Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 27 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FJÁRLÖG fyrir árið 1997 voru afgreidd frá Alþingi í fyrrinótt og er gert ráð fyrir 127 milljóna króna tekjuaf- gangi. Það er að vísu minni afgangur en áætlað var, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram sl. haust en engu að síður skiptir verulegu máli, að um hallalaus fjárlög er að ræða. Ástæðan fyrir því, að minni afgangur verður en reiknað var með er m.a. sá kostnaður, sem leiðir af hlaupinu úr Grímsvötn- um fyrir nokkrum vikum, þegar miklar skemmdir urðu á hring- veginum, eins og kunnugt er. Stjórnarandstæðingar halda því hins vegar fram, að tekjur ríkisins á næsta ári séu van- metnar um allt að 1,2 milljarða og rökstyðja þá skoðun með því, að ekki sé tekið mið af lík- legum stóriðjuframkvæmdum. Það er hyggilegt hjá ríkis- stjórninni að reikna ekki með þeim tekjum og rangt af stjórn- arandstöðu að gagnrýna stjórn- ina og meirihluta Alþingis fyrir það. Samningar eru ekki frá- gengnir um nýtt álver á Grund- aríanga en vonandi verður það að veruleika og vonandi hafa stjórnarandstæðingar því rétt fyrir sér um þann tekjuauka, sem af því hlýzt. Fari svo má búast við, að tekjuafgangur á fjárlögum verði einhvers staðar nálægt milljarði og þá skiptir auðvitað verulegu máli, að þeir peningar verði ekki notaðir í eyðslu, heldur til þess að greiða niður skuldir. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þegar litið er yfir farinn veg á þessum áratug verður ekki annað sagt, en að þeim tveimur ríkisstjórnum, sem hér hafa setið frá árinu 1991 hafi tekizt að halda á fjármálastjórn ríkis- ins með farsælum hætti. Erfið- leikarnir, sem að steðjuðu fyrir nokkrum árum vegna krepp- unnar í efnahagsmálum voru gífurlegir. Hallarekstur ríkis- sjóðs á þessum árum hefur verið mikill. Engu að síður hef- ur verið unnið markvisst að því að draga úr útgjöldum hins opinbera og það hefur tekizt í stórum dráttum, þótt því hafi fylgt miklar sviptingar og átök, ekki sízt í heilbrigðismálum. Nú eru þessir erfiðleikatímar að baki og búast má við, að í fjármálastjórn ríkisins njóti menn ávaxtanna af erfiði und- angenginna ára. Fagmennska hefur aukizt og öll tök á ríkis- fjármálum eru vandaðri en áður. Á þessum tímamótum í fjárlagaafgreiðslu Alþingis geta því þeir, sem ábyrgð og forystu hafa haft litið með ánægju til þess árangurs, sem þeir og Alþingi hafa náð. Þann árangur ber að meta að verð- leikum. SKATTA- BREYTINGAR FRÁ ÞVÍ að staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir tæpum áratug hefur hún hækkað úr 35,2% í 41,98%. Skattleysismörk eru nú rúm- lega 60 þúsund krónur á mán- uði en væru rúmlega 78 þúsund krónur, ef þau hefðu verið látin fylgja lánskjaravísitölu. Þar að auki hefur sérstakur hátekju- skattur verið lagður á í nokkur ár. Ekki var við öðru að búast en að því samdráttarskeiði, sem hófst á miðju ári 1988 og reyndist hið lengsta í hagsögu okkar á þessari öld, mundu fylgja umtalsverðar skatta- hækkanir. Það var einfaldlega ekki hægt að ráða við ríkisfjár- málin með öðrum hætti, þótt hart væri gengið fram í niður- skurði. Ríkisstjómin hefur líka gert rétt í því, að ráðast ekki í skattalækkanir um leið og bet- ur árar. Sú ákvörðun að fram- lengja hátekjuskattinn var eðli- leg, ekki sízt í ljósi vaxandi tekjumunar, og það er líka rétt stefna að hefja skattabreyting- ar með lækkun jaðarskatta, sem mjög hafa verið til umræðu undanfarin ár. En jafnframt er ljóst, að með batnandi hag ríkissjóðs, sem gera má ráð fyrir að haldi áfram á næstu árum er eðlilegt að lækka skatta í áföngum. Skynsamlegt er að gera ráð fyrir, að slík skattalækkun taki gildi frá og með árinu 1998 og verði framkvæmd á næstu 2-3 árum þar á eftir að öðru óbreyttu. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að æskilegt er að skattabreytingar, hvort sem er til hækkunar eða lækk- unar, verði ákveðnar með góð- um fyrirvara, þannig að bæði einstaklingar og fyrirtæki geti gert ráðstafanir í fjárhagsmál- um sínum í samræmi við það. Þess vegna er mikilvægt að núverandi ríkisstjórn gefi snemma á næsta ári stefnu- markandi yfirlýsingu um, að hveiju hún stefni í skattamál- um á árinu 1998. Almennt má segja, að allar þær ráðstafanir, sem ríkisstjórn og Alþingi gera, sem varða fjárhagsmálefni ein- staklinga og fyrirtækja eigi að gera með slíkum fyrirvara. HALLALAUS FJÁRLÖG Með mínum hversdagsgráu og gleraugnalausu augum strýk ég andlit þitt, í bláum geisla horfir þú í hjarta mitt og sólin glitrar einsog blóm við birkilaufa- kjólinn og heiðræn golan guð í leit að stráum sem hneigja sig og lúta undirleit laufinu í birkikjólnum þínum, ég festi blöð og blóm í augu mín og einsog marglit grösin una á hólnum sínum, svo vex þú hljótt og hægt að hjartarótum mínum vex inní bjarta brúnaþunga nótt í draumi þínum. M HELGI spjoll Morgunblaðið/RAX REYKJAVTKURBRÉF Laugardagur 21. desember Þróun í byggð á Vestfjörðum er ískyggi- leg skv. upplýsingum, sem koma fram í Morg- unblaðinu í dag, laugar- dag. Samkvæmt nýjum tölum um mannfjölda á landinu hafa íbúar Vest- fjarða ekki verið færri frá því fyrir 1860. Þetta er nánast ótrúlegt, en engu að síður tölur, sem horfast verður í augu við. Þing- menn og aðrir talsmenn Vestfjarða hafa að vísu varað við því á undanförnum árum, að fólksfækkun á Vestfjörðum væri að komast á alvarlegt stig. Samt sem áður hrökkva menn við þessar síðustu tölur. Vestfirðingum hefur fækkað um 1,8% á síðustu tólf mánuðum og er þar um að ræða 159 einstaklinga. Vestfirðingar hafa orðið fyrir þungum áföllum á undanförnum misserum. Snjó- flóðin í Súðavík og á Flateyri voru þungt högg fyrir þessi fámennu byggðarlög. Ekki var við öðru að búast, en einhveijir brottflutningar yrðu í kjölfarið á þeim áföllum, þótt íbúar þessara byggðarlaga hafi brugðizt við náttúruhamförunum með aðdáunarverðum hætti. Óttinn við ný snjó- flóð blundar áreiðanlega í fólki yfir vetur- inn og getur verið óbærilegur fyrir marga. Fram eftir síðasta áratug voru sjávarút- vegsfyrirtæki á Vestfjörðum, sérstaklega við Djúp, hin öflugustu á landinu. Afla- brestur á þorskveiðum hefur hins vegar farið illa með vestfírzkan sjávarútveg. Vestfirðingar nutu þess öldum saman, að einhver gjöfulustu fiskimið landsmanna voru við bæjardyr þeirra. Það var aldrei matarskortur á Vestfjörðum fyrr á öldum eins og sums staðar í öðrum landshlutum. Þessi nálægð við fiskimiðin var eins konar forgjöf. Kvótakerfið þurrkaði þessa forgjöf út. Það er ekki tilviljun, að þingmenn Vestfirð- inga hafa verið hörðustu andstæðingar kvótakerfísins á Alþingi og ítrekað lagt fram tillögur um annað fískveiðistjórnun- arkerfi. Kvótakerfíð er einfaldlega and- stætt hagsmunum Vestfirðinga og á sinn þátt í því, hvernig komið er í atvinnulífi þar. Þar við bætist, að Vestfírðingar voru seinir til að spila á kvótakerfíð, ef svo má að orði komast. En jafnframt er augljóst, að Vestfirðing- ar hafa ekki fylgt eftir þeirri þróun, sem orðið hefur annars staðar á landinu í átt til stærri eininga í sjávarútvegi. Það er ljóst, að stóru útgerðarfyrirtækin, sem hafa orðið til með samruna margra smærri fyrirtækja eru að verða öflugustu rekstrar- einingar í sjávarútvegi. Á Vestfjörðum hafa menn hins vegar fram á síðustu mánuði haldið sig við mun smærri eining- ar og að því er virðist ekki litist á sam- starf hver við annan. Afleiðingin er sú, að sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum hafa verið mörg og smá og vanmáttug á margan hátt. Að þessu leyti hafa forystu- menn í sjávarútvegi á Vestfjörðum einfald- lega misst af lestinni. Það er fyrst nú á undanförnum mánuð- um, sem stefnt hefur í aðra átt. Fyrir nokkrum mánuðum var grunnur lagður að nýrri og stærri einingu í vestfírzkum sjávarútvegi, með samruna nokkurra fyrir- tækja, sem starfrækt hafa verið á norðan- verðum Vestfjörðum. Og fyrir nokkrum vikum skýrði Morgunblaðið frá því, að samningaviðræður stæðu yfir um myndun annarrar slíkrar einingar, sem gæti orðið eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins, ef samkomulag næst á milli þeirra fyrirtækja, sem þar eiga hlut að máli. Það er enginn vafí á því, að þessi þróun er forsenda þess, að Vestfirðingum takist að hagnýta sér þá uppsveiflu, sem augljós- lega er að verða í sjávarútvegi almennt og í þorskstofninum sérstaklega. Gamal- reyndir sjómenn fyrir vestan segja nú tröllasögur af þeim físki, sem í sjónum er. Þeir vita sínu viti og vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. Eins og nú horfir má búast við, að þorskveiðar aukist mjög á næstu árum. Vestfírðingar þurfa að vera tilbúnir til að nýta þau tækifæri, sem þá skapast og enginn vafi leikur á því, að endurskipu- lagning sjávarútvegsfyrirtækja í færri og stærri einingar er lífsnauðsynleg eigi það að takast. Þess vegna verður að leggja höfuðáherzlu á að þær tvær einingar, sem ýmist eru að verða til eða viðræður standa um við Djúp, verði að veruleika. Það yrði meiri háttar áfall fyrir vestfírzkt atvinnu- líf, ef upp úr þeim viðræðum slitnaði. ATVINNULÍFIÐ Á Vestfjörðum stend- ur almennt mjög höllum fæti. Það er augljóst, að byggð- irnar á sunnanverð- um Vestfjörðum hanga á bláþræði. í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er ítar- leg frásögn af atvinnuástandinu á Þing- eyri við Dýrafjörð. Staða atvinnulífs á Patreksfirði og Bíldudal er mjög bágborin. Það er nánast engin byggð frá Reykhóla- sveit og í Vatnsfjörð. Landbúnaður á Ströndum hefur þrifízt ótrúlega vel enda hafa þar lengi verið mikil og góð fjárbú. En versnandi staða sauðfjárræktarinnar hefur auðvitað komið niður á þeim búskap. Hér skal engu spáð um það hversu lengi byggð stendur á norð- anverðum Ströndum. Enn er blómlegt um að litast í Árneshreppi, þegar þangað er komið að sumarlagi en sjálfsagt þarf ekki mikið til, að brestir komi í slíkt byggðarlag. Þegar horft er á þróun byggðar á Vest- fjörðum og fækkun fólks þar fer ekki hjá því, að spurningar vakni um það, hvort hið sama sé að gerast þar nú og gerðist fyrir u.þ.b. hálfri öld, þegar síðustu íbúarn- ir fluttu á brott frá Hesteyri og úr Aðal- vík. Þeir fluttu allir á burt enda aðstæður til að stunda nútímalega atvinnustarfsemi ekki lengur fyrir hendi. Vestfjarðagöngin komu áreiðanlega á síðustu stundu. Það mátti ekki seinna vera. En þau gjörbreyta auðvitað öllum aðstæð- um byggðanna á norðanverðum Vestfjörð- um. Göngin og endurskipulagning sjávar- útvegsfyrirtækjanna eiga að geta skapað þá viðspyrnu, sem þarf til þess að snúa þessari þróun við. En fleira þarf til að koma. Vestfírðir eru í senn hrikalegir og fagr- ir en jafnframt er nánast ótrúlegt hve margir íslendingar hafa aldrei komið þangað. Vestfírzk náttúra er stórkostleg, nánast hvert sem litið er. Hornstrandir eru sérstök veröld. Djúpið er heimur út af fyrir sig. Strandirnar og þá ekki sízt, þeg- ar komið er nprður fyrir Hólmavík og í fírðina þar fyrir norðan hafa slíkt aðdrátt- arafl, að þeir, sem þangað hafa komið einu sinni verða að fara aftur. Þannig má lengi telja. í þessari miklu náttúrufegurð og í sögu þessa landshluta felast gífurleg verðmæti fyrir Vestfírðinga og raunar landsmenn alla. En náttúra Vestfjarða er ónýtt auð- lind. Hinar skipulögðu ferðir með útlend- inga um landið ná yfirleitt ekki til Vest- fjarða. Ástæðan er vafalaust að einhveiju leyti sú, að þessi landshluti er erfiður yfir- ferðar og vegalengdir langar. Jafnvel þótt einungis sé ferðast um þjóðvegi tekur það langan tíma og vegirnir eru heldur ekki jafn góðir og víða annars staðar á land- inu. Hinar vestfirzku óbyggðir eru ekki eins aðgengilegar og miðhálendið en þær eru ekki síður stórbrotnar. Þær eru nán- ast ónumið land, þegar um erlenda ferða- menn er að ræða. Það hlýtur að vera komið að því, að þeir sem skipuleggja ferðir útlendinga hingað til lands þurfí á nýjum áfangastöð- um að halda. Það er varla hægt að selja ferðir til sömu staðanna aftur og aftur, þótt óbyggðir íslands séu að vísu þeim eiginleika gæddar eins og Strandirnar, að þeir sem þangað hafa komið einu sinni verða að fara aftur. Engu að síður bjóða Vestfirðir upp á nýja þætti í hinum skipu- lögðu ferðum með erlent fólk til landsins. Menn gera ekki lengur lítið úr þeim tekjum, sem hægt er að hafa af öflugum Hin ónýtta auðlind Vestfirð- inga FRÁ ESKIFIRÐI Morgunblaðið/Snorri Snorrason ferðamannaiðnaði. Þessi atvinnugrein er að verða afar mikilvæg í atvinnulífí lands- manna og smátt og smátt er að takast að fá ferðamenn hingað á öðrum tímum árs- ins en yfír hásumarið. Það er tímabært að gera stórátak í því að koma Vestfjörðum á blað sem ferða- mannasvæði. Það þarf að „markaðssetja“ Vestfirði, sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn, svo að notað sé orðalag nútím- ans. Um þetta þurfa Vestfirðingar sjálfír að hafa forystu í nánu samstarfí við þau fyrirtæki, sem búa nú yfir langri reynslu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Uggvænleg- þróun ann- ars staðar ÞAÐ ER HINS vegar ekki síður umhugsunarefni, að þróun byggðar virðist stefna í sömu átt í öðrum landshlutum, þótt hún sé ekki komin á jafn alvarlegt stig og á Vestfjörðum. Þann- ig nemur fækkun íbúa 2,2% á Norðurlandi vestra, eða 225 einstaklingum, sem sýnir mikinn og vaxandi veikleika í þeim lands- hluta. Á Austurlandi hefur fækkað um 0,7% eða 98 einstaklinga. Á Austurlandi sérstaklega eiga þau rök ekki við, að mikl- ar búsifjar hafí orðið í atvinnumálum. Þvert á móti. Austfirðingar hafa að sjálf- sögðu eins og aðrir orðið að þola niður- skurð í þorskveiðum á undanförnum árum en þeir hafa notið þeirrar miklu upp- sveiflu, sem orðið hefur bæði í loðnuveiðum og vinnslu og síldveiðum og vinnslu. Hvað veldur því, að landshluti, sem er í mikilli sókn í atvinnumálum á í vök að veijast, þegar um er að ræða að halda fólkinu í byggðarlögunum? Skýringin hlýt- ur að vera sú, að það eitt út af fyrir sig dugi ekki lengur að næg atvinna og tekju- möguleikar séu til staðar. Þar kemur ber- sýnilega fleira til. Þar má nefna félagslega einangrun, sem fylgir því að búa í fámennum byggðarlög- um. Þá fer tæpast lengur á milli mála, að vilji fólk mennta börn sín eins og bezt verður á kosið veldur búseta í dreifbýli margvíslegum erfíðleikum. Skólarnir eru ekki eins góðir og í þéttbýli. Þegar kemur að framhaldsnámi er mikill kostnaður því samfara að senda börnin til náms í önnur byggðarlög og jafnvel til Reykjavíkur. Þá kann vel að vera, að þjónusta við aldraða sé farin að hafa áhrif á búsetu fólks. Gam- alt fólk lifir lengur en áður og þarf á meiri þjónustu að halda. Slíka þjónustu er ekki að fá í fámennari byggðarlögum. Þess vegna flytzt gamla fólkið gjaman til Reykjavíkur eða nágrannabyggða til þess að eiga kost á þeirri þjónustu og ekki ólík- legt, að fleiri fjölskyldumeðlimir fylgi með. Að sumu leyti má segja, að hið sama geti verið að gerast í flutningum á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis og á milli íslands og nálægra landa. Við höfum áhyggjur af því, að ungt fólk setjist að í útlöndum vegna þess, að þar er meira um að vera og tækifærin fleiri og komi svo til íslands í sumarfrí. Fólk flytur úr dreif- býli til þéttbýlis vegna þess að í þéttbýlinu hér á suðvesturhorninu er meira um að vera og fer svo til sinna gömlu byggða í sumarfrí. „ísland? Það er fínt að eiga sum- arbústað á íslandi,“ sagði ungur, hámennt- aður íslendingur við föður sinn fyrir ára- tug og settist að í útlöndum. Nú er auðvitað hugsanlegt, að þetta séu óþarfa áhyggjur og að vaxandi tekjumögu- leikar á landsbyggðinni muni smátt og smátt soga fólk til sín á nýjan leik, ekki sízt, þegar horft er til þess mikla atvinnu- leysis, sem enn er á höfuðborgarsvæðinu. Það má líka segja: Hvað um það? Er þetta ekki bara eðlileg þróun? Er nokkuð við henni að segja? Við þurfum ekki með sama hætti og áður að eiga verstöðvar, sem liggja nálægt fengsælustu fískimiðun- um. Fiskiskipin eru svo fullkomin, að fjar- lægð frá heimahöfn eða löndunarhöfn til miðanna skiptir ekki öllu máli. Það má líka spyija, hvort það sé kannski ódýrara að reka samfélagið, ef sem flestir búi á suðvesturhorninu. Á móti kemur hitt, að fjárfesting okkar í hinum dreifðu byggðum er orðin gífur- lega mikil. Það getur varla verið mikið vit í því að kasta henni á glæ og yppta öxlum yfir því, þótt fólkið flytji á brott en hús og tæki standi eftir. Þá sýna bæði loðnu- veiðar og síldveiðar að nálægð löndunar- hafna við miðin skiptir miklu máli. Nú á tímum víðtækra félagslegra rann- sókna er það verðugt rannsóknarefni að kanna ofan í kjölinn hvers vegna fólk virð- ist í vaxandi mæli flykkjast á suðvestur- horn landsins. Slíkar rannsóknir eru raun- ar nauðsynleg forsenda nýrrar stefnu- mörkunar til þess að stöðva þessa þróun eða snúa henni við. Er okkur sama um að Vestfírðir allir fari í eyði? „í þessari miklu náttúrufegnrð og í sögu þessa landshluta felast gífurleg verð- mæti fyrir Vest- firðinga og raun- ar landsmenn alla. En náttúra Vestfjarða er ónýtt auðlind." I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.