
TÍSKUVERSIUN
Kringlunni 8-12
Anna
Kristiánsdóttir
OLYMPUS
Heiðar Jónsson,
snyrtir,
verður í verslun okkar
í dag frá kl. 14—18.
Hann mun húðgreina
viðskiptavini og veita
ráðgjöf um förðun og ilmi.
Það er gaman að grilla á nýju
MINUTU-SNERTIGRILLUNUM"
Nýju „mínútu-snertigrillin"
frá Dé Longhi eru tilvalin
þegar þig langar í gómsætan
grillmat, kjöt, fisk, grænmeti
eða nánast hvað sem er.
Þú getur valið um 2 stærðir á
stórgóðu jólatiIboðsverði,
kr 7.990,-eðakr 8.990,-
iFOmx
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI552 4420
................................................;------------------------
...blabib
- kjarni málsins!
Þegar hvert orð
skiptir máli!
OLYMPUS
DIKTAFÓNAR
Notaðir af læknum, lögreglu, ~'w#</íTy/r #7 •
blaðamönnum, skólafólki o.fl. . „ “ T,JÓ/a'
Margar gerðir fáanlegar. Verð frá kr. 4.900.
aís/áttL
Borgartúni 22, Rvík.
Sími 561 0450.
ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN H F.
FUNDARBOÐ
Stjórn íslenska fjársjóösins hf. boðar til hluthafafundar
föstudaginn 27. desember kl. 11.00
að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Tillaga um heimild til stjórnar um útgáfu nýs hlutafjár.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu félagsins.
Stjóm Islenska fjársjóðsins hf.
I
í
f
„ LANPSBRÉL HE
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERDBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
8598.