Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚR VERIIMU
Yfirmaður Merc-
edes segir af sér
íkjölfar deilna
Frankfurt. Rcuter.
Morgunblaðið/ Amór
HÚSNÆÐIÐ við hafnarbakkan í Sandgerði mun hýsa bæði starfsemi Fiskmarkaðs
Suðurnesja og Sandgerðishafnar.
Fiskmarkaði Suðurnesja
synjað um rekstur
hafnarinnar í Sandgerði
YFIRMAÐUR Mercedes-Benz,
Helmut Werner, höfundur mestu
stefnubreytingar í sögu fyrirtækis-
ins, hefur sagt af sér eftir harðar
deilur um endurskipulagningu
móðurfyrirtækisins Daimler-Benz.
Wemer var andvígur breyting-
um, sem eiga að gera Mercedes
að hluta Daimler, og bauðst til að
segja af sér á fundi fjögurra æðstu
manna Daimlers þegar þeir ræddu
endurskipulagninguna í smáatrið-
um.
Vonazt hafði verið til að Werner
héldi áfram störfum í hinu endur-
skipulagða fyrirtæki. Sagt er að
hann hafi samþykkt áætlanir um
breytingarnar, en ekki séð hvernig
nýja fyrirtækið gæti nýtt sér
reynslu hans.
„Tilboð um ný ábyrgðarstörf
innan stjórnar Daimler-Benz full-
nægðu ekki skilyrðum, sem hann
setti fram,“ sagði í yfirlýsingu frá
Daimler.
Ekki lengur sjálfstæðir
Samkvæmt áætlunum um
endurskipulagninguna verður
Mercedes ekki lengur sjálfstætt
fyrirtæki, heldur hluti af Daimler-
Benz með þijá fulltrúa í stjóm,
fulltrúa fólksbifreiða, flutningabíla
og markaðsmála.
Eftirlitsstjórn Daimlers á að
koma til fundar 23. janúar til að
samþykkja endurskipulagninguna
formlega.
Þýzkir fjölmiðlar hafa fjallað ít-
arlega um valdabaráttu stjómar-
formanns Daimler-Benz, Júrgens
Schrempps, og Werners í marga
mánuði, þótt þeir hafi borið slíkar
fréttir til baka.
FORD hefur ákveðið að leggja
niður 1300 störf í verksmiðju sinni
í Halewood skammt frá Liverpool
á Norðvestur-Englandi og segja
þar með upp þriðja hveijum starfs-
manni.
Að sögn Fords verður ný út-
gáfa Escort-bíla ekki smíðuð í
verksmiðjunni í Halewood þegar
framleiðslan hefst 1999. Smíði
nýja Escortsins mun líklega fara
fram í verksmiðjum Fords í Va-
lencia á Spáni og Saarlouis í
Þýzkalandi.
Hins vegar heldur Ford opnum
þeim möguleika að Halewood
verði Evrópumiðstöð framleiðslu
á nýjum bíl, sem í ráði er að
smíða þótt endanleg ákvörðun
hafi ekki verið tekin.
Auk þess verður haldið áfram
Mestallur hagnaður Daimlers og
70% sölunnar eru Mercedes að
þakka og hefur Werner verið ein-
dregið þeirrar skoðunar að fyrir-
tækið eigi að vera að öllu leyti sjálf-
stætt eins og hingað til. Hann var
einnig sagður reiðast afskiptum
móðurfyrirtækisins.
Talið er að með endurskipulagn-
ingunni verði Daimler-Benz Ae-
rospace AG (DASA) og Debis AG
sjálfstæð fyrirtæki. Með hagræð-
ingunni á að flýta fyrir ákvörðun-
um og fækka millistjómendum.
Daimler fór að íhuga endur-
skipulagninguna fyrir ári þegar í
ljós kom að skipulag eignar-
haldsfélagsins frá 1988 hentaði
ekki lengur fyrirtæki, sem hafði
orðið sífellt háðara Mercedes.
Umdeildar breytingar
Werner varð stjórnarformaður
Mercedes í maí 1993 og stóð fyrir
umdeildum breytingum á bílateg-
undum fyrirtækisins. Mercedes
hafði löngum verið þekkt fyrir
glæsibíla sína, en fyrir atbeina
Werners var hafin smíði smærri
bíla, svo sem tveggja sæta A-línu
og SLK sportbíla.
Á þeim sex árum sem Werner
var við stjórnvölinn sneri hann 800
milljóna marka tapi upp í 2.275
milljarða marka nettóhagnað
þannig að Mercedes varð einhver
arðbærasti bílaframleiðandi heims.
Ýmsir töldu Werner stofna
ímynd Mercedes í hættu með því
að rýra gæði bifreiða frá fyrirtæk-
inu, en aðrir héldu því fram að
breytingarnar væru nauðsynlegar
til að auka söluna, sem hafði lítið
aukizt á helztu mörkuðum.
að framleiða núverandi gerð Esc-
ort í Halewood til ársins 2000.
Eftir fyrirhugaðar uppsagnir
verða starfsmenn verksmiðjunnar
í Halewood rúmlega 3000 og hefur
þeim fækkað úrn 14.000 á 30
árum.
Verkamenn létu í ljós gremju
þegar þeir mættu til vinnu og
skelltu skuldinni á „sveigjanlega"
vinnulöggjöf í Bretlandi og þá
ákvörðun stjórnvalda að hætta
aðild að félagsmálasamþykkt Evr-
ópusambandsins, þar sem kveðið
er á um vinnuskilyrði i aðildarlönd-
unum.
Einn leiðtoga þeirra sagði að
auðveldara væri að segja upp fólki
í Bretlandi en í öðrum löndum.
„Við beijumst fyrir framtíð
Halewood,“ sagði hann.
SANDGERÐISBÆR hefur hafnað
tilboði Fiskmarkaðs Suðurnesja um
yfirtöku á rekstri Sandgerðishafnar.
Fiskistofa telur að sveitarfélagið
megi ekki framselja viktunarskyldur
sínar til þriðja aðila auk þess sem
bæjarstjórn Sandgerðis telur tilboð
Fiskmarkaðarins vera óhagstætt.
Málinu er þó ekki iokið og telja tals-
menn bæjarstjómarinnar að hag-
ræðing geti skapast ef Fiskmark-
aðnum yrði falinn rekstur hafnar-
innar.
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. og
Sandgerðisbær gerðu með sér sam-
komulag um að lagt yrði fram tilboð
um yfírtöku á sérstökum verkþátt-
um í rekstri Sandgerðishafnar þegar
Sandgerðisbær hefði gert úttekt á
hagkvæmni fyrirkomulagsins. Átti
hér að vera um tilraunaverkefni að
ræða til tveggja ára með endurskoð-
unarákvæði eftir eitt ár.
Tilboðið var lagt fram í desember
sl. og sendu þá rekstrarráðgjafar
Sandgerðisbæjar Fiskistofu tilboð
Fiskmarkaðarins til álits. Fiskistofa
telur að höfnin geti ekki vikið sér
undan þeim skyldum sem á hana
eru lagðar í lögum og viktunarreglu-
gerð. í lögum um umgengni við
nytjastofna sjávar segir að allur
afli skuli veginn af starfsmönnum
hafnarinnar og á ábyrgð þeirra sem
hlotið hafa til þess löggildingu og
telur Fiskistofa að vigtunarmenn
sem komi upplýsingum áleiðis til
Fiskistofu verði að vera starfsmenn
sveitarfélagsins og því ekki megi
framselja starfíð til þriðja aðila.
Ennfremur telur Fiskistofa að ekki
sé hægt að veita heimaviktunarleyfi
í þessu tilviki.
Með húsnæði í smíðum
Nú er í byggingu húsnæði við
höfnina í Sandgerði og standa Fisk-
markaður Suðurnesja og Sandgerð-
isbær í sameiningu að byggingu
þess. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins felst í tilboði Fisk-
markaðarins að hann yfirtæki eign-
Stangast á við lög
að mati Fiskistofu
arhlut bæjarins í húsinu ef af samn-
ingum verður, með fyrirvara um að
bærinn gæti keypt hlutann á ný ef
samningurinn yrði dreginn til baka.
Þannig kemur höfnin til með að
hafa aðstöðu sína í húsinu hvort sem
Fiskmarkaðurinn kemur til með að
yfirtaka rekstur hennar eða ekki.
Of há þóknun
Pétur Brynjarsson, forseti bæjar-
stjórnar Sandgerðisbæjar, segir að
tilboðinu hafi verið hafnað á ýmsum
forsendum. í fyrsta lagi hafí Fisk-
markaðurinn farið fram á ákveðna
þóknun sem hafi þótt of há auk
þess sem Fiskistofa hafi talið að
viktunarþáttur yfirtökunnar stang-
aðist á við lög. Pétur segir ennfrem-
ur að ef af tilboðinu yrði gengið
féllu biðlaunagreiðslur núverandi
starfsmanna hafnarinnar á sveitar-
félagið þó að þeim yrði boðin sam-
bærileg staða hjá Fiskmarkaðnum.
Auk þess geri lífeyrissjóðsskuld-
bindingar ásamt öðru, málið mjög
flókið.
Spennandi kostur
Pétur telur úrskurð Fiskistofu þó
ekki endanlegan í málinu og segir
að hugsanlega muni Sandgerðisbær
leita til sjávarútvegsráðuneytisins
eftir frekara áliti. „Þessu máli er
að minnsta kosti ekki lokið af okkar
hálfu. Eins og staðan er í dag teljum
við þetta tilboð ekki vera hagstætt.
Hins vegar teljum við þetta spenn-
andi kost í framtíðinni. Það leiðir
til hagkvæmni að bjóða þessa þjón-
ustu út og fá aðila til að taka hana
að sér í verktöku," segir Pétur.
Sandgerðisbær hefur ekki gert
Fiskmarkaði Suðurnesja gagntilboð
né farið fram á viðræður vegna
málsins. Pétur segir að næsta skref
sveitarfélagsins verði að athuga
hvort ráðuneytið sé á sama máli og
Fiskistofa. Til að þetta samstarf sé
möglegt þurfi væntanlega að breyta
lögunum eða setja reglugerð. „En
við höfum áhuga á að skoða þetta
nánar því við teljum að þetta sé
spennandi kostur," segir Pétur.
Sparar þrjár milljónir
Logi Þormóðsson, stjórnarfor-
maður Fiskmarkaðs Suðurnesja,
segir að samkvæmt mati sérfræð-
ings sem undirbjó tilboðið að hálfu
Fiskmarkaðarins, spari bæjarfélagið
um þijár milljónir króna á ári með
því að fela fyrirtækinu reksturinn.
„Við vonumst til að geta veitt sveit-
arfélaginu frjálsari fjárráð með til-
boði okkar. Við höfum hins vegar
ekkert gagntilboð fengið en erum
að sjálfsögðu tilbúnir til að setjast
niður og ræða málin.“
Logi telur að veita megi starfs-
mönnum Fiskmarkaðarins undan-
þágu til að vigta afla og bendir á
að allir stærstu fískkaupendur
landsins vikti sjálfír allan sinn físk.
Mörg frystihús sem vinni físk úr
eigin skipum hafi svokallað heima-
viktunarleyfi. „í okkar tilboði felst
auk þess aukið þjónustustig. í því
felst meðal annars að vakta höfnina
allan sólarhringinn sem hlýtur að
vera vænn kostur fyrir bæði bátana
og Fiskistofu," segir Logi.
Þarf hugrekki
Logi segir ekkert því til fyrirstöðu
að færa reksturinn í hendur Fisk-
markaðarins. Hér sé vissulega um
nýja hugmynd að ræða, þetta hafi
ekki verið gert áður og hugrekki
þurfí til að taka ákvarðanir um slíkt.
„Ef að þessu yrði væri hægt að
setja upp fiskmarkaði við hveija
höfn á landinu þar sem sameinuð
væri starfsemi hafnarinnar og fisk-
markaðar. Þetta væri hægt að gera
með litlum tilkostnaði og því hag-
kvæmt. Það er sorglegt ef þessi til-
laga rennur út í sandinn," segir
Logi.
Mj ög góð loðnuveiði í nót
Gremja vegna
fækkana hjá Ford
Halewood, Englandi. Reuter.
Námskeið um skatta-
lagabreytingar hjá HI
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands gengst hinn 23. jan-
úar nk. kl. 16.00 fyrir námskeiði um
skattalagabreytingar. Námskeiðið er
einvörðungu ætlað þeim sem hafa
með skatta- og fjármál fyrirtækja
að gera.
Kynntar verða nýlegar breytingar
á lögum um tekju- og eignaskatt.
Auk þess verður farið yfír helstu
breytingar á öðrum lögum sem varða
skatta og nokkur atriði sem tengjast
framtalsgerð vegna tekjuársins 1996.
Leiðbeinandi verður Ámi Tómas-
son viðskiptafræðingur, löggiltur
endurskoðandi hjá Löggiltum end-
urskoðendum hf. og stundakennari
við HÍ.
Upplýsingar og skráning í símum
525 4923 og 525 4924, myndsíma
525 4080 og tölvupósti
endurmr.rhi.hi.is
LOÐNUVEIÐI í nót gekk mjög vel
í fyrrinótt og voru loðnuskipin flest
á leiðnni í land í gær með fullfermi.
Loðnan fékkst á miðunum um 60
mílum austur af Hvalbak, í kantinum
austur af svokölluðum Fæti. Loðnu-
veiði í nót hefst nú tæpum þremur
vikum fyrr en í fyrra.
„Við erum á leiðinni á Neskaups-
stað með rúm 1.000 tonn af loðnu,“
sagði Birgir Sigurðsson, stýrimaður
á Berki NK, þegar Morgunblaðið
hafði samband um borð í gær. Birg-
ir sagði að aflinn hefði fengist í
þremur köstum, loðnan væri stór og
falleg og færi líklega öll til frysting-
ar. „Það má segja að þetta sé fljúg-
andi start á loðnuvertíðinni hjá okk-
ur því við höfum verið á síld undnaf-
Hefst þremur vik-
um fyrr en í fyrra
arnar vikur og settum loðnunótina
um borð fyrir þennan túr. Þetta
gefur góð fyrirheit um vertíðina því
nótaveiðin byijaði ekki fyrr en um
mánaðarmót janúar og febrúar í
fyrra. Vonandi helst þessi veiði
áfram en það var stór torfa á þessu
svæði og reyndar voru skip að veið-
um nokkru sunnar en við vorum.
En það er erfitt að segja til um
hvernig þetta fer því það eru mörg
skip að hræra í torfunni og allir að
fá góðan afla. En ég hef samt trú
á að loðnan gangi upp á landgrunn-
ið og fari síðan gamla rúntinn og
veiðin haldist svona út febrúar,"
sagði Birgir.
Kurteis hvalur
Birgir sagði mikið af hval vera
á miðunum og þeir hafi fengið einn
í nótina nú í túrnum. „Þetta var
stór og mikill hnúfubakur en ótta-
lega kurteis greyið. Hann svamlaði
í nótinni skamma stund en skellti
sér síðan yfir korkinn og kvaddi
með virktum án þess að valda
nokkrum skaða. Hvalir geta hins-
vegar valdið stórtjóni á nótinni ef
bægslin festast í henni,“ sagði
Birgir.
Nú hafa langflest nótaskipin
hafið loðnuveiðar og síldveiðin
liggur því niðri í bili.