Morgunblaðið - 18.12.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 47 *
h
| ---------------------------------------
) Undir handleiðslu Jóhanns Ólafs,
| hafa mörg vélstjóra- og vélfræðings-
w og véltæknifræðingsefni orðið til, en
lengi var það inntökuskilyrði að hafa
sveinspróf í vélsmíði til að komast í
yélskólann.
Þessi hópur er þakklátur Jóhanni
Ólafí og hans félögum fyrir það vega-
nesti sem þeir fengu frá þeim.
Ég kveð Jóhann Olaf með þakklát-
um huga og sendi aðstandendum
J hans hlýjar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóhanns Ólafs
I Jónssonar. Það á vel við að enda
* þess minningargrein með kvæði eftir
Davíð Stefánsson, „Höfðingi Smiðj-
unnar“.
Hann tignar þau lög, sem lífíð
með logandi eldi reit.
Hann lærði af styrkleika stálsins
að standa við öll sín heit.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið,
ef þúsundir gerðu eins.
Andrés Guðjónsson.
Mikill öðlingur er genginn á vit
feðra sinna. Fáa menn aðra veit ég
hafa hlotið jafn einróma álit sam-
ferðamanna sinna og Jóhann Ólaf
að þar færi góður maður. í Hafnar-
fírði munu margir hafa kannast við
hann sem Jóa í Smiðjunni, Vélsmiðju
Hafnarfjarðar, og síðar í fjölskyldu-
. fyrirtækinu Vélaverkstæði Jóhanns
Olafs hf. Hann vildi hvers manns
vanda leysa og leysti margan vand-
ann á langri og farsælli starfsævi.
Um það munu aðrir betur geta vitni
borið.
Um áratuga skeið hefur mikil vin-
átta og góð samskipti verið milli fjöl-
skyldu Jóhanns Ólafs og okkar hér
í Syðra-Langholti og hefur þar aldrei
borið skugga á.
Heimsóknir þeirra ágætu hjóna,
J Jóhanns Ólafs og Kristjönu, voru
ætíð tilhlökkunarefni og eins stóð
heimili þeirra ávallt opið fyrir okkur
hvenær sem var og hvemig sem á
stóð.
Dóttir þeirra hjóna, Edda, og son-
ardóttir, Hrafnhildur, voru hér í sveit
sumarlangt og aðrir úr Qölskyldunni
hafa verið og eru aufúsugestir hér í
Syðra-Langholti.
Sérstakar þakkir vil ég færa fyrir
það hve vel Jóhann Ólafur reyndist
föður mínum, er hann þurfti í veik-
indum sínum að dveljast á Vífilsstöð-
um. Daglega heimsótti hann föður
minn og flutti honum fréttir héðan
að austan, en áður hafði hann jafnan
hringt og spurt tíðinda, hvernig bú-
skapurinn gengi o.s.frv.
Hin létta lund Jóhanns Ólafs og
spaugsögur, er hann hafði jafnan á
reiðum höndum, gerðu lífið og tilver-
una bjartari og betri.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka, en ég læt hér staðar
I numið.
' Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar
votta ég aðstandendum samúð um
leið og þökkuð er áratuga vinátta
og tryggð.
Jóhannes Sigmundsson,
Syðra-Langholti.
Hann stingur stálinu í eldinn.
Hann stendur við aflinn og blæs.
Það brakar í brennandi kolum.
í belgnum er stormahvæs.
í smiðjunni er ryk og reykur,
og riki hans talið snautt.
Hann stendur við steðjann og lemur
stálið glóandi rautt.
Hér er voldugur maður að verki,
með vit og skapandi mátt.
Af stálinu stjörnur hrökkva.
í steðjanum glymur hátt.
Málmgnýinn mikla heyrir
hver maður, sem veginn fer.
Höndin, sem hamrinum lyftir,
er hörð og æðaber.
Hann tignar þau lög, sem lífið
með logandi eldi reit.
Hann lærði af styrkleika stálsins
að standa við öll sín heit.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið,
ef þúsundir gerðu eins.
(Davíð Stefánsson.)
Þessi erindi Davíðs Stefánssonar
úr kvæðinu „Höfðingi smiðjunnar"
eiga vel við þann höfðingja, Jóhann
Ólaf, sem nú er fallinn frá. Fáa menn
þekktum við, sem eiga höfðingjatitil-
inn betur skilið en Jóhann Ólafur
enda varð syni okkar að orði þegar
hann las kvæðið: „Hann Davíð hlýtur
að hafa þekkt hann Jóa og ort þetta
kvæði um hann.“
Það var árið 1982 að'við fluttum
í nýtt hús í nýbyggðu hverfi og að
sjálfsögðu var okkur umhugað um
hveijir byggju í næstu húsum. Um
vorið fluttu inn í húsið á móti okkur
þeir allra bestu nágrannar sem hægt
er að hugsa sér, en það voru þau
Jóhann Ólafur og Kristjana eiginkona
hans eða Sjana og Jói eins og þau
kynntu sig, en þau voru þá rúmlega
sjötug að aldri. Þrátt fyrir að aldurs-
munur væri mikill eða um 40 ár var
hlaupið í kaffí á milli húsa daglega
og spjallað, en Jói var hnyttinn og
mikill sögumaður og hafði frá mörg-
um skemmtilegum sögum að segja
og er synd að ekki hafí einhver rithöf-
undur borið gæfu til að fá, þó ekki
hefði veri nema brot af þeim frásögn-
um, því þær gætu fyllt nokkrar bæk-
ur en við vitum að Jói sat við skriftir
eftir að hann hætti að vinna hátt á
áttræðisaldri. Jói var mikill vinnu-
þjarkur og varð alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni eftir að hann hætti
að vinna.
Mig langar að segja frá einu dæmi
um það hversu þægilegur nágranni
Jói var. Eitt sinn er eiginmaður minn
var að bakka útúr innkeyrslunni hjá
okkur, bakkaði hann inn á innkeyrsl-
una hjá Jóa, en tók ekki eftir að bíll
Jóa var á stæðinu og bakkaði á hann,
en skemmdir urðu sem betur fer litl-
ar. Við náðum í Jóa alveg miður
okkar yfir þessu, en Jói sagði: „Uss,
uss, þetta er allt mér að kenna því
ég hefði átt að setja bílinn inn í bíl-
skúr.“
Árið 1987 hagaði þannig til að við
fluttum til Vestmannaeyja og slík
var tryggðin hjá þessum yndislegu
nágrönnum okkar, að fyrstu árin
okkar hér í Eyjum hringdu þau viku-
lega, því Jói varð alltaf að fá að vita,
hvernig við hefðum það og hvernig
gengi hjá Grími á sjónum.
Við hjónin viljum þakka forsjón-
inni fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að hafa fengið að kynn-
ast og njóta vináttu þessa
öðlingsmanns.
Elsku Jói, megi allir guðs englar
halda verndarhendi yfir þér. Við
þökkum þér samfylgdina í gegnum
árin og alla þína elsku og umhyggju
fyrir okkur og börnum okkar.
Elsku Sjana og börn, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Helga og Grímur Jón.
Hann Jói í Hafnarfírði er dáinn.
Eitthvað hefur breyst, saknaðarkennd
fyllir hugann og þó var hann ekki
nákominn mér. Hann var einn besti
vinur föður míns og einn sá ljúfasti
og um leið skemmtilegasti maður sem
ég hef kynnst.
Þeir vinimir kynntust í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar, þar sem báðir voru við
nám í jámsmíði fyrir margt löngu.
Munu margir eldri Hafnfírðingar
kannast við Jóa í Smiðjunni, en Jói
bjó og starfaði alla tíð í Hafnarfírði.
Fyrir alllöngu stofnaði hann Véla-
verkstæði Jóhanns Ólafs með sonum
sínum og starfaði þar fram á síðustu
ár. Oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar lagði ég leið mína til Jóa með
bilaða stóla og hálf lasburða keirur
og vagna, því allt gat Jói lagað og
gert jafngott og nýtt. Hann var sann-
kallaður þúsundþjalasmiður. Borga?
- nei aldeilis ekki, hann færi nú ekki
að taka við greiðslu af dóttur hans
Samúels vinar síns.
Fyrir hartnær hálfri öld var það
nokkurt mál að fara í fjölskylduheim-
sóknir á milli Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar. Var því mikil eftirvænting
og tilhlökkun ef fara skyldi í Hafnar-
fjörðinn til að heimsækja Jóa og
Sjönu. Eins fögnuðum við heimsókn-
um þeirra til okkar í Reykjavík. Aldr-
ei heyrði ég föður minn hlæja eins
innilega og þegar þeir Jói rifjuðu upp
skondin atvik og kannski smáglettur
ungra manna í Smiðjunni í þá daga.
Þeir töluðu þá gjarna „westlunsku",
en það var sérstakt mál verkstjóra
þeirra Westerlund, sem var sænskur
og búinn að dvelja lengi hér á landi.
Hann talaði því hvorki sænsku né
íslensku heldur „westlunsku“, sem
var víst illskiljanleg flestum.
í mörg ár renndu þeir vinimir sam-
an fyrir lax og silung, aðallega í Laxá
í Kjós, Norðurá, Elliðaánum og í Hlíð-
arvatni. Á dimmum vetrarkvöldum
hlýddum við systkinin á þá segja frá
þeim stóru sem þeir misstu og ýmsum
ævintýram sem þeir lentu í. I þá daga
var ekkert sjónvarp og áreiti utanfrá
ekki eins yfírþyrmandi og nú er orð-
ið, enda nutum við þess að hlýða á
frásagnir og sögur hinna fullorðnu.
Góður maður er genginn og Hafn-
arfjörður hefur misst einn af sínum
bestu sonum. Jói sofnaði svefninum
langa í sátt við allt og alla. Guði
fannst að nú væri rétti tíminn til að
taka hann til sín, og framlengdi því
miðdegislúrinn hans.
Þannig hefði Jói einnig viljað hafa
það.
Hlíf Samúelsdóttir.
Lærifaðir minn og meistari Jóhann
Ólafur, er látinn. Hugurinn reikar
hálfa öld aftur til áranna fjögurra
þegar strákurinn af Brekkugötunni
nam rennismíði í Vélsmiðju Hafnar-
fjarðar. Meistarinn er Jóhann Ólafur,
nei, Jói í Smiðjunni, hann hét það.
Myndir sækja á, skýrar og lifandi.
Umsvifín mikil, á fímmta tug starfs-
manna, 10-12 lærlingar, heimsstyij-
öldin í algleymingi, allt skortir, vara-
hlutir ófáanlegir. Ef eitthvað bilar
þarf að smíða. Saumavél, togaravél,
skreiðarpressa, hreisturvél. Viðgerð-
ir jafnt og nýsmíði. Ótrúlegustu við-
fangsefni koma inn á gólf smiðjunn-
ar. Það reynir mikið á útsjónarsemi
og hugvit stjómandans. Þar er Jói
réttur maður á réttum stað. Jói flan-
ar ekki að neinu. Sérhvert viðfangs-
efni ígrandað, valkostir metnir. Sá
sterkasti ætíð valinn. Efst á blaði
hjá Jóa er einlægt öryggið. Alltaf
hugsað um að viðgerð haldi er á
reyni. Allt verður að vera nógu
sterkt.
Þau fjölbreyttu verkefni sem við
urðum að kljást við á þessum áram
og að fylgjast með hvernig Jói tók
á vandanum var dýrmætt veganesti
fyrir okkur lærlingana.
Ég hefí notið vináttu og umhyggju
Jóa og fjölskyldu hans alla tíð og
ætíð fundið þá hlýju og einlægni sem
prýðir alla fjölskylduna. Jói var ein-
stakur snillingur sem gekk sína lífs-
göngu hæglátur en þó glettinn og
spaugsamur en umfram allt traust-
ur. Eg þakka forsjóninni þá gæfu
að hafa átt hann að lærimeistara og
sem sannan vin.
Ásgeir Long.
Elsku afi Jói verður kvaddur í dag.
Hann hefur á ævi sinni farið langan
veg frá því hann kom til Hafnarfjarð-
ar hjólandi frá Bjargi á Vatnsleysu-
strönd 16 ára gamall, með allar sínar
eigur á bögglaberanum.
Við bræðumir munum aldrei eftir
afa Jóa öðravisi en hann hefði í nógu
að snúast og vildi hann helst vinna
myrkranna á milli. Þannig leið honum
best.
Hvergi var eins gaman að koma
og á Reykjavíkurveg 70 þegar afí og
amma bjuggu þar. Þar var alltaf eitt-
hvað að gerast og gestagangur mik-
ill. Amma var með heitt á könnunni
og afí oftast frammi á verkstæði að
bjarga einhveijum útgerðarmannin-
um.
Þegar við voram yngri voram við
ósjaldan í pössun hjá ömmu og afa á
Reykjavíkurveginum og era margar
góðar minningar tengdar því. Sér-
staklega er það minnisstætt þegar
afí ákvað að fá sér hundinn Karó,
því fátt var eins spennandi á þeim
tíma og að eiga sér hund sem félaga.
Karó var meðal annars notaður sem
reiðskjóti fyrir yngstu bamabömin.
Afi var trúaður maður og þegar
við gistum næturlangt fór afí alltaf
með þrjár bænir þegar farið var í
háttinn, þetta vora bænimar Ó Jesú
bróðir besti, Sitji Guðs englar og
Faðir vor.
Afí fór reglulega allt til dauðadags
á æskustöðvamar suður á Vatns-
leysuströnd og oftar en ekki fengum
við að fljóta með. Erindið var oftast
nær að ná í egg fyrir ömmu. Þetta
þóttu skemmtilegar ferðir því í bílnum
var sungið hástöfum og vinsælustu
lögin voru Loft Malakoff og Guttavís-
ur. Þó svo að minninu hafí hrakað
hin síðari ár kunni afí ótrúlegan fjölda
af vísum, kvæðum og sögum sem
gaman var að heyra hann fara með.
Fáum mönnum hefur verið jafn
gaman að rétta hjálparhönd og afa
því hann var alltaf svo þakklátur
fyrir það sem gert var fyrir hann.
Afí hafði alltaf mikinn áhuga á
því sem barnabörnin vora að aðhaf-
ast. Þrátt fyrir að vera orðinn háaldr-
aður hin seinni ár var hann alltaf
ungur í anda og hægt var að tala
við hann eins og hvem annan jafn-
aldra. Það sem sérstaklega vakti
áhuga hans voru tölvur og tölvu-
tækni, sagði hann oft „ef ég væri
tvítugur í dag myndi ég byija á því
að læra á tölvu.“
Minningarnar um afa eru margar
og skemmtilegar, hann hefur kennt
okkur margt og lítum við á það sem
forréttindi að fá að hafa notið sam-
vista við hann en nú skilur leiðir að
sinni, Guð geymi þig, elsku afi Jói.
Bjarni og Jóhann Krislján
Hjaltasynir.
Kæri afí. Ég sakna þín svo mikið.
Þú varst alltaf svo góður við mig.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Ég vona að góði Guð
geymi þig vei.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Þitt barnabarn,
Edda.
Elsku afí. Nú þegar þú ert dáinn,
renna upp í huga okkar ótal hlýjar
minningar og allar þær yndislegu
stundir sem við áttum hjá ykkur
ömmu. Við viljum þakka þér fyrir
þær allar og munum minnast þeirra
um ókomna tíð.
Elsku amma, Guð styrki þig og
styðji. Elsku afí. Algóði Guð blessi
þig og minningu þína.
Opnaðir gáttir.
Allt sem þú áttir
léstu mér í té og meira til.
Hóf þitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni.
(Stefán Hilmarsson.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Þín bamaböm,
Guðrún Björk og
Jóhann Ólafur.
Nú ert þú farinn yfir móðuna miklu
og það er erfitt að sætta sig við að
hafa þig ekki hjá okkur lengur. En
við vitum að það verður vel tekið á
móti þér. Svo elskulegur og hjartahlýr
sem þú varst í þínu lifanda lífi að þú
átt ekkert annað skilið. Þegar við
settumst niður og rifjuðum upp minn-
ingar um þig í gegnum árin með tár-
vot augu komu ekkert nema spaugi-
leg atvik upp í huga okkar sem eiga
kannski ekki við í minningagreinum.
Löng ævi er að baki, framfarimar
hafa aldrei verið meiri frá því þú
fæddist í litlum torfbæ í Hítardalnum
og til dagsins í dag. Trúin á Jesúm
Krist sem þú eignaðist í æsku fylgdi
þér alla ævi. Þær vora ekki svo fáar
kirkjuferðimar sem við fóram með
þér þegar við voram litlar, og ekki
komu jól fyrr en búið var að fara
með þér í kirkju á aðfangadags-
kvöldi. Það voru forréttindi fyrir okk-
ur systumar að fá að eiga þig fyrir
afa. Þinni góðvild, gleði og glettni
gleymum við aldrei. Hjartahlýjan og
útgeislunin sem frá þér kom mun
alltaf lifa í minningunni um yndisleg-
an afa. Alltaf var jafn gaman að
skreppa með þér og ömmu í sveitina
að Syðra-Langholti til að heimsækja
vinafólk ykkar og kynnast sveitalíf-
inu. Þar var alltaf tekið vel á móti
okkur. Það vora líka skemmtilegar
ferðirnar að Bakka eða suður á strönd
eins og þú kallaðir það, en þar varst
þú alinn upp af þínu frændfólki. Aldr-
ei kom nokkurt styggðaryrði frá þér
þó svo að okkur fínnist það núna að
það hefði smávegis mátt sussa á okk-
ur. Þú ræddir frekar við okkur af
þinni skynsemi og leiddir okkur það
rétta í ljós. Alltaf þurftum við að fá
að hjúfra í afabóli eins og þú orðaðir
það. Ósérhlífni og dugnaður fylgdu
þér alla ævi og kom það glöggt í ljós
er þú hættir að vinna og kominn yfir
áttræðis aldurinn, þá hafðir þú oft á
orði að það væri bara ekkert gagn
að þér lengur. Mikið sem þú gast
alltaf gert grin að sjálfum þér og
þegar amma var eitthvað að reyna
að siða þig til þá varstu alltaf fljótur
að slá öllu upp í grín. Sögumar og
Ijóðin sem þú kunnir vora alveg
ótæmandi fjársjóðir, mikið var alltaf
gaman að hlusta á þig, þú tókst í
nefíð á milli og snýttir þér hressilega
svo í öllu glumdi, og oft var hlegið
dátt. Þú varst alltaf hrifínn af öllum
nýjungum og fylgdist vel með allri
tækni.
Þú varst alitaf svo þakklátur og
yndislegur, ef allir væra eins og þú
varst væri heimurinn yndislegur. Og
hvað þú elskaðir hana ömmu mikið
og reyndist henni góður. Þú fylgdist
vel með okkur öllum og vildir helst
frétta af okkur öllum daglega. Gleði-
geislar skinu úr andliti þínu daglega.
Alla ævi mun það fylgja okkur það
sem þú kenndir okkur, þú varst yndis-
legur afi. Elsku afí, við þökkum þér
fyrir allar góðu stundimar sem við
áttum með þér, biðjum Guð að styrkja
ömmu, pabba, Didda, Hjalta og Eddu.
Hvíl þú í friði, elsku afí.
Kristjana Jónsdóttir,
Berglind Jónsdóttir.
Hann afi minn er farinn á betri
stað. Margar góðar minningar koma
upp í hugann, er ég hugsa til hans.
Hann var alltaf blíður, góður og ró-
legur, hafði alltaf tíma fyrir okkur
bamabömin. Það þarf ekki sérstakan
dag til að hugsa til þín, afi minn,
því þú kemur alltaf tií með að vera
í huga mínum. Sérstaklega mun af-
mælisdagur dóttur minnar, Rosaleen--
Eddu, 10. desember, verða mér
minnisstæður, því þá kvaddir þú
þennan heim, elsku afi minn. Ég vildi
óska að guð hefði gefíð þér fleiri ár,
því það hefði verið yndislegt að sjá
þig aftur, því það var orðinn allt of
langur tími síðan ég sá þig seinast,
en ég er ánægð að þú hvílir í Guðs
höndum og ég veit að við komum til
með að hittast aftur, en á meðan
„afi“ minn þá kem ég til með að
halda minningu þinni lifandi og böm-
in mín koma til með að þekkja og
elska þitt nafn. Við biðjum Guð að
styrkja ömmu á þessari stundu.
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði
um landið hér, til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hrafnhildur Jónsdóttir.
Elsku langafi. Þakka þér fyrir all-
ar yndislegu stundirnar sem við átt-
um saman. Við munum geyma þær
í hjarta okkar og kveðjum þig með
sáram söknuði.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein,
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta’ og í bijósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Elva Ruth, Jón Gunnar
og Thelma Karen.