Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 11 Ahyggjum um minni sparnað, vaxtahækkun og fjárflótta hefur oftast verið svarað á þann veg að þessi áhrif eigi að vera takmörkuð vegna hins lága skatthlutfalls og opnunar hagkerfisins gagnvart út- löndum. Opnunin leiði til þess að ekki geti verið mikill munur á vöxt- um hér og í öðrum löndum. Söluhagnaður af hlutabréfum verður þó skattlagður samkvæmt lögunum frá og með árinu 1996. Þak er sett á söluhagnað hluta- bréfa, þannig að einstaklingar greiða 10% skatt af söluhagnaði upp að 3 milljónum og hjón upp að 6 milljónum. Umframtekjur eru skattlagðar með venjulegu skatt- hlutfalli, en hægt er að fresta þeim skattgreiðslum um tvenn áramót og nýta söluhagnaðinn til að fjár- festa aftur í hlutabréfum á svipaðan hátt og nú gerist með söluhagnað í fasteignaviðskiptum. Þetta ákvæði var sett inn í lögin til að koma í veg fyrir að stórfelldar íjárhæðir streymdu út úr atvinnulífinu. Útgáfu jöfnunarhlutabréfa verður hætt Þá fela hinar nýju reglur í sér að skattur er reiknaður af hvetju verðbréfi fyrir sig þannig að ekki er hægt að draga frá tap af sölu eins verðbréfs frá söluhagnaði af öðru bréfi. Á sama hátt er hver innlánsreikningur gerður upp sér- staklega þannig að ekki er hægt að draga kostnað eða tap frá tekjum af öðrum reikningi. Ef kröfur tap- ast eftir að skattur af fjármagns- tekjum af viðkomandi bréfi hefur verið greiddur í staðgreiðslu, er hins vegar hægt færa slíkt tap til frá- dráttar næstu fimm ár. Eins og áður er getið nær 10%- skatturinn eingöngu til fjármagns- tekna einstaklinga. Fjármagnstekj- ur vegna atvinnurekstrar hafa verið skattlagðar með sama hætti og aðrar atvinnurekstrartekjur. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á ákvæðum skattalaga um heimild- ir hlutafélaga til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Óll hlutafélög þurfa nú að fullnýta allar ónýttar heimildir til útgáfu jöfnunarhlutabréfa í eitt skipti fyrir öll, þar sem útgáfu slíkra bréfa verður alfarið hætt. Þannig fæst út svokallað jöfnunarverðmæti hlutabréfa sem verður eftirleiðis framreiknað samkvæmt ákveðnum reiknistuðli ríkisskattstjóra. Frá- dráttarbær arður hjá hlutafélögum verður að hámarki 7% af nafnverði hlutafjár í stað 10%, eins og það var áður. Gefa þarf út jöfnunar- hlutabréfin til þess að nafnverðið verði viðmiðun til 7% frádráttar arðs hjá hlutafélögum. Félagasamtök og klúbbar skattskyld Fjármagnstekjuskattur af vöxt- um, arði, verðbótum og afföllum verður innheimtur í staðgreiðslu, en telja á söluhagnað, leigutekjur og gengishagnað eftir á. Bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og aðrir umsýslumenn fjármuna eiga að draga staðgreiðsluna frá um leið og vaxtatekjur eru reiknaðar og grejddar og skila þeim til ríkissjóðs. Áætlað er að þessi skattlagning geti skilað ríkissjóði _um 1 milljarði króna í tekjur á ári. I því sambandi má nefna að tekjuöflun ríkisins skil- ar tæpum 120 milljörðum króna samkvæmt fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarpi, þannig að fjármagns- tekjuskattur er innan við 1% af heild- arskattlagningu ríkisins. Eins og fyrr segir er ætlunin að fjármagns- tekjuskattur komi í stað annarrar skattlagningar þannig að heildar- skattlagning landsmanna aukist ekki. Ýmsir aðilar verða nú skattskyld- ir vegna fjármagnstekna sem áður voru undanþegnir skattskyldu. Hér er um að ræða ríki, sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir, líknarfélög, góðgerðarfélög, hvers konar félaga- samtök, klúbba o.fl. Nokkrir aðilar eru alveg undan- þegnir skattskyldu, þ.e. forseti ís- lands og maki hans, erlend ríki og alþjóðastofnanir, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, Byggðastofn- un, Byggingarsjóður ríkisins, Bygg-. ingarsjóður verkamanna, Fram- kvæmdasjóður fatlaðra, Fram- kvæmasjóður aldraðra, Lánasjóður sveitarfélaga, Seðlabanki íslands, lánastofnanir og lífeyrissjóðir. Öll skattlagning hvetur til eyðslu En sú spurning ætti að brenna heitt á mönnum um þessar mundir hver hugsanleg áhrif af upptöku fjármagnstekjuskattsins verða á fjármagnsmarkaðinn? í umræðunni á undanförnum árum hefur því ver- ið haldið fram að skatturinn kunni að leiða til vaxtahækkunar, minnk- andi sparnaðar og fjárflótta úr landi. „Öll skattlagning hvetur að öðru jöfnu til eyðslu og margir eru tilbún- ir að leggja mikið á sig til að forð- ast skattgreiðslur,“ segir Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa. „Þessi skattur mun einnig valda því að sparnaður fer meira á hreyfingu milli forma. Nú eru hlutabréf hagstæðari skatta- lega séð í samanburði við önnur skuldabréf, en verið hefur. Fyrir vikið munu þeir sem hingað til hafa ávaxtað sína fjármuni í skuldabréf- um spyija sig hvort þeir eigi að taka aðeins meiri áhættu til að vinna upp minni ávöxtun með fjár- festingu í hlutabréfum. Þó verður að hafa í huga að stór hluti eigenda ríkistryggðra bréfa er eldra fólk sem er varkárt í eðli sínu. Það er óvíst hvort þetta fólk breyti mikið til, en yngra fólk með meiri reynslu þreifar e.t.v fyrir sér á nýju sviði.“ Gunnar Helgi vildi engu spá um hver hugsanleg áhrif yrðu af upp- töku skattsins á vaxtaþróun eða hversu mikið fé færi hugsanlega úr umferð hér á landi til útlanda af hans völdum. „Það er erfitt að einangra þessi áhrif á vexti. Við erum þegar með vexti sem eru háir miðað við vexti í útlöndum. Aðrir þættir geta unnið gegn vaxtahækk- un, en að öðru jöfnu þetta eyðslu- hvetjandi og veldur vaxtahækkun." Áhyggjum um minni sparnað, vaxtahækkun og fjárflótta hefur oftast verið svarað á þann veg að þessi áhrif eigi að vera takmörkuð vegna hins lága skatthlutfalls og opnunar hagkerfisins gagnvart út- löndum. Opnunin leiði til þess að ekki geti verið mikill munur á vöxt- um hér og í öðrum löndum. Hvað minni sparnað áhrærir er bent á að verið sé að samræma skattlagn- ingu, en ekki auka hana. Þá sé ekki hætta á íjarflótta úr landi, þar sem verið sé að skattleggja fjár- magnstekjur með mjög sambæri- legum hætti og í nágrannalöndun- um. Litlar líkur séu á að fjárfestar finni hagstæðari skattlagningu annars staðar. Skattyfirvöld átalin fyrir seinagang Óánægjuraddir með framkvæmd skattsins hafa hins vegar verið meira áberandi upp á sj'ðkastið, ekki síst þar sem undirbúningurinn hefur einkennst af tímahraki, eins og oft áður við skattalagabreyting- ar á Islandi. Vilborg Lofts, aðstoð- arframkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðs íslandsbanka, sem tekið hefur þátt í undirbúningnum af hálfu verðbréfafyrirtækjanna, gagnrýnir hversu langur tími hafi liðið frá því lögin voru sett þangað til farið var að vinna markvisst að þessum málum. „Það er gagnrýni- vert hversu seint var farið af stað og hvað þessi vinna hefur tekið langan tíma. Fjármálafyrirtæki hafa núna fyrst upplýsingar sem gera þeim kleift að hefja forritun að fullum krafti," segir hún. Skattyfirvöld vön breytingum síðustu dagana í desember Guðrún Helga Brynleifsdóttir vararíkisskattstjóri viðurkennir að hægt hefði verið að fara fyrr af stað með undirbúning. „Þó er hæp- ið að niðurstaða um framkvæmd staðgreiðslunnar hefði legið endan- lega fyrir fyrr en nú í desember. Settur var á fót vinnuhópur um framkvæmdina með fulltrúum frá bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum og hefur sá vinnuhópur haldið vikulega fundi frá því um miðjan september. í framhaldi af þeirri vinnu voru lagðar til ákveðn- ar breytingar á lögunum. Þær breytingar voru samþykktar á Al- þingi 13. desember sl. Því má bæta við að breytingar á skattalögum hafa oft verið samþykktar síðustu dagana í desember sem eiga að taka gildi 1. janúar. Þessu eru skattyfirvöld vön. Það hefur t.d. farið töluverður tími hjá vinnuhópnum í það að skil- greina upphafsverð á verðbréfum og kröfum sem gefin hafa verið út fyrir 1. janúar 1997 og var tekið á því með hvaða hætti það skyldi gert í bráðabirgðaákvæði laganna sem samþykkt voru 13. desember. Brýnast hefur verið að skilgreina þau atriði sem reynir á strax frá 1. janúar næstkomandi vegna stað- greiðslu hjá skilaskyldum aðilum. En ég tel að hjá vinnuhópnum liggi það fyrir hvernig framkvæmd stað- greiðslunnar sé háttað. Embættið hefur jafnframt haldið fræðslufundi fyrir skilaskylda aðila í allt haust, auk þess sem við höfum haldið fundi með þeim sem þess hafa óskað. Hins vegar erum við ekki byijuð á því að aðlaga framtalið sjálft að fjármagnstekjuskattinum, enda kemur það ekki fyrr en árið 1998.“ Guðrún Helga segir að vátrygg- ingarfélög og fleiri aðilar hafi ósk- að eftir að því að vera undanþegin staðgreiðslu af eigin vaxtatekjum. Þessum aðilum hafi nú verið svar- að. Flókin og kostnaðarsöm skattlagning Löggiltir endurskoðendur hafa haft af því áhyggjur að stað- greiðsla skattsins sé bæði flókin og kostnaðarsöm í framkvæmd. Tryggvi Jónsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sagði á borgarafundi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis nýverið að sú leið hefði verið heppilegri sem Svíar fóru við upptöku ijármagnstekju- skatts, en þar er um eftirágreiddan skatt að ræða. Ólafur Nilsson, lög- giltur endurskoðandi, hefur sömu- leiðis gagnrýnt að of langt hafi verið gengið í innheimtu skattsins í staðgreiðslu. Telur hann fram- kvæmdina flókna og kostnaðar- sama miðað við þær fjárhæðir sem séu í húfi. Betra hefði verið að hafa sumt í eftirágreiddum skatti í framtölum manna sem nú verður í innheimt í staðgreiðslu. Snorri Olsen ríkisskattstjóri seg- ist alveg geta tekið undir þau sjón- armið endurskoðenda að fjár- magnstekjuskatturinn sé flókinn. „í mínum huga á það rætur sínar að rekja alveg til upphafs málsins þegar pólitísk ákvörðun var tekin um að skattleggja íjármagnstekjur án þess að afnema bankaleynd. Um leið og reynt er að samræma þessi markmið verður blandan mjög flók- in. Ef bankaleyndin hefði verið af- numin yrði kerfið miklu einfaldara. Til að hægt sé að skattleggja tekj- urnar eftir á þurfum við að fá upp- lýsingar frá bönkunum. En tii að komast hjá því var ákveðið að færa innheimtuferlið til þeirra aðila sem eru milliliðir með vaxtagreiðslurnar. Það má taka sem dæmi að þegar banki skilar okkur t.d. 200 milljón- um í afdreginn vaxtaskatt þann 15. janúar 1998 höfum við enga hug- mynd um af hverjum skatturinn var dreginn. Það var gengið mjög langt í staðgreiðslunni til að tryggja skil- in.“ Guðrún Helga Brynleifsdóttir vararíkisskattstjóri bendir á í þessu sambandi að ætlast sé til að fram- teljandinn einn veiti upplýsingarnar og að erfitt sé fyrir skattyfirvöld að ganga úr skugga um að þær séu réttar. „Á Norðurlöndunum fá skattyfirvöld beinar upplýsingar frá bönkunum, ekki aðeins varðandi tekjur af fjármagni, heldur einnig vexti af skuldum. Þéss vegna er verið að fara þennan stóra hring. Við getum ekki spurst fyrir um alla heldur aðeins tiltekna einstaklinga. Þegar um launatekjur er að ræða fáum við allar upplýsingar og keyr- um það saman við upplýsingar úr framtölum." 2.500 vinnustundir hjá RB Það hefur mætt mikið á starfs- mönnum Reiknistofu bankanna að undirbúa staðgreiðslu fjármagns- tekjuskattsins. Mikil forritunar- vinna hefur t.d. farið fram bæði vegna inn- og útlána bankakerfis- ins. „Vandinn er þó sá hvað okkur snertir að upplýsingar um fram- kvæmdina hafa ekki legið nógu skýrt fyrir og skattlagningin verið að mótast allt fram á þennan dag,“ segir Helgi H. Steingrímsson for- stjóri. „En við erum í mjög góðu samstarfi við embætti ríkisskatt- stjóra og munum leggja metnað okkar í að vera tilbúin með allt það sem að Reiknistofunni og bönkun- um snýr strax þegar bankar verða opnaðir eftir áramót. Það lítur út fyrir að svo muni verða. Hitt er annað mál að það fer í þetta mikill tími á erfiðasta tímabili ársins hjá okkur. Það er ekkert launungarmál að við áætlum að í þetta fari ekki minna en 2.500 vinnustundir fyrir áramót.“ í framhaldi af þessu er ástæða til að vekja athygli á því að engar upplýsingar liggja fyrir um kostn- aðinn af upptöku fjármagnstekju- skattsins en ljóst að hann felur í sér töluverða skriffinnsku hjá verðbréfa- fyrirtækjunum og bönkum. Á móti má segja að þessi fýrirtæki taka við skattinum yfir allt árið jafnóðum og vaxtatekjur eru greiddar út, en þurfa hins vegar ekki að standa skil á honum nema einu sinni á ári. Þann- ig hafa þau skattinn í veltunni yfir árið, en ekkert liggur þó fýrir um væntanlegar vaxtatekur þeirra af þessum ijármunum. Áhyggjur af bankaleynd Þrátt fyrir að aldrei hafj staðið til að afnema bankaleyndina virðast sparifjáreigendur enn óttast að bankaleyndin verði ekki lengur til staðar með upptöku íjármagns- tekjuskattsins. Á áðurnefndum borgarfundi SPRON sagði Ólafur Haraldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri að margir sparifjáreigendur hefðu haft af þessu áhyggjur. „Varðandi bankaleyndina verða engar sérstak- ar breytingar. Hún er ennþá til stað- ar. Samkvæmt lögum ber okkur og öðrum skilaskyldum aðilum að skila skattinum í einni tölu án nokkurra sundurliðana. Þetta gerist fyrst þann 15. janúar 1998 vegna ársins 1997,“ sagði hann. Það kom jafnframt fram hjá Ól- afi að ýmiss misskilnings hefði gætt varðandi skattinn meðal spari- fjáreigenda. Margir þeirra hefðu jafnvel staðið í þeirri trú að 10% skatturinn legðist flatur á allt spari- fé fólks, þannig að sá sem ætti 100 þúsund krónur þyrfti að greiða 10% tii ríkisins. Við þetta má bæta að meðal viðskiptavina verðbréfafyrir- tækja hafa komið fram ýmsar aðrar ranghugmyndir um skattinn á borð við þá að skattleggja eigi uppsafn- aða vexti á spariskírteini frá fyrri tíma. Fyrst mun reyna verulega á þekkingu manna á skattinum á ár- inu 1998 því þá þurfa allir skatt- skyldir aðilar að gera grein fyrir því hvað þeir hafa haft í vaxtatekj- ur og hvað hafi verið dregið af í staðgreiðslu. Óttast hækkun skattprósentunnar Og það er fleira sem veldur mönnum áhyggjum í sambandi við íjármagnstekjuskattinn því sumir óttast að stjórnmálamenn muni fyrr eða síðar grípa til þess ráðs að hækka skattprósentuna til að brúa bilið hjá ríkissjóði. Á áðurnefndum borgarafundi SPRON riijaði Tryggvi Jónsson, formaður Félags löggiltra endurskoðanda, það upp að skattprósentan í staðgreiðslu- kerfi tekjuskatts hefði upphaflega verið 35% samanborið við 50% í eldra kerfi. „Þá voru ýmsir sem börðust gegn því að staðgreiðsla skatta yrði tekin upp einfaldlega vegna þess að þeir trúðu því ekki að stjórnmálamenn gætu látið þessi 35% vera, vegna þess að smáhækk- un á prósentunni hefði ekki svo mikið að segja þegar menn væru vanir 50% skatti. Það varð líka reyndin. Skatturinn var 35%, en er ■ núna í hátekjuskatti 47% í 2,2% verðbólgu. Þegar prósentutalan .er lág taka menn ekki eftir 1-2 pró- senta hækkun og eru ekkert mikið að kvarta yfir því þó forsendurnar hafi verið allt aðrar þegar af stað var farið." Tryggvi kvaðst telja töluverðar líkur á því að 10%-hlutfallið hækk- aði á næstu árum því þegar fjár- muni vantaði í ríkiskassann myndu menn ekki segja mikið við því þótt skatturinn hækkaði úr 10% í 12%. Stimpilgjald skilar 2,5 milljörðum En hver skyldu þá verða næstu skref í umbótum í íslenska skatt- kerfinu? Augu manna virðast nú m.a. beinast að eignarskattinum og stimpilgjaldinu. Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra, telur tímabært að endur- skoða lög um stimpilgjald og eign- arskatt í framhaldi af upptöku fjár- magnstekjuskatts, svo aftur sé vitn- að til borgarafundar SPRON. Stein- grímur Ari sagði þar að stimpil- gjald og eignarskattur væri í huga margra talinn ígildi skattlagningar á fjármagnstekjur. „Stimpilgjaldið skilar hvorki meira né minna en tveimur og hálfum milljarði í ríkis- sjóð. Það er kominn tími til þess að endurskoða þau lög og ég lít á það sem forgangsverkefni nú, þegar fjármagnstekjuskatturinn er orðinn að lögum, að ríkisvaldið gangi í það að endurskoða lögin um stimpil- gjöldin. Sama má segja um skatt- lagningu eigna. Eignarskattur skil- ar 2,7 milljörðum í ríkissjóð sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi. Það má gera ráð fyrir því að hann skiptist nokkurn veginn til helminga milli einstaklinga og lögaðila eða fyrir- tækja." Tillaga um lægra stimpilgjald og breiðari stofn Steingrímur Ari var á fundinum spurður hvað liði endurskoðun stimpilgjalda og eignarskatts og greindi hann frá því að ákveðin forvinna hefði farið fram í íjármála- ráðuneytinu. „Það er svo að stimpil- gjaldið er mjög breytilegt og lög- gjöfin miðast að mörgu leyti við annan tíma en við lifum á í dag. Þetta stimpilgjald getur verið 0,25% af fjárhæð skuldabréfs, en getur farið upp í 2% þegar um leigusamn- inga ýr að ræða. „Það hefur verið gerð tillaga í ráðuneytinu um um- talsverða lækkun á hæsta stimpil- gjaldinu og einnig breikkun á stofn- inum. Það er gert ráð fyrir því að stimilgjaldið verði breytilegt með tilliti til lengdai' þvað almenn skuldabréf áhrærir. Ég lít svo á að þetta sé mikilvægt framfaramál. Hins vegar er erfitt að afnema þennan skattstofn, þó að margt mæli með því, í ljósi þess að þessi skattur skilar vel á þriðja milljarð í ríkissjóð. Á það hefur verið bent að við göngum lengra en margir aðrir og þess vegna æskilegt ef hægt væri að taka skref til lækkun- ar.“ Varðandi eignarskattinn sagði Steingrímur Ari að sömu atriðunum hefði verið velt upp en vandamálið væri að ríkið mætti ekki við því að missa tekjurnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.