Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 51- BRÉF TIL BLAÐSINS Schengen-sáttmálinn, fíkniefnamál o.fl. Frá Krístjáni Péturssyni: LANDAMÆRI þjóða, sem eru þátttakendur svonefndra Schengen ríkja munu áfram vera til, en samkvæmt grein 2.1 sáttmálans munu farþegar sem ferðast innan Scheng- en- ríkja ekki þurfa að lúta landamæra- vörslu og ekki verður krafist vegabréfa af þeim. Hins vegar ber farþegum að hafa fullgild persónuskilríkþ þegar ferðast er milli Schengen-landa. Farþegar sem koma frá löndum utan Schengen-landa og ætla að ferðast innan þeirra, verða krafnir um vegabréf af útlend- ingaeftirliti þess lands sem fyrst verður á vegi farþeganna. Eftir að inn á Schengen- svæðið er komið er þeim fijálst að ferðast án vegabréfseftirlits svo framarlega sem áritun viðkomandi farþega er ekki háð ták- mörkun við ákveðin Schengen-svæði. Vega- bréfaskoðun verður því aðeins við innkomu fyrstu Schengen-landamæra og einnig á síðustu landamærum þegar svæðið er yfir- gefið. Skerðir fíkniefnaeftirlit o.fl. Það er eindregin skoðun þeirra löggæslu- manna, sem nú vinna við eftirlit og rann- sóknir fíkniefnamála, að Schengen-samn- ingurinn geri þeim illmögulegt að viðhalda því eftirliti sem verið hefur, hvað þá að efla það eins og vonir stóðu til. Dóms- og utanríkismálaráðherra sem bera öðrum fremur ábyrgð á framkvæmd þessara mála, ættu að kynna sér til hlítar hjá þeim lög- gæslumönnum sem annast þessi verkefni hvaða afleiðingar þessar breytingar hafa í för með sér. Það er alrangt mat að samning- urinn muni efla fíkniefnaeftirlit á landa- mærastöðvum viðkomandi ríkja eins og fram kom í sjónvarpsviðtali við Valgerði Sverrisdóttur alþingismann nýverið. Aukið upplýsingastreymi milli löggæsluyfirvalda Schengen ríkja með samtengdum tölvukerf- um kemur að takmörkuðum notum ef eki er hægt með skilvirkjum hætti að samræma þau gögn við þau upplýsingakerfi sem toll- gæsla og útlendingaeftirlit hafa þróað hér- lendis um árabil með allgóðum árangri. í langflestum tilvikum þegar fíkniefni finnast hjá farþegum við komu til landsins liggur að baki mikil og oft flókin upplýsinga- öflun tollgæslu og fíkniefnadeildar lögregl- unnar. Svo hægt sé að hafa hendur í hári grunsamlegra komufarþega, innlendra sem erlendra, verður að skoða skilríki þeirra, þar sem oftast er um að ræða ókunna aðila (burðardýr). Eftir að vegabréfaskoðun Schengen-farþega verður lögð af, er ekki lengur fyrir hendi nein aðstaða til slíks eftir- lits í flugstöðinni. Það er eindregin skoðun mín af áratuga reynslu á þessum vettvangi að ekki verði hjá því komist, ef við verðum aðilar að Schengen-samningnum að taka upp, í stað- inn fyrir vegabréfaeftirlit, skoðun persónu- skilríkja farþega, svo hægt sé að fínna og framkvæma þær aðgerðir hjá grunsamleg- um farþegum sem þörf er á. Einhver kann því spyija hvað hefur þá áunnist við að gerast aðili að þessum samningi? Það tekur ekki skemmri tíma að skoða persónuskilríki en vegabréf og þjóðin verður að greiða vegna breytinga á flugstöðinni á annan milljarð króna. Umrædd breyting hefur einnig í för með sér ýmis önnur vandkvæði s.s. framkvæmd á farbönnum, eftirliti með dvalartíma far- þega (90 dagar) hérlendis. Þá hafa íslensk stjórnvöld sjálf ákveðið hvaða þjóðir hafa verið undanskildar áritunarskyldu til lands- ins (vísa), en með þátttöku okkar innan Schengen, þar sem við höfum ekki einu sinni atkvæðisrétt, verðum við að lúta í einu og öllu þeirra reglum. Sérstaða okkar sem eyríkis varðandi eft- irlit með fíkniefnaflutningi til landsins, eftir-. lit með hryðjuverkamönnum, synjun land- göngu og brottvísun óæskilegra farþega m.a. vegna fjárskorts, yrði mjög erfitt í framkvæmd. Ég leyfí mér að skora á alla alþingis- menn að kynna sér þessi mál til hlítar áður en samningurinn verður tekinn til meðferð- ar á alþingi. Bretar og reyndar írar líka munu ekki gerast aðilar að þessum samn- ingi a.m.k. fyrst um sinn og telja sérstöðu sína sem eyríkis ráða þar mestu um. Al- þingi íslendinga hefur ákveðið að veita auknu fjármagni til löggæslu vegna fíkni- efnaaðgerða og fyrirhugað er að gera frek-. ari forvarnaraðgerðir, það væri því meiri- háttar slys að gerast nú aðilar að Schengen samningnum, sem myndi bijóta niður skil- virkustu aðgerðaþætti löggæslunnar við uppljóstrun fíkniefnamála, sem grundvall- ast á núverandi löggjöf og verkskipulagi. Okkur hefur hingað til vegnað vel í ferðalög- um á okkar vegabréfum, látum ekki fjöl- þjóðlegt ofurvald stjórna aðgerðum okkar á þessum vettvangi. Fíkniefnavandamálið er þegar þungt í skauti, aukum ekki á vand- ann. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri. Týndi flokkurinn Frá Skúla Einarssyni: Á VALDATÍMA Hitlers hafði Göbb- els, áróðursmeistari nastistaflokksins, þann sið að hamra á lyginni þar tii fólk fór að trúa henni. Það er akkúr- at það sama og stjómvöld iðka nú í dag. Ég er að velta því fyrir mér, hvað flokkurinn minn hefur breyst frá því að vera flokkur allra stétta. Núna er lögð áhersla á að hjálpa sægreifum og bröskurum við að braska með auðlindir okkar, til þess að þeir verði enn ríkari. Ég krefst þess að þessir peningar verði gerðir upptækir og látnir renna í velferðarkerfíð. Svo mætti stokka skattakerfið upp á nýtt, því við erum orðin þreytt á því að borga fyrir hina ríku. Margt fólk hefur haft samband við mig í síma og úti á götu. Ég hefi fundið fyrir vaxandi andófi á ríkisstjórnina. Margir sjálfstæðis- menn kannast ekki við flokkinn sinn iengur. Hef ég því ákveðið að fylgj- ast vel með verkum alþingismanna og birta síðan niðurstöður um fram- gang þeirra fyrir næstu kosningar. Mál er komið að íslendingar komi úr holum sínum og sýni samstöðu í hagsmunamálum sínum, en krunki ekki hver í sínu horni. Vil ég benda forystumönnum aldraðra og öryrkja á að það þýðir ekkert að vera með undirlægjuhátt við sína stjórnmála- flokka, því að í þessum málurn verða þeir að vinna af alhug og verður þá að skipta um menn í brúnni. Og einu óar mér við, ef vinstri flokkarnir taka völdin með sín ólíku sjónarmið, því allir vilja þeir stjórna. Guð hjálpi okkur þá! Ágúst Einarsson skrifar níunda janúar sl. grein í Þjóðvaka- blaðið. Hún er mjög sannfærandi en getur maður trúað því að hún stand- ist þegar á reynir? Svo vil ég sem kjósandi Sjálfstæð- isfiokksins að flokkurinn hlutist til um að þessir nýríku braskarar skili peningunum okkar aftur og einnig að hann jafni skattalöggjöfina, sem er alröng, enda borga launþegar í raun fyrir hina ríku. Annars fer fyr- ir honum eins og Jóhönnu sálugu (blessuð veri minning hennar), tími hans kemur ekki aftur! Munurinn á íslendingum og öðrum þjóðum er sá að í útlöndum flykkist fólk út á götur til að mótmæla - og þá láta stjórnvöld undan. Hér lokar fólk að sér og gerir ekkert í sínum málum, bíður bara eftir meiri kjara- skerðingu. Gott dæmi um ranglætið hér er að þegar ég vann fyrir launum, þá voru teknir af þeim skattar, einnig af þeim hluta launanna sem fór inn í lífeyrissjóðinn minn. Þegar ég fæ svo úr lífeyrissjóðnum eru aftur tekn- ir skattar. Og síðan fer ég út í búð til að kaupa brýnustu lífsnauðsynjar - og þá eru teknir enn meiri skatt- ar. Skattaparadís eða hvað? SKÚLI EINARSSON, Tunguseli 4 ANTIKVERSLUN GALLERÍ BORGAR í KRINGLUNNI RÝMINGARSALA Innan skamms flytjum við okkur um set og opnum verslun á jarðhæð aðalkringlunnar. Til að auðvelda okkur flutninginn höldum við útsölu. 15-50% AFSLÁTTUR OPIÐ f DAG FRÁ KL. 10-16 Kringlunni, sími 553 5111 BORG Aðalstræti 6, sími 552 4211 ^Kf^^Líkamsrækt^^^^ Listgrein R Sjálfsagi A Lipurð T Sjálfsvörn £ f Byrjendaæfingar hjá Þórshamri %rr ^ f hefjast þriðjudag 14. janúar. ' Barna-, unglinga-, og fullorðinsflokkar. Karatefékgið Þórshamar sími 551 4003 A V V hefsl í dcig ^ frókl. 10-16 ^ ^ bonqci opið sunnudag frá kl. 13-17 bonkastrœti it ^0 sími 552 8310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.