Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Einnar krónu límmiði varð að boðsferð til útlanda! FORMAÐUR Kaup- mannasamtaka íslands, Benedikt Kristjánsson, sendir mér nýárskveðju í Morgunblaðinu 3. jan- úar sl. Heldur vom þetta kaldar kveðjur, en þó verstar fyrir það að Benedikt fer með ósannindi á hendur mér og forastu VR, sem hon- um er ekki mikill sómi að og síst til vegsauka fyrir samtökin sem hann er formaður fyrir. Að styðja rangfærslur og ósannindi Benedikt notar það sém átyllu fyr- ir grein sinni, að ég hefi gert athuga- semdir við langan vinnutíma af- greiðslufólks í desember. Stærstur hluti greinar hans fer hins vegar í að endurtaka og styðja rangfærslur og ósannindi Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna, um VR, sem margsinnis hafa verið hraktar. Að ég skuli svara fyrir þessar árásir, sem Sigurður hefur stundað í fjölmiðlum undanfar- ið og Benedikt tekur undir, kallar hann árásir af minni hálfu á Kaup- mannasamtökin! Þeir sem fara með tilhæfulausar ásakanir og ósannindi á hendur öðrum verða að vera við því búnir að þeim sé svarað. Ef Bene- dikt lítur á það sem lítilsvirðingu við Kaupmannasamtökin og kaupmenn, að formaður og framkvæmdastjóri þeirra komist ekki upp með það að fara með ósannindi á hendur VR og forustu þess, er ég viss um að félags- menn Kaupmannasamtakanna eru honum ekki sammála. Ég efast ekki um að þeir vilja hafa það sem sann- ara reynist. Það era auðvitað takmörk fyrir því hvað hægt er að eltast við að svara mönnum, sem gegn betri vitund end- urtaka stöðugt sömu ósannindin, jafnvel í trausti þess að svo langt sé um liðið síðan rang- færslan var rekin ofan í viðkomandi, að allir séu búnir að gleyma hinu rétta og þess vegna sé óhætt að endurtaka ósannindin. Árásarherferðinni á VR haldið áfram Grein Benedikts er framhald á árásarher- ferð sem Sigurður Jóns- son hefur farið í íjöl- miðlum að undanförnu þar sem hann hefur dreift ósönnum sakargiftum á hendur Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Tilefnið var, að VR hafði framið það voðaverk, að mati Sigurðar og Bene- dikts, að verða við beiðni Flugleiða að láta þeim í té límmiða með nöfnum félagsmanna VR, 65 ára og eldri, sem Flugleiðir höfðu ákveðið að bjóða ódýrar ferðir til Glasgow og þurftu að senda þeim bréf þar að lútandi. Af því tilefni gerði Sigurður Jónsson sér ferð í fréttatíma Ríkisútvarpsins og réðíst á VR og sagðist vera „undr- andi á því að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur bjóði félagsmönnum sín- um verslunarferðir til útlanda". I munni Sigurðar voru einnar krónu iímmiðar orðnir að boðsferðum til útlanda! En hvað með ódýru utan- landsferðirnar sem verkalýðshreyf- ingin hefur á undanförnum áram samið um við Flugleiðir? Og formað- ur Kaupmannasamtakanna, Benedikt Kristjánsson, lýsir í grein sinni fullum stuðningi við ósannindi Sigurðar. Þótt hægt sé að skilja það, að formað- ur Kaupmannasamtakanna hafi vilj- að koma undirmanni sínum til hjálpar eftir allar hrakfarimar, sem hann hefur orðið að þola eftir framhlaup hans og rangfærslur um þetta mál í fjölmiðlum, þá sæmir það ekki manni, sem talar í nafni Kaupmannasamtak- anna, að hafa ekkert til málanna að leggja annað en að endurtaka rang- færslur og ósannindi sem Sigurðar hefur haft í frammi um VR og for- ustu þess. Tvískinnungurinn í málatilbúnaði tvímenninganna Sjálfur lýsir Sigurður Jónsson því yfir í grein í Mbl. 7. nóv. sl., að hann sé óþreytandi að hlaupa á milli fjölmiðla til að hvetja fólk að fara til útlanda þótt hann viti að það versli í slíkum ferðum. Svo hleypur Það vildi svo til að dag- inn áður en grein Bene- dikts birtist, kom til mín kona, sem á þrjú börn, segir Magnús L. Sveinsson, og sagði mér að hún hefði unnið í 370 klst. í desember. þessi sami maður, ásamt sjálfum formanni Kaupmannasamtakanna, milli fjölmiðla og ræðst á VR fyrir að hafa afhent Flugleiðum límmiða til að auðvelda þeim að bjóða eldri félögum VR að fara í ferðir, sem framkvæmdastjórinn segist sjálfur leggja áherslu á að fólk fari í. Varla er hægt að lýsa betur tvískinnungn- um í málatilbúnaði tvímenninganna en Sigurður gerir hér sjálfur. Að þora að standa með íslenskri framleiðslu Hin neikvæða afstaða forustu- manna KÍ til átaksins „Islenskt, já takk“ vekur mikla athygli. KÍ höfn- uðu aðild að því, þrátt fyrir að þar Magnús L. Sveinsson átti að leggja sérstaka áherslu á ís- lenska verslun og flest önnur samtök vinnuveitenda og samtök launþega stæðu að verkefninu. KÍ vildu fá VR með sér í einangrað verkefni með þeim, en því hafnaði VR, því félagið taldi að átakið bæri mestan árangur, ef aðilar vinnumarkaðarins stæðu saman að því, í stað þess að dreifa kröftunum eins og KI vildu og gerðu. Svo sakar Benedikt, eins og Sigurður, formann VR um að vinna gegn íslenskri verslun. Varla er nú hægt að seilast lengra í rang- færslum. Ég ér ekki í nokkrum vafa um að flestir íslendingar telja að fátt sé okkur mikilvægara, sem sjálf- stæðri þjóð, en að efla íslenska fram- leiðslu á sem flestum sviðum. Ekki einungis til að við verðum sjálfum okkur nóg, heldur til þess að efla íslenskan útflutning. Það er enginn vafi að með því rekum við styrkustu stoðirnar undir íslenskt efnahagslíf, sem gefur okkur mestu vonirnar um bættan efnahag, ijölgun atvinnu- tækifæra og aukinn kaupmátt, sem er besti stuðningurinn við íslenska verslun. Það myndi ekki aðeins fjölga atvinnutækifærum við fram- leiðslustörf, sem annars eru unnin erlendis, það myndi einnig ljölga störfum við útflutningsverslun. Við lifum ekki lengi á innflutningnum einum saman. Satt best að segja hélt ég að allir þyrðu að hafa skoðun á þessu. Vann 370 klst. í desember Benedikt kvartar undan því að ég skuli hafa gert athugasemd við lang- an vinnutíma í verslunum í desem- ber. Hann segir reyndar að allt sem ég hefi sagt í því sambandi séu ósannindi. Nú dettur mér ekki í hug að fara í orðaskak við Benedikt út af löngum vinnutíma afgreiðslufólks í desember. Flestir aðrir en Benedikt vita vel um hinn langa vinnutíma. Það vildi svo til að daginn áður en grein Benedikts birtist, kom til mín kona, sem á þijú börn, og sagði mér að hún hefði unnið 370 klst. í desem- ber. Þetta mun Benedikt eflaust segja að sé ósatt eins og annað sem ég hefi haft eftir afgreiðslufólkinu sem við mig hefur talað. Kaupmenn kvarta undan löngum vinnutíma Dagur-Tíminn átti viðtal við fyrr- verandi formann Kaupmannasam- takanna, Sigurð Haraldsson og fleiri þann 17. des. sl., þar sem Sigurður „segir álagið gífurlegt á kaupmönn- um og starfsfólki þeirra". Sigurður „segir að kaupmenn hafi lengi rætt um nauðsyn lagasetningar". Og Karólína Sveinbjörnsdóttir, kaup- maður, segir: „Álagið er allt of mik- ið . . . Það er svo komið að það er erfitt að fá fólk til að vinna þennan langa vinnudag". I blaðinu segir ennfremur: „Dag- ur-Tíminn hefur frétt að alverst sé ástandið víða í stórmörkuðunum, álagið þar nánast ómannlegt, unnið fram á hveija nótt og opnað eld- snemma að morgni til að undirbúa verslunina. Dæmi væru um 18-19 tíma viðveru einstakra starfsmanna nánast frá mánaðamótum". Af þessu sést að það virðast vera fleiri en ég sem hafa áhyggjur af löngum vinnutíma afgreiðslufólks, þar á meðal kaupmenn, þótt for- manni þeirra sé ekki kunnugt um það. Það bendir til einangrunar hans frá raunveruleikanum, sem hlýtur að vera alvarlegt fyrir samtökin sem hann er formaður fyrir. Vilja lækka kaupið Benedikt segir að ég hafi ekki verið tilbúinn að ræða um vakta- vinnu í verslunum. Það er rétt að upplýsa að Kaupmannasamtökin hafa aldrei lagt fram tillögu um vaktavinnu í verslunum. Það er ekk- ert ákvæði í kjarasamningum VR sem bannar kaupmönnum að skipta vinnutíma í verslunum milli fólks svo að hann verði ekki of langur. Enda gera nokkrir kaupmenn það, þótt Benedikt virðist ekki vita það. Eini tilgangur þeirra sem talað hafa um vaktavinnu, er að lækka álagið á yfirvinnuna úr 80% niður í 33% og lækka kaupið sem því nemur. Það er það sem ég hef ekki verið tilbúinn að ræða. Höfundur er formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Ara Skúlasyni og Hag- fræðiforustu ASI svarað ARI Skúlason hag- fræðingur ASÍ sendir undirrituðum tóninn í Morgunblaðinu 7. jan- úar sl. Var það gert í framhaldi af grein minni um, beingreiðslur og hveijum þær féllu í skaut og stöðu bænda í þjóðfélaginu frá 19. des- ember sl. Þar harmaði ég ekki síst framgöngu hag- fræðinga ASI sem af miskunnarleysi virðast vilja sækja kjarabætur eingöngu í vasa bænda. í sex ár lækkuðu reikn- ingar heimilanna vegna þess að bændur gáfu eftir eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Svo miklar kröfur er hægt að gera til einnar stétt- ar að hún sligast bæði andlega og flárhagslega. Nú liggur fyrir könnun þar sem kemur fram að fátækt er vaxandi meðal bænda en hitt er sýnu alvarlegra að þrátt fyrir að bændur hafi fært fómir til að lækka matar- verð með því að gefa eftir í sex ár að launaliður stæði í stað og sett á sjálfa sig alls kyns fómir og búi við skert framlög frá ríki, sem er viður- kennt af stjómmálamönnum að er nánast eini spamaðurinn í fjárlögum. Þrátt fyrir þetta linnir ekki illu um- tali og miskunnarlausri kröfugerðar á hendur bændastéttinni og þeir sem harðast hafa gengið fram era því miður hagfræðingar ASÍ og Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökun- um. Sú var tíð að vinnandi stéttir stóðu saman. Nú er stutt síðan að virtur maður á hægri væng stjómmálanna, Ámi Sigfússon borgarráðs- maður, í baráttu sinni við tryggingarfélög upp- lýsti að tryggingar vægju þyngra í útgjöld- um fjölskyldunnar en landbúnaðarafurðir, svo er og með marga fleiri liði. Nú liggur fyrir önnur könnun sem staðfestir að matvælaverð hér er svipað og á öðram Norð- urlöndum. Ég hef farið út að borða báðum megin Atl- antsála. Ég hef fundið að það er ekki verðið á steikinni sem angrar sálu mína heldur hitt ef ég vil gleðja sálu mína og hafa bjór eða rauðvín með steikinni. Sé þetta gert hér heima fer reikningurinn með him- inskautum. Bændur skaffa sitt kjöt á sífellt lægra verði en hinir sem ráða því að það er dýrt að fara út að borða fá ekki áminningu hvorki frá verka- lýðshreyfíngunni eða Neytendasam- tökunum, enda spurði gestkomandi maður hér hvort þessi Jóhannes Gunn- arsson væri í starfí hjá heildsala eða verslunarstétt eftir að hafa hlýtt á málflutning hans. Hvað veldur þvi að hér er hægt að kaupa góða steik á veitingahúsi á um og innan við eitt þúsund krónur? Tvennt. Góðir mat- reiðslumeistarar, jafnvel þeir fremstu í veröldinni, og stórlækkað verð á kjöti frá bændum. Sá brestur sem nú verður vart meðal bænda þegar eineltinu linnir ekki er uppgjöf. Þeir vilja ekki að böm þeirra taki við búi. Sögu kyn- slóða, mann fram af manni, er að ljúka á mörgum sveitabæjum. Hvers virði verður ísland þegar bóndinn er nýdd- ur og búið hafurtask og þeir sem sannlega era vegurinn og lífíð sé ferð- ast um landið hafa yfírgefíð bú sín. Ari og hagfræðif orystan Ari Skúlason hafnar því að hag: fræðingar ASÍ hafí ráðið því að ASÍ breytti afstöðu sinni til starfs að land- búnaðarmálum og dró sína menn út Ekki linnir illu umtali, segir Guðni Agústsson, eða miskunnarlausri kröfugerð á hendur bændum. úr nefndum um verðlagningu land- búnaðarvara og segir að fullyrðingar um annað sé móðgun við 70 manna sambandsstjóm. Ekki vil ég móðga ASÍ eða fordæma lýðræðið en oft er nú misfarið með lýðræðið. Ég fylgist vel með verkalýðshreyfmgunni og virði hana mikils enda félagi í henni. Því veit ég að þegar Ari Skúlason kallar til sem vöm í málinu 70 ein- staklinga í sambandsstjóm er hann að blekkja og verja vonda ákvörðun sem var tekin í lok fundar þegar um 30 af 70 fulltrúum voru farnir og vísað var frá eða ekki tekinn til af- greiðslu frestunartillaga sem er fá- heyrt og stangast á við fundarsköp. Síðan var úrsögnin samþykkt með Guðni Ágústsson Hækkun nokkurra þátta í vísitölu neysluverðs trá nóvember 1992 til nóvember 1996 1. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli 10,1% 2. Aðrar innlendar mat- og drykkjarv. ■■ 3,9°4 3. Innfluttar mat- og drykkjarvörur ■■8.3% 4. Innlendar vörur aörar en í 1. og 2. 6,5%________________________ 5. Innfl.: Nýr bíll, bensín og varahl. 6. Innflutttar vörur aðrar en í 3. og 5. 8,1% 7. Áfengi og tóbak ■3,0% 8. Músnæðiskostnaður ^■■8,2% 9. Vörur og þjón. háð opinb. verðákv. Miil 11.6°o 10. ðnnur þjónusta 120,2% || um það bil 25 atkvæðum gegn 18 en stærri hluti landsbyggðarmanna voru farnir af fundi. Að auki get ég upplýst að hagfræðiforystan var klof- in. Guðmundur Gylfi lagðist gegn úrsögn en Ari beitti afli gegn forseta sínum og skýrri samþykkt Alþýðu- sambandsþings sem vildi samstarf við bændur. Alþýðusambandsþing er ein stærsta samkoma landsins og sambandsstjórn á ekki að ganga gegn vilja þingsins nema með afdráttar- lausum meirihluta. Frelsi bænda Ari Skúlason harmar það mjög að hafa ekki verið aðili að endur- skoðun búvörusamnings um sauð- fjárræktina. Bændur hafa alla tíð fagnað samstarfi við verkalýðs- hreyfínguna en Ari Skúlason verður þó að skilja að bændur eru fjölmenn hreyfing og hafa fullan rétt á að gera tvíhliðasamning við ríkisvaldið. Sé sá grunur réttur að djöfulmóður hagfræðiforystunnar stafi vegna gerðar þessa samnings er þeim mun meiri ástæða að biðja réttsýna menn í ASÍ að taka málið upp á sínum vettvangi. Það verður ekki þolað að ráðnir starfsmenn ASÍ eigi sér það helsta markmið í málflutningi að rústa efna- hag bróðurstéttar og séu eins og hor úr nös verslunar- og heildsalastéttar. Ég á mér allavega aðra sýn og aðra sögu um starf Alþýðusambands íslands. ASÍ og BSRB Ari biður um að ég nefni dæmi um mismun á málflutningi ASÍ og BSRB á málefnum landbúnaðar. Slíkt er auðvelt. Ég hef tínt saman greinar og viðtöl sem þu og aðrir hagræðingar ASÍ hafa átt eða skrif- að síðastliðin tvö ár og nú fyrir skömmu ljóta grein fulla af áróðri og blekkingum í DV eftir kollega þinn, en ég finn fáar slíkar eftir starfsmenn BSRB. BSRB hefur ekki heldur dregið sína menn út úr sam- starfi um verðlagsmál landbúnaðar- ins og tekið ákvörðun um að vera áfram í slíku samstarfi og vinnur þar með að lausnum sem eru neyt- endum og bændum til hagsbóta. Þeir hafa ekki stillt sér upp til hliðar og ætla að berja á bændum, kannski virða þeir það og þakka framlag bænda á síðastliðnum sex árum og telja að bætt kjör verði að sækja annað í þetta sinn. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.