Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ irtæki voru í viðskiptum í Lækjar- götuútibúinu og það var ákaflega mikil reynsla að vinna með stjórn- endum þeirra á þessum erfiðu tím- um. Sumum tókst að bjarga, öðrum ekki. Það var erfitt að horfa upp á gömul og góð fyrirtæki leggja upp laupana en erfiðustu málin voru gagnvart einstaklingum sem höfðu reist sér hurðarás um öxl. Á þessum tíma var mikið um að skuldir féllu á fólk sem hafði gengist í ábyrgðir fyrir ættingja og vini. Það var sárt að fást við slík mál þegar skuldar- inn var t.d. stunginn af úr landi en eftir sátu vinir, ættingjar og jafnvel vinnufélagar með sárt ennið.“ Bankasameiningin mikla Morgunblaðið/Ásdís „ÍSLENSKU verðbréfafyrirtækin eru alls ekki nógu dugleg við að kynna hina fjölmörgu kosti sem íslenskum fjárfestum standa til boða erlendis," segir Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf. Verðbréfamiðlari með fjölbreytta reynslu eftir Kjartan Magnússon JAFET er gamalreyndur stjórnandi úr viðskiptalífinu, sem hefur víða komið við og fengist við stjórnun í hin- um þremur rekstrarform- um, sem hafa verið ráðandi í ís- lensku atvinnulífi. Hann starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu á árunum 1977-1984, sat m.a. í stjómum rík- isfyrirtækja og hafði umsjón með sölu hlutabréfa ríkisins í nokkrum fyrirtækjum. Hann kynntist sam- vinnurekstri af eigin raun þegar hann gegndi starfi forstöðumanns verslunardeildar Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga (SÍS) 1984-86. Árið 1986 tók hann þátt í stofnun Þróunarfélagsins, sem var m.a. í eigu ríkisins, bankastofnana, sjóða, og Sambandsins, og starfaði þar næstu tvö árin. Frá árinu 1988 hefur hann hins vegar starfað í einkageiranum. Hann var útibús- stjóri Lækjargötuútibús Iðnaðar- bankans og síðar íslandsbanka frá 1986 til 1994 en þá hóf hann störf sem útvarpsstjóri íslenska útvarps- félagsins. Hann lét af því starfi í janúar síðastliðnum en vann áfram að ýmsum sérverkefnum fyrir ís- lenska útvarpsfélagið þar _________ til í sumar er hann hóf að undirbúa stofnun Verð- bréfastofunnar hf. Það þykja ávallt tíðindi þegar nýtt fýrirtæki bætist við á hinum unga en ört vaxandi verðbréfamarkaði hérlendis. Fyrir skömmu var Verðbréfastofan hf. opnuð en hún er eigu 35 einstakl- inga og fyrirtækja með dreifða eigna- raðild. Stofan mun sinna almennri verðbréfaþjónustu, þar á meðal verð- bréfamiðlun, fjárvörslu og sölu á bréfum í erlendum jafnt sem innlend- um verðbréfasjóðum. „Frjálst og óháð“ fyrirtæki Jafet segir að nú vinni þrír starfs- menn hjá fyrirtækinu auk hans en tveir starfsmenn muni bætast við eftir áramótin. Hann leggur áherslu VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., er fæddur í Reykjavík árið 1951. Hann varð stúdentfrá Verzl- unarskóla íslands 1973 og viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1977. Hann starfaði áður sem útvarpsstjóri íslenska út- varpsfélagsins, útibússtjóri hjá íslandsbanka og þar áður Iðnað- arbankanum, Þróunarfélagi Islands, iðnaðarráðuneytinu og sem forstöðumaður verslunardeildar Sambandsins. Hann er kvæntur Hildi Hermóðsdóttur, ritstjóra, og eiga þau þrjú börn. Keppnis- andinn kemur að góðum not- um í starfinu á að Verðbréfastofan sé fijálst og óháð fyrirtæki, sem hvorki tengist banka né öðru verðbréfafyrirtæki. „Þetta tryggir viðskiptavinum okk- ar óháða ráðgjöf en Verðbréfastof- an mun ekki starfrækja eigin verð- bréfasjóði. Ólíkt flestum öðrum verðbréfamiðlurum hérlendis þurfa þeir ekki að mæla með sjóðum sem vinnuveitandi þeirra á og rekur.“ Einkavætt í ráðuneyti Það er óhætt að segja að Jafet hafi komið víða við í viðskiptalífinu og hann telur að sú margháttaða reynsla, sem hann hefur aflað sér, komi að góðum notum í hinum harða heimi verð- bréfaviðskiptanna. „Það var t.d. mjög lær- dómsríkt fyrir mig að starfa í iðnaðarráðuneyt- inu í sjö ár á áttunda og níunda áratugnum. Ráðuneytið fór með hlut ríkisins í fjölda fyrirtækja og það var athyglisvert að kynnast þeim sjónarmiðum sem lágu að baki eignarhlutdeild ríkisins. Eftir að Sverrir Hermannsson varð iðn- aðarráðherra árið 1983 var ákveðið að selja 27% hlut ríkisins í Iðnaðar- bankanum. Mér var falið að sjá um söluna og varð það eitt af síðustu verkum mínum í ráðuneytinu." Hvað brást hjá SÍS? Jafet fór úr ráðuneytinu yfir til Sambandsins þar sem hann var forstöðumaður fatadeildar verslun- ardeildarinnar um tveggja ára skeið. Hann segir að starfið hafi verið skemmtilegt og lærdómsríkt enda hafi mikil endurskipulagning og breytingar staðið yfir innan Sambandsins á þessum tíma. En getur hann sagt lesendum hvers vegna Sambandið, stærsta fyrir- tæki landsins, lenti í rekstrarerfið- leikum og var að lokum gert upp? „Þegar ég hóf störf þar árið 1986 var ekki farið að halla undan fæti hjá SÍS svo heitið gæti. Margar rekstareiningar þess voru mjög góð- ar en ég fann fljótlega að innviðir Sambandsins sjálfs voru ekki nógu traustir. Eigendurnir voru ekki nógu samstíga í því að gæta hlutar síns og hlúa að honum. Fyrirtækið var ekkert annað en bandalag kaup- félaga og í krafti stærðarinnar var hægt að ná fram mikilli hagræð- ingu. Hins vegar ágerðist það smám saman að kaupfélög „héldu fram hjá“ SIS og versluðu annars staðar þegar þeim þótti henta og þegar frá leið veikti það Sambandið og kaupfélögin sjálf. Stærðin var styrkur SÍS en einnig veikleiki því að það varð fljótlega að bákni þeg- ar samstaða eigendanna minnkaði og sundurþykkja kom upp á milli þeirra. Því miður lagði Sambandið líka út í ýmsar fjárfestingar, stórar og smáar, sem skiluðu ekki arði. Það gekk á verðbólguáratugunum þegar lánsfé var niðurgreitt en varð drag- bítur á starfsemina þegar sá tími kom aðgreiða varð fjármagnið dýru verði. Eg tel að það hefði átt að skipta Sambandinu miklu fyrr upp í sjálfstæð hlutafélög en raun varð á, því að margar einingarnar voru og eru mjög arðbær. Það er gaman að sjá hvernig sumar gamlar eining- ar SÍS, eins og t.d. íslenskar sjávar- afurðir hf., blómstra með breyttu rekstrarformi og stjórnunarhátt- um.“ Jafet hætti hjá Sambandinu árið 1986 og tók þátt í stofnun Þróunar- félagsins og þar vann hann í tvö ár. A sama tíma var hann einnig stjórnarformaður og hluthafi í fyrir- tækinu Gróco. Þróunarfélaginu var ætlað að lána fé til arðvænlegra fyrirtækja í áhætturekstri og stuðla að nýsköpun í víðum skilningi. Ja- fet segir ánægjulegt að fylgjast með því hve vel hafí ræst úr félag- inu enda sé það nú orðið að öflugum aðila á hlutabréfamarkaðnum. Kastað í djúpu laugina Árið 1988 sneri Jafet sér að bankarekstri þegar honum var boð- in staða útibússtjóra í Lækjargötu- útibúi Iðnaðarbankans. ___________ Jafet segir að það hafi verið mjög krefjandi fyrir sig að fara með þessum hætti til einkageirans og hefja störf í þessu stærsta útibúi Iðnaðar- bankans eftir að hafa unnið hjá rík- inu, Sambandinu og Þróunarfélag- inu. Hann líkir því við að hafa ver- ið kastað út í djúpu laugina. „Þegar ég byijaði í bankanum var langt góðæri á enda og erfið- leikatímabil að taka við í íslensku atvinnulífi. Það hafði mikla rekstr- arerfiðleika í för með sér fyrir mörg íslensk fyrirtæki. Þessar þrenging- ar höfðu það í för með sér að mörg fyrirtæki þurftu að draga saman. Við slíkar aðstæður reynir mikið á bankana og þar var Iðnaðarbankinn engin undantekning. Fjölmörg fyr- Lít fyrst og f remst á mig sem banka- mann Jafet á þó einnig margar góðar minningar úr bankanum og segir að það, sem standi upp úr, sé banka- sameiningin mikla um áramótin 1990-91 þegar íslandsbanki hf. varð til með sameiningu Iðnaðar- bankans, Verzlunarbankans, Al- þýðubankans _og Útvegsbankans. Aðalútibúi Útvegsbankans við Austurstræti var lokað og flutt í Lækjargötuútibúið. Það kom í hlut Jafets og Reynis Jónassonar að sjá um sameininguna og stýra útibúinu fyrstu árin. Hann segir að þetta hafa verið gífurlega stórt verkefni og það hafi krafíst mikillar þolin- mæði. Við sameininguna varð Lækjar- götuútibúið eitt stærsta útibú lands- ins með um fimm þúsund fyrirtæki og einstaklinga í viðskiptum og um átta milljarða í útlánum. Mörg stór- fyrirtæki voru í viðskiptum við úti- búið, meðal annars Skífan sem Jón Olafsson á og stýrir. Um mitt ár 1994 kom hann að máli við Jafet 9g bauð honum stöðu útvarpsstjóra íslenska útvarpsfélagsins hf. en Jón var stór hluthafi í fyrirtækinu. Ja- fet þekkti annan stóran hluthafa, Sigurjón Sighvatsson, einnig vel en þeir voru gamlir skólabræður úr Verzlunarskólanum. Jafet segist hafa verið hikandi í fyrstu en síðan ákveðið að slá til og taka starfið að sér. Að hrökkva eða stökkva „Ég kunni mjög vel við mig hjá íslandsbanka og hafði síður en svo á pijónunum að færa mig þaðan. Ég hafði fengið nokkur atvinnutil- boð áður en hafnað þeim án um- hugsunar. Mér fannst tilboð Jóns hins vegar heillandi og þar var kom- ið spennandi tækifæri til að vikka sjóndeildarhringinn með því að kynnast fjölmiðlaheiminum og taka þátt í hinni öru þróun, sem þar átti sér stað.“ Jafet gekk til liðs við íslenska útvarpsfélagið á miklum umbrota- tímum. Harðvítugar deilur voru um yfirráðin í fyrirtækinu og hluthaf- arnir skiptust í tvo hópa, meirihluta og minnihluta, sem elduðu grátt silfur saman. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hve þessar deilur voru harðvítugar fyrr en hann fékk að kynnast því sjálfur. Harðvítugar deilur á Stöð 2 „Ég hóf störf hjá Stöð 2 fullur af eldmóði og var með margar hug- myndir í farteskinu um það hvernig mætti bæta reksturinn. Ég ætlaði að skipta mér sem minnst af þessum deilum en raunin varð sú að þær gegnsýrðu svo fýrirtækið á þessum tíma að fyrstu mánuðirnir fóru að stórum hluta að fást við viðfangs- efni sem tengdust þeim. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrirfram hve deilumar voru hatramm- ar og átti erfitt með að botna í hvað þær snerust í rauninni um.“ Stærstu verkefni Jafets hjá Stöð 2 fólust í að sjá um fjárfestingar vegna nýs myndlyklakerfis og end- urfjármögnun fyrirtækisins. Hann segir að þarna hafi reynsla sín sem bankamanns komið sér vel enda um miklar íjárfestingar að ræða. Tvímælalaust rúm fyrir nýtt verðbréfafyrirtæki Þegar þessi stórverkefni voru í höfn segir Jafet að ný og breytt staða hafí verið komin upp hjá ís- lenska útvarpsfélaginu. Með end- urfjármögnun stöðvarinnar og nýj- 1 1 ! í E I 1 ! I ! k I | l 1 í í ( I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.