Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.12.1996, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGFÚS DAÐASON + Sig-fús Daðason fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit 20. maí 1928. Hann lést 12. desember síðastliðinn í Land- spítalanum. Sigfús var sonur Daða Krisljánssonar bónda í Drápuhlíð í Helgafellssveit og Önnu Sigfúsdóttur. Fjölskyldan fluttist að Hólmlátri á Skógar- strönd 1982. Systur Sigfúsar eru Ingibjörg Daðadóttir, fædd 1923, búsett í Reykjavík, gift Jóni Hjartarsyni, sem er nýlát- inn, og Arndís Daðadóttir, fædd 1925, gift Olgeiri Þorsteins- syni, búsett á Akranesi. Sigfús kvæntist Önnu Brynj- ólfsdóttur árið 1954 en þau slitu samvistir. Fóstursonur þeirra er Jón Birgisson bifreiðastjóri, fæddur 1968. Árið 1983 kvæntist Sigfús eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Ýri Jónsdóttur cand.mag. Dætur Guðnýjar af fyrra hjónabandi eru: Bergljót Haraldsdóttir, fædd 1962, dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkisút- varpinu, gift Hamíð Moradi. Börn þeirra eru Hildur Maral, fædd 1989, og Kolbeinn Jara, fæddur 1995; Áshildur Haralds- -J dóttir, flautuleikari, fædd 1965. Sonur hennar er Gabriel Sölvi Windels. Sigfús varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og lauk háskólaprófi, Lic- ence-és-Lettres, í latinu, sam- anburðarbókmenntum og frönskum og þýskum bókmennt- um frá Parísarháskóla 1959. Hann starfaði sem ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar 1960- 1976, var í stjórn Bókmenntafé- lags Máls og menningar frá 1962 og formaður og framkvæmda- sljóri félagsins 1971-1976. Sigfús sat í stjórn Rithöfundasam- bands íslands 1961-65. Fyrsta ljóðabók Sigfúsar var Ljóð 1947-51, útgefin 1951. Síð- an komu út ljóðabækurnar Hendur og orð 1959, Fá ein ljóð 1977, Ljóð 1947-1977 (þijár fyrstu ljóðabækurnar endurút- gefnar) 1980, Útlínur bakvið minnið 1987 og Provence í end- ursýn árið 1992. Hann samdi einnig bókina Maðurinn og skáldið um Stein Steinarr sem út kom 1987. Sigfús starfaði einnig að þýð- ingum og má í þvi sambandi nefna skáldsögurnar Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland og Þögn hafsins eftir Vercors og ljóðabókina Útlegð eftir Saint-John Perse. Sigfús bjó m.a. til prentunar heildarútgáfu verka Þórbergs Þórðarsonar hjá Máli og menn- ingu og gaf út hjá eigin for- lagi, Ljóðhúsum, fyrstu ritverk Þórbergs í óbundnu máli undir heitinu Ólíkar persónur árið 1976. Þá gaf Sigfús einnig út ritverk Málfríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Útför Sigfúsar Daðasonar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. desember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Morguninn sem skáldið fór frá okkur logaði dökkur austurhiminn- inn yfir borginni í rauðum, gulum og sægrænum litbrigðum. Sjaldgæf og undursamleg sjón. Undir hádegi varð guli liturinn ríkjandi líkt og vinur þess Sverrir Haraldsson sveiflaði pensli. Og það var sem ^ > himinn, haf og land vissu hver væri að kveðja og hvað honum bar. Alla tíð fannst mér Sigfús Daða- son útlendingur í þessari borg. Limaburður hans, látbragð, yfir- burða gáfur, þekking og viðkvæmt geð stinga illilega í stúf við smæð og groddaskap okkar hinna. Heilsu hans hætta búin af loftleysinu og lífi hans stundum ógnað af sam- tryggingu meðalmennskunnar. Hann þraukaði samt á meðal okkar. Þar réð held ég mestu skop- skynið, skáldgáfanj og samvistir hans og Guðnýjar Ýrar. Kannski hef ég ekki þekkt hann alla tíð og kannski komum við ekki úr sömu fjölskyldunni. En vinátta hans var þess eðlis. Maður kvaddi að kvöldi og lét ekki sjá sig aftur fyrr en fímm árum síðar og þá var hann samur, hlýr og sposkur. Svo var gengið upp Laugaveginn eða inn eftir allri Grettisgötunni og óþarft að segja orð. Það er gott að hafa lifað og feng- ið að ganga með Sigfúsi stund og stund. Eins og það er gott að eiga þó ljóð hans að í myrkri þessa des- embermánaðar. María Krisljánsdóttir. In memoriam Við íslendingar höfum misst mik- ið við fráfall Sigfúsar. Hann var - - einn merkasti listamaður okkar á síðari hluta aldarinnar; fremstur meðal jafningja í glæsilegum skáldahópi. Hann var fyrirmynd okkar, sem fáumst við listsköpun á Islandi. Hann var strangheiðarlegur, vand- látur og kröfuharður við sjálfan sig. Hann bar djúpa virðingu fyrir tungumálinu okkar og notaði það með nærfæmi. Snilld hans var augljós og hann þurfti ekkert að auglýsa sig. Korn- ungur var hann fullþroska skáld og orti snilldarverk allt til loka. Ljóðin voru ekki mörg og hvergi var orði ofaukið. En þau voru inni- haldsrík og djúp: Meitlaðar högg- myndir í orðum, slípaðir demantar. Þau leyna á sér, batna við hvern lestur. Nýir þræðir samhengis og samsvörunar koma í ljós við hvetja athugun. Stíll þeirra er víðfeðmur, «=*>■ klassískur í orðsins fyllstu merk- ingu. Það glittir í Fomgrikki og Rómveija, Biflíuna, Hávamál, Snorra, Dante, frönsk og þýsk nú- tímaskáld. Kannski er öll lýrik heimsins af einni rót. Kvæði Sigfúsar eru tíma- laus og þau eru einstök í íslenskri bókmenntahefð. Og ég held að þau eigi æ meira erindi við okkur eftir því sem tímar líða. Atli Heimir Sveinsson. „Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð,“ segir í frægu kvæði Sigfúsar Daða- sonar. Ég kynntist Sigfúsi á unglingsár- um mínum en hann var tíður gestur á heimili föðurbróður míns, Kristins E. Andréssonar, sem síðar studdi hann til náms í Frakklandi. í mínum huga var einhver ævintýraljómi yfír Sigfúsi. Hann hafði þá þegar gefíð út sína fyrstu ljóðabók, Ljóð 1947- 1951, og var á föram til Parísar. Ég leit upp til þessa gáfaða manns og var jafnvel hálffeimin við hann. Að námi loknu réðst Sigfús til Máls og menningar. Hann varð hægri hönd Kristins og með þeim var mikil vinátta. Einnig var gagn- kvæm virðing og vinátta milli Ein- ars, föður míns, og Sigfúsar. Sigfús varð aðstoðarritstjóri og síðar rit- stjóri Tímarits Máls og menningar. Hann tók við formennsku af Kristni og var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins og hafði því mikil áhrif á útgáfustarfsemi þess. Það var Máli og menningu mikil gæfa, því hann hafði djúpan skilning á skáldskap, eins og ljóð hans og þýðingar bera vitni um. Atvikin höguðu því svo að Sigfús lét af störfum hjá Máli og menn- ingu. Hann stofnaði þá sitt eigið forlag, Ljóðhús, og gaf meðal ann- ars út ómetanleg ritverk Málfríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Við Sigfús voram vinnufélagar í mörg ár og nánir vinir. Sigfús var dulur og hafði ekki mörg orð um hlutina en hann var viðkvæmur og bjó yfír mikilli hlýju og mannskiln- ingi. Hann hafði næma kímnigáfu og glöggt auga fyrir hinu skoplega í tilverunni þótt hann væri í eðli sínu mikill alvörumaður. Öllum sem kynntust honum náið þótti vænt um hann. Þótt Sigfús hyrfí frá Máli og menningu hélst vinátta okkar óbreytt og varla leið sá dagur að hann kæmi ekki í búðina og drykki kaffí með okkur, starfsfólkinu. Morgunkaffið á laugardögum heima hjá honum og Guðnýju Ýr, konu hans, var föst venja. Þangað komu margir góðir gestir og þangað var gott að koma. Síðustu árin átti Sigfús við van- heilsu að stríða og var Guðný hon- um ómetanleg stoð í veikindum hans. Ég kveð Sigfús með djúpri virð- ingu og þökk og færi Guðnýju og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Þá vil ég fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Máls og menningar þakka Sigfúsi mikilsverð störf hans í þágu félagsins. Anna Einarsdóttir. Sigfús Daðason skáld er látinn. Þá sækir á hugann minning um mann sem kom vestur í Háskóla íslands haustið 1980 sem gestafyr- irlesari og fór að segja okkur frönskunemum frá Rimbaud, Baud- elaire, Malarmée, Apollinaire og öðram frönskum skáldjöfram. Hon- um lá lágt rómur þannig að við þurftum að leggja eyrun við hveiju orði hans, en hann fjallaði svo skýrt og greinilega um höfundana og lauk ljóðum þeirra upp fyrir okkur á svo látlausan hátt að við vorum hissa á því að hafa ekki áttað okkur á merkingu þeirra fyrir löngu. Sigfús var með öðrum orðum frábær kenn- ari sem kveikti áhuga nemenda sinna á skáldskapnum, enda stór- skáld sjálfur eins og alþjóð veit. Mörgum árum síðar átti fyrir mér að liggja að taka við því starfi sem Sigfús eitt sinn gegndi, en hann var meðritstjóri Tímarits Máls og menningar og síðar ritstjóri þess frá 1960-1976 og mótaði það mjög, enda maðurinn skarpskyggn og sjálfstæður í hugsun eins og best sést á fjölmörgum bókmenntagrein- um sem hann skrifaði í TMM, grein- um sem vert væri að safna saman og gefa út á bók. Nú þegar maður blaðar í þeim sýnist mér til dæmis ljóst að fáir hafí haldið vitsmuna- legri reisn sinni jafn vel og Sigfús á sjötta áratugnum þegar menning- arlífíð hér á landi einkenndist helst af kaldastríðsanda og smásálar- skajD. Ég kynntist Sigfúsi aldrei náið, en átti eitt sinn við hann viðtal sem starfsmaður RÚV fyrir nokkram áram og hitti hann síðan á ýmsum mannamótum, m.a. þeim sem tengd- ust áratuga vináttu hans í garð Frakka og franskrar menningar. Heimsmaðurinn Sigfús var sam- ur við sig þótt heilsan hefði verið tæp síðustu tvö árin. í upphafi þessa árs leitaði ég til hans þeirra erinda að fá hann til að þýða brot úr ljóð- inu Amers eftir franska Nóbels- skáldið Saint-John Perse, skáld sem hann hafði þýtt og þekkti íslend- inga best. í þessu ljóði sem fjallar um óravíðáttur Karíbahafsins segir m.a. í þýðingu Sigfúsar: „Hafið í oss, sem ber með sér silkiskijáf úrsævar og allan sinn mikla gæfu- svala um heiminn ... “ Ef til vill er minningin um Sigfús Daðason nú orðin að þessu hafí í okkur sem eftir lifum. Friðrik Rafnsson. Kveðja frá Rithöfundasam- bandi íslands Við andlát Sigfúsar Daðasonar skálds missa íslenskir rithöfundar úr sínum röðum mann sem hávaða- laust bar hróður ljóðsins víða og ávann sér traustan virðingarsess í hugum allra þeirra sem láta sig bókmenntir einhveiju skipta. Sigfús var kornungur maður þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína og gerðist um leið einn af frum- kvöðlum þeirrar miklu formbylting- ar sem varð í íslenskri ljóðlist á árunum kringum 1950. Atómskáld vora þeir kallaðir, og þótt nafngift- in væri oft notuð í niðrandi merk- ingu fyrstu árin er hún fyrir löngu orðin að heiðursnafnbót í bók- menntasögunni. Ljóðabækur Sigfúsar eru hvorki margar né þykkar, enda mælast gæði ljóðlistar ekki í blaðsíðum. Mest er um vert að innihald bóka hans er verðmætur hluti þess and- lega farangurs sem við beram með okkur á lífsgöngunni. Skáldið deyr, en ljóðin lifa. Sigfús á þakkir skildar fyrir fleira en ljóðin, og meðal þess sem þar ber hæst er áreiðanlega útgáfa hans á bókum Málfríðar Einarsdótt- ur. Með því að gefa út bækur þeirr- ar stórmerku konu veitti hann okk- ur aðgang að nýrri og framlegri sýn á okkur sjálf og líf okkar í þessu landi. Rithöfundasamband íslands kveður Sigfús Daðason með virð- ingu og þökk, og vottar eftirlifandi eiginkonu hans, Guðnýju Ýri Jóns- dóttur, og öðrum aðstandendum innilega samúð. Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasam- bands íslands. Eitt lítið ljóð er nóg. Af einu ljóði má sjá hvort skáld er á ferðinni eða ekki. Það hafði birst eitt lítið ljóð. Það var í Tímariti Máls og menning- ar, virtu menningartímariti, og ljóð- ið var eftir ungan mann sem enginn hafði heyrt getið um. Raunar var hann aðeins unglingur, sextán ára, ef ég man rétt. Við, sem þá vorum ungir bókmenntamenn, en engir unglingar, töldum ekki vafa á því að þarna væri nýtt skáld að koma fram á sjónarsviðið, og Hannes Sig- fússon vildi að við gerðum snarlega gangskör að því að ná honum í okkar hóp. Reyndar var unglingur þessi, sem hét Sigfús Daðason, mjög handgenginn Kristni E. Andr- éssyni ritstjóra Tímarits Máls og menningar, því hann var orðinn, að sagt var, einskonar fóstursonur Kristins og Þóru konu hans, og það var einmitt á heimili þeirra sem ég kynntist honum, því ég var þá orð- inn heimagangur þar, enda kom það einkum í minn hlut að ná unglingi þessum í okkar hóp, en það vissum við að Kristinn E. Andrésson var vandlátur ritstjóri og birti ekkert fyrir einskæran vinskap, ef honum þótti það ekki frambærilegt. Við Sigfús urðum óðar en við vissum af góðir vinir og sátum oft saman á kaffihúsum Reykjavíkur. Það var einmitt á slíkum stað, Hressingarskálanum í Austur- stræti, sem við byijuðum á því að gamni okkar að þýða ljóð úr erlend- um málum og héldum því áfram næstu árin meðan Sigfús var að læra undir stúdentspróf, en ég að vinna fyrir mér með músíkkennslu eða slaghörpuleik í danshúsum. Þýðingar okkar fengum við birtar í Þjóðviljanum undir einkennisstöf- unum J.Ó.S.D., og var sumt af því nýstárlegt og ekki vel séð, enda var það víst svokallaður módernismi, þó það orð væri ekki enn komið í tísku hér á landi og orðið atóm- skáld ekki enn uppfundið. Þýðing- arnar vora, hygg ég, nokkuð við- vaningslegar, en þó fengum við hrós fyrir eina þeirra, þar sem var kafli úr löngum ljóðabálki eftir Pablo Neruda, og birtist í Tímariti Máls og menningar, enda pólitískt kvæði sem féll í kramið hjá sósíalist- um sem við fylgdum báðir að mál- um, þótt við færam aðrar leiðir í skáldskap okkar en sumum þeirra hugnaðist. Kveðskapurinn eftir Pablo Neruda þýddum við úr ensku og endurskoðuðum hann seinna með samanburði við spænska text- ann. Sigfús var frá barnæsku heilsu- veill og eftir að ég kynntist honum var hann um tíma á Vífilsstaða- hæli og öðrum sjúkrahúsum meðan hann var að lesa undir stúdents- próf. Hann las því mikið utanskóla, en hann var svo skarpur að af bar, og því stóðst hann raunina, enda var hann einsog fullorðinn maður viðmælis, þegar ég kynntist honum sextán ára gömlum. Þetta voru árin fyrstu eftir lok seinni heimsstyijaldar, árin þegar vonir um betri heim köfnuðu í ótta kalda stríðsins. Við höfðum ekki hátt í ljóðum okkar, við Sigfús, og þóttum að vonum ekki mikil bylt- ingarskáld. Þó var hugur okkar beggja bundinn því sem var að gerast í heimsmálunum, og Sigfús sagði þá í einu ljóði sínu, sem birt- ist í fyrstu bók hans 1951, um sama leyti og hann hélt til Frakklands að loknu stúdentsprófi: Sprengjur falla byggðir brenna atómið sundrast... Það voru þeir tímar, þegar atóm- ið hafði sundrast. Hvað var fram- undan? Það vissi enginn. En við trúðum enn á frelsi, jafnrétti og bræðralag. Og við trúðum á mennt- unina. Þó var það ef til vill ekki sú tæknimenntun sem menn trúa mest á nú um þessar mundir. Sigfús beið ekki boðanna, þegar hann hafði lokið stúdentsprófi, hann hraðaði sér til Frakklands að læra meira. Hann sagði löngu seinna í útvarps- viðtali, að það muni hafa verið fyr- ir áhrif frá mér sem hann valdi það land, og vel kann eitthvað að vera til í því, en meðan hann var við nám í Frakklandi, þar sem hann nam frönsku og franskar bókmenntir, var honum falið að taka við af Þór- arni Björnssyni frönskukennara og skólameistara Menntaskólans á Akureyri, að þýða hið mikla verk Jóhann Kristófer eftir Romain Rol- land, en Þórarinn hafði þá þýtt fyrsta hlutann og var of störfum hlaðinn til að geta haldið verkinu áfram. Sigfús var þá við nám í París við Sorbonne-háskóla, en áður hafði hann verið í Aixen-Provence í Suður-Frakklandi og búinn að ná tökum á frönskunni. I París kynnt- ist hann íslenskri stúlku, Ónnu Brynjólfsdóttur, sem vann skrif- stofustörf í sendiráði Íslands þar í borg, og voru þau í tilhugalífi þeg- ar ég kom fyrst til Parísar. Þau leiðbeindu mér fyrstu sporin í borg- inni. Sumarið eftir og síðar buðu þau mér í litlu íbúðina sem þau höfðu tekið á leigu, og þar hafði Sigfús aðstöðu til þýðingastarfa sinna, þótt húsrýmið væri ekki stórt. Hann lauk við Jóhann Kristó- fer með sóma, og þótti ýmsum það vel af sér vikið, þar sem slík vinna hlaut óhjákvæmilega að tefja hann frá náminu. Jafnframt orti hann á þessum áram þau ljóð sem birtust í annarri bók hans 1958, og nefnd- ist Hendur og orð, en þar var hin fleyga orðsending til manna um að fara varlega með orð, því „þau geta sprangið, og þó er hitt öllu hættu- legra, það getur vöknað í púðrinu". Fleiri ljóðabækur átti Sigfús eftir að láta koma fyrir almenningssjónir seinna meir og þýðingu á löngum ljóðabálkum eftir hið strembna franska nóbelsskáld Saint-John Perse, ennfremur bók um Stein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.