Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 49
bjiiggu fyrst á Fríkirkjuvegi 11, því
Iandsfræga húsi, en fluttu síðar í
Seldal í Kópavogi. Þau eignuðust
eina dóttur barna, Jórunni, sem var
gift undirrituðum.
Þuríður hóf störf hjá slysavarð-
stofu Reykjavíkur, síðan slysadeild-
Borgarspítalans, og starfaði þar
óslitið um 25 ára skeið, eða þar tii
hún lét af störfum fyrir aldurssakir,
síðast sem deildarhjúkrunarfræðing-
ur. Hún kunni mjög vel við sig í
þessu starfi og var vinsæl og vel
látin meðal samstarfsfólks og minnt-
ist hún jafnan þessara ára á „slysó“
með gleði og þakklæti.
Þegar þau hjónin fluttu í Kópa-
voginn eignuðust þau sinn sælureit,
þar sem Seldalur er, og undu þau
hag sínum vel þar um 30 ára skeið,
og höfðu mikla gleði af gróðrinum
og dýrunum sem þau höfðu þar. Þau
gerðust fljótt góðir og gegnir Kópa-
vogsbúar og þegar aldurinn færðist
yfir tóku þau þátt í starfi aldraðra,
í „öldungafjörinu" eins og Þuríður
orðaði það, af fullum krafti. Valde-
mar lést á miðju sumri 1993.
Ég var vart meira en unglingur
þegar fundum okkar Þuríðar bar
fyrst saman og strax tók hún mér
opnum örmum og var eins og við
hefðum alltaf þekkst. Tókst með
okkur góð og innileg vinátta, sem
staðið hefur óslitið síðan og fæ ég
seint fullþakkað þá góðvild og um-
hyggju sem hún ávallt sýndi mér.
Eitt var það sem hún var ekki dús
við í fari mínu, en það var fótbolta-
iðkun mín á yngri árum og sagði
hún þá gjarnan „þú ert alveg beset-
inn af þessum boltaleik" en kannski
hafði hún lúmskt gaman af öllu.
Þuríður var hæglát og róleg í fram-
komu, svoiítið dul stundum en létt
í lund og kunni að meta gaman-
semi. Hún lét sig hag ömmubarna
sinna miklu varða og seinna þegar
barnabarnabörnin komu til sögunnar
áttu þau hug hennar allan. Þau
sakna nú sárt ömmu og langömmu,
sem alltaf var þeim svo góð og vildi
allt fyrir þau gera.
Á kveðjustund leita minningarnar
á hugann og af mörgu er að taka,
en mér er efst í huga þakklæti fyrir
einlæga vináttu, umhyggju og
tryggð Þuríðar allt frá okkar fyrstu
kynnum. Þegar ég heimsótti hana á
sjúkrahúsið þá var okkur báðum ljóst
að samfundirnir yrðu ekki fleiri. Hún
kvaddi mig hjartanlega á sinn ljúfa
hátt og var sátt við að hverfa á braut
úr þessum heimi.
Blessuð sé minning hennar.
Jón M. Björgvinsson.
Okkur langar að minnast Þuríðar
Sörensen, góðrar og náinnar vin-
konu okkar. Hún var samtímis okkur
í hjúkrunarnámi frá upphafi og einn-
ig meira og minna í starfí. Þá reyndi
oft á þann manndóm og það vinar-
þel, sem Þuríði var gefið. Hún var
vinur vina sinna, en þegar ákaft var
rætt um málefni, sem vöktu áhuga
hennar, gat hún verið hvöss í skoð-
anaskiptum. Hinn sanni kærleikur
var þá auðfundinn á bak við hinar
ákveðnu áherslur Þuríðar, enda réðu
þar hinar góðu gáfur hennar og
áhugi fyrir öllu því, sem rétt var að
hennar bestu vitund.
Hin mikla umhyggja, sem fram
kom hjá Þuríði og hennar nánustu
við dýrin, bar ljósan vott um hinn
sanna kærleik til alls þess, sem
minna má sín og þarfnast elsku og
nærfærni okkar manna.
Á heimili þeirra hjóna má segja
að flest hafi snúist um hina lifandi
náttúru. Blómin og trén umvöfðu
heimili þeirra og dýrin, bæði fuglar
og ferfætlingar voru eins og persón-
ur, sem heimilisfólkið umgekkst með
nærfærni, elsku og umhyggju.
Við erum þakklátar fyrir allar þær
gleðistundir, sem við áttum með
Þuríði og Valdemar.
Hið létta geð og sátt við lífíð var
einstæð í fari Þuríðar, þótt stundum
virtist svo sem mörgum gæti ekki
tekist það eins og á stóð. Sameigin-
leg barátta okkar, sem vorum við
hjúkrunarnám á sama tíma var oft
hörð, en gleðin við samveru okkar
á hvíldar- eða skemmtistundum lyfti
okkur sameiginlega, enda var Þuríð-
ur ávallt hin sama góða vinkona og
hrókur alls fagnaðar þegar við átti.
Við kveðjum Þuríði með söknuði
og biðjum hennar nánustu velfarn-
aðar og styrks tii góðra verka svo
sem einkenndi hennar heimili.
Guðrún Soffía og
Jóhanna Björnsd.
Mig langar að minnast nokkrum
orðum kærrar vinkonu minnar, Þur-
íðar Jónsdóttur Sörensen hjúkrunar-
konu, sem hefur nú gengið á enda
veg þessarar veraldar. Það mun
hafa verið haustið 1960 sem ég hóf
störf á Slysavarðstofunni við Bar-
ónsstíg, eins og bráðamóttaka
Reykjavíkur var þá kölluð. Aðstöð-
unni sem læknaliðið hafði þarna til
að sinna störfum sínum var að ýmsu
leyti ábótavant, ekki síst vegna
þrengsla, tækjaskorts og að sjálf-
sögðu fjárskorts. Engu að síður voru
þar innt af höndum fullkomin störf
í þessari grein læknisfræðinnar,
enda öll stjórn í höndum Hauks
Kristjánssonar, bæklunarlæknis,
sem hafði víðtæka reynslu í sínu
fagi. Á Slysavarðstofunni kynntist
maður áhugasömum, ungum lækn-
um og hjúkrunarnemum, sem sum
hver áttu eftir að fullnuma sig í hin-
um ýmsu greinum slysa- og bæklun-
arlækninga. Þar sem um kennslu-
stofnun var að ræða stóð þetta unga
fólk venjulega ekki lengi við í stofn-
uninni, og þess vegna þýðingarmikið
að eiga þar vísan, ábyrgan og traust-
an kjarna. Auk fastráðinna lækna
voru það þrjár mikilhæfar hjúkrun-
arkonur, sem héldu á loft merki stöð-
ugleikans á þessum stað og unnu
þarna óslitið, þar til þær hófu störf
við Borgarspítalann árið 1969, þegar
stofnunin fiuttist þangað. Ein þess-
ara styrku stoða var Þuríður Jóns-
dóttir Sörensen. Þuríður var greind
og vel menntuð hjúkrunarkona og
hafði mikla reynslu í öllu er laut að
meðferð hvers kyns áverka, hvort
sem var andlegur eða líkamlegur.
Hún hafði þægilegt viðmót, var
nærgætin og orðvör og kunni að
umgangast fólk með hæfilegri
blöndu af hæversku og myndugleik.
Hún var ólöt og alltaf reiðubúin að
taka að sér nauðsynleg verk, þó að
óskemmtileg væru. Hún hafði ein-
staklega gott skap, sem kemur sér
vel á bráðamóttökum, en ekki öllum
gefíð að hafa á takteinum hvernig
sem á stendur. Hún var traustvekj-
andi, bjartsýn og hress í viðmóti við
þá sem hún átti að annast. Þar fyr-
ir utan var hún hrókur alls fagn-
aðar, þegar það átti við, og átti
auðvelt með að lyfta daufum félags-
skap á hærra og áhugaverðara stig.
Þuríður var glaðvær og gamansöm,
skýr og minnug og sagði vel frá.
Þá var hún einkar vel hagorð, og
orti skemmtilegar ferskeytlur, sem
oft hittu í mark.
Það var bæði lærdómsríkt og
skemmtilegt að vinna með Þuríði, og
okkur á Slysadeild Borgarspítalans
fannst vera skarð fýrir skildi, þegar
hún hætti þar störfum fyrir nokkrum
árum. Ég kveð Þuríði með söknuði
og þakklæti fyrir ánægjulegt og
ógleymanlegt samstarf. Ég sendi fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hennar.
Tryggvi Þorsteinsson.
t
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SVAVARS HELGASOIMAR
frá Fagradal f Breiðdal,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
sem lést þann 13. desember sl., fer
fram frá Fossvogskapellu föstudaginn
20. desember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Vífilsstaðaspítala.
Ellen Olga Svavarsdóttir, Jón Einarsson,
Már Svavarsson, Halla Einarsdóttir,
Marey Linda Svavarsdóttir, Sigurður Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim,
sem heiðruðu minningu bróður okkar,
JÓNS JÓHANNSSONAR,
Brekkuhvammi 1,
Hafnarfirði.
Systkini og aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför elsku dætra okkar og systra,
REBEKKU OG RAKELAR HARÐARDÆTRA.
Hjartans þakkir viljum við færa öllu starfsfólki meðgöngudeildar
Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýju.
Brynhildur Sveinsdóttir, Hörður Guðjónsson,
Eva Björg Harðardóttir,
Sigrún Harðardóttir.
Megi góður Guð blessa ykkur öll og varðveita.
t
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HELGU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Hamragerði 12,
Akureyri.
Ágúst Steinsson,
Baldur Ágústsson, Anna Maria Hallsdóttir,
Vilhelm Agústsson, Edda Vilhjálmsdóttir,
Birgir Ágústsson, Inga Þóra Baldvins,
Skúli Ágústsson, Fjóla Stefánsdóttir,
Eyjólfur Ágústsson, Sigrfður Sigurþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
NÍELSAR BJARNASONAR
frá Gervidal.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarni Jónsson.
t
Við þökkum innilega auðsýnda samúð
við fráfall eiginkonu minnar, fósturmóður,
tengdamóður og ömmu,
INGU KARLSDÓTTUR,
Framnesvegi 63.
Bjarni Gunnarsson,
Guðný Marta Óskarsdóttir, Hannes Jónsson,
Oddný Aldís Óskarsdóttir, Finnbjörn A. Hermannsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð-
arkveðjur við fráfall móður okkar og
tengdamóður,
KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR,
Skúlagötu 40,
Reykjavík.
Þórir Ólafsson, Ingunn Valtýsdóttir,
Ólafur Kristinn Ólafsson, Þórunn Guðmundsdóttir,
Bruno Hjaltested
og fjölskyldur.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd
við andlát og útför
SIGURÐAR O. BJARNASONAR,
Suðurgötu 13,
Hafnarfirði.
Jónas Sigurðsson, Elísabet Óladóttir,
Stefania B. Sigurðardóttir, Snorri Rafn Snorrason,
Kristrún Á. Sigurðardóttir,
Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu, við andlát og útför okkar ást-
kæra sonar, eiginmanns, föður, tengda-
föður og afa,
SIGURÐAR ÍSFELD
FRÍMANNSSONAR,
Hraunbæ 158.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjör-
gæsludeildar Landspítalans.
Marta Sigurðardóttir,
Erla Sigurðardóttir,
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Frímann Már Sigurðsson, Wimonrat Strichkham,
Óskar Isfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson,
Erlendur Isfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR MARÍU
FRIÐRIKSDÓTTUR
frá Fljótavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks þjón-
ustudeildar Hlífar og Fjórðungssjúkra-
húss ísafjarðar.
Helga Hansdóttir, Líndal Magnússon,
Þórunn Vernharðsdóttir,
Herborg Vernharðsdóttir, Ingólfur Eggertsson,
Bára Vernharðsdóttir, Hjörvar Björgvinsson,
Sigrún Vernharðsdóttlr, Guðni Ásmundsson,
Jósep Vernharðsson, Hrafnhildur Samúelsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
S