Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 43
ASGEIR
G UÐMUNDSSON
+ Ásgeir Guð-
‘ mundsson var
fæddur á Folafæti
í Seyðisfirði við ísa-
fjarðardjúp 12. des-
ember 1919. Hann
lést í Sjúkrahúsi
Isafjarðar aðfara-
nótt 13. janúar síð-
astliðins eftir stutta
legu. Foreldrar Ás-
geirs voru Guðrún
Sigurðardóttir frá
Heimabæ, Folafæti,
húsfreyja þar og
fiskverkakona í
Bolungarvík, f. 16.
maí 1901, og lifir hún son sinn
í hárri elli á Sjúkraskýlinu í
Bolungarvík, og Guðmundur
Salómonsson, f. 3. ágúst 1894,
d. 9. apríl 1963. Fósturforeldr-
ar Ásgeirs voru Sigurgeir Guð-
mundur Sigurðsson, bróðir
Guðrúnar, f. 22. júlí 1902, d.
28. júlí 1995, og Margrét Guðf-
innsdóttir, f. 29. mars 1909, d.
3. október 1994. Systkini Ás-
geirs sammæðra og á Iífi eru
Krislján, Jónína, Elías, Jón
Valgeir, Sigurður, Árni og Sig-
ríður, látin eru Þórður, Sigurð-
ur er dó ungur og
tvíburar er dóu við
fæðingu. __ Fóstur-
systkini Ásgeirs sem
eru á lífi eru Evlalía,
Guðfinna Sigurborg,
Erla, Halldóra, Guð-
mundur Baldur,
Svenna Rakel, og
Heiðrún, látin eru
Guðfinnur, dó ungur,
Jón Eggert, og Þór-
arinn.
Ásgeir hóf búskap
með Kristrúnu Stein-
unni Benediktsdóttur
frá Bæjum á Snæ-
fjallaströnd, f. 26. júní 1927, árið
1944 og bjuggu þau alla tíð í
Bolungarvík, hún er húsmóðir
og lifir mann sinn. Þeim varð
tólf barna auðið og eru ellefu
þeirra á lífi. Þau eru: 1) Jón Sig-
urgeir, maki Hjördís Þorgilsdótt-
ir, þau búa í Reykjavík og eiga
þijú börn og eitt barnabarn. 2)
Drengur, dó fimm mánaða,
óskírður. 3) Benedikta Fanney,
maki Jón Friðrik Gunnarsson,
þau búa í Bolungarvík og eiga
átta börn og eitt barnabarn. 4)
Eva Margrét, maki Sigurður
Nú er ég sest niður að leiðarlok-
um til að skrifa örfá orð til minning-
ar um tengdaföður minn, Ásgeir
Guðmundsson, er mér efst í huga
þakklæti fyrir að fá að kynnast
honum og fræðast af honum um
marga hluti. Ég kynntist Ásgeiri
fyrir sextán árum og varð snemma
ljóst að þar fór ljúflingur er vildi
öllum gott, þó hann gæti verið fast-
ur fyrir ef honum þótti það við eiga,
og því tók ég strax eftir hvað fjöl-
skyldan var honum mikils virði.
Með henni hafði hann vakandi auga
og barnabörnin voru honum sérlega
kær, enda var hann með afbrigðum
barngóður og öll börn hændust að
honum.
Ásgeir var ekki margorður mað-
ur við fyrstu kynni, en eftir því sem
kynnin efldust breyttist það og
traustari vin var tæpast að hafa,
ég minnist þess að oft sátum við
saman og ræddum gamla og nýja
daga. Það voru stundir er gáfu mér
mikið því hann var minnugur og
kunni mikið af sögum, bæði af al-
varlegum toga, þá helst tengdum
lífsbaráttunni, og einnig margar
skemmtilegar sögur af samskiptum
fólks í Víkinni og við Djúp. Kímni-
gáfa hans var þeim kostum gædd
að hún meiddi engan og þegar hann
sagði skemmtilegar sögur skein af
honum kátínan og hláturinn ískraði
svo smitandi í honum.
Fljótlega eftir að við kynntumst
komst ég að því að Ásgeir hafði
brennandi áhuga á öllu er laut að
búskapnum hjá okkur Evu, enda
var hann vanur búskap vegna þess
að Sigurgeir fósturfaðir hans hafði
alla tíð búskap með útgerðinni. Mér
er það minnisstætt þegar ég spurði
Ásgeir af hveiju hann hefði ekki
orðið bóndi og hann svaraði að
hann hefði alveg eins getað hugsað
sér það, en hann taldi að hann
væri öruggari með að framfleyta
fjölskyldunni með því að velja starf
við sjávarsíðuna enda Djúpið annál-
i uð matarkista. í þessu svari kom
glöggt fram að framfærsla fjöl-
skyldunnar skipti hann öllu.
Ásgeir var alla tíð vandaður til
allra verka og eftirsóttur í vinnu
og mér fannst mikið til koma um
trúmennsku hans við alla vinnu, svo
fannst og vinnuveitendum hans og
var honum snemma falið forræði í
beitingaskúrunum sem voru hans
starfsvettvangur um ævina, þar leið
honum best innan um lóðir og bala.
Ég kom oft til hans í skúrana og
þar var hann svo sannarlega á
heimavelli, áætla má að hann hafi
beitt allt að fimmtíu þúsund kíló-
metra af línu um ævina, það mun
vera einsdæmi.
Ásgeir sóttist ekki eftir verald-
legum verðmætum umfram það að
hafa nóg fyrir sig og fjölskylduna
að bíta og brenna, ekki sóttist hann
heldur eftir vegtyllum af neinu tagi,
hann hafði nægjusemina að leiðar-
ljósi og var ánægður á meðan fjöl-
skyldumeðlimimir voru heilsugóðir
og gátu framfleytt sér og sínum.
Þetta eru mannkostir sem eru mjög
á undanhaldi nú um stundir og
þess vegna mikils virði fyrir okkur
er eftir lifum til íhugunar og eftir-
breytni. Ásgeir var fyrst og síðast
mikill fjölskyldumaður og var vak-
inn og sofinn yfir velferð fjölskyld-
unnar.
Ég og fjölskylda min biðjum
Ásgeiri allrar guðs blessunar á nýj-
um vegum og við þökkum fyrir að
fá að geyma með okkur minninguna
um hann. Guðrúnu móður hans,
Rúnu og bömunum ásamt vanda-
mönnum öllum bið ég guðs blessun-
ar í sorg þeirra og söknuði.
Sigurður Aðalsteinsson.
I dag, 18. janúar, verður borinn
til grafar elskulegur afi okkar, Ás-
geir Guðmundsson.
Elsku afi, alltaf gastu fengið
okkur til þess að brosa og eru ófá-
ar stundirnar, sem við geymum í
hjörtum okkar, sem við deildum
með þér.
Elsku afí, okkur langar til að
þakka þér fyrir allt sem þú gafst
okkur. Við eigum eftir að sakna
þín sárt.
Ásgeir, Gunnar, Hulda,
Kristrún, Margrét, Fannar,
Dagný og Sandra.
Fósturbróðir okkar, Ásgeir Guð-
mundsson, er látinn.
Okkur langar til að minnast hans
með nokkmm orðum. Hann kom
til foreldra okkar, Sigurgeirs Sig-
urðssonar og Margrétar Guðfinns-
dóttur, þegar þau byrjuðu búskap,
þá aðeins sex ára gamall. Hann
ólst upp með okkur og litum við á
hann sem einn af okkur. Ásgeir var
hæglátur og prúður maður, hann
var síhlæjandi og léttur í skapi,
dáður af samferðamönnum sínum
og frændur hans sem kynntust hon-
um við beitingu dá hann og líta á
hann sem góðan vin. Beiting var
hans aðalstarf og byrjaði hann sína
sjómennsku með fóstra sínum á
mb. Húna.
Ásgeir var tryggur og góður við
foreldra okkar og vildi launa þeim
uppeldið, enda dáðu þau hann og
létu allt jafnt yfir hann ganga eins
og okkur. Um mömmu okkar sagði
Aðalsteinsson, þau búa á Vað-
brekku og eiga fjögur börn, og
Eva átti tvö börn áður. 5) Guð-
rún, maki Ingimar Baldursson,
þau búa í Bolungarvík og eiga
fimm börn. 6) Húni Sævar,
maki Bryndís Sigurðardóttir,
þau búa í Noregi og áttu þrjú
börn, misstu eitt, og Húni átti
tvö börn áður. 7) Asrún, maki
Gylfi Þórðarson, þau eiga þrjú
börn og Ásrún átti eitt barn
áður. 8) Erla Þórunn, maki
Hallgrímur Hallsson, þau búa á
Húsavík og eiga fimm börn. 9)
Guðmundur Salómon, maki
Ingibjörg Sigríður Guðmunds-
dóttir, þau búa á ísafirði og
eiga þijú börn. 10) Kolbrún
Rögnvaldsdóttir, maki Gunnar
Njálsson, þau búa á Grundar-
firði og eiga þijú börn. 11) Inga
María, maki Sigurður Böðvar
Hansen, þau búa í Mosfellsbæ
og eiga tvö börn og Inga María
átti eitt barn áður. 12) Rósa
Sigríður, hún býr í Bolungarvík
og er ógift.
Ásgeir helgaði sjómennsku
alla starfsævi sína og var línu-
beitingamaður frá fjórtán ára
aldri þar til fyrir ári og vann
því samfellt við beitingu í 63
ár og var landformaður lengst
af.^
Utför Ásgeirs fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
hann að hún hefði verið einstök
kona, sem aldrei skipti skapi. Pabba
kallaði hann alltaf frænda, enda var
hann systursonur hans. Heimili
Rúnu og Geira stóð okkur ávallt
opið og var gott að koma til þeirra,
enda margt um manninn.
Elsku Rúna, börn og fjölskyldur,
við vottum ykkur innilega samúð,
við vitum að þið eigið ljúfar minn-
ingar um góðan dreng.
Gunnu frænku sendum við sam-
úðarkveðju og biðjum Guð að gefa
henni friðsælt og fallegt ævikvöld.
Elsku fósturbróðir, við kveðjum
þig með virðingu og þökk.
Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú,
og vorgyðjan o’n á þig breiði,
og sætt er það þreyttum að sof eins og þú
með sólskin á minning og leiði.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Blessuð sé minning þín.
Fóstursystkini.
Sjómennska er jafngömul þjóð-
inni, og hafa sjávarútvegur, fisk-
veiðar og vinnsla verið, og verða,
eins og horfir, megintekjulind þjóð-
arinnar í náinni framtíð.
Það velferðarþjóðfélag, er flestir
Islendingar njóta í dag, er að veru-
legu leyti ávöxtur þeirrar iðju.
Um aldir hefur línuútgerð skipað
háan sess í þessu ferli. Mikilvægt
er, að vel sé staðið að vinnu við
sjálfa línuna, að stokka hana upp,
lagfæra ábót, krekjur og tauma og
beita hana, til að ná sem beztum
árangri í veiðum.
Ásgeir Guðmundsson, sem nú
hefur kvatt jarðlíf sitt, náði af-
burðaleikni í þessum störfum.
Hann mun hafa byijað að beita
13 ára að aldri, og síðast beitti
hann línu á fyrri hluta liðins árs,
þá 76 ára garnall, og hefur því stað-
ið við lóðabalann um 63 ára skeið.
Ásgeir tók þátt í fjölmörgum
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
blómaverkstæði
INNA,
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
kappbeitingarmótum á hátíðisdegi
sjómanna, og vann oft til verðlauna.
Hann var 35 ára, þegar hann
vann til eignar silfurbala, sem gef-
inn var af útgerðarmönnum árið
1941. Verðlaunagripnum fylgdi sú
kvöð, að hann skyldi vinnast til
eignar, ef sami maður mundi vinna
hann þrjú beitingamót í röð, eða 5
sinnum alls. Að öðrum kosti gengi
hann á milli vinningshafa sem far-
andgripur.
Til að ná slíkum árangri, þurfti
vandvirkni, flýti og keppnisskap.
Ásgeir var líka harðduglegur og
samvizkusamur, og í essinu sínu
var hann jafnan við lóðabeitingu.
Hann gat ekki hugsað sér að sinna
öðrum störfum.
Sagt hefur verið, að á starfsævi
sinni muni hann hafa beitt línu, sem
næði þrisvar sinnum í kringum jarð-
arhnöttinn.
Mörg ungmenni lærðu að beita
hjá Ásgeiri, og ótalmargir nutu til-
sagnar hans.
Frá fyrstu árum bernsku og alit
til fullorðinsára ólst hann upp hjá
móðurbróður sínum og eiginkonu
hans, heiðurshjónum, ásamt 8 efni-
legum börnum þeirra hjóna, sem
litu ávallt á hann sem góðan bróð-
ur, og hann þau sem kær systkini.
Ásgeir var líka íjölskyldunni
ævarandi þakklátur fyrir þá gæfu,
er honum féll í skaut í hennar ranni.
Ásgeir kvæntist myndar- og
dugnaðarkonu, sem ól honum 12
börn. Þau misstu dreng í frum-
bernsku, en ellefu komust upp til
fullorðinsára og eru mannvænlegt
dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn
til.
Það gefur lífinu aukið gildi að
hitta góða samferðamenn, eiga gott
samstarf við þá og eignast vináttu
þeirra.
Svo fór fyrir mér og föður mín-
um, þegar leiðir okkar Ásgeirs lágu
saman.
Hann var landmaður á línubát-
um, er við feðgar sáum um útgerð
á, í hartnær hálfan fimmta áratug
og lengstum sem landformaður.
Samstarfið var allt eins og bezt
verður á kosið. Ásgeir var hörku-
duglegur, samvizkusamur, trúr,
traustur og þægilegur í umgengni,
og stutt var í brosið. Dagfarsprúður
var hann, en að sögn gat hann
verið stór í skapi, en rann fljótt
reiðin. Þessa varð ég aldrei var í
áratuga samstarfi.
Ásgeir setti vissulega svip á
umhverfið og samtíð sína hér í
Bolungarvík á löngúm starfsferli.
Daginn er nú tekið að lengja hér
á norðurslóðum. Megi birta hækk-
andi sólar lýsa fjölskyldu hans og
nánustu ástvinum á vit minning-
anna um það, sem var. Einlægar
samúðarkveðjur flyt ég eiginkonu
hans, bömum og tengdabörnum,
aldraðri móður hans, elzta núver-
andi Bolvíkingi, næstum 96 ára,
systkinum hans og fóstursystkin-
um.
Og nú að leiðarlokum kveð ég
ljúfan samstarfsmann með heilli
þökk fyrir allt, sem með honum
gafst, góða samfylgd, trúmennsk-
u'na og samstarf allt, sem aldrei bar
skugga á, og bið honum blessunar
á æðri leiðum.
Benedikt Bjarnason.
í dag kveðjum við með sárum
söknuði elskulegan afa okkar sem
er nú horfinn á braut. Stórt skarð
er opið í hjarta okkar, sem erfitt
verður að fylla aftur.
Minningin um yndislegan mann
mun aldrei gleymast. Afi var dug-
legastur allra og besti beitingar-
maður sem uppi hefur verið. Elsku
afi, við eigum eftir að sakna þín
rosalega mikið. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur.
Við biðjum góðan guð um að
styrkja ömmu og öll börnin hennar
í þessari miklu sorg.
Baldur Guðmundur,
Helga Salóme, Soffía
Ásrún, Karítas Sigurlaug
og Anna Ingrún.
t
Útför frænku minnar,
GUÐRÚNAR JÓSEPSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
á Hagamel 43,
ferframfrá Fossvogskirkju mánudaginn
20. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Blindravinafélag íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristrún D. Guðmundsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
VILBORG SIGURÐARDÓTTIR,
Blöndubakka 1,
Reykjavík,
áðurtil heimilis
á Gilsbakkavegi 5,
Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
fimmtudaginn 16. janúar sl.
Rósa Pálsdóttir,
Margrét Pálsdóttir,
Sigrfður G. Pálsdóttir,
Álfhildur Pálsdóttir,
Eiríkur Eiríksson,
Helgi Þórðarson,
Svanur Karlsson,
Bárður Halldórsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
SIGURVIN SNÆBJÖRNSSON
byggingameistari,
lést á heimili sínu 16. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Svanþrúður Frímannsdóttir,
Guðný Sigurvinsdóttir, Kristinn Atlason,
Ethel Brynja Sigurvinsdóttir, Danfel Sigurðsson,
Sif Sigurvinsdóttir, Jón L. Sigurðsson,
Guðný Ó. Sigurvinsdóttir
og barnabörn.