Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 62
62 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Jolamyndir Háskólabíós
DRA G ONHEART
Dennis Quaid Sean Connery
FRUMSÝND FÖSTUDAGINN
20 DESEMBER
HAMSUN
Mynd um rithöfundinn Knut Hamsun.
Max Von Sydow Ghita Nörby
FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM.
BRIMBROT
nniDOLBYl
DIGITAL
TILBOÐ KR 300
" mm 1H
Sýnd kl. 5 og 7. B.i. 12
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Vissir þú
* ...að Háskólabíó er í hópi virtustu kvikmyndahúsa í Evrópu, Europa
& Cinemas þar sem gerðar eru mestu kröfur um gæði.
^ Þetta tryggir Itka fjölbreyttni fyrir íslenska áhorfendur því Háskólabíó sýnir
vandaðar kviknn/ndir frá löndum Evrópu.
HÁSKÓLABIÓ - GOTTBÍO
TILBOÐ KR 300
Sýnd kl. 9 og 11.15. B. i. 16
r
HASKOLABIO
SÍMI552 2140
Háskólabíó 0SS
★ ★★ ÁS Bylgjan
★ ★★ ÁÞ Dagsljós
„Brimbrot er ómissandi"
★ ★★1/2 GB DV
„Heldur manni hugföngnum"
★ ★★ 1/2 SVMBL
Sýnd kl. 6.
JÓLAMYND 1996
STAÐGENGILLINN
GOSI
Talsett á íslensku.
Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson.
FRUMSÝND ANNAN í JÓLUM.
Nýársmyndin: SLEEPERS
Brad Pitt, Robert Deniro, Dustin Hoffman,
Jason Patric og Kevin Bacon.
FRUMSÝND 1. JANÚAR.
HANN
ELDIST
FJÓRUM
SINNUM
HRAÐAR EN
VENJULEGT
FÓLK..
HANNER
LANG-
STÆRSTUR í
BEKKNUM..
Komdu og
. sjáðu Robin
Williams fara á
kostum sem
stærsti 6.
bekkingur í
heimi, ótrúlegt
v grin og gaman í
frábærri mynd
fyrir alla fjöl-
skylduna.
Aöalhlutverk:
Robin Williams,
Diane Lane og Bill
Cosby. Leikstjóri:
Francis Ford
Coppola.
(il.rsih.i' * s NtS l 2922
^Uittt- oq cjullskaUqtipit
nteð íslettsktntt ttáUúcusteiitnnt,
perhntt vrj detttöntttm
LAKÁ
Skólavörðustíg I0 S: S6I I300
Hugmyndir og áræði
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
QUARASHI: Sölvi Blöndal, Steinar Orri Fjeldsted
og Höskuldur Ólafsson.
TONIIST
Geisladiskur
SWITCHSTANCE
Switchstance, geisladiskur rapp-
sveitarinnar Quarashi. Quarashi
skipa Sölvi H. Blöndal, sem sér um
hrynhluta tónlistarinnar, Steinar
Orri Fjeldsted og Höskuldur Ólafs-
son, sem rappa, og Richard Oddur
Hauksson, sem klórar plötur. Jóhann
Jóhannsson í Nýjustu tækni og vís-
indum aðstoðaði við upptökurnar,
en upptökumaður var Hrannar Ingi-
marsson sem einnig lék á hjjómborð.
Viðar Hákon Gíslason úr Kvartett
Ó. Jónsson & Grjóna lagði sveitinni
lið við smíði á bassa- og gítarlinum.
Hljómsveitin gefur sjálf út, Japís
dreifir. 21.00 mín.
LOKS KOM að því íslensk rapp-
skífa kom út og ekki ástæða til
að sýta það þó hún sé í styttri
kantinum, ekki nema fimm laga,
enda er henni fyrst og fremst
ætlað að kynna hljómsveitina
Quarashi. Liðsmenn hennar hafa
sumir verið iðnir við tónlistariðk-
an, þó ekki hafi hún beint tengst
rapptónlist, en ekki fer á milli
mála að þeir þekkja vel tónlistar-
formið, svo vel kunna þeir til
verka. Þegar í fyrsta lagið má
heyra sérkenni Quarashi, leikandi
þéttar bassalínur og þungan
áslátt. Rappið er prýðilegt hjá
þeim félögum Steinari og Hös-
kuldi, en Steinar virðist leiðandi
í því samstarfi með beitta texta
og skemmtilega þó þeir séu á
ensku. Reyndar er ekki nema eitt
lag á íslensku á plötunni, og varla
það, en vert að gefa þeim félögum
færi á að reyna að skapa eitthvað
nýtt með íslenskum textum, víst
er þörf á því.
Samlíking við Beastie Boys er
mörgum sem um hafa fjallað nær-
tæk, en ósanngjörn, því í raun eiga
þeir Quarashi-liðar og Beastie
Boys það eitt sameiginlegt að vera
bleiknefjar, tónmál þeirra er all-
ólíkt og áherslur allt aðrar og
þyngri hjá Quarashi. Beastie Boys
byjaði sinn feril sem þunga-
rokkrapp, er Quarashi kemur úr
allt annarri og áhugaverðari átt.
Það má heyra vel í ijórða lagi sveit-
arinnar, Lone Rangers, þar sem
leiftandi góð bassalina ber lagið
uppi að miklu leyti, en skemmtileg
raddsetning Margrétar Kristínar
Blöndal gefur laginu afar
skemmtilegan svip. Frábært lag
sem undirstrikar að í Quarashi er
nóg til af hugmyndum og áræði.
Lokalag stuttskífu Quarashi er
skemmtilegt breakbeat, kannski
bara ætlað að vera uppfylling, en
bráðgott lag engu að síður og sveit-
in mætti gera meira af slíku.
Þetta ár hefur verið tónlistar-
unnendum gjöfult, mikið um end-
umýjun og ferska strauma og
Quarashi lagði til eina skemmtileg-
ustu og um leið kærkomnustu út-
gáfu ársins.
Ekki má gleyma umslagi plöt-
unnar sem er sérdeilis vel heppnað
og eflaust á sá sem það hannaði,
Reynir Harðarson, eftir að láta að
sér kveða á þeim vettvangi í fram-
tíðinni.
Árni Matthíasson
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!