Morgunblaðið - 22.12.1996, Page 28

Morgunblaðið - 22.12.1996, Page 28
28 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ OPIN, VÍÐSÝN OG SJÁLF- STÆÐ ÞJÓÐKIRKJA Á ALÞINGI á Þingvöllum árið 1000 var í lög leitt að íslendingar skyldu vera kristin þjóð. Síðan hefur ísland verið kristið þjóðfélag, löggjöf og siður byggt á kristinni trú. Um þetta hefur æ síðan ríkt sátt og ein- ing í þjóðfélaginu. Hér hefur verið þjóðkirkja í þúsund ár. Hvort sem kirkjan laut páfanum í Róm eða valdi kóngsins í Kaupmannahöfn, hvort sem hún taldist rómversk ka- þólsk eða evangelísk lúthersk, var hún þjóðkirkja, kirkja og þjóð voru eitt, saga og örlög samofín svo vart var að skilið. Frá alda öðli voru ís- lensk þjóð og kirkja eitt í þessu landi, og það var gæfa okkar þjóðar og er mikilvægur þáttur sjálfsmyndar okkar og menningararfs. Kristnitakan á alþingi árið 1000 og skipan samskipta ríkis og kirkju allar götur síðan á sér djúpar rætur í evrópskri menningu. Allt frá því er Konstantínus mikli, keisari, lög- leiddi kristna kirkju í veldi sínu um miðja 4. öld hefur Evrópa byggt á kristnum grunni og samskipti ríkis- valds og kirkju oftast og yfirleitt verið náin og sáttmálsbundin. Það var fyrst með frönsku stjómarbylt- ingunni að tilraun var gerð að byggja ríki á öðrum grunni en lagð- ur var með ákvörðun Konstantínus- ar. Við lifum enn í eftirskjálftum þeirrar byltingar. Ríki og kirkja Frá sextándu öld og fram á þá nítjándu var ríkiskirkja á íslandi eins og víðast í Evrópu. Var vart greint milli stjómkerfis ríkis og kirkju. Kirkjan hér á landi var þó um margt sjálfstæðari en annars staðar í veldi Danakonungs og naut þar bæði fjarlægðar frá valdastöðum og stefnumörkunar og áhrifa fmm- kvöðla siðbótarinnar hér. Með stjómarskránni 1874 verður sú breyting á að trúfrelsi þegnanna er tryggt og forboðnar allar hömlur á trúariðkun og trúboð svo lengi sem það brýtur ekki í bága við almennt velsæmi og allsheijarreglu. En þar er þó gengið út frá þeim gmndvelli sem lagður var árið 1000. Það birt- ist í þeirri grein stjómarskrárinnar (62. gr. stjómarskrár lýðveldisins) sem kveður á um að „hin evangelisk lútherska kirkja skal vera þjóðkirkja og ber ríkisvaldinu að því leyti að styðja hana og vemda“. Samkvæmt því fer alþingi með æðsta vald í málefnum kirkjunnar. í kjölfar stjómarskrárinnar var unnið mark- visst að því að skilja milli stjóm- Ég tel mig knúinn til að rita þessa grein vegna þeirrar óvissu sem gætir um stöðu og framtíð íslensku þjóðkirkjunnar í um- ræðu manna á meðal og opinberlega. Finnst mér nauðsynlegt að leit- ast við að varpa Ijósi á stöðu mála og gera grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum, skrifar Karl Sigur- b.iörnsson í þessum hugleiðingum um ríki og kirkju við aldahvörf. kerfa, sett lög um sóknamefndir, um kosningu presta, um rétt utan- þjóðkirkjumanna o.fl. Hin evangel- ísk-lútherska þjóðkirkja var ekki lengur hluti hins opinbera stjórn- kerfís, heldur trúfélag við hlið ann- arra í landi hér, jafnvel þótt hún nyti sérstöðu og bæri skyldur vegna sögu sinnar og meirihlutafýlgis. Ákvæði stjómarskrárinnar um þjóð- kirkju merkir að gengið er út frá því að íslensk þjóð eigi sér sameigin- legan siðagrundvöll, sem er kristin trú og siður. Að í því sjái þjóðin sjálfsmynd sína og rætur menningar sinnar og að því skuli hlúð. Þjóðar- sátt hefur ríkt í trúmálum hér á landi. Aðskilnaður ríkis og kirkju Sl. vor kom fram þingsályktunar- tillaga á alþingi um undirbúning aðskilnaðar ríkis og kirkju. Síendur- teknar skoðanakannanir hafa sýnt að vaxandi meirihluti þjóðarinnar telur sig samþykkan slíkum aðskiln- aði, 58% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Gallups nú á nýliðnu sumri. Bendir það til þess að þjóðar- sáttin sé að rofna? Deilur og átök innan kirkjunnar hafa ýtt undir kröf- ur um aðskilnað. En á hvaða forsendum? Margir svara spurn- ingunni um aðskilnað játandi af umhyggju fyrir kirkjunni, af ósk um að kirkjan eflist og megni betur að sinna hlutverki sínu án íhlut- unar stjómmála- manna. Aðrir vilja á hinn bóginn gera hlut trúar sem minnstan í menningu okkar og þjóðlífi og þrengja kosti trúfélaga sem mest. Undanfarið hef- ur þó umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju framar öllu verið rekin á for- sendum fijálshyggjunnar og sam- keppnissjónarmiða sem haldið hefur verið fram sem æðsta rétttrúnaði. Hvað merkir aðskilnaður ríkis og kirkju með þjóð þar sem fleiri en níu af hveijum tíu tilheyra kirkj- unni, níu af hveijum tíu bömum em skírð í þjóðkirkjunni, ámóta mörg eru fermd og nánast allir kvaddir hinstu kveðju innan vébanda henn- ar? Merkir aðskilnaður ríkis og kirkju að krossinn verði afmáður úr fána okkar, að við hættum að syngja „Ó, Guð vors lands“, að kristnifræði- kennsla í skólum verði bönnuð, helgidagalöggjöfín úr gildi felld, verslanir og skólar opnir á jóladag og bíóin á aðfangadagskvöld, því öllum dögum er gert jafnhátt undir höfði? Tæpast. Reyndar gæti vel orðið formlegur aðskilnaður ríkis og kirkju án þess að við þessum þáttum væri hróflað til muna - að sinni. Þjóðkirkja á leið til aukins sjálfstæðis Á síðustu öld var gerður aðskiln- aður milli sveitarstjórna og kirkju- sókna. Um aldamót voru fræðslu- málin færð af höndum þjóðkirkj- unnar og síðar manntalið. Lög voru sett um kirkjuráð 1931 sem kveða á um frelsi kirkjunnar í innri málum og lög um afhendingu Skálholts 1963 eru viðurkenning þess að þjóð- kirkjan sé sjálfstæður lögaðili. Frá öndverðu og allt fram á þessa öld var kirkjan á Islandi fjárhags- lega sjálfstæð, og stóðu jarðeignir og hlunnindi undir allri þjónustu hennar. Árið 1907 yfirtók ríkisvald- ið umsjá kirkjujarða. í staðinn tók ríkið að sér að greiða prestum laun, gegn því að prestsembættum væri fækkað umtalsvert. Rúmum áratug fyrr hafði hið opinbera tekið að sér að innheimta gjöld til reksturs sókn- arkirkna, sóknargjöld. Á okkar öld hefur lagasetning æ meir miðað að því að gera þjóðkirkj- una mynduga í stjórnun og Ijármál- um og er nú stefnt að því að stíga mikilvægt skref í þá átt með víðri rammalöggjöf um stöðu og starfs- hætti þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 1995. Undanfarin ár hafa átt sér stað viðræður milli ríkis og kirkju um eignamál kirkj- unnar og er aðkallandi að leiða þær viðræður til lykta. Þótt framlag rík- isins til prestslauna og yfirstjórnar kirkjunnar sé í eðli sínu arðgreiðsla af kirkjueignum segir það þó ekki nema hálfa sögu. Það er menning- arstefna í því fólgin, viðurkenning á því að kirkjan og boðskapur henn- ar, uppeldi og fræðsla hafí mikil- vægu hlutverki að gegna í samfé- laginu, og viðleitni að viðhalda hér einingu menningar okkar og samfé- lags. Sóknargjöld - félagsgjöld Mörgum vex í augum það fé sem gengur til kirkjunnar í formi sókn- argjalda, um 400 kr. á mánuði á mann 16-65 ára. En innheimta sóknargjalda er ekki kirkjuskattur heldur félagsgjöld, og þau eru ekki í þágu þjóðkirkj- unnar einnar. Hér á landi hafa sóknargjöld jafnan verið innheimt fyrir öll löggilt trúfélög í landinu og þar sitja allir við sama borð. Þannig hefur það ekki verið á hinum Norður- löndunum og verður fyrst nú í Svíþjóð eftir hinn væntanlega að- skilnað ríkis og kirkju um aldamótin. Einnig er vert að minnast þess þegar rætt er um það hvað þjóðkirkjan kostar að oft er þar blandað inn í kirkjugarðsgjald- inu sem er í þágu landsmanna allra og væri innheimt eftir sem áður jafnvel þótt sveitarfélög sæju um þann þátt. Innheimta sóknargjalda - félagsgjalda - gegnum skatta- kerfið, gjalda sem ganga til allra löggiltra trúfélaga, stuðlar að rétt- læti og að ekki sé um mismunun að ræða og með því er hamlað gegn þeirri samkeppni og baráttu milli trúfélaga sem leiða til skarp- ari andstæðna og ófriðar í samfé- laginu. Frá og með næstu áramót- um mun ríkisvaldið gjaldfæra sóknargjöld á ríkisreikningi sem framlag til kirkjunnar. Þjóðkirkjan hlýtur að mótmæla því eindregið, vegna eðlis sóknargjaldanna. Þau eru félagsgjöld, þótt þau séu reikn- uð og innheimt í tengslum við skattheimtuna. Með þessari boð- uðu aðgerð fjármálaráðuneytisins er þjóðkirkjan gerð að ríkiskirkju, þvert ofan í boðaða stefnu um aukið sjálfstæði kirkjunnar. Hér er verið að stíga stórt skref aftur á bak að mínu mati. Hin hlið þess að hér er þjóðkirkja Einhver vitur maður sagði að þegar samskipti ríkisvalds og kirkju eru slæm sé eitthvað að rík- isvaldinu. En ef samskipti ríkis og kirkju séu sérstaklega _góð sé eitt- hvað að kirkjunni. Ákvæði 62. greinar stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna hefur vissulega tvær hliðar. Onnur snertir stöðu evang- elísk- lútherskrar kirkju sem kirkju alþjóðar. Hin hliðin er ekki síður mikilvæg, sú að kirkjan skal styðja og vernda ríkisvaldið. Þjóðkirkj- unni ber að styðja og vernda ríkis- valdið í þeirri viðleitni þess að halda við lýði réttlæti og jöfnuði, mannúð og öðrum grundvallar þáttum sið- gæðis og almennrar velferðar, stuðla að lotningu fyrir lífinu og virðingu fyrir sköpunarverkinu. Það er reyndar einn mikilvægasti arfur lútherskrar kirkju; áherslan á skyldur ríkisins að viðhalda al- mennri velferð þegnanna og sam- hjálp. Tilvera þjóðkirkju er viðurkenn- ing þeirrar forsendu að siðaboðin séu altæk og geri kröfu til allra manna og viðurkenning þess að velferð og velsæld sé ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur líka and- legur veruleiki. Þjóð þar sem æ fleiri finna lífsfyllingu í andlegri iðkun og í skapandi list, bókmennt- um, leikhúsi, ljóðum; slík þjóð stuðlar að lausn hinna sáru meina sem hijá heiminn okkar og verður auðugri þjóð. Að því hefur þjóð- kirkjan hlúð með trúariðkun sinni og boðun, list og menningarstarf- semi sem gefa sýn til dýpri gilda og varanlegri, þeirra sem mölur Karl Sigurbjörnsson og ryð fær ei eytt né grandað. Þjóðkirkjan sem með sóknum sín- um og helgistöðum nær ystu land- senda-á milli heldur þessu á lofti með iðkun sinni og boðun, fræðslu og sálgæslu. Þjóðkirkjan á jafn- framt því að vera rödd spámanns- ins, rödd hrópandans í eyðimörk ofbeldis og sjálflægni, og kalla til afturhvarfs og helgunar. Kirkjan á að benda á valkosti sem stuðla að umhyggju um lífið, umfram allt hið varnarlausa og gagnrýna það sem gert er á hluta þess og til þess þarf kirkjan frelsi, svo predik- un hennar sé ekki háð veraldlegum hagsmunum. Þjóðkirkjan er líka alþjóðleg, hluti hinnar almennu kirkju og þátttakandi í alþjóðlegum samtökum sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði hjálparstarfs og á sviðum mannréttindamála, réttlæt- is og friðar. Þjóðkirkja - kirkja þjóðar íslensk þjóð er kristin þjóð - um það vitna lög og réttur, siðferðisvit- und, samviska, samfélagsgerð mót- að og meitlað og gagnsýrt af 2000 ára kristinni menningu. Og um það vitnar taktföst hrynjandi helga og hátíða í lífí þjóðar árið um kring, ómissandi eyktamörk í lífi einstakl- inga og fjölskyldna, sem tengja okkur við rætur okkar og grund- völl þjóðmenningar í þúsund ár. Hin evangelísk-lútherska kirkja á íslandi er þjóðkirkja, kirkja þjóðar, í þágu þjóðarinnar. Hún vill helga þjóðlífið og skuldbindur sig því að fagnaðarerindið um Jesú Krist sé boðað um landið allt, sakramentin um hönd höfð og öllum landsins börnum til boða, óháð búsetu, aldri, kynferði, efnahag, skoðunum. Þjóð- kirkja gengur út frá þvi að hinir ungu séu uppfræddir í kristinni trú og siðfræði, þeim sem bera hita og þunga dagsins veitt sálgæsla og andlegur stuðningur og leiðsögn, þeim sjúku og deyjandi veitt hugg- un náðarmeðalanna og hinum látnu búið leg sem tjáir virðingu okkar við einstaklinginn og sögu hans. Það felst í hugtakinu þjóðkirkja að hún er opin og víðsýn og mætir fólkinu þar sem það er, án strangra skilyrða. Þjóðkirkjan horfist í augu við það að fjölhyggja er staðreynd nútímaþjóðfélags og að vaxandi fjöldi fólks játar önnur trúarbrögð. Þjóðkirkjan á að hlusta á það og viðurkenna rétt þess og frelsi í þjóð- félaginu um leið og hún er trú þeim grundvelli sem lagður er að lífi hennar og boðun, Jesú Kristi og kærleiksboðskap hans. Það að hér er þjóðkirkja ætti að stuðla í senn að kjölfestu og hefðarfestu sem og umburðarlyndi og friði í þjóðlífinu. Algjör aðskilnaður ríkis og kirkju gæti leitt til hins gagnstæða, eflt andstæður og skerpt víglínur. Þátt- ur þjóðkirkjunnar í menningu okkar og sögu verður seint ofmetinn; þjónusta hennar við landsmenn alla án tillitis til skoðana, stéttar og stöðu, kristnifræðikennsla í skóla- kerfinu sem fræðir um rætur menn- ingar okkar og siða. Þetta megum við ekki missa. Þegar samhengið við söguna rofnar leiðir það til þess að við finnum okkur ekki lengur sem hluta stærri heildar siðmenn- ingar. Sögulaus þjóð verður ekki lengi fijáls þjóð. Fólk sem þekkir ekki grundvöll sinn, trúar sinnar, helgitákna, sagna og siða verður berskjalda gagnvart áreitni ofsa- trúarpostula og spámanna sem telja sig eiga lausnir og svör við öllu og hneppa fólk í fjötra. Þjóðkirkja er eðli sínu samkvæmt víðsýn og opin og á að taka undir með öllu góðviljuðu fólki í viðleitni þess að stuðla að réttlæti og friði í samskiptum manna og þjóða og lotningu fyrir lífinu á jörð. Það er mikilvægur þáttur sáttmálans sem gerður var árið 1000 og varðar gæfuveg þjóðar til framtíðar. Þvl skulum við ekki spilla. Höfundur er sóknarprestur í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.