Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 55
FRÉTTIR
Símasögii-
safná
Melunum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá sam-
gönguráðuneytinu:
„A bls. 10 í 289. tbl. Morgun-
blaðsins þriðjudaginn 17. desem-
ber 1996 er birt fregn um að lagt
hafi verið fyrir Alþingi stjórnar-
frumvarp um Póstminjasafn Is-
lands undir fyrirsögninni: Frum-
varp um póstminjasafn. Frímerki
varðveitt sem þjóðareign.
í greininni kemur fram sá mis-
skilningur að safninu sé ætlað
húsnæði í gömlu loftskeytastöð-
inni á Melunum sem Póst- og síma-
málastofnun keypti fyrr á þessu
ári.
Hvergi er að finna í frumvarp-
inu eða greinargerð þess neinar
hugleiðingar um að gera loft-
skeytastöðina á Melunum að póst-
minjasafni. Þvert á móti er skýrt
tekið fram í greinargerð með
frumvarpinu að aðaláhersla verði
lögð á sögu loftskeyta og ritsíma
og rekstur þjálfunar- og rannsókn-
arstöðvar í nútímafjarskiptatækni.
Núverandi safn póst- og síma-
minja í gömlu símstöðinni í Hafn-
arfirði er of lítið fyrir bæði söfnin.
Markmiðið er að gera safnið á
Melunum að fullkomnasta síma-
sögusafni landsins. Skipulagsskrá
fyrir samstarfsverkefni Háskóla
íslands og Póst- og símamála-
stofnunar um safnið var undirrituð
á 90 ára afmæli fjarskipta.
Þess er vænst að framanritaðar
missagnir í greininni verði leiðrétt-
ar.“
♦ ♦ »
Ný stjórn í
kjördæmis-
ráði AB
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsfélaganna í Reykja-
vík var haldinn 9. desember.
Á fundinum var kjörin ný stjórn
ráðsins næstu tvö árin og er hún svo
skipuð:
Formaður: Haukur Már Haralds-
son, iðnskólakennari, varaformaður
Gísli Gunnarsson, dósent, meðstjórn-
endur: Kristján Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri, Guðrún Ágústsdóttir,
forseti borgarstjórnar Reykjavíkur,
Sigurbjörg Gísladóttir, fulltrúi, Sig-
rún Elsa Smáradóttir, nemi, Sigríður
Kristinsdóttir, formaður SFR, Stef-
án Pálsson, nemi og Þorvaldur Þor-
valdsson, trésmiður. í varastjórn
eru: Gestur Ásólfsson, rafvirki, Helgi
Hjörvar, framkvæmdastjóri og Stef-
án Eiríksson.
STJÓRN starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna ásamt styrkþegum. Talið f.v.: Þórey Guðmundsdóttir, for-
maður BKR, Ágústa Sigurðardóttir, Bima Barkardóttir, Kristín Gerður Guðmundsdóttir, Anna Kristín
Þorsteinsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir, Svanlaug Árnadóttir, ritari, og Erla Þórðardóttir, gjaldkeri.
Bandalag kvenna í Reykjavík
veitir námsstyrki
STARFSMENNTUNARSJÓÐ-
UR ungra kvenna var stofnaður
á þingi Bandalags kvenna í
Reykjavík 1995 og hafa nú náms-
styrkir verið veittir í fyrsta sinn
úr sjóðnum. Þeir sem hlutu
styrkinn voru:
Anna Kristín Þorsteinsdóttir
er í fornámi til iðnhönnunar-
náms í Iðnskólanum í Reykjavík,
Ágústa Sigurðardóttir er í
Ferðamálaskóla íslands og út-
skrifast í vor sem ferðaráðgjafi
með alþjóðleg réttindi á ferða-
skrifstofur, Birna Barkardóttir
er í fornámi í Fjölbraut í Breið-
holti og ætlar í nám sem aðstoð-
armaður tannlæknir, Halldóra
Ólafsdóttir er að ljúka sveins-
prófi í símsmíði frá Póst- og
símamálaskólanum og Kristín
Gerður Guðmundsdóttir er á 1.
misseri í sálarfræði í Háskóla
Islands.
KÍ um slaka frammi-
stöðu í raungreinum
Kennara-
nám verði
lengt
KENNARASAMBAND íslands hvet-
ur til þess að kennaranám grunn-
skólakennara verði lengt í fjögur ár
og varar við því að dregið verði úr
kröfum um kennsluréttindi og lög-
verndun starfsheitis kennara.
í ályktun stjórnar KÍ segir að
framkvæmd laga um íjórða ár við
Kennaraháskólann hafi ítrekað verið
frestað vegna niðurskurðar. „Þriggja
ára nám gefur ekki svigrúm til nægi-
legrar kennslu bæði í faggreinum og
kennslufræði þeirra. Mikilvægt er að
efling kennslu í faggreinum og
kennslufræði verði ekki á kostnað
uppeldisfræði þar sem uppeldishlut-
verk grunnskólanna hefur aukist
verulega á undanfömum árum.“
Stjórnin segist taka alvarlega nið-
urstöður könnunar, sem sýndi að ís-
lenskir nemendur stæðu sig slælega
í raungreinum. Hins vegar er varað
við því að dregin verði sú ályktun
að slök frammistaða nemenda sé
vegna of mikillar áherslu á uppeldis-
fræði í kennaranámi.
FRÁ UNDIRRITUN samnings heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og Hjartaverndar. Frá vinstri: Svanhvít Jakobsdóttir
úr ráðuneytinu, Nikulás Sigfússon frá Hjartavernd, Ingibjörg
Pálmadóttir ráðherra, Magnús Karl Pétursson frá Hjartavemd
og Halldór Eiríksson frá ráðuneytinu.
Ríkið gerir þjónustu-
samning við Hjartavernd
Krossgátubókin
komin út
KROSSGÁTUBÓK ársins 1997 er
nýkomin í verzlanir. Þetta er 14.
árið, sem ÓP-útgáfa gefur bókina
út._
í bókinni eru krossgátur með
ýmsum formum svo og talnagátur.
Lausnir er að finna aftast í bók-
inni. Helstu höfundar krossgátanna
í bókinni eru Gísli Ólafsson og Sig-
tryggur Þórhallsson.
------»■ ♦ ♦-----
■ JÓLAKVEÐJUR Endastöðv-
arinnar, sem er jólaútvarp Sunn-
lendinga á FM 103,7, verða sendar
út sunnudaginn 22. desember og
á Þorláksmessu milli kl. 13 og 18.
Alls verður hver kveðja lesin sex
sinnum.
Skipað í
Tóbaksvarnar-
nefnd
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðherra hefur skipað Tób-
aksvarnamefnd til fjögurra ára.
Hlutverk tóbaksvarnarnefndar er
m.a. að vera ráðgefandi aðili í tób-
aksvörnum og gera tillögur til
stjórnvalda um ráðstafanir til þess
að vinna gegn neyslu tóbaks í
samræmi við lög um tóbaksvarnir.
í nefndina hafa verið skipuð:
Þorsteinn Njálsson, læknir, for-
maður og Guðbjörg Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur, varaformað-
ur.
Samkvæmt tilnefningu Krabba-
meinsfélags íslands: Þorvarður
Örnólfsson, framkvæmdastjóri. Til
vara: Þuríður Backmann, hjúkrun-
arfræðingur. Samkvæmt tilnefn-
ingu Hjartaverndar: Helgi Guð-
bergsson, læknir. Til vara: Þor-
steinn Blöndal, læknir.
-----» ♦ ♦----
LEIÐRÉTT
Snælda eldri borgara
í FRÉTT um nýútkomna snældu
eldri borgara í Morgunblaðinu síð-
astliðinn sunnudag var nafn Önnu
Júlíu Magnúsdóttur misritað. Er
beðist velvirðingar á þeim mistök-
um.
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur gert þjónustu-
samning við Hjartavernd og tekur
samningurinn gildi frá og með 1.
janúar næstkomandi.
Markmiðið með samningnum er
að gefa Hjartavernd aukið svigrúm
til lengri tíma til að skipuleggja
starfsemi sína og fá þannig fram
betri nýtingu fjármagns til rann-
sókna í baráttunni gegn hjarta- og
æðasjúkdómum, segir í fréttatil-
kynningu.
Samningurinn felur í sér breytt
samskiptaform heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og
Hjartaverndar, þar sem nú er ýtar-
lega skilgreint hvaða þjónustu
Hjartavernd býður upp á og um
leið er fyrirfram skilgreint hvaða
þjónustu ráðuneytið greiðir fyrir hjá
Hjartavernd.
p Jólatilboðsverð
5.400 kr.
Kortasafn í möppu
Níu hlutakort af öllu landinu
Kærkomin gjöf fyrirferðamanninn.
Önnur kortasöfn einnig fáanleg í möppum.
Jólatilboðsverð
Landmælingar og,
kortagerð Dana á íslandi
Upphaf Landmælinga Íslands
Vönduð bók sem fjallar um sögu eins mesta
stórvirkis Dana á stjómarárum
þeirra hérlendis.
TÁl /ffí'
ólatilboðsverð
2.400 kr.
Upphleypt íslandskort
Falleg og áþreifanleg gjöffyriralla aldurshópa,
í vandaðri gjafaöskju.
4.900 kr
^ Fróðlegaf
og nytsamar gjafir
Jólatilboðsverð
2.900 kr.
Norðurlandakort
Geisladiskurmeðkortumímælikvarða 1:2.000.000
af Norðurlöndum og Grænlandi. Auðvelt er
að mæla fjarlægðir og finna örnefni.
íslandskort
Yfirlitskort, jarðfræðikort og gróðurmynd.
Þrír disklingar í pakka, fyrir
PC og Macintosh tölvur.
LANDMÆLIIMGAR
ÍSLANDS
Söludeild, Laugavegi 178, Reykjavík. Opiö virka daga kl. 9-17 og laugardaga í desember kl. 10-16. Sími 533 4000.