Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 64

Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 64
64 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sími 'hUf' F 551 6500 rw, .fJÖRiW 0 UÍ<> ^ FS51 6500 LAUGAVEG94 JOLAMYND 1996 ^yia+tkildw^ 6Lng'm venjwleg sfelpa Ma Matthildur er skemmtileg og býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hér er á ferðinni þrælfyndin og unaðsleg gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna frá meistaranum Danny DeVito. Komið og kynnist Matthildi. Hún á eftir að heilla ykkur upp úr skónum. Með öllum miðum fylgja með Matthildar bókamerki. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. "Hættuspil „ er tví- mælalaust ein af betri myndum Van Damme. Sýnd kl. 9 og 11.B.L 16. BALTASAR KORMAKUR • GISLIHALLDORSSON • SIGURVEIG JONSDOTTIR ★ ★★ M.R. Dagsljós ★★★★ A.E. HP ★ ★ U.M. Dagur-Tíminn ★ ★★V2 S.V. Mbl ★ ★★ V2 H.K. DV ★ ★★ Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5 og 7. Engir viðvaningar TONLIST Gcisladisku r ,,[LAIV]“ Geisladiskur blásarasveitarinnar BossaNova sem kallast ,,[laiv]“. Hljómsveitina skipa Birkir Friðfinns- son og Kristinn Ottason gítarleikar- ar, Ellert Guðjónsson bassaleikari, Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari, Jón Grétar Gissurarson básúnuleik- ari, Kjartan Hákonarson trompet- leikari, Þorbjörn Sigurðsson hljóm- borðsleikari og Þorvaldur Þór Þor- valdsson trommuleikari. Lög eftir ýmsa erlenda höfunda og að auki lög eftir Lárus H. Grímsson, Sigvalda Kaldalóns og Ríkarö Óm Pálsson. Útsetningar að mestu eftir Kára Ein- arsson og Gylfa Gunnarsson og hafði Gylfi umsjón með upptökum. Bossa- Nova gefur út, Hljómalind dreifir. 47,53 min. FÁTT er skemmtilegra en góð blásarasveit í rífandi keyrslu; minnist til að mynda indverskra og serbneskra brúðkaupssveita eða þá astralsveitarinnar Júpíters, sem brugðið gat sér í allra kvik- inda líki. Reyndar er ekki sann- gjarnt að bera BossaNova saman við þær sveitir, því aðal hennar er allt annað; í stað hamagangs og hávaða spila þeir BossaNova- menn af siðfágun og nákvæmni og í stað hamslausrar tjáningar einkennir öguð kímni leik sveitar- innar, að minnsta kosti á disknum ,,[laiv]“. BossaNova er unglingasveit af Seltjarnamesi og hafa liðsmenn hennar leikið saman síðan þeir voru átta ára gamlir. Það heyrist og að þrátt fyrir ungan aldur eru þeir engir viðvaningar í spila- mennsku og þó sumstaðar megi heyra illa mótaða tóna eða óná- kvæmar skiptingar kemur það ekki að sök en eykur frekar ánægj- una af plötunni, þetta er sannköll- uð tónleikaplata, tekin upp á ein- um degi. Víða er vel leikið, nefni sem dæmi básúnublástur Helga Hrafns Jónssonar og trompet Kjartans Hákonarsonar, en reynd- ar er ósanngjarnt að taka þá út úr því allir BossaNova-menn standa sig framúrskarandi vel og eiga sína spretti, eins og til að mynda Þorbjörn Sigurðsson í All Blues. Lagaval er kannski eini galli plötunnar því þó þeir félagar fari vel með gamlar lummur eins og Brazil, Cherry Pink og Oye Como Va, eru útsetningar ekki nógu ævintýralegar til að gæða þau lífi eftir hundrað þúsund hlustanir. Á Sprengisandi er aftur á móti líf- lega útsett og upp fullt með kímni og spilagleði og einnig er gaman að heyra lög þeirra Ríkarðs og Lárusar, sérstaklega er lag Rík- arðs skemmtilegt og vel flutt, en lag Lárusar aftur á móti sveifla og stuð. Ekki er vert að meta plötu BossaNova eftir ströngustu stöðl- um um spilamennsku atvinnu- manna, því á plötunni eru ung- menni að leika sér. Niðurstaðan er þó ekkert slor, heldur bráð- skemmtileg plata skemmtilegrar og efnilegrar sveitar sem á von- andi eftir að halda áfram enn um hríð og taka meiri áhættu á næstu plötu sinni. Árni Matthíasson Málanám er f járfesting til frambúðar enslca, franska, ítalska, þýska, spænska • •••• ViS bjóðum ungum sem öldnum úrval námskeiöa víða um heim. „Hjá okkur ferð þú í ævintýralegt málanám". KÖRFUBOLTAHETJAN Damon Wayans Daniel Stern uo STEVEN SEAGAL KEENEN IVORV SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.sambioin.com/ Sýnd 11 05 12 og Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. THX DIGITAL B.i. 16 ára. ÞRJAR OSKIR RIKHARÐUR III Synd og BLOSSI AÐDAANDINN Sýnd idigitali ' f i __ THE 5 Wh GLIMMER MAN Spennumyndastjarnan Steven Segal nú í samstarfi með Keenan Ivory Wayans (Low Down Dirty Shame) í hörkuspennandi mynd þar sem miskunnarlaus fjöldamorðingi gengur laus í Los Angeles. Æsispennandi eltingaleikur þar sem enginn er óhultur... Aðalhlutverk: Steven Segal, Keenan Ivory Wayans og Brian Cox. Konan mín vinnur í fjölleikahúsi! KVIKMYNDALEIKAR- INN Nick Nolte hefur leikið í mörgum eftir- minnilegum myndum í gegnum tíðina eins og hryllingsmyndinni „The Deep“, „Cape Fear“, gamanmyndinni „I Love Trouble" og „Mulholland Falls“. Nú hefur hann snúið sér að myndum sem eru smærri á banda- rískan mælikvarða og er nú að leika í myndinni „Mother Night" sem gerð er eftir sögu Kurt Vonnegut og ijallar um bandarískan njósnara í Þýskalandi í seinni heimsstyijöldinni. Nick Nolte er þekktur fyrir að segja vafasamar æsandi sögur í viðtölum við blaðamenn. „Einu sinni sagði ég að að ég væri með innfall- ið eista og að konan mín ynni í fjöl- leikahúsi, dansaði á línu í ballett- kjól. Ég átti til að segja allskyns svona sögur. Ég var oftast undir áhrifum áfengis í viðtölum og sagði þá ýmislegt skrautlegt. Þess er að geta að hér áður fyrr kom ég aldr- ei til fundar við blaðamenn öðruvísi en að vera búinn að drekka að minnsta kosti eina bjórkippu,“ sagði Nolte sem átti við áfengisvandamál að stríða í 30 ár en hefur verið edrú síðan 1989. Sonur hans er nú í sviðsljósinu en hann leikur son aðalpersónunn- ar, sem leikinn er af Mel Gibson, í myndinni vinsælu „Ransom“. „Ég var ekkert að reyna að beina honum inn á leiklistarbrautina og það er óvíst hvort hann mun leggja leiklist- ina fyrir sig sem ævistarf," segir Nolte um son sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.