Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR HALLDÓR GUNNARSSON, Löngumýri 57, Garðabæ, lést á Landspítalanum að kvöldi 9. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svanhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Stefán Gunnarsson, Helga Ólafsdóttir, Halldór Snorri Gunnarsson, Herdís Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru syst- ur og móðursystur, JÓHÖNNU SIGRIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Nýjabæ, Álagranda 23, Reykjavfk. Birna Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og systrabörn. t Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Snorrabraut 56. Edda Sigurðardóttir, Guðný Einarsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður og afa, ÓLAFS SKÚLASONAR, Þórufelli 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar- og gjörgæsludeildarSjúkrahúss Reykja- víkur. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valborg Guðrún Eiríksdóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, unnusta og barnabarns, HAFLIÐA OTTÓSSONAR, Glæsivöllum 8, Grindavík. Hlýhugur ykkar er okkar styrkur. Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Hrund Ottósdóttir, Eyrún Ösp Ottósdóttir, Inga Óladóttir, Valgerður Samsonardóttir, Ottó Hafliðason, Björgvin Ottósson, Lovfsa Hilmarsdóttir, Björgvin Gunnarsson, Hafliði Ottósson. t Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall tengdadóttur okkar, VIKTORÍU HAFDÍSAR VALDIMARSDÓTTUR, og dóttursonar okkar, HAFLIÐA OTTÓSSONAR. Samhygð ykkar og vinsemd hefur verið okkur styrkur. Guð blessi ykkur. Björgvin Gunnarsson, Inga Óladóttir og þeirra fjölskyldur. ÁGÚSTINGI SIG URÐSSON + Ágúst Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 15. október 1957. Hann lést á heim- ili sinu 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 11. janúar. Ljós kvikna og ljós slokkna og jafnvel skærustu ljós sem lýsa upp umhverfi sitt eru slökkt áður en blessuð jólin eru á enda runnin og við sem eftir stöndum í skugganum störum og skiljum ekki tilganginn. Hugurinn fer að leita skýringa því án skýringa sættist þú ekki við sjálfan þig. Staðreyndin er sú að sumra er þörf á alltof mörgum stöð- um, þeim sem aldrei geta sagt nei og alltaf eru tilbúnir á nóttu sem degi að hlaupa til að rétta hjálpar- hönd. Þetta er okkar skýring á svo skyndilegu brotthvarfí vinar okkar og félaga. Það er líka trú okkar félaga hans að sá sem þurfti svo skyndilega á hjálp hans að halda gefi í staðinn styrk og orku til að lýsa að nýju upp Lágengi 13 og fylla hjörtu fjölskyldu hans og ætt- ingja gleði og birtu að nýju því það var hans stíll. Látum hugann leiða okkur þá braut sem Gústi lagði grunninn að. Það voru hressir piltar sem börðu út bfla og skiptu um framrúður á yfírbyggingaverkstæði KÁ hér á árum áður en þar lágu leiðir okkar Gústa saman. Við vorum að glíma við að verða bifreiðasmiðir. Það tókst okkur öllum og alla tíð síðan höfum við verið viðloðandi jámaruslið. Eitt af því sem við stefndum að var að taka í spil þegar við værum allir fluttir í Grænumörkina, rifja upp gömlu dagana og láta Gústa hlæja því hann átti sinn sérstaka hlátur. Alla tíð síðan höfum við reynt að herma eftir honum en ekki tekist. Við félagarnir hefðum átt bágt með að trúa að Gústi yrði ökumaður á stórum rútum því að í upphafí gekk ökuferillinn frekar brösulega. Það urðu bæði fyrir hon- um bílar og ljósastaurar en Siggi pabbi hjálpaði Gústa sínum ávallt að koma Toyotunn: aftur á lappirn- ar og auðvitað þroskaðist strákur- inn innan um góða félaga og varð fímm stjömu bílstjóri hjá SBS á Selfossi. Þar starfaði Gústi nánast allan sinn starfsferil. Þar var hann ánægður. Það er sárt til þess að hugsa að heyra ekki lengur hláturinn hans og sjá autt pláss í röðum félaga hans í Karlakór Selfoss. En þetta eru smámunir á móti þeirri traustu og sterku grein sem brotin var af því fjölskyldutré sem hann hafði ræktað upp af slíkri alúð, síðast á Lágengi 13. + Guðvarður Jónsson, málara- meistari á Akureyri, fæddist á Bakka í Sléttuhlið í Skagafirði 23. nóvember 1916. Hann lést á Akureyri 22. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. desember. Það er svo stutt síðan við vorum í áttræðisafmælinu hans afa, þar sem flestir afkomendur hans og systkini vom saman komin. Það var gaman En tréð stendur áfram sterkt og ákveðið að standast þann storm sem á því dynur og fyrir hann blómstra og brosa að nýju til komandi fram- tíðar. Hugrún, haltu vel utan um það sem hann skiidi eftir. Kveðja, Ólafur, Guðjón og Þorvaldur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég var staddur undir Ingólfs- fyalli að keyra áætlun. Það var kom- ið myrkur á þessum fyrsta sunnu- degi ársins, hátíð ljóssins að baki. Bílasíminn hringdi og mér var þá sagt að Gústi væri farinn. Hvert er hann farinn? Hann Gústi er far- inn, dáinn. Ég fraus. Hvernig gat það verið? Þessi dagfarsprúði mað- ur í blóma lífsins? Mig langar að minnast vinar míns í nokkrum orðum en lífshlaup Ágústs Inga Sigurðssonar verður ekki rakið hér þar sem ég tel það frekar í höndum fróðari manna. Það var fyrir um 12 árum að ég kynntist Gústa fyrst, ég þá að keyra fyrir Ólaf Ketilsson hf. en Gústi fyrir Sérleyfisbíla Selfoss hf. Það ríkti þá hálfgert stríð milli þessara fyrirtækja en þau samein- uðust síðar í SBS. Við Gústi hitt- umst oft upp við Geysi og spjölluð- um yfir kaffibolla, og í því spjalli kom í ljós að við vorum frændur. Seinna jukust kynni okkar eftir að ég fór að vinna hjá SBS. Þá vildi líka þannig til að þegar móðir mín hætti störfum vegna aldurs tók Erla, móðir Gústa, við sem stöðvar- stjóri pósts og síma á Laugarvatni. Gústi var afbragðsgóður vinur, traustur og hjálpfús. Hann skipti aldrei skapi hvað sem dundi yfír, en átti það til að vera stríðinn í tilsvörum án þess þó að nein al- vara væri þar að baki. Gústi vann aðallega á verkstæði SBS þar sem hann var lærður bílasmiður. En þekking hans og lagni náði þó langt út fyrir þá einu iðngrein, því það lék allt í höndum hans er tengdist viðgerðum. Hvílíkur listamaður Gústi var ber gleggsta vitnið raf- að sjá hvað hann skemmti sér vel þegar hann var að tala við ættingj- ana vegna þess að eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði var að spjalla við fólk og rifya upp göm- ul atvik. Hann skemmti sér líka vel við að taka utan af gjöfunum, en samt fannst honum leiðinlegt að krakkamir (bamabömin og bama- barnabömin), sem voru að fylgjast með honum, fengu engar gjafir. Hann naut þess líka út í ystu æsar lögnin í mælaborðinu í rútunni X874 og mætti hver bílaframleið- andi vera stoltur af því verki sem þar var unnið. Gústi vildi alltaf hjálpa öllum, sagði aldrei nei og vann öll sín verk vel og vandlega, alveg sama hve langan tíma það tók. Á rútuferðum mínum um land- ið þurfti ég ekkert að óttast þó að rautt aðvörunarljós kviknaði í mælaborðinu. Þá hringdi ég i Gústa sem var alltaf fljótur að finna hvað var að, svo vel þekkti hann inn á rúturnar og fylgdist með öllu. Gústi var skemmtilegur og góð- ur ferðafélagi, hvort sem við vorum í fjölskylduferðum á vorin eða ferð- um erlendis. í vorferðum SBS var hann ávallt mjög virkur bæði við grillið og eins var hann fljótur til þegar farið var í leiki með börnin. Gústi var í stjórn starfsmannafé- lagsins þegar vinnufélagar SBS og makar fóru saman í fyrstu utan- landsferðina, og hafa ferðirnar orð- ið fleiri eftir það. Gústi sinnti fjölskyldu sinni af mikilli alúð, fyölskyldan var honum allt. Af einlægni vildi hann alltaf fá fréttir af mínum börnum og barnabörnum, vildi fá að fylgjast með hvernig þau döfnuðu. Þegar Gústi var með áætlunina í kringum Laugarvatn kom hann oft við í heimsókn í Flókalundi þegar tími gafst til. Og stundum komu börnin með. Þetta voru yndislegar heim- sóknir og kom þá best í ljós hve rólegur og yfirvegaður Gústi var, aldrei neitt stress í kringum hann. Við Gústi áttum okkar tvö uppá- haldslög saman, „Undir dalanna sól“ og „Undir bláhimni“. Þegar annað þeirra hljómaði í útvarpinu sagði Gústi alltaf: „Þarna er lagið okkar, Halldór." Á föstudags- morgnum, þegar við hittumst eftir þátt Hermanns Ragnars í útvarp- inu, þar sem lögin okkar eru oft spiluð, sagði Gústi alltaf: „Heyrð- irðu lagið." Tilvera okkar er undarlegt ferðalag og ferðalaginu hans Gústa er lokið. Það er sárt að hugsa til þess en Drottinn hefur ætlað hon- um æðra hlutverk og minninguna um hann geymum við í hjörtum okkar. Ég veit að í framtíðinni á ég oft eftir að segja eða hugsa: „Nú vantar Gústa.“ Kæri vinur, Guð geymi þig. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hugrúnu, Sigurði, Jónínu Bjarn- eyju, Selmu og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur og vona að trúin og kær- leikurinn hjálpi ykkur á hinum grýtta vegi sorgarinnar. Halldór Benjamínsson og fjölskylda. að fara á ættarmótið sem við héldum í sumar í Húsabakkaskóla úti í Svarf- aðardal. Það var flott að þó að hann væri á ættarmóti gat hann ekki stillt sig um að fara á sýningu sem var á Dalvík. Hann keypti sér frímerki þar. Afa fannst líka mjög gaman að tala við ættingjana utan af landi, sem hann hitti sjaldan. Afí var mikiil safnari og hann átti gífurlega stórt frímerkjasafn sem er eitt af stærri söfnum á landinu. Hann hafði gaman af að sýna okkur frímerkin og steinana sína, en hann átti líka stórt steinasafn og þar voru margir merkilegir steinar. Þar var steinn úr Berlínarmúrnum og steinar með steingervingum sem voru 150-500 milljóna ára gamlir. Við höfðum gaman af að skoða það og hlusta á hann segja frá einstaka steinum. Oft þegar við sátum inni í eldhúsi og vorum að spjalla saman kom afí með steina, frímerki og fleira til að sýna okkur. Hann var góður og skemmtilegur maður, var alltaf í góðu skapi og sást aldrei reiðast út af neinu. Það er skrýtið að hann sé farinn frá okk- ur og það vantar mikið inn á heimil- ið þegar hann er farinn. Við kveðjum hann með söknuði. Lísa, Sverrir, Katrín og Kolbrún. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins i Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). GUÐVARÐUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.