Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR MAGNÚSSON ■4- Pétur Magnús- ■ son var fæddur í Reylqavík 27. júní. 1939. Hann andað- ist á heimili sínu aðfaranótt sunnu- dagsins 15. desem- ber siðastliðinn. Faðir Péturs var Magnús, f. 4.8 1914, d. fræðingur og lög- reglumaður. For- eldrar Magnúsar voru Pétur Magnússon hrl. og ráðherra frá Gils- bakka í Hvítársíðu og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir Víborg. Móðir Péturs var Sig- ríður Guðlaug Guðbrandsdóttir, f. 11.4 1918, d. 23.4 1964. For- eldrar hennar voru Guðbrandur Jón Sigurbjömsson, b. á Svarf- hóli, síðar trésmiður í Reykjavík og kona hans Jónína Astríður Eggertsdóttir. Bræður Péturs em Bjöm, framhaldsskólakenn- ari á Sauðárkróki, f. 24.2 1947, og Andrés, læknir á Siglufirði, f. 27.12 1951. Eftir- lifandi eiginkona Péturs er Sigurveig Hauksdóttir, f. 13.1. 1942. Þau giftust 8.4. 1961. Dóttir þeirra er Ásta Ingi- björg, f. 10.4. 1967. Sambýlismaður hennar er Helgi Hjálmtýsson, f. 16.9. 1964. Dóttir Ástu er Sigurveig Þórhall- dóttir, f. 18.6. 1986. Pétur hóf störf þjá Búnaðarbanka íslands 13.10. 1962 í aðalbanka og um tima í mið- bæjarútibúi. Hann var útibús- stjóri Melaútibús frá stofnun þess 27.2. 1965, útibússtjórí á Hellu frá 1.2. 1979 og útibús- stjóri Höfðaútibús frá þvi í júní 1988 uns hann lét af störfum vegna heilsubrests í október 1995. Pétur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 23. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku frændi minn, nú ert þú farinn í ferðalagið mikla. Okkur langaði öll til að hafa þig lengur hér í þessum heimi, en nú hefur þú loksins fengið frið og engar þrautir þjá þig meir. Mikið er ég stolt af þér, þú barst veikindi þín svo vel og barst höfuð- ið hátt allan tímann. Eg man þegar ég heimsótti þig í síðasta skiptið á sjúkrahúsið. Þá hlóstu og gantaðist og reyndir að láta líta út fyrir að þú værir miklu hraustari en þú varst og meira að segja þá gast þú komið manni til að hlæja og sagðir skemmtilegar sögur. Ég ætlaði að heimsækja þig dag- inn sem þú fórst þangað sem þú ert núna, en mér var ekki ætlað það. Mér þótti svo vænt um þig, Pétur minn, þú varst höfuð fjölskyldunnar og svo sannarlega hélstu okkur öll- um vel saman. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Sigurveigar, boðin ykkar voru svo skemmtileg. Ég man að þegar ég var lítil stelpa töluðuð þið ailtaf við okkur krakk- ana eins og jafningja og báruð virð- ingu fyrir því sem við sögðum og gerðum þótt við værum oft óttaleg- ir kjánar. Ég hlakkaði alltaf jafn mikið til, þegar ég vissi að þú vær- ir að koma austur á Selfoss í heim- sókn til mín. Þú komst alltaf fær- andi hendi með blóm eð konfekt, já eða vínarbrauð. Þá hringdi ég oftast til Dóra bróður, til þess að hann gæti notið þess að hitta þig líka. Ég veit að þú varst stoltur af henni Ástu þinni og Sigurveigu, sem hugsuðu svo vel um þig og vöktu yfir þér, þegar þú þurftir á að halda og eru þér til sóma eins og alltaf. Nú veit ég að amma Sigríður og afi Magnús umvefja þig, og þér líð- ur vel hjá þeim. Takk fyrir allt, elsku Pétur minn. Megi góður guð geyma þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Sigurveig, Ásta, Sigurveig litla, Helgi, pabbi minn, Andrés og Jórunn. Guð styrki ykkur í sorginni. Sigríður Guðlaug Bjömsdóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin hinstu kveðju. Vin sem hafði alltaf til að bera ótakmarkaða hjartahlýju og kristaltæra vináttu sem hélst óbreytt frá fyrstu kynn- um. Við Pétur vorum ekki háir í loft- inu þegar við kynntumst á blettin- um á Snorrabrautinni, sem reyndar hét Hringbraut í þá daga. Okkur varð strax vel til vina og upplifðum saman margt ævintýrið, strax á fyrstu árum okkar. Eins og heimsóknimar í fjöruna í Rauðarár- víkinni fyrir neðan Hörpuhúsið, ótt- ann í Héðinshöfðahúsinu með öllum sínu draugastandi eða ferðirnar sem hófust með sökkukaupum í Ellings- en, niður á Kveldúlfsbryggju, þar sem marhnúturinn var dreginn í Formáli minningargrema ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hve- nær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki i greinunum sjálfum. + Móðir okkar og tengdamóðir, NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Patreksfirði, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, varð bráðkvödd föstudaginn 20. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Gísladóttir, Flosi G. Valdimarsson, Bjarni Gíslason, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Gisladóttir Bergmann, Andreas Bergmann, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Rúnar Gunnarsson. gríð og erg. Því vom þau fljót að líða bemskuárin á Snorrabrautinni við nám og leik. Á svipaðan hátt liðu unglingsár- in, svo full af ævintýrum að hver dagur átti sinn kafla í lífsbók okk- ar. Á unglingsaldri flutti Pétur með foreldrum sínum og bræðmm aust- ur á Eyrarbakka. Þá urðu fundir okkar stopulli en aldrei misstum við sjónar hvor af öðrum. Árin liðu þar til við tókum upp þráðinn að nýju, þá báðir kvæntir menn og búnir að fínna ævistarfið. Nú voru þa,ð ferðalög sem tóku við af leikjunum gömlu. Pétur var mik- ill náttúmunnandi og sjaldan naut hann sín betur en úti í guðsgrænni náttúmnni. Af mörgum okkar ferðum verður mér þó ætíð minnisstæðust ferð okkar um Breiðafjarðareyjar í fyrra, en þá var vinurinn minn orð- inn fársjúkur. Samt var hann svo hamingjusamur að hafa komist og Guð gefið sér þetta yndislega veður og tiltölulega þjáningarlitla daga. Pétur var mjög ljóðelskur. Hversu oft var ekki farið með dýr ljóð Einars Ben., Jóns Helgasonar eða annarra góðskálda á síðkvöld- um. Erindi úr kvæðinu Áfangar eftir Jón Helgason var í sérstöku uppáhaldi hjá Pétri: Séð hef ég skrautleg suðræn bióm sólvermd [ hlýjum garði, áburð og ijós og aðra virkt enginn til þeirra sparði, mér var þó lðngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Sögufróður var hann þessi vinur minn og hafði mikla unun af lestri slíkra bóka, þó held ég að engin þessara bóka hafi tekið Njálu fram enda oft vitnað í hana. Margs er að minnast og er gott að geta rifjað upp ævilanga vináttu góðs drengs. Um leið og ég kveð vin minn vil ég senda samúðarkveðjur frá fjöl- skyldu minni til Sjgurveigar, eigin- konu hans, og Ástu Ingibjargar, dóttur hans, svo og annarra ástvina. Hvíl í friði. Baldur. Pétur Magnússon, vinur minn, er látinn í blóma lífsins. Hann hafði háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og sökum andlegs og lík- amlegs styrks Péturs varð sú bar- átta löng og hörð. Pétur var um margt óvenjulegur maður. Hann var greindur og víð- sýnn en hlaut ekki alltaf þá viður- kenningu sem hann átti skilið því sjálfshól, yfirskin og smjaður var honum framandi. Eðlislæg hlýja og góðmennska geislaði frá honum. Tillitsemi hans og hluttekning stungu oft mjög í stúf við hugsunar- lausa og sljóa frekjuna sem sums staðar flæðir yfir bakka í nútíman- um. Kímni hans var af betri tegund- inni og hláturinn ósvikinn og smit- andi. I vissu tilliti má segja að hann hafi getað umborið eigin hjarta- gæsku með góðri kímnigáfu, því ekki tryggði hann sér fyrirfram þakkir fyrir góðverk sín. Þetta stað- festa ýmsar uppákomur eins og t.d. viðskipti hans við eiganda íbúðar sem hann leigði þegar við vorum saman í London um tíma. Eigand- inn var kona um áttrætt og samdi þeim vel, en fljótlega fór hún að biðja Pétur um að kaupa fyrir sig gin þegar hann átti erindi fyrir sjálf- an sig í verslanir. Hann færðist undan en í góðsemi gaukaði hann í eitt eða tvö skipti að henni fleyg. Litlu síðar kom í ljós að konan átti við áfengisvanda að stríða og varði sig fyrir ættingjum og vinum með því að benda á Pétur sem hinn mesta þijót sem héldi að henni víni. „Ég hafði nú haldið að þessi aldurs- flokkur væri hættulítill,“ sagði Pét- ur hlæjandi. í annað skipti fór Pétur í skemmtiferð til Spánar. í þann tíð höfðu skömmtunarseðla- og stofn- aukanefndir verið lagðar af en gjaldeyrisyfirvöldum komið á fót til að skammta þegnum ríkisins og skattgreiðendum erlenda mynt ef þsir fylltust útþrá. Á leiðinni út kynntist hann tveim íslenskum ferðafélögum og lentu þeir á sama hóteli og fóru út að skemmta sér á búllum um kvöldið og hið næsta að hætti lífsglaðra, bjórþyrstra ís- lendinga. Pétur, sem hafði nokkuð veitt hinum, dró sig út úr gleðinni eftir það en hinir héldu áfram sem ákafast. Eftir nokkra daga komu félagarnir og báðu um lán svo gleð- in mætti enn uppi haldast. Pétur taldi tormerki á því þar eð hann væri búinn að ráðstafa afganginum af gjaldeyrinum til að ferðast um og kynnast landi og þjóð aukinheld- ur menningarsögu Spánar. Menn- irnir fyrtust mjög við þessi tíðindi, völdu honum ljót orð, töldu hann vanta félagsþroska og þóttust jafn- vel sjá einkenni um félagsskít. Þeg- ar við gagnrýndum ferðafélagana, brosti félagi Pétur: „Þetta voru bestu drengir en félagshyggjan kann að hafa borið þá ofurliði á ókunnum slóðum." Pétur var af góðu fólki kominn og átti marga vini en hann þurfti ekki að styðjast við það. Hann hafði sinn styrk af sjálfum sér og gaf til annarra. Hann er og verður í minn- ingunni einstakur persónuleiki. Heiðarleiki hans og góðvild stóðu samt upp úr og virtist hann, eins og títt er um sanna öðlinga, minnst vita af því sjálfur. Það er missir og sár söknuður, þegar slíkur maður kveður hinsta sinni. Pétur ræddi nánast aldrei starf sitt, en mér er sagt að þar hafí hann verið vinsæll meðal starfsfólks sem og viðskiptavina. Líklegt þykir mér að viðskiptavinir hafí fengið góð ráð ef þeir fengu ekki lán, því engan man ég sem hallmælti Pétri vegna starfa hans. Pétur var búinn að sætta sig við örlög sín löngu áður en til úrslita dró. Ekki veit ég hvernig það gerð- ist, en það er enn til vitnis um and- legan styrk hans hversu æðrulaus hann var í veikindum sínum og hugsaði um velferð fjölskyldu sinn- ar og annarra fram á síðustu stund. Við sem þekktum Pétur þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans. Eiginkonu, dótt- ur og bræðrum votta ég innilega samúð mína. Hvíl þú í friði, vinur. Matthías Kjeld. Þegar við Pétur Magnússon urð- um bekkjarbræður í Menntaskólan- um að Laugarvatni haustið 1956 urðum við fljótlega vinir. Ekki vor- um við aðeins nokkuð skyldir, báðir afkomendur séra Þorsteins Helga- sonar í Reykholti, heldur áttum við sameiginleg áhugamál þar sem voru kvæði góðskáldanna frá 19. öld. Voru það einkum kvæði sem minntu á hreysti og manndáð sem Pétur kunni; kvæði skáldanna Gríms Thomsen, Matthíasar Joc- humssonar og Einars Benediktsson- ar. Bar hann það með sér að hann var kominn af grónum menningar- ættum. Því kynntist ég betur þegar við fórum í leikhúsferð til Reykjavíkur þennan vetur. Þá bjó fjölskylda hans á Eyrarbakka þar sem faðir hans var þá forstjóri Vinnuhælisins. Var mér tekið þar með kostum og kynjum og spiluðum við bridge um kvöldið með Kristjáni, formanni verkalýðsfélagsins á staðnum, sem var heimilisvinur í húsinu. Þótt Pétur hætti námi á Laugar- vatni um vorið varð það fastur liður í hinum svokölluðu leikhúsferðum að hitta hann og gisti ég hjá honum enda voru foreldrar hans fluttir til Reykjavíkur en ég var úr sveit. Varð ég fljótt kunnugur föður- bræðrum hans sem allir eru þjóð- kunnir menn. Eftir nám á Laugarvatni hóf Pétur fljótlega störf í Búnaðar- banka Islands. Var hann fyrst gjaldkeri í aðalbanka en síðan af- greiðslustjóri í Melaútibúinu. í all mörg ár var hann útibústjóri Bún- aðarbankans á Hellu. í starfí Pét- urs sem yfírmanns í Búnaðarbank- anum held ég að bestu eiginleikar hans hafí komið í ljós. Hann var ábyggilegur, einstakt ljúfmenni og því manna vinsælastur af sam- starfsmönnum. Þá vildi hann greiða götu viðskipamanna bankans innan þeirra marka sem reglumar leyfðu. Þar sem gera má ráð fyrir að ein- hveijir aðrir skrifí um störf hans fjölyrði ég ekki frekar um þau í þessari grein. Eins og í upphafí var sagt urðum við Pétur strax sálufélagar vegna svipaðra lífsskoðana og uppruna. Hann var óvenjulega vel að sér í fomsögunum og má segja að hann hafi kunnað Njálu utanbókar. Höfð- um við báðir gaman af því að tala um sögupersónur hennar og rifja upp orð og hendingar sem í henni stóðu. Hann tók mig með sér á nokkur fornsagnanámsskeið hin síðari ár þótt hann hefði þá kennt þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Síðast fyrir einu ári vomm við á námsskeiði um örnefnafræði hjá Þórhalli Vilmundarsyni. Þótti honum það bæði nýstárlegt og fróð- legt. Það var yfírleitt mjög gott á milli skólafélaganna frá Laugar- vatni. Af mínum bekkjarfélögum vom það Sverrir Ingólfsson, nú endurskoðandi, og Lillý Svava Snævarr, kona hans, sem flestir komu til. Lillý kvöddum við hinstu kveðju síðast liðið haust og var þá einnig tækifæri til að rifja upp fagrar minningar. Þar sem ég var lengi ógiftur leigði ég húsnæði áður en ég eignaðist sjálfur íbúð. Lengst leigði ég með Matthíasi Kjeld, nú yfírlækni á Landspítalanum, og urðu margir til að heimsækja okk- ur. Vom þá stundum dregin upp spil, sérstaklega þegar Pétur kom, því hann var skemmtilegur spila- maður. Þegar ég eignaðist ítök í Hest- fyalli í Grímsnesi fyrir rúmum 10 árum urðu nokkur þáttaskil í sam- skiptum okkar Péturs. Ég fékk að- stöðu til laxveiði þar sem heitir á Gíslastöðum og þar sem ég var al- veg óvanur þessari íþrótt fékk ég Pétur með mér í fyrstu veiðiferðina. Ég vissi að hann hafði kynnst Iax- veiðum þegar hann var ungur vest- ur í Borgarfirði með föður sínum og föðurfólki. Föðurafí hans var Pétur Magnússon, lögfræðingur og fjármálaráðherra um hríð. Nú sá ég nýja hlið á Pétri, sem við kveðj- um í dag. Hann hafði ótrúlega næmt auga fyrir náttúmnni og virt- ist fínna á sér „hvar fiskur lá und- ir steini". Þar sem Pétur var einnig hjálpsamur og góður félagi og fús að kennar okkur veiðilistina sótt- umst við hjónin eftir að fá hann með okkur þangað austur og var hann þar síðast nú í júlí í sumar þó að ekki yrði hann þá jafn feng- sæll og í fyrstu veiðiferðunum. Eftir að ég gifti mig varð mér það sérstakt gleðiefni hve góð vin- átta tókst með Elísabetu Guttorms- dóttur, eiginkonu minni, og Pétri og Sigurveigu. Skógrækt varð fljót- lega sameiginlegt áhugamál Péturs og Elísabetar og áttu þau iðulega langar samræður um þetta efni eft- ir að Pétur eignaðist sumarbústaða- lóð undir Hestfjalli en þar fylgdist hann grannt með vexti og viðgangi hverrar plöntu. Eftir því sem árin liðu styrktist enn frekar vinátta þeirra Elísabetar og varð það mér að sjálfsögðu mjög kært og urðu síðustu árin okkur öllum ánægju- legri vegna þessa en ella hefði orð- ið því óneitanlega setti heilsuleysi Péturs mark sitt á samskipti okkar þessi síðustu ár. I sjúkdómsstríði sínu sýndi hann ótrúlegan kjark og þrek til að horfast í augu við það sem verða vildi. í því stríði var hann studdur af Sigurði Bjömssyni krabbameinslækni, bræðrum og síðast en ekki síst eiginkonu og fjöl- skyldu sem gátu uppfyllt ósk hans að vera heima hjá sér til síðustu stundar. Þegar ég nú kveð Pétur Magnús- son hinstu kveðju koma mér í hug þau orð sem Forn-Grikkir notuðu þegar þeir kvöddu sína bestu menn: góður og fagur. Það er ekki of- mælt að Pétur hafí búið yfir óvenjulegum manngæðum sem voru honum í blóð borin. Hann var einnig myndarlegur maður og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.