Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 13 SLOBODAN Milosevic Serbíuforseti ásamt eiginkonu sinni Miru Markovic, sem er helsti leiðtogi serbneskra kommúnista. Fullyrt að almenningur í iandinu hati fáa menn meira en frú Markovic, sem oftlega er borin saman við Elenu Ceausescu, eiginkonu Nicolae fyrrum einræðisherra Rúmeníu, sem tekin voru af lífi fyrir réttum sjö árum. Frú Markovic heldur úti dularfullum dáiki í dagblaði einu í Serbíu þar sem hún hefur m.a. skýrt frá framhjáhaldi eiginmanns síns. Elstu menn minnast þess ekki að hafa séð hana brosa og hún þykir „spartönsk" í framgöngu allri; ber plastblóm í hári eitt kven- legra skrautgripa. virðast grundvallaðar á viðteknu slavnesku gildismati og serbneskri sögu. Hann er maður hughyggju og trúar eins og íkonin á skrifstofu hans eru til marks um. Hugmynda- fræði hans virðist um margt minna á þá sem Alexander Soltzhenitsyn hefur haldið fram í Rússlandi á undanförnum árum þótt ekki skulu þessir heiðursmen bornir saman að öðru leyti. Hinn stjórnarandstöðuforinginn er algjör andstaða Draskovic; nútímalegur og ágætlega tækifæris- sinnaður menntamaður. Sá heitir Zoran Djindjic, fer fyrir Lýðræðisflokkn- um og höfðar einkum til hinnar menntuðu millistéttar í Serbíu, námsmanna og yngra fólks. Djindjic er 42 ára, átta árum yngri en Draskovic en málflutningur hans er að felstu leyti ólíkur þeim sem einkennir „úlfinn“. Djindjic er maður hentistefnu og sveigjanleika og talar í auðskildum klisjum. Hann hefur m.a. leitað eftir stuðningi við öfgafyllstu þjóðernissinnana í Serb- íu sem Milosevic sagði skilið við 1994. Þá hefur Djindjic sagt opin- berlega að hann fái ekki séð að fyrir liggi óvefengjanlegar sannan- ir um stríðsglæpi leiðtoga Bosníu- Serba. Djindjic fer því ekki leynt með þjóðernishyggju sína og virðist enn hallur undir hugmyndina um Stór-Serbíu sem Draskovic hefur nú hafnað. Því má halda fram með nokkrum rökum að stjórnmálamað- ur sem hafnar þjóðernisstefnu geti ekki gert sér miklar vonir um árangur í Serbíu. Djindjic hefur einhveija stjórn- málareynslu; hann nam marxísk fræði í Þýskalandi og hóf síðan þátttöku í ýmsum og ólíkum hreyfingum námsmanna. Hann þykir sveigjanlegur; margir eru tilbúnir til að halda því fram að valdagræðg- in sé það eina sem reki hann áfram. Til marks um það er haft að hann bauðst til að ganga til samstarfs við Slobodan Milosevic um lausn á vanda serbnesku þjóðarinnar á sama tíma og hann krafðist afsagn- ar hans. Valdahlutföllin ákveðin Nú er spurt hvort þetta sérkenni- lega bandalag þessara ólíku manna geti orðið til þess að fella stjórn forsetans. Sjálfir gera þeir Draskovic og Djindjic lítið úr ágreiningi sínum og kveðast hafa Andstaðan sameinuð í hatri skýr verksvið. Og þeir eru ekki í vafa um hvað bíður þeirra falli stjómin: „Djindjic mun styðja mig til embættis forseta Serbíu og hreppi ég embættið verður hann forsætisráðherra,“ sagði Draskovic á dögunum. Valdahlutföllin hafa því verið ákveðin en stefnumálin eru öldungis á huldu. „Evrópa í Serbíu og Serbía í Evrópu er slag- orð okkar,“ er haft eftir Draskovic. Milosevic hefur nú gefið eilítið eftir og fyrirskipað dómstólum að viðurkenna úrslit kosninganna í nóvember í borginni, Nis, þar sem mótmælin hófust og Smederevska Palanka en þeirri endurskoðun var á hinn bóginn hafnað á miðviku- dag. Líkt og áður sagði hafa yfír- ráð stjórnarandstöðunnar í þessum borgum fyrst og fremst táknræna þýðingu því þetta stjórnsýslustig er nánast valdalaust í landinu. Forsetinn vill sýnilega freista þess að friða andstæðinga sína með slíkri „eftirgjöf" og vonast eftir því að mótmælin ijari út í nístingskulda vetrarins á þessum slóðum. Þótt mótmælin megi að sönnu teljast ógnun við stjórn hans er mjög ólík- legt að þau dugi til að kalla fram stjórnarskipti í Serbíu. Bandalag stjórnarandstöðunnar hefur að vísu haldið en stefnan er í besta falli óljós. Leiðtogarnir hafa umdeilan- lega stjórnmálahæfileika og virðast hafa sameinast um það eitt að koma Milosevic frá völdum. Þeir fá ekki dulið eftirsókn sína eftir völdum og virðast einungis hafa mismunandi áherslur í þjóðernis- hyggju sinni sem halda má fram að leitt hafi serbnesku þjóðina inn á þessa glötunarbraut. Veturinn og sundrungin bandamenn Milosevic Staða Milosevic virðist því þrátt fyrir allt nokkuð traust. Hann mun vafalítið fallast á frekari táknrænar eftirgjafir reynist það nauðsynlegt. Forsetinn horfir til loka næsta árs þegar kjörtímabil hans rennur út en hann verður ekki í endurkjöri þar sem stjórnarskrá landsins heimilar forseta aðeins að sitja tvö kjörtímabil. Því er haldið fram að þá hyggist Milosevic verða for- sætisráðherra Júgóslavíu, þ.e. Serbíu og Svartfjallalands. Mótmælin í Serbíu eru ekki til marks um að „lýðræðisþróunin“ í landinu sé við það að kalla fram breytingar á samfélaginu þar. Þar er fremur um að ræða vaxandi örvæntingu í röðum ákveðinna þjóðfélagshópa auk mótmæla menntamanna í nafni lýðræðis og frjálslyndis sem eru algjörlega bundin við stærri borgir í landinu. Þótt lífskjörin séu hrakleg, verð- bólgan stjórnlaus og spillingin alls- ráðandi mun stjórnarandstöðunni ekki takast að fá þjóðina til að fylkja sér gegn stjórn Milosevic forseta fyrr en hún hefur kynnt leiðir til að sigrast á vandanum og sameinast um skýra stefnu í stað óljósra og innihaldslítilla yfirlýs- inga. A hinn bóginn er ljóst að án breytinga bíður Serba aðeins vax- andi einangrun og aukin fátækt. Þegar til lengri tíma er litið verður ekki hjá því komist að innleiða ein- hvers konar umbótastefnu á efna- hagssviðinu í landinu líkt og gert hefur verið í flestum nágrannaríkj- anna. En veturinn og sundrungin munu vinna með forsetanum þegar til skemmri tíma er litið og það nægir honum í bili. Eitt það vinsælasta í dag fyrir ungt fólk á alveg frábæru verði. Kanadísk bretti með bindingum öðavaí'a kr 26.900 íbróttamarka&iw-CJfrÚ.SJ BSl. Umferðarmiðstöðinni, sími 893 8325. Ritgerðasafn byggt á samnefndri fyrirlestraröð er komið út! Hér eru birtar sex ritgerðir þar sem tekið er á nokkmm áleitnustu spurningum vísindanna með skýmm og aðgengilegum hætti: Eru vísindin traust? Er vísindaleg þekking fordómalaus og óyggjandi? Gefa vísindin okkur rétta mynd af heiminum og geta þau útskýrt allt sem hægt er að útskýra? Höfundar ritgerðanna eru: Atli Harðarson, heimspekingur Einar H. Guðmundsson dósent í stjameðlisfræði Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vfsindasögu og eðlisfræði Þorvaldur Sverrisson vísindaheimspekingur Sigurður J. Grétarsson dósent í sálfræði Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki HÁSKÓLAÚTGÁFAN ------------------------\ UNITED COLORS OF BENETTON. Far sem við höfum hug á að fasra út kvíarnar, viljum við komast í samband við verslunareigendur á Isiandi. Hefur þú áhuga á að eiga UNITED COLORS OF BENETTON-verslun? Ert þú atorkusamur, framsaskinn og með góða reynslu í sölu á tískufatnaði? Ef svo er, þá gastir þú átt erindi í okkar hóp. Ahugasamir sendi skriflega umsókn, á ensku, til: Sretax Limited, Clifton Hall, Lower Fitzwilliam Street, Dublin 2, Republic of Ireland. Fax 00 353 1 6613614 email. benetton @ iol.ie v_______________________ZZ____________________________/ OR Fallegt, o dömuspaní fáanlegt Verð íent m fnæmisprófað ^JpL garúr frá ORIENT, u tvílitt og gyllt. 'xÆJr kr. 9.900. C. úra-ogsJartsrípaverskin Eiríksson úrsmi&ur tíwél Axe |SAFIKDI*A1>ALSTRÆTI 22*S1MI 94-3023 ALFABAKKA 16»MJODD»SIMI 870706 kjarni málsins! Hann, hún og Solo Ilmur fyrir bæði kynin MÍRÓ EHF. • SÍMI 565 5633

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.