Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þuríður Guð-
mundsdóttir
fæddist á Ketils-
stöðum í Mýrdal 15.
júni 1910. Hún lést
á dvalarheimilinu
Hjallatúni í Vík, 4.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Rann-
veig Guðmunds-
dóttir, f. 2.10. 1872,
" * d. 30.7. 1956, og
Guðmundur Guð-
mundsson, f. 18.8.
1867, d. 10.3. 1964.
Systkini Þuríðar
voru: Friðbjartur Matthías, f.
1895, látinn, Þórarinn, f. 1896,
Iátinn, Kjartan, f. 1898, látinn,
Jón, f. 1899, látinn, Siglín, f.
1901, látin, Snorri, f. 1902, lát-
inn, Kristín Filippía, f. 1903,
látin, Sigurfinnur, f. 1906, lát-
inn, Guðbjörg María, f. 1908,
látin, Bergþóra, f. 1912, búsett
í Vestri-Pétursey í Mýrdal, og
Ólöf Sóley, f. 1912, látin. Þuríð-
ur ólst upp hjá foreldrum sín-
um, fyrst á Ketilsstöðum og síð-
ar á Brekkum í sömu sveit, fyr-
ir utan að á árunum 1914-1916
var hún tökubarn hjá Þuríði
„Kvölda tekur, sest er sól.“
Nú er Þura dáin, síðust af fjöl-
skyldunni sem flutti í kjallarann til
okkar vorið 1959. Þau höfðu búið á
Brekkum í Mýrdal og var Þura bú-
stýra þeirra bræðra, Kjartans og
Matthíasar. Þeir höfðu ákveðið að
bregða búi sökum aldurs og lasleika
og flytjast á mölina. Með þeim flutti
“innig faðir þeirra, Guðmundur,
kominn á tíræðisaldur.
Þama eignuðumst við trygga og
góða nágranna. Þær eru ljúfar bem-
skuminningar okkar systkinanna, að
hafa fengið að alast upp með þessu
fólki, sem auðvitað týndi tölunni,
eftir því sem árin liðu. Þau tóku
okkur bömunum vel og vildu allt
fyrir okkur gera. Guðmundur gamli
Jónsdóttur og Gísla
Þórarinssyni á Ket-
ilsstöðum. A yngri
árum réð Þuríður
sig öðru hvoru tíma-
bundið i vist á heim-
ilum, bæði í Vest-
mannaeyjum og í
Reykjavík. Frá því
um 1930 til 1959 var
hún bústýra á
Brekkum, hjá Kjart-
ani bróður sinum.
Vorið 1959 brugðu
þau búi og fluttust
til Víkur í Mýrdal,
ásamt Matthiasi
bróður sínum og Guðmundi,
föður þeirra systkina. Upp frá
því hélt hún heimili með þeim,
meðan þeir lifðu. Eftir að hún
kom til Víkur, vann hún í slát-
urtiðinni á haustin í mörg ár.
Einnig starfaði hún í nokkur
ár á pijóna- og saumastofunni
Kötlu. Þegar dvalarheimilið
Hjallatún í Vík hóf starfsemi
árið 1989, varð hún einn af
fyrstu vistmönnum þess.
Útför Þuríðar verður gerð
frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
tálgaði karla og hesta úr tré og gaf
okkur. Það voru hin fágætustu gull.
Matti keypti leikföng, sem við mátt-
um leika okkur að, þó með því skil-
yrði, að við gengjum frá öllu á sinn
stað að leik loknum. Reykjalund-
arkubbamir hans voru framúrstefnu-
leikföng og uppspretta margra hug-
mynda.
Þura var okkur ævinlega eins og
amma. Alltaf gátum við leitað til
hennar og fyrir kom, að við vorum
hjá henni í vist, ef foreldrar okkar
fóru burt. Hún var okkur sem besti
uppalandi og var þó aldrei hækkaður
rómurinn. Allt var sagt af sömu blíð-
unni en þó fylgt eftir.
Það fór heldur ekki mikið fyrir
henni Þuru. Hún var frekar til baka
MINNINGAR
við fyrstu kynni og hleypti ekki of
nærri sér, tók sinn tíma til að kynn-
ast fólki og mynda sér skoðanir á
þvi. En raungóð var hún og trygg
þeim sem hún tók.
Þura var vel verki farin, hvort
heldur var til sauma- eða pijónaskap-
ar eða annarra heimilisverka. Oft
nutum við þess í nýjum flíkum, sem
hún rétti að okkur. Eins tók hún oft
að sér viðgerðir á fötum fyrir fólk
úti í bæ.
Fyrir kom, á þeim árum þegar
faðir okkar var með sauðfé sér til
ánægju, að hann leitaði aðstoðar
Þuru, einkum ef ær áttu erfitt með
burð. Hún kunni réttu handtökin og
framkomu við málleysingjana. Þá
þótti henni sjálfsagt að leggja lið í
fýlavertíðinni og sá hún alfarið um
innanþrifin.
Það var venjan, að fjölskyldan úr
kjallaranum væri með okkur á að-
fangadagskvöld. Síðan á gamlárs-
kvöld endurguldu þau boðið og eru
hlaðborðin hjá Þuru þá með því
myndarlegasta og þjóðlegasta sem
við höfum upplifað.
Á sínum yngri árum réð Þura sig
stundum sem vinnukonu í Reykjavík.
Var það oft á heimilum, þar sem
mannmargt var og kynntist hún því
mörgu fólki, sem hélt við hana tryggð
æ síðan. Hafði hún gaman af að
segja okkur frá þessu tímabili í lífí
sínu og því fólki, sem hún umgekkst
á þessum árum. Margt af því var
vel kunnugt úr þjóðlífinu á þeim tíma,
en annað var eitt af þessum kynlegu
kvistum.
Ekki er okkur grunlaust um, að
hugur hennar hafi staðið til þess að
flytjast til Reykjavíkur, þegar þau
fluttu úr sveitinni. En vafalítið hefur
henni þótt það standa skyldu sinni
nær að fylgja þeim feðgum þangað,
sem þeir vildu eyða sínu ævikveldi,
enda annaðist hún þá alla af stakri
umhyggju, þegar kraftar þeirra tóku
að þverra og dvaldi m.a. lengi í
Reykjavík við dánarbeð Matta bróður
síns.
Eftir því sem Þura eltist, fór að
bera meira á kvíða hjá henni fyrir
ýmsum hlutum, sem hún áður ekki
vílaði fyrir sér að takast á við. Henni
lét illa að vera ein heima og sérstak-
lega ef veður voru slæm. Því var
það, að þegar dvalarheimilið Hjalla-
tún í Vík var opnað árið 1989, varð
hún einn af fyrstu vistmönnum þess.
Þetta var hennar ósk, þó í sjálfu sér
hafí hún enn verið fær um að sjá
um sig sjálf. Henni líkaði vel dvölin
þar og létti oft undir við eldhússtörf-
in.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin þakka Þuru og hennar fjölskyldu
allri fyrir allt sem þau gáfu okkur.
Flest af því hefur komið okkur að
góðum notum í lífinu.
Brynja, Hafsteinn, Brandur
og Margrét Steinunn.
Heyr himnasmiður,
hvers skáldið biður.
Komi mjúk til mín
miskunnin þín.
(Kolbeinn Tumason.)
Með örfáum orðum vil ég minnast
Þuríðar Guðmundsdóttur þó ég viti
fullvel að lofræður voru henni ekki
að skapi. Þuríður giftist ekki og
átti ekki börn en alla ævi hlúði hún
að annarra börnum sem óvíða áttu
betra atlæti. Aldraða foreldra sína
og bræður annaðist hún og hjúkraði
til þeirra hinstu stundar. Þetta er í
hnotskurn lífsstarf Þuríðar eins og
svo margra alþýðukvenna bæði fyrr
og síðar. Eg kynnist Þuríði fyrir
meira en fjörtíu árum. Þá stóð hún
fyrir búi foreldra sinna á Brekkum
í Mýrdal ásamt bræðrum sínum,
Kjartani og Matthíasi. Ekki mun
búið hafa verið stórt en vel var fyr-
ir öllu séð. Þar átti hver hlutur sinn
stað og ákaflega vel var um allt
gengið. Þuríður var afburða vel
verki farin og hreinlát svo eftir var
tekið. Hvergi hef ég séð eins vel
verkuð svið né þvegnar kartöflur
og á Brekkum. Bræðurnir voru líka
mikil snyrtimenni og sérstaklega var
Kjartan natinn við skepnur og átti
góða reiðhesta. Guðmundur faðir
þeirra, sem börnin mín kölluðu afa
með skeggið, var mikill hagleiks-
maður. Hann smíðaði og gerði við
búshluti og amboð heimilisins og
nágranna. Á Brekkum var tvílyft
steinhús, byggt á stríðsárunum, að
mestu leyti heimagert, ef svo má
að orði komast. Þar kom verklagni
bræðranna og dugnaður sum-
arstrákanna sér vel. Bærinn stendur
hátt í brekku og er útsýni afar fag-
urt, í norðri gnæfir Mýrdalsjökull
og Eyjafjallajökull fjær en í suðri
er Dyrhólaey, sú náttúruperla. Þeg-
ÞURÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
ar systkinin brugðu búi fluttu þau
til Víkur þar sem bræðurnir stund-
uðu vegavinnu og fleiri störf en
Þuríður sá um heimilið sem fyrr.
Þar hjúkraði hún föður sínum, eins
og fyrr segir, þar til yfir lauk en
hann andaðist í hárri elli, varð 97
ára. Bræðurna annaðist hún eins
og kraftar leyfðu. Eftir lát Kjartans
flutti hún á Dvalarheimili aldraðra
í Vík og þar andaðist hún 4. janúar
s.l.
Það er lán að eiga góða granna
og lánsöm var Þuríður og fjölskylda
hennar þegar þau fluttu til Víkur.
Á Ránarbraut 5, í húsi hjónanna
Hrannar Brandsdóttur og Guðjóns
Þorsteinssonar og fjölskyldu þeirra,
átti Þuríður öruggt skjól, og eftir
að heilsu hennar tók að hraka og
hún flutti á dvalarheimilið var um-
hyggja þeirra ætíð vís.
Þuríður Guðmundsdóttir lifði ekki
stormasama ævi, hún lét ekki-til sín
taka í þjóðmálum né á opinberum
vettvangi. Til hennar komu börn til
dvalar, skyld og vandalaus, um
lengri og skemmri tíma. Foreldrum
sínum bjó hún fagurt ævikvöld og
að öldruðum bræðrum sínum hlúði
hún þegar þeir þurftu hennar með.
Hún var alltaf veitandi og bar hag
fjölskyldu sinnar og vina fyrir
bijósti. Hennar líf snerist fyrst og
fremst um að annast um, hlúa að
og líkna öðrum. íslenskt samfélag
og heilbrigðiskerfi skuldar henni og
hennar líkum margt og gæti auk
þess ýmislegt af þeim lært. Ég sá
Þuru mína síðast á þriðja dag jóla.
Það var komið að kveðjustund. Ég
trúi því að hún hafi þekkt mig því
hún rétti mér hönd sína. Við héld-
umst í hendur góða stund. Ég sagði
henni af högum mínum og minna
eins og áður, las á jólakort og sagði
henni að við Hafsteinn hefðum
kveikt á kertum á leiðum horfinna
ástvina. Mér fannst hún brosa og
þakka eins og hún var vön. En ég
á henni mun meira að þakka.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
(D. Stef.)
Guð geymi þig, kæra vinkona. Bless-
uð sé minning Þuríðar Guðmunds-
dóttur.
Kolbrún Haraldsdóttir.
+ Guðbjörg Stef-
ánsdóttir var
fædd á Krókvelli í
Garði 12. nóvember
1902. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 30. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Sveins-
dóttir frá Lykkju á
Kjalarnesi, f. 17.
júní 1874, d. 17 júlí
1957, og Stefán
Einarsson frá
Skála- brekku í
Þingvallasveit, f.
17. sept 1862, d. 23. mars 1938.
Þau hjón bjuggu lengst af á
Krókvelli í Garði þar sem Stef-
án stundaði sjóinn. Þau eignuð-
ust tíu börn og ólu upp eina
stúlku. 1) Sveinn, f. 3 apríl 1894.
Hann drukknaði í Halaveðrinu
í feb. 1925, maki Hall-
bera, látin, barn Þor-
steinn. 2) Einar, f. 18.
okt. 1895, d. 1. okt.
1966, maki Málfríður,
látin, börn Ásgeir,
látinn, Ásta, Einar
Stefán og Lalla. 3)
Kristinn, f. 26 jan.
1986, d. 20. nóv. 1966,
ógiftur. 4) Theodóra,
f. 14. sept. 1897, d.
21. feb. 1984, maki
Þormóður, látinn,
börn Sveinn, Hörður,
Stefán, Benedikt, og
Sveiney sem lést
1995. 5) Guðríður, f. 21. apríl
1898, d. 18. sept. 1986, fyrri
maður Siguijón, Iátinn, böm
Stefán, d. 1995, Guðmundur, d.
1994, dætur Þuríður og Lilja.
Seinni maður Guðríðar var Sig-
hvatur, látinn. 6) Stefanía, f.
1901, d 1906. 7) Guðbjörg, f.
12. nóv. 1902, d. 30. des. 1996,
giftist 1962 Sigurgeir Vil-
hjálmssyni frá Óseyrarnesi
Eyrarbakka, f. 28 maí 1909, d.
7. apríl 1992, þau voru barn-
Iaus. 8) Eyjólfur, f. 14. nóv.
1904, lést 1974, fyrri kona var
Guðrún, hún lést eftir stutta
sambúð. Seinni kona var Helga,
d. 1991. Þau áttu einn son, 01-
af. 9) Marteinn, f. 15 feb. 1910,
d. 18. nóv. 1991. Fyrri maki var
Haildóra, þau einuðust fjögur
börn, Stefaníu er dó barn að
aldri, Jónu, Steinar og Sal-
gerði. Með seinni konu sinni,
Birnu, átti hann tvær dætur,
Jónínu og Sigríði. 10) Stefanía,
f. 9. júlí 1914. Hún er sú eina
sem er eftirlifandi af systkinun-
um hún var tvígift. Fyrri maður
hennar var Frank, þau skildu.
Áttu þau eina dóttur, Sigríði.
Seinni maður, Sigurður, lést
1971. Uppeldissystir þeirra var
Salgerður Jónsdóttir, f. 31. Júlí
1916, d. 14. sept. 1936.
Guðbjörg var jarðsett frá Foss-
vogskirkju 10. janúar.
GUÐBJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR
Guðbjörg Stefánsdóttir, eða
Bagga eins og hún var oftast köll-
uð af ættingjum og vinum, fór
snemma að vinna fyrir sér, lærði
m.a. að sníða og sauma karl-
mannaföt. Þar af leiddi að það kom
oftast í hlut Böggu að sníða og
sauma á yngri meðlimi fjölskyld-
unnar hvort heldur það voru systk-
ini eða systkinaböm. Hún var með
eindæmum hjálpfús, alltaf tilbúin
að bjóða fram aðstoð ef vissi hún
af þörf fyrir hana. Hún var með
'eindæmum frændrækin og manna
fróðust um ætt sína, og er nú skarð
fyrir skildi þegar maður vill fræð-
ast meir um ættfræðina.
Lengst af bjó Bagga á Berg-
þórugötunni og hugsaði þá um
móður sína sem var rúmliggjandi
í tæplega tíu ár eða þar til hún
lést 1957. Þá var Bagga búin að
kynnast Geira (Sigurgeiri Vil-
hjálmssyni, d. 1992) og hófu þau
búskap saman 1960 í Skipholti 55,
síðan Bólstaðarhlíð 54 og svo á
Boðahlein 22 í eitt og hálft ár, eða
þar til Geiri lést. Eftir það var
Bagga ein I húsinu þangað til hún
komst inn á Hrafnistu 1994.
í mínum huga er vart hægt að
tala um Böggu nema hafa Geira
með því Bagga og Geiri voru eitt
og það sama. Eitt mesta lán Böggu
var Geiri því hún átti við hreyfi-
hömlun að stríða. Það var ekki til
sá hlutur sem Geiri vildi ekki fyrir
hana gera. Þau stunduðu mikið
sund, fóru helst á hveijum degi.
Þau voru miklir náttúruunnendur,
fóru vítt og breitt um landið og
kynntu sér það vel.
Það var mikið lán að alast upp
í sama húsi og Bagga. Var hún
mér sem önnur móðir og börnum
mínum sem önnur amma. Eða eins
og sagt er, maður átti hauk í horni
þegar þau hjón voru annars vegar.
Bagga var mjög glaðsinna en
þver og kom það henni oft til góða
vegna bæklunar hennar. Aldrei að
gefast upp, var hennar mottó.
Nú er aðeins ein systir, Stefan-
ía, eftir af systkinahópnum, og
saknar hún nú Böggu systur.
Að lokum vil ég flytja þakklæti
til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar-
fírði fyrir góða umönnun og gæsku
við Böggu.
Sigríður.
Bagga frænka var 94 ára þegar
hún lést á Hrafnistu. Það gefur
augaleið að hún með öll þessi ár
að baki skilur eftir minningar, og
væri langt mál að telja það allt
upp. Frá því að ég man eftir mér,
gekk hún við staf því hún var með
ónýta mjaðmaliði. Þó það hafi háð
henni stoppaði það hana ekki. Hún
var alltaf glöð, kát og dugleg. Hún
fór í sundlaugar á hveijum degi.
Ef veðrið var gott gat maður fund-
ið hana annaðhvort uppi við
Rauðavatn í kartöflugarðinum eða
á Laugarvatni í sumarbústaðnum
þar, og alltaf var tekið vel á móti
manni.
Þegar ég hóf skólagöngu mína
endaði ég oft í veislu heima hjá
Böggu, því hún átti heima í næstu
götu við skólann. Og það sem stóð
upp úr var kæfan, það gerði engin
eins góða kæfu og hún. Það var
alltaf hægt að þekkja eftirlíkingar
frá.
Þegar maður svaf hjá henni
þurfti maður að fara með bænim-
ar. Hún átti litla skrifbók þar sem
hún skrifaði bænir niður og kenndi
manni. Ég man sérstaklega eftir
bæninni „Vertu yfir og allt um
kring.“ Að vísu vissi ég aldrei hvað
englarnir voru að gera yfir sæng-
inni minni, því ég sá þá aldrei og
fannst þetta frekar kyndugt.
Bagga var menntuð saumakona,
hún pijónaði mikið úr lopa, sem
endaði oftar en ekki hjá mér og
ættinni. Það var ekki fyrr en und-
ir það síðasta að hún gat ekki
stundað hannyrðir lengur og varð
að lokum rúmföst.
Daginn áður en hún lést heim-
sótti ég hana og þakkaði henni
fyrir návist hennar í gegnum árin.
Þrátt fyrir að hún vissi að þetta
væru síðustu stundirnar var hún
ekki að barma sér og þegar ég
labbaði út sagði hún hátt og skýrt:
„Ég bið að h'eilsa öllum.“
Stefanía litla.
Guðbjörg eða Bagga eins og ég
kallaði hana er nú horfin á vit for-
feðra sinna. Bagga var mér eins
og amma, hún vildi allt fyrir mann
gera. Ég var oft hjá henni í tvo
vetur þegar ég var í Isaksskóla sem
var stutt frá henni. Hún sá til þess
að maður mætti í skólann á réttum
tíma, gekk stundum með mér
þangað eða á móti mér eftir skóla.
Og svo var passað að gefa manni
að borða og taka lýsið, og síðast
en ekki síst að læra eftir skóla.
Því eins og Bagga sagði alltaf:
„Hvað ungur nemur gamall tem-
ur.“
Þegar ég svaf hjá henni þá voru
mér kenndar margar bænir, sem
munu ávallt fylgja mér. Og þegar
ég lít til baka álít ég mig heppna
að hafa fengið að kynnast henni
og hafa margt lært hjá henni og
mun ég ávallt standa í þakkar-
skuld við hana fyrir allt sem hún
kenndi mér og segi: Takk.
Katrín.