Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur dæmir í máli þriggja útgerðarmanna gegn ríkinu
Synjun á leyfi til króka-
veiða byggðist á lögum
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís-
lenska ríkið af kröfum þriggja út-
gerðarmanna, sem töldu að synjun
á krókaleyfi hefði byggst á ákvæði,
sem ekki hefði lagagildi og synjunin
því verið ólögmæt. Héraðsdómur
hafði áður dæmt útgerðarmönnun-
um tæpar 15 milljónir samtals I
bætur vegna synjunarinnar.
Málin þijú voru sambærileg. í einu
þeirra krafðist útgerðarmaður í Bol-
ungarvík bóta vegna synjunar á
krókaleyfi tveggja báta. Bátarnir
komu til landsins haustið 1990 og
fengust þá krókaleyfi á þá, en árið
1991 var eigandanum tilkynnt að
bátarnir væru komnir á kvóta og
kvótinn væri búinn. í ársbyijun
höfðu ný lög um stjórn fiskveiða
tekið gildi og samkvæmt 5. mgr.
bráðabirgðaákvæðis skyldi úthluta
bátunum meðalaflahlutdeild báta í
sama stærðarflokki þar sem um
nýja báta væri að ræða án þess að
HAGVANGUR HF. hefur undan-
farin ár fylgst með þróun alnets-
markaðarins á íslandi. í því skyni
hefur fyrirtækið framkvæmt
kannanir á útbreiðslu netsins og
aðgengi að því meðal einstakra
hópa í þjóðfélaginu.
„Á síðustu mánuðum hefur
mælst mikil aukning á úölda not-
sambærilegir bátar hyrfu úr rekstri
í þeirra stað.
Útgerðarmaðurinn óskaði eftir
heimild til krókaveiða í stað aflahlut-
deildar, en sjávarútvegsráðuneytið
hafnaði beiðninni, á þeirri forsendu
að tekin hefði verið upp ný mæliein-
ing, brúttótonn, í stað brúttórúm-
lesta og bátamir mældust meira en
6 brúttótonn.
í frumvarpstextanum hafði,
vegna mistaka, skammstöfunin brl.
verið notuð í stað .orðsins „brúttó-
tonnum", sem var í upphaflega laga-
textanum. Héraðsdómur taldi
ákvæðið ekki hafa orðið til á stjórn-
skipulegan hátt og að það hefði ekki
lagagildi. Bæri ríkinu því að greiða
útgerðarmönnunum bætur.
Tilgangur laganna skýr
Hæstiréttur er sammála því, að
ákvæðið hafi ekki orðið til á stjórn-
skipulegan hátt. Hins vegar telur
enda og nú er svo komið að um
35% fólks, á aldrinum 15-75 ára,
hefur aðgang að netinu í vinnu,
skóla eða á heimili.
Til samanburðar má geta þess
að í desember 1995 mældist þetta
hlutfall ekki nema um 25%,“ seg-
ir í fréttatilkynningu frá Hag-
vangi.
rétturinn ekki hægt að samsinna
þeirri málsástæðu útgerðarmann-
anna, að eðli máls og rýmkandi lög-
skýring eigi að leiða til þess, að
viðmiðunin brúttórúmlestir sé notuð
í stað brúttótonna. „Það er ljóst af
skýrum tilgangi laganna um tak-
mörkun nýrra skipa og veiða smá-
báta og orðalagi frumvarpsins, eins
og það var fyrst lagt fyrir Alþingi,
að greinarmunur er gerður á smá-
bátum í þessu efni miðað við skrán-
ingu þeirra á skipaskrá 31. desem-
ber 1989. Þegar orðið brúttótonn í
6. mgr. er fallið brott fæst ekki
merking í ákvæði hennar um báta,
sem skráðir eru á skipaskrá eftir
þennan tíma. I lögunum er þá ekki
öðrum ákvæðum til að dreifa um
veiðileyfi til þessara báta en 5. mgr.
bráðabirgðaákvæðisins um úthlutun
aflahlutdeildar," segir Hæstiréttur,
en eins og áður sagði var í því ákvæði
kveðið á um að nýir bátar fengju
INGVAR Helgason hf., umboðsað-
ili Subaru, hefur fengið til lands-
ins æði sérstakan sýningarbíl af
gerðinni Subaru. Bíllinn er aðeins
með hálfri yfirbyggingu. Hægt er
að sjá hina ýmsu hluti bílsins, eins
og vél, eldsneytiskerfi, einangrun
og fleira. Bíllinn verður hér í
nokkrar vikur og verður í sýning-
arsal fyrirtækisins að Sæv-
meðalaflahlutdeild báta í sama
stærðarflokki. Hæstiréttur telur því
synjun á krókaleyfi hafa verið í sam-
ræmi við gildandi lög.
Þá bendir Hæstiréttur á, að bát-
arnir hefðu ekki heldur átt rétt á
krókaleyfi, ef ekki hefði verið hreyft
við orðinu brúttótonnum við meðferð
þingskjala og leyfin hefði ekki átt
að veita, þótt ákvæðið hefði orðið
til á stjórnskipulegan hátt með orð-
inu brúttórúmlestir í stað orðsins
brúttótonn, þar sem bátarnir voru
ekki skráðir á skipaskrá fyrir 18.
maí 1990, eins og kveðið var á um.
Hæstaréttardómararnir Haraldur
Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir,
Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason
og Pétur Kr. Hafstein dæmdu málin.
Hjörtur skilaði sératkvæðum í öllum
málunum og vildi dæma útgerðar-
mönnunum bætur, en taldi að þær
ættu að vera nokkru lægri en hér-
aðsdómur kvað á um.
arhöfða. Hann skemmdist í flutn-
ingi og var þvi fyrst á verkstæði
fyrirtækisins til viðgerðar. „Hér
innanhúss segjum við í gamni að
þetta sé okkar svar við fislétta
greiðslufyrirkomulaginu, þ.e.
annar helmingurinn út og hinn
helmingurinn eftir þrjú ár,“ sagði
Helgi Ingvarsson, framkvæmda-
stjóri Ingvars Helgasonar.
Dæmdur
í öryggis-
gæslu
eftir árás
MAÐUR, sem réðst á stjúpföður
sinn sl. sumar og veitti honum al-
varlega áverka á báðum augum,
hefur verið dæmdur í Hæstarétti
til að sæta öryggisgæslu á viðeig-
andi stofnun. Þá var hann einnig
dæmdur fyrir að hafa áður slegið
stjúpföður sinn og fyrir að hafa
tekið bíl hans og ekið honum út í
sjó, svo bíllinn skemmdist. Maður-
inn hefur átt við geðsjúkdóm af
stríða.
Alvarlegasta atriði ákærunnar
laut að árás mannsins á stjúpföður
sinn. Hann ruddist í heimildarleysj
inn á heimili móður sinnar og stjúpj
föður, réðst á stjúpföðurinn, felldi
hann á gólfið, settist ofán á hanri
og veitti honum alvarlega áverka á
báðum augum með því að stingá
fingrum djúpt meðfram augununi
og undir þau, með þeim afleiðingum
að augnvöðvar slitnuðu, slímhimnur
sködduðust og hægra augnlok rifn-
aði nærri af.
Afleiðingar árásarinnar eru þær,
að stjúpfaðirinn, sem er á níræðis-
aldri, sér tvöfalt og er helsta úrræð
ið gegn því að byrgja annað augað
og nota aðeins hitt. Það hefur í för
með sér skert sjónsvið auk þess sem
fjarlægðar- og dýptarmat verður
verra. Þá eru augnhreyfingar skerti-
ar á báðum augum.
Haldinn geðklofa
í skýrslu geðlæknis fyrir héraðs-
dómi kom fram, að árásarmaðurinn
væri haldinn geðklofa og að hann
yrði að teljast ósakhæfur. Honurh
væri nauðsynlegt að njóta reglu-
bundinnar meðferðar og eftirlits hjp
geðlækni.
Héraðsdómur dæmdi manninnjí
vistun á viðeigandi stofnun og hefur
hann verið á meðferðarheimilinu á
Sogni frá sl. sumri. í skýrslu réttar-
geðlæknis fyrir Hæstarétti kom
fram, að of snemmt væri að leysa
hann úr öryggisgæslunni, þrátt fyr-
ir verulegan bata. Þá myndi fang-
elsisvist sennilega verða honum
skaðleg hvað geðheilsu og batahorf-
ur varðar. í samræmi við þetta stað-
festi Hæstiréttur dóm héraðsdóms
um vistun mannsins á viðeigandi
stofnun.
LYNGMÓAR 9
4ja + bílskúr
Opið hús í dag
Falleg, tæplega 100 fm íbúð á 1. hæð
ásamt innb. 21 fm bílskúr. Parket.
Stórar suðursvalir. Áhv. 4,9 millj. lang-
tímalán. Verð 8, 6 millj. Hjálmar og Berg-
lind sýna íbúðina í dag milli kl. 13 og 18.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir Bárður
í síma 896-5221.
Valhöll, fasteignasala,
sími 588 4477.
Verslunareigandi í Reykjavík ritar sjávarútvegsráðherra bréf
Gerir tilkall til hluta í
35% fólks með
aðgang að alnetinu
Hálfur bíll
Morgunblaðið/Árni Sæberg
rrn lirn rrn 1Q7n áRUSþ.valdimarsson,framkvæmdastjóri
UUC I I ulrUUL lu/U JÓHANNÞÓRBARSON,HRl.LDGBILTURMSTEIBNflSflLI.
Ný á fasteignamarkaðinum m.a. eigna:
Glæsilegt endaraðhús við Barðaströnd
221,2 fm með íbúð á 2. hæðum m. innb. bílskúr, tvennum svölum og
frábæru útsýni. Vinsæll staður. Tilboð óskast.
Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar
Sólrík 3ja herb. íbúð á 2. hæð 82 fm nettó.Tvöföld skiptanleg stofa.
Góð geymsla í kjailara. Nýendurbætt sameign. Lækkað verð.
Með frábæru útsýni við Hrauntungu
Raðhús 214,3 fm. Eitt yngsta húsið við götuna. Húsnæði á jarðhæð
getur verið aukaíbúð. Góður innbyggður bílskúr. Skipti möguleg.
Skammt frá Hlemmi
Endumýjuð 2ja herb. íbúð á 3. hæð - í risi - í reisulegu steinhúsi.
Mjög gott verð.
í Vesturborginni eða á Nesinu
Einn af okkar gömlu og góöu viðskipstamönnum óskar eftir einbýlishúsi.
Gott raðhús kemur til greina. Góðar greiðslur fyrir rétta eign.
• • •
Opið ídag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
að góðum eignum af flestum
stærðum og gerðum.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370
íslenskum nytjastofnum
GUÐBRANDUR Jónsson, versl-
unareigandi í Reykjavík, hefur sent
formlegt erindi til Þorsteins Pálsson-
ar sjávarútvegsráðherra þar sem
hann gerir tilkall til forræðis yfir
sínum hlut í ísienskum nytjastofnum
á íslandsmiðum.
I erindinu, sem dagsett er þann
6. janúar, 1997, gerir Guðbrandur
kröfu um forræði yfir þeim hluta í
íslenskum nytjastofnum sem hann
telur eðlilegan og sanngjarnan skv.
I. kafla 1. gr., 2. gr. og 3 gr. lag-
anna um stjórn fiskveiða.
Guðbrandur segir í erindi sínu að
vísitala nytjastofna sé fundin út með
því að deila íbúafjölda á íslandi nið-
ur þannig, sbr. reglugerð nr.
362/1996, að út fáist hans ætlaði
fiskkílóaþungi uppgefinnar tegund-
ar.
„Út á þennan ætlaða vísitölustofn
tel ég mig eiga tilkall til allmikils
arðs í íslenskum krónum talið, sem
nú er notaður og misnotaður af
öðrum einstaklingum, langt um-
fram jafnréttissjónarmið," segir
hann.
„Ég fer ekki fram á veiðileyfi
skv. II. kafla laganna 4. gr. Ég vil
mótmæla kröftuglega skilyrðum lag-
anna, um að skip eða bátur, í eigu
eins eða fleiri, skuli njóta forréttinda
sem þjóð væri, en þjóð er fleirtölu-
orð fyrir einstaklinga skv. 1. gr. I.
kafla laganna, en skip eða bátur
ekki. Þetta tel ég vera móðgun í
minn garð sem lögráða íslenskur
ríkisborgari með lögheimili í Reykja-
vjk.“
í lok erindis síns krefst hann svo-
kallaðs Kvótakorts í eitt ár í senn,
með fyrirvara um breitingar á heild-
armagni og íbúafjölda. „Ég mun
nota Kvótakortið eins og lög nr. 38,
15. maí 1990 gera ráð fyrir,“ segir
hann.
Landshlutar fái til sín
tugþúsundir þorskígildistonna
Guðbrandur segist í samtali við
Morgunblaðið vilja með þessu erindi
sínu vekja athygli íslenskra ríkis-
borgara á því hver arður þeirra sé.
Hann segir að nái krafa hans fram
að ganga gæti hann hugsað sér að
leggja sinn hlut sem hlutafé í viður-
kenndu hlutafélagi í útgerð og fisk-
vinnslu hvar sem er á landinu. „Ég
ætla að arður minn af Kvótakortinu
gæti verið 107. þúsund krónur á ári
sem samsvarar bankainnistæðu með
6,1% raunávöxtun upp á kr.
1.750.000.-.“
Þá segir hann að afleiðingar
þessa erindis gætu orðið á þá leið
að ríki og sveitarfélög fái auknar
skatttekjur og geti á móti lækkað
skattprósentu eða hækkað persónu-
afslátt. Einnig sé „ég fram á það
að Vestfirðingar og aðrir landshlut-
ar fái til sín tugþúsundir þorskígild-
istonna og leiti til sona sinna og
dætra á stór-ReykjavíkursvæðinU
eftir byggðastuðningi," segir hann
að síðustu.
Erindið er nú til meðferðar hjá
sj ávarútvegsráðu neyti nu.