Morgunblaðið - 18.12.1996, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 59
i
i
í
i
i
i
(
(
(
I DAG
ÁRA afmæli. Sjötíu
og fimm ára er í dag,
miðvikudaginn 18. desem-
ber, Snæbjörn Jónasson,
fyrrverandi vegamála-
sljóri, Laugarásvegi 61,
Reykjavík. Eiginkona
hans er Bryndís Jóns-
dóttir.
BRIDS
llm.sjón Ciuðmundur Páll
Arnarson
ÞAÐ kostar töluverða yfir-
legu að finna vinningsleið-
ina í 5 tíglum suðurs, jafn-
vel þótt allar hendur sjáist.
Spilari frá Tævan, Chien
Hwa Wang, rataði réttu
leiðina við spilaborðið.
Sagnir höfðu reyndar verið
upplýsandi.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ Á83
V 975
♦ K53
♦ DG109
Vestur Austur
♦ KD10972 ♦ G64
V ÁDG62 IIIIH V 104
♦ G2 111111 ♦ 8
♦ - ♦ K876532
Suður
♦ 5
¥ K83
♦ ÁD109764
♦ Á4
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull
2 tíglar* Dobl 2 spaðar 3 tíglar
4 spaðar 5 tíglar Allir pass
*Hálitir.
Wang taldi víst að vestur
ætti minnst 11 spil í hálitun-
um og hjartaásinn. Lauf-
kónginn staðsetti hann í
austur. Hann sá því að hann
yrði að nýta laufíð í borði til
að henda niður a.m.k. einu
hjarta heima. En hvemig á
að gera það?
Ekki gengur að svína
strax, því þá trompar vestur.
Ef sagnhafí tekur tvisvar
tromp og svínar svo, vantar
eina innkomu í borð. Hægt
er að komast inn á tromp-
fimmu, en það er ekki nóg.
Wang leysti málið með því
að gefa fyréta slaginn! Vest-
ur spilaði spaða áfram, sem
Wang trompaði. Hann tók
síðan tromp tvisvar og svínað
fyrir laufkóng. Þá loks spil-
aði hann spaðaás og henti
laufás heima! Síðan var ein-
falt að trompsvína fyiir lauf-
kóng og nú var enn innkoma
á tígulfimmu til að taka tvo
fríslagi á lauf.
Pennavinir
ÞRJÁTÍU og eins árs Ástral-
íu með áhuga á Harley
Davidsons-mótorhjólum,
sundi, köfun og miðalda-
vopnum, vill skrifast á við
konur á aldrinum 26-35:
Grant Spehr,
27 Henry Street,
Kingwood,
Melbourne,
Victoria,
Australia 3134.
Árnað heilla
70
ÁRA afmælí. Sjötug-
ur er í dag, miðviku-
daginn 18. desember, Sig-
urþór Sigurðsson, starfs-
maður Morgunblaðsins,
Skriðustekk 17, Reykja-
vík. Eiginkona hans er
Hallveig Ólafsdóttir. Þau
hjónin taka á móti gestum
í Kiwanishúsinu, Engjateigi
11, Reykjavík, milli kl. 17
og 20 í dag, afmælisdaginn.
70
ARA afmæli. í dag,
miðvikudaginn 18.
desember, er sjötug Anna
Jónsdóttir, félagsráð-
gjafi á Vífilsstaðaspítala.
I tilefni dagsins tekur hún
ásamt eiginmanni sínum
Óskari Ágústssyni á móti
gestum í dag, kl. 17—19 í
Hraunholti, Dalshrauni 15,
Hafnarfirði.
50
ÁRA afmæli. í dag,
miðvikudaginn 18.
desember, er fimmtugur
Sveinn Sævar Helgason,
Kársnesbraut 31, Kópa-
vogi. Eiginkona hans er
Guðrún Sveinsdóttir. Þau
taka á móti gestum í Skip-
holti 70, laugardaginn 21.
desember nk. kl. 18—21.
Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. desember í Dóm-
kirkjunni af sr. Sigurði
Hauki Guðjónssyni Katrín
S. Jóhannsdóttir og Jón
Ríkharðsson. Heimili
þeirra er í Frostafold 6,
Reykjavík.
HÖGNIHREKKVÍSI
Farsi
STJÖRNUSPÁ
eftir Fr'anccs Drakc
BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Hag- sýni og skynsemi tryggja þér velgengni í viðskiptum.
Hrútur (21. mars — 19. apríl) Smá vandamál getur komið upp miili vina í dag. En þér berast góðar fréttir varðandi vinnuna, sem geta fært þér búbót.
Naut (20. apríl - 20. maí) Ekki er allt sannleikanum samkvæmt, sem þér er sagt í dag, og einhver fer undan í fiæmingi. En þér verður samt vel ágengt.
Tvíburar (21. mai-20.júní) Þér gengur vel við jólainn- kaupin í dag án þess að þurfa að eyða of miklu. Þú mátt einnig eiga von á kaupupp- bót.
Krabbi (21. júní — 22. júlf) >"$8 Breytingar verða til batnað- ar á stöðu þinni í vinnunni. Þegar kvöldar bíður þín skemmtilegur fundur í vina- hópi.
Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú kemur miklu í verk í dag, og horfur í ijármálum eru góðar. I kvöld hefur fjöl- skyldan verk að vinna saman heima.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ert að undirbúa vinafund í kvöld, og ættir að muna að láta ekki eyðsluna fara úr hófí, því jólainnkaupin þurfa sitt.
Vog (23. sept. - 22. október) Aðlaðandi framkoma aflar þér vinsælda og stuðnings í vinnunni. Síðdegis kaupir þú þér eitthvað til að vera í á jólunum.
Sporddreki (23. okt. -21. nóvember) Þér gefast óvæntar frístund- ir til að eyða með ástvini. Framkoma vinar veldur þér vonbrigðum, en láttu það ekki spilla skapinu.
Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) $0 Þér býðst óvænt tækifæri til að koma ár þinni vel fyrir borð í vinnunni, og viðræður um viðskipti lofa góðu fyrir framtíðina.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að hafa góða stjórn á skapinu ef þú ætlar að ná hagstæðum samningum í dag. Taktu enga óyfirvegaða ákvörðun.
Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú þarft að gefa þér góðan tíma til að ljúka áríðandi verkefni í dag. Gættu þess svo að hvíla þig heima þegar kvöldar.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú getur fyrirvaralaust þurft að skreppa í stutt ferðalag fljótlega. Vinur gefur þér góð ráð, sem nýtast vel vinnunni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BARNASTIGUR
BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
Kyuso
fatnaður
miklu úrvali
raðgreiðslur
Gjöfin sem vermir
Pelskápur, jakkar, húfur, lúffur og treflar í miklu úrvali
Þar sem
vandlátir
versla.