Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Enn um lífeyrismál ríkisstarfsmanna ÁTVR eða einkaverslun HÉR Á LANDI hafa lengi verið tvö lífeyris- kerfi, annað fyrir opin- bera starfsmenn og hitt fyrir aðra. Kerfi ríkisstarfsmanna hef- ur veitt meiri lífeyris- réttindi og starfað með ábyrgð ríkisins. Al- mennir lífeyrissjóðir eru reknir á ábyrgð launþega. Um þetta tvískipta lífeyriskerfi hefur staðið styrr svo að kalla má þjóðfélags- mein. Þeim sem ekki njóta hins ríkistryggða kerfis finnst að verið sé að skattleggja þá til þess að halda uppi miklum rétt- indum ríkisstarfsmanna. Mér hefur alltaf virst kerfið vera verst fyrir ríkisstarfsmenn sjálfa, vegna þess að þeir hafa á móti búið við lægri laun. En forustumenn þeirra hafa ríghaldið í það. Höfundar frumvarps um lífeyr- isréttindi, sem nú er til umfjöllun- ar, hafa ekki haft að leiðarljósi úrskurð Þorgeirs Ljósvetninga- goða á Alþingi sumarið 1000: „En nú þykir mér það ráð,“ kvað hann, „að vér . .. höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Mælti síðan fyrir um að allir skyldu kristnir vera, en tilteknir fornir siðir mættu þó haldast. Frumvarpið jafnar ekki ágrein- ing um lífeyrismál. Eftir sem áður eiga ríkisstarfsmenn að hafa meiri lífeyrisrétt en aðrir landsmenn og áfram skal ríkissjóður ábyrgjast lífeyrinn. Sumt er til bóta í frum- varpinu, eins og stigakerfi réttinda og ákvæði um samtímagreiðslur til sjóðsins. Annað er þeim mun hæpnara. Gerum ráð fyrir að maður hefji starf hjá ríkinu 25 ára gamall. Ef hann vinnur þangað til hann er 65 ára hef- ur hann samkvæmt frumvarpinu unnið sér rétt til lífeyris er nem- ur 76% af launum. Haldi hann áfram starfi til 70 ára, eins og algengast hefur verið fram að þessu, á hann um tvo kosti að velja. 1. Hann getur tekið lífeyri til viðbót- ar launum frá 65 ára aldri og fær þá alls 176% launa. Frá því hann er 70 ára fær hann síðan í lífeyri tæp 81% launa. 2. Hann getur einnig frestað töku líf- eyris til 70 ára aldurs, þ.e. látið sér nægja Iaunin þangað til. Eftir Lífeyrissjóðir eru ágæt- ar stofnanir, segir Jón Erlingnr Þorláksson. En þeir eru bestir í hófi eins og margt annað. það fær hann í lífeyri 122% launa til æviloka. Laun eru í þessu sam- bandi heildarlaun, bæði föst laun og yfirvinna. - í þessum reglum felst mikil oftrygging. Stundum heyrast leiðandi spurningar um lífeyrismál, eitt- hvað á þessa leið: „Er fólki of gott að fá almennilegan lífeyri þegar það hefur þrælað áratugum saman fyrir lágum launum?“ „Nei, nei,“ er svarið. En sé spurningin orðuð öðruvísi: Hvert er eðlilegt hlutfall milli launa manns sem er í starfí og lífeyris þegar hann er hættur? þá verður svarið annað. Þá má líta á ævitekjurnar sem eina upphæð og hugleiða hvernig eigi að skipta þeim á æviárin. Flestir hafa þörf fyrir meiri tekjur á yngri árum meðan þeir eru að eignast húsnæði og koma upp börnum, heldur en síðar. Sá sem kominn er á ellilífeyri nýtur þess gjarnan að hann bjó í haginn fyrr á ævinni, t.d. húsnæðis, og hefur minni kostnað á ýmsan hátt. Um hlutföll- in geta verið eitthvað skiptar skoð- anir. En í frumvarpinu eru þau bersýnilega röng. Eftir eldra kerfi ríkisstarfs- manna er lífeyrir manns, sem starfar frá 25 til 70 ára, 82% launa. Þá er átt við föst laun aðeins, loka- laun. Augljóst er að í flestum til- fellum stórhækkar ellilífeyrir með hinum nýju reglum og hlutfall líf- eyris og launa skekkist enn, og var þó skakkt fyrir. Það verður aftur til þess að fæla ungt fólk frá störf- um hjá ríkinu vegna lágra launa. Því duga ekki fyrirheit um gull og græna skóga í ellinni. Lífeyrissjóðir eru ágætar stofn- anir. En þeir eru bestir í hófi eins og margt annað. Ég er á þeirri skoðun að 10% iðgjöld í lífeyrissjóð sé frekar of hátt heldur en lágt. Þá hef ég í huga hlutfallið sem nefnt var áður. Einnig er varhuga- vert að láta skylduiðgjöld til sjóða kæfa allan fijálsan sparnað. Séu iðgjöld hækkuð á kostnað launa getur það leitt til þess að færri eignist eigið húsnæði og beinlínis stuðlað að fátækt. Það er alveg fráleitt að skylda starfsmenn til að leggja 15,5% launa í lífeyrissjóð. Hvar eru nú stjórnmálaflokkar sem einu sinni boðuðu frelsi þegnanna til þess að ráðstafa tekjum sínum sjálfir? Vonandi ber Alþingi gæfu til að finna viðunandi lausn á þessu mik- ilsverða þjóðmáli. Höfundur er tryggingafræðingur. AÐ UNDANFÖRNU hafa um- ræður farið fram um þá hugmynd að færa áfengissölu úr höndum ÁTVR í hendur einkaaðila. Verslunarráðið hefur m.a. tjáð sig um þessa hugmynd og bent á að nýta mætti fjár- magn það sem bundið er í eignum ÁTVR til þarfari verka en nú er gert. Oháð því, hvað mönnum kann að fínnast gott eða slæmt í þessu efni út frá pólitískum kenni- setningum, hlýtur að verða að meta skoð- anir Verslunarráðsins í ljósi þeirrar stað- reyndar, að það er hagsmuna- gæsluaðili þeirra, sem fá vilja til sín þau verkefni er ÁTVR sinnir nú. Fyrir rúmu ári varð sú breyting, ÁTVR kaupir nú vöru í auknum mæli af inn- lendum heildsölum, seg- ir Höskuldur Jónsson. Því miður er raunin sú að verð vöru til ÁTVR hefur yfirleitt hækkað í framhaldi af slíkum viðskiptum. að einkaleyfí ÁTVR til innflutn- ings á áfengi var fellt niður. Síðan hefur fjármálaráðuneytið gefið út 69 heildsöluleyfi til íslenskra stór- kaupmanna. ÁTVR kaupir nú vöru í auknum mæli af innlendum heild- sölum. Því miður er raunin sú að verð vöru til ÁTVR hefur yfirleitt hækkað í framhaldi af slíkum viðskiptum. Má í því sambandi minna á að í fyrsta boði sínu til ÁTVR hækkaði inn- flytjandi Campari kostnaðarverð vöru sinnar um 104%. Á meðan ÁTVR sá alfarið um innflutning áfengis, nægði að leggja 10,5% ofan á svokallað kostnaðar- verð vöru til þess að greiða allan rekstrar- kostnað ÁTVR af heildsölu og rekstri 24 verslana í landinu. Þessi 10,5% dugðu líka til að greiða kostnað af dreifíngu áfengis á jafnaðar- verði um land allt og til að greiða ríkissjóði eðlilegan arð af því ljár- magni sem bundið er í fyrirtækinu. Þekkt er að álagning á mat- og drykkjarvörur í heildsölu og smá- sölu er almennt samtals 40-60%. Flestir þeirra er annast þessa vörudreifingu eru aðilar að Kaup- mannasamtökunum, Félagi stór- kaupmanna eða Verslunarráðinu. Um leið og þessir aðilar tjá sig um hagkvæmni þess, að ríkissjóð- ur hætti afskiptum af áfengis- dreifingu, ber þeim að skýra hvernig þeir ætla að annast þessa þjónustu með hagkvæmari hætti en ÁTVR gerir nú. Meðan þeir þurfa álagningu á vöru, sem þeim er frjálst að dreifa, er nemur sam- tals 40-60% er ástæða til, að þeir skýri sérstaklega, hvernig þeir ætla að flytja inn og dreifa áfengi fyrir lægri álagningu en 10,5%. Beðið er um rök í stað hávaða. Höfundur er forstjðri ÁTVR. Jón Erlingur Þorláksson Höskuldur Jónsson Tómasarguðspj all Meðal annarra orða Sum tilsvörin bera sterkan keim af esóterisma og mystik, seg- ir Njörður P. Njarðvík, og þau geta vakið nýjan skilning. Á AÐVENTU, er kristnir leitendur hug- leiða fæðingu Krists í ytri og innri skilningi, langar mig að vekja athygli á merku riti, er ég eignaðist á þessu hausti. Það heitir The Complete Gospels, Robert J. Miller editor, Harper SanFransisco 1994. I riti þessu er m.a. að finna Tómasarguðspjall, sem var mér því miður með öllu ókunnugt, er ég tók saman Orð Krists (Iðunn 1995). Þar studdist ég eingöngu við guðspjöllin fjögur, kennd við Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes. Leynd ummæli Það mun hafa verið árið 1945 sem bedúíni að nafni Mohammed Ali var að safna fugla- driti til áburðar nálægt bænum Nag Hammadi í Efra-Egyptalandi. Hann rakst þá á eitthvað hart og gróf upp innsiglaðan sex feta leirvasa, er reyndist geyma 13 forn handrit bundin í gaselluleður, forn kristin rit, og þar á meðal Tómasarguðspjall. Helm- ut Koester prófessor við Harvard telur það frá um 50 e. Kr. en aðrir varkárari frá síð- ari hluta fyrstu aldar. Ljóst er, að hér var fundin ein af allra elstu heimildum um kenn- ingar Krists. Guðspjallið er ritað á koptísku og talið þýtt úr grísku. Reyndar voru áður þekkt örfá brot úr grískum textum, er þau voru svo ófullkomin, að erfítt reyndist að henda reiður á þeim, þar til eftir fundinn hjá Nag Hammadi. Guðspjallið hefst á þessum örstutta inn- gangi: „Hér eru hin leyndu ummæli er Jesús sagði og Didymos Júdas Tómas skráði.“ Didymos Júdas Tómas virðist hafa verið vin- sæl goðsagnapersóna (legendary figure) frá postulatímanum, einkum í Sýrlandi, og það er einungis í Austur-Sýrlandi sem nafn hans kemur fram í þessari mynd. Af því m.a. er sú ályktun dregin, að Tómasarguðspjall sé upprunnið þar. Tómasarguðspjall er orðskviðasafn án nok- kurrar frásagnar og varla nokkurn tíma er þess getið af hvaða tilefni talað er. Formið er „Jesús sagði“ og stundum „Þeir sögðu við Jesú (eða lærisveinarnir sögðu við hann) ... Jesús sagði“. Ekki verður séð í fljótu bragði að orðskviðunum sé raðað í rökrétta heild samkvæmt kenningum og ekki er sagt frá örlögum Krists, krossfestingu eða upp- risu. Þetta er m.a. talið benda til þess að Tómasarguðspjall sé með elstu heimildum um boðskap Krists, til komið áður en guð- spjöllin hafa fengið þá hefð er við þekkjum með frásögnum og túlkunum. Hvorugt er hér að fínna. 114 tilsvör Tómasarguðspjall geymir 114 tilsvör Krists. Mörg þeirra er að finna óbreytt eða lítt breytt í guðspjöllum Matteusar, Markúsar og Lúkasar. En - sum þeirra verða hvergi lesin annars staðar, og það er auðvitað um- fram allt fróðlegt að kynnast þeim. Þau bera sum sterkan keim af esóterisma og mystik, og geta vakið nýjan skilning. Skulu nú til- greind nokkur þeirra í fljótheitaþýðingu minni úr ensku. Tóm. 3: Jesús sagði: „Ef leiðtogar yðar segja við yður, ’Sjáið, Guðs ríki er í himnin- um’, þá munu fuglar himinsins verða á und- an yður þangað. Ef þeir segja við yður ’Það er í hafinu’, þá munu fiskarnir verða á und- an yður. Hins vegar er Guðs ríki innra með yður og ytra með yður. Þegar þér þekkið yður sjálfa, munuð þér þekktir verða, og þér munuð skilja að þér eruð börn hins lifanda Föður. En ef þér þekkið ekki yður sjálfa, þá lifið þér í fátækt og þér eruð sú fátækt.“ (Leturbr. mínar.) Tóm. 18: Lærisveinarnir sögðu við Jesú: „Seg oss, hvernig munu endalok vor koma?“ Jesús sagði: „Hafið þér þá fundið upphafið, fyrst þér eruð að Ieita endalokanna? Sjáið, endirinn mun verða þar sem upphafið er. Sæll er sá er stendur við upphafið: hann mun þekkja endalokin og eigi smakka dauðann. “ Tóm. 28: Jesús sagði: „Ég tók mér stöðu mitt í heiminum og birtist þeim í líkama. Ég fann þá alla drukkna og engan þeirra fann ég þyrstan. Sál mín fann til með mann- anna börnum, af því að þau eru blind í hjört- um sínum og sjá ekki, því þau komu tóm í heiminn og sækjast eftir því að hverfa úr heiminum tóm. Én á meðan eru þau drukk- in. Þegar þau hrista af sér vínið, munu þau taka sinnaskiptum." Tóm. 49: „Sælir eru þeir á meðal yðar, sem eru einir og útvaldir, því að þér munuð finna Guðs ríki. Því þaðan eruð þér komnir og þangað munuð þér aftur snúa. “ Tóm. 50: Jesús sagði: „Ef þeir segja við yður ’Hvaðan eru þér komnir?’ þá segið við þá „Vér erum komnir frá Ijósinu, frá þeim stað þar sem Ijósið varð til af sjálfu sér, grundvallaðist og birtist í þeirra ímynd. “ Ef þeir segja við yður ’Er það þér?’ þá segið ’Vér erum börn þess og vér erum útvalin af hinum lifanda Föður.’ Ef þeir spyija yður ’Hver er vitnisburðurinn um Föður yðar í yður?’ þá segið við þá „Hreyfmg og hvíld. “ Tóm. 70: Jesús sagði: „Ef þér leiðið fram það sem þér hafíð innra með yður, mun það frelsa yður. En ef þér hafið það ekki innra með yður, mun það sem þér hafið ekki tor- tíma yður.“ Tóm. 77: Jesús sagði: „Ég er ljósið sem er yfir öllu. Ég er allt: frá mér kom allt, og til mín kom allt. Kljúfið við; ég er þar. Velt- ið við steini og þér munuð finna mig þar. “ Til marks um deyfð? Þegar ég hafði eignast þessa bók og var búinn að lesa Tómasarguðspjall, spurði ég fjóra presta, sem ég er kunnugur, um þetta guðspjall. Enginn þeirra hafði lesið það, en tveir könnuðust við það af afspurn. Ékki höfðu þeir spurnir af því að Tómasarguð- spjall hefði verið þýtt á íslensku né fengið einhveija opinbera umræðu. Ég varð dálítið undrandi og spyr hvort það beri vott um deyfð eða jafnvel áhugaleysi, ef kirkjunnar menn fylgjast ekki betur með því, sem er að gerast í kristnum fræðum. Tómasarguð- spjall þarf vitaskuld að þýða og ræða, enda taka útgefendur bókar minnar það fram að því fari ijarri að þessi texti sé ennþá fullskil- inn. Á kápu hennar stendur að hún geymi allt sem menn þurfi íeigin leit sinni að hinum sögulega Kristi. Því vitaskuld þarf hver mað- ur að leita hans sjálfur, en ekki láta eilíflega segja sér hvernig eigi að skilja hann. En þá mega prestar ekki heldur bregðast við eins og einn þeirra gerði, er ég hafði sent frá mér Orð Krists. Hann sagði: Hvað ert þú að skipta þér af þessu? Vonandi heyra slík við- brögð við viðleitni leikmanna til undantekn- inga. Og vonandi er þörfin fyrir leitina næg til þess að menn sýni nýuppgötvuðum texta um boðskap Krists áhuga. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.