Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Ami Köpsson. Þarf að segja meira? Nafn á manni sem fór sigurför um allt land í torfæru og hvert mannbarn þekkti. Hann hætti árið 1992, en þótt áhuginn hafi dvínað þá er neistinn kviknað- ur aftur og Arni vill í torfæru vera. Þessi landsþekkti ökumaður kom torfærunni á kortið hjá fleiri lönd- um sínum en nokkur annar öku- maður sem keppt hefur frá upp- hafi. Hann var brautryðjandi í notkun sérsmíðaðra torfæru- grinda. Árni dró sig í hlé eftir að hafa unnið þrjá meistaratitla í tor- færu. Fékk nóg. Eins og í öðrum íþróttum fór það að mynda sérstaka stemmn- ingu hve miklu láni Árni átti að fagna við stjórnvölinn á torfæru- tækjum. Ýmist elskaði fólk hann eða vildi að velgengni hans tæki enda. Þessu kynntist líka Bergþór Guðjónsson sem varð meistari þrjú ár í röð. Slíkt viðmót hendir oft þegar einhverjir einstaklingar eða lið ná góðum árangri í keppni. Það myndast oft samhugur meðai helstu andstæðinga þeirra sem vel gengur. Það er einfaldlega sterkt í eðli mannskepnunnar, ekki bara á íslandi heldur út um allan heim. Það var samt þrýstingur á Árna að halda áfram keppni í þann mund að hann hætti, en hann var á ekki á þeim buxunum. Naut þess ekki að setjast um borð í jepp- ann eins og í byijun. „Ég var hættur að keppa fyrir sjálfan mig. Ók á hugmyndum annarra um það að ég ætti að halda áfram að keppa. En ég var búinn að fá nóg af umstanginu í kringum torfæruna og var búinn að vinna allt sem hægt var að vinna. Fékk leiða,“ segir Árni. Hann hefur síðustu ár unnið við köfun af kappi, verið í öðrum heimi en flest fólk við störf sin. Hann var líka í öðrum heimi má segja þegar hann var kominn á fullan skrið í torfærunni, kom með nýjar hugmyndir og ferskir vindar blésu á meðan hann keppti. Ekki búinn að missa af lestinni „Það að torfæran er orðin al- þjóðlegri hefur kveikt áhuga minn að nýju. Það er kominn nýr titill að stefna á og ég tel ekki að ég sé búinn að missa af lestinni, þótt ég hafi ekki keppt í nokkur ár. Oft er betra að vera í fjarlægð frá hlutunum og sjá þá í öðru ljósi, en þeir sem eru á kafi. Ég tel að ég geti jafnvel gert betur en í gamla daga, ekki síst í smíði tækja. Ég kom íþróttinni upp á ákveðinn stall á sínum tíma og kannski get ég hjálpað til við að sparka henni alla leið í atvinnu- mennsku ásamt þeim sem keppt hafa síðustu ár. Nú fá þeir tæki- færi til að vinna mig,“segir Árni og glottir. Eftir að Árni hætti í torfæru fékk hann óneitanlega fráhvarfs- einkenni. Hann hafði verið á kafi í torfærunni lengi og vart leið sá dagur að menn spyrðu hann ekki hvenær hann ætlaði að byija aft- ur. Menn söknuðu hans einfald- lega, fannst kannski vanta skraut- legan karakter með munninn fyrir neðan nefið í íþróttina. Árni kom oft með líflegar athugasemdir í hita leiksins eða eftir sigra. Enn þann daginn í dag er hann spurður á ferðum sínum hvenær hann byrji aftur. „Ég hef fylgst með torfærunni úr fjarska og fjarlægðin hefur gert mig enn ferskari en ef ég hefði verið á hvolfi við að fylgjast með. Fyrir mér er það opin bók að fara upp þrautir, en mesta málið er að smíða hentugt keppnis- tæki hveiju sinni. Ég er búinn að ferðast um allt land síðan ég var að keppa og hef fundið mig vel í kafarastarfinu. Hitti marga og fæ nýjar hugmyndir af ýmsu sem ég sé á ferðum mínum. Það eykur víðsýni að fara milli staða og hreinsar kollinn. Ég er þannig gerður að ég vil alltaf hafa eitt- hvað fyrir stafni. Lognmolla hent- ar mér ekki. Kannski freistar tor- leið, þó þú eigir að heita farþegi. Gírstöngin er bara í klofinu og fer vel,“ segir Árni. Köfun varð fljótlega viðfangsefni Árna, en hann stundaði þó um hríð rækjuveiði frá Bíldudal. Lagði út trollið og fékk oft fullfermi í einu kasti ásamt félögum sínum á sjón- um. En ásettur kvóti varnaði því að hann ílengdist við sjómennsku. Ferill Árna í torfæru byijaði 1987 á Izusu jeppa sem hann hafði sofið saman úr mörgum ólíkum hlutum. Hann lét að sér kveða í flokki götu- jeppa, þótti kostulegur í meira lagi. Náði athygli á annan hátt en með sigrum, vakti kátínu áhorfenda og sýndi oft skemmtilega takta á þungum bílnum. „Það var aldrei meiningin að fara á þessum jeppa í torfæruna og ég vann aldrei á honum. Náði hæst fjórða sæti. Aftur á móti var ég kominn með mikinn áhuga og smíðaði síðar á sextán dögum aðra af fyrstu grindunum sem hérlendis voru smíðaðar. Hin hét Svarta ekkj- an og kom frá Akureyri. Ég átti eitthvert dót til að setja í Heima- sætuna númer tvö. Keypti Koni dempara og skófludekk, átti flottan snúningsstól úr Chevrolet bíl og vél raðaði svo saman ásamt skipt- ingu úr sömu bíltegund. Þá hann- aði ég fyrsta tjakkstýrið í torfæru- jeppa hérlendis eftir að hafa skoðað glussakerfi fyrir lyftara gaumgæfi- lega. Um tíma var rekistefna um hvort nota mætti þennan búnað, en í dag eru allir með tjakkstýri. Fann nýja stefnu í lífinu Eftir ágætt gengi á þessu nýja tæki þar sem ég vann á öllum mótum ákvað Coca Cola að gera við mig samning um smíði nýs jeppa fyrir árið 1990. „Við það að Coke kom inn í dæmið breyttist viðhorf mitt talsvert. Ég var að aka undir merkjum þekktasta vöru- merkis heims og varð ákveðnari en áður að gera vel. Fyrirtækið var líka tilbúið að styðja dyggilega við bakið á mér og markaðssetja Coke á nýjan hátt. Það var þessu fyrir- tæki að þakka að torfæran komst á hærra plan, varð íþrótt í augum almennings. Mér tókst að vinna í fyrstu keppninni á nýju Heimasæt- unni og stuðningsaðilar mínir voru kampakátir. Margir hristu samt hausinn yfír þessu nýja verkfæri, en ég varð þrisvar í röð meistari. En þegar þriðji titillinn var í höfn og í eign minni sá ég ekki tilgang- inn í að keppa lengur. Þetta var sami grautur í skál. Ég gekk líka í gegnum skilnað um svipað leyti og það tók á and- lega, ég tapaði dálítið áttum sumar- ið 1991 og hugurinn var ekki eins einbeittur. Ég harkaði af mér, en árið eftir fannst mér rétt að taka hlé frá torfærunni. Ég byijaði tíma- bilið 1992 en hætti fljótlega og seldi Heimasætuna. Vildi snúa mér að einhveiju öðru. Ég fann mig betur orðið í því að tapa en vinna. Það var komið rót á hugann og því var betra að staldra við og fínna sér nýja stefnu í lífinu.“ Velgengni Árna lifir enn í huga íslendinga og margir kóperuðu hugmynd hans að keppnistæki, m.a. Svíar. Enn í dag er grunnur- inn sem hann lagði í góðu gildi. „Ég tel betra að sitja í svona jeppa eins og ég hannaði en að sitja öðru hvoru megin í hefðbundnara tæki. Þú veist betur hvar þú ert staddur í brautinni. í hliðarhalla t.d. þá fínnst þér þú frekar nær því að velta ef þú situr öðru hvoru megin í jeppa frekar en í miðjunni. Én smíði jeppa snýst um pen- inga. Það væri leikur einn að smíða mjög vandað ökutæki fyrir 10-20 milljónir króna, ef því væri að skipta. En það verður varla hér- lendis í náinni framtíð eða með ís- lensku fjármagni. Skemmtilegast myndi mér þykja að komast í tæri við erlent fjármagn og aðstöðu til að smíða jeppa. En Ali Baba er ekki til og við getum bara látið okkur dreyma dagdrauma eins og er, en margir hafa farið langt á draumi sem varð síðan að veru- leika,“ segir Árni. * . , ÁRNI í vinnunni. Hann starfar allan ársins hring sem kafari, en vill byrja aftur í torfærunni ef fjármagn finnst til að reka keppnistæki. Meistarar í akstursíþróttum uð ljósmyndum. Kaflinn sem hér birtist er ■ 1 > hluti viðtals við kafarann Ama Kópsson sem varð íslandsmeistari í torfæru þrjú ár í röð. færan mín aftur út af þessu stöð- uga hungri. Það er kominn nýr póll í hæðina sem þarf að kanna. Heimsbikartitill og áhuginn vex erlendis. En menn verða að fara varlega í að fá stjörnur í augun. Milljónir eru fljótar að fara í þess- ari íþrótt. Markaðurinn er lítill hér á landi. Torfæran er ung íþrótt, þó hún sé búin að vera hér í 25 ár. Sárvantar betra mótshald Mér finnst hins vegar sárvanta að mótshald sé í föstum skorðum hér á landi þrátt fyrir alla reynsl- una. Það þarf að koma upp svæði þar sem öll aðstaða fyrir áhorfend- ur er fyrsta flokks eins og i öðrum skipulögðum íþróttum. Þá þyrfti að vera með tímatökur í þrautum, þannig að ökumenn séu ekki að dóla sér í lengri tíma að komast þrautirnar. Með því að vita af skeiðklukku yfir hausamótunum á sér þyrfti ökumaðurinn að taka ákvörðun á sekúndubroti. Þannig laðar þú fram bestu ökumennina og skapar stórkostleg tiþrif. Það er ekki spennandi, hvorki fyrir ökumenn eða áhorfendur, að horfa á 10-20 ökumenn dóla sömu þraut- ina og oft villulaust. Það þarf nauðsynlega að fá einhveija menn í skipulag móta sem hafa nægan dugnað til að rífa mótshaldið upp, skapa hátíðar stemmningu. Fólk mætir á fótboltaleiki ár eftir ár, horfir á sömu menn og sömu lið keppa. Það er alveg hægt að skapa sömu stemmningu fyrir torfær- unni og jafnvel meiri. Við höfum ekki verið ríkis- styrktir eins og boltaleikirnir í ára- tugi. Það hefur vantað mun meira félagsstarf í akstursíþróttir. Menn koma og fara án þess að skilja mikið eftir sig og þeir sem keppa hverfa frá íþróttinni án þess að fara í önnur störf. Það er mjög slæmt, þekking og reynsla hverfur á braut og við sem höfum keppt getum stundum sjálfum okkur um kennt ef skipulag og umhald móta Kaldur karl BRAUTRYÐJANDINN Árni Kópsson gjörbylti smíöi íslenskra torfæru- jeppa og varö þrefaldur íslands- meistari í torfæru. Með lögguna á hælunum Árni byijaði snemma að smíða ökutæki og varð ekkert sérlega vinsæll hjá lögreglu og sýslumanni á Patreksfirði, þar sem hann ólst upp. Þar lagði hann grunn að þátt- töku sinni i torfæru með því að spóla upp túnið fyrir ofan bæinn á heimatilbúinni grind með vél úr Volkswagen bjöllu. Eftir að hafa reynt að ná í hnakkadrambið á Árna í ófá skipti varð endirinn sá að sýslumaður og lögregla mættu á heimili foreldra hans. Þá var Árni 14 ára gamall. Bann var lagt við notkun á ökutæki hans og lög- reglan fylgdist grannt með ferðum eigandans. „Ég gleymi því aldr- ei sem löggan sagði. Mér var boðið að eiga bílinn, en ég mætti ekki nota hann, heldur væri í lagi að ég skrúfaði hann sundur og saman. Eftir þetta dró ég grindina reglulega upp í sveit með félögum mínum og ók honum þar í staðinn. Spólaði í kartöflugarði bænd- anna. Ég fékk hluti í grindina á ruslahaug- unum, dró m.a. vélina og hálfan bílinn á báru- jámsplötu alla leið í skúr pabba. Þar var rafsuðuvél sem ég brasaði bílnum saman með. Síðar keypti ég Volkswagen bjöllu sem var í fullkomnu lagi en ég hafði ekki aldur til að keyra hana strax, allavega ekki þegar löggan sá til. En pláss- ið í bílnum er þannig að það er ekkert mál að sitja nánast við hlið ökumannsins og stýra og stíga á bensínið um Útgáfufyrirtækið 3T-ísmynd gefur út bókina Meistarar í akstursíþróttum eftir Gunnlaug Rögnvaldsson. Bókin er byggð upp á við- tölum við akstursíþróttamenn sem hafa stað- ið í fremstu röð síðustu ár ásamt tvö hundr- hefur ekki verið nægilega gott. Best væri að hafa það á höndum fárra einstaklinga sem vita hvað þeir eru að gera. Alltof lengi hafa sérhagsmunahópar grætt á tor- færunni án þess að skila íþróttinni peningum eða öðru til hagsbóta fyrir ökumenn. Því þarf að breyta í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.