Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGFÚS HALLDÓRSSON SIGURÐUR BORGÞÓR MAGNÚSSON + Sigfús Halldórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1920. Hann lést í Landspítalanum 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 2. janúar. Nú er komið að því enn og aftur að sætta sig við það, sem skapað er. Stund skilnaðar við ástkæran vin, unna honum hvíldar og forfröm- unar á þeim leiðum sem hann nú hefur hafið vegferð á. Sigfús kom inn í líf mitt þegar ég var barnungur. Sigfús kom heim til pabba, ásamt fleiri vinum, til þess að fagna einhveijum áfanga í Reglunni. I augum barnsins voru allir þessir „kallar“ dálítið sérstakir og það sem þeir voru að gera hulið mystík og dulið - fegurðin, gæskan og vinar- þelið fylgdi þessum bestu mönnum sem ég vissi. Kallarnir heilsuðu mér, ég man ekki hveijir það voru, en Sigfús, hann tók í höndina á mér - eins og hinir - en ég man það svo vel að hann gerði gælur við mann við augunum, strauk blíðlega um kollinn og síðan var „Fúsi“ partur af mér. Pabbi sagði að augun væru spegill sálarinnar, hvílík góðsemi og blíða, vinátta og eindrægni. Kæri vinur. Síðar á ævinni þegar ég sjálfur hafði eignast börn, varst þú í heimsókn á Tálknafirði hjá syni þínum. Heimsóttir þú mig þá, bless- aður. Það var eins og við manninn mælt, börnin min drógust að þér eins og járn að segli og erfitt var að eiga stundina einir saman, krakk- arnir vildu vera hjá þér. Við fórum í bíltúr og leystum það þannig, ljúfl- ingur. Fegurð fjarðarins snart þig og þú veittir enn af þínum nægta- brunni lista. Færðir fjarðarbúum lag við ljóð Davíðs á Sellátrum, lagið hljómaði eins og það hefði alltaf verið til. Slík var snilli þín, ekkert of, ekkert van, eins og bogi af hring, rétt horn og gullinsnið. Lagið varð því strax. að „þjóðsöng" Tálknfirð- inga. Þú hélst sýningu á málverkum þínum, lyftir okkur yfir amstur dag- anna með lögunum þínum á konsert sem haldinn var eins og þú sagðir í þakkarskyni fyrir fegurð fjarðarins. Nú kveð ég þig með blendnum tilfinningum, - eigingjörnum og óeigingjörnum. Hefði viljað njóta samvista við þig lengur, veit að sú vegferð sem nú er hafin hjá þér, velundirbúnum, er þér til frekari visku og fegurðar. Æ kæri vinur þakka þér, - við áttum öll hann Fúsa - aðstandendur vissu það vel, þeir hafa deilt honum með þjóðinni, - þökk sé þeim. Eins o g listaverkin þín fylgja þjóð- inni fann maður að þér fylgdi krafa til samferðamanna þinna að þeir leit- uðu hins góða og sanna með lotn- ingu og lítillæti. Nýbirt ljóð Davíðs Oddssonar „Hin fyrstu jól“ lýsa þessu að hluta. Þótt Kristur sé fundinn er göngunni löngu ekki lokið, leitin er eilíf, þó hann hafi létt mönnum okið. Eitt svarið er fengið.en glíman og lífsgátan krefjast að gangan að jötu sé ætíð og sífellt að he§- ast. Þú veittir okkur yl og fegurð, þú brýndir okkur einnig til leitar, hvers meir er hægt að æskja af einum manni? Bjarni Kjartansson. + Sigurður Borgþór Magn- ússon, húsasmíðameistari og matsmaður, Fasteignamati ríkisins, fæddist í Hafnarfirði 7. október 1931. Hann lést í Landspítalanum 6. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 16. janúar. Elsku bróðir minn! Nú er þessum erfiða kafla lok- ið. Eftir stendur falleg minning. Um unga manninn sem fann sér konu, reisti bú og átti börn. Já, enn gerast ævintýri, því börnin fimm, hvert öðru fallegra og ynd- islegra, gerðu eins og þið. Fengu sér maka og halda við þessu hug- ljúfa ævintýri. Að sjá börn vaxa og þroskast er eins og að sjá blóm opna sig. Og blómin urðu mörg, eitt á ég sjálf sem þið hjón hlúðuð að með sömu umhyggju og ykkar eigin. Það blóm fjölgaði sér einn- ig. Ef gleymist að vökva visnar blómið og deyr. Nú þegar allar lindir eru fullar eftir sírennsli sorgar, - kemur í hugann hvort hætta sé á að drekkja blómunum. Ég held þú hafir búið það vel að rótum þeirra að þær þoli það um sinn. Og eftir standi sterkari stilk- ar. Já, elsku Boggi okkar! Magnús Reynir, fjölskylda hans og Hulda systir þakka þér samfylgdina um leið og við biðjum þér guðsbless- unar á nýjum ferðaleiðum og stúlkunni ungu sem gaf þér hönd sína í ævintýraferðina fyrir ljörtíu árum, og stóð við hlið þér til hinstu stundar. Hulda Magnúsdóttir, Magnús Reynir Ástþórs- son og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. RAÐAUa YSINGAR A TVINNUAUGí ÝSINGAR Fræðsluráð málmiðnaðarins óskar að ráða framkvæmdastjóra Framkvæmdastjórinn sér um rekstur Fræðslu- ráðsins, ásamt því að fylgja eftir ákvörðun ráðsins um uppbyggingu og framkvæmd tækninámskeiða fyrir málmiðnaðarmenn, samskipti við yfirvöld mennta- og iðnaðar- mála í landinu og samstarf við innlendar og erlendar tæknistofnanir. Leitað er að einstaklingi með tæknimenntun, auk sveinsprófs, í málmiðngrein. Viðkomandi þarf að hafa góð tök á Norðurlandamáli og ensku og mikil áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum. Fræðsluráð málmiðnaöarins er sameiginlegur vettvangur atvinnurek- anda og launþega. Markmiðið með rekstri þess er m.a. uppbygging og efling fag- og endurmenntunar í málmiönaði. Nánari upplýsingar gefur Bjarni Thoroddsen í síma 897 1545 milli kl. 17.00-19.00 virka daga. Umsóknir sendisttil Fræðsluráðs málmiðn- aðarins, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1704, 121 Reykjavík, fyrir 7. febrúar nk. HÚSNÆÐIIBOÐI Til leigu Til leigu er 80 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg. Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu Mbl., merktar: „T - 15369". FÉLAGSSTARF Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Bakka- og Stekkja- hverfi verður haldinn í Félagsheimilinu, Álfabakka 14, miðvikudaginn 22. janúar nk. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Sólarkaffi ísfirðinga ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega Sólarkaffi á Hótel íslandi laugar- dagskvöldið 25. janúar nk. Húsið opnað kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst hefðbundin dagskrá með kaffi og rjómapönnu- kökum. Halldór Hermannsson flytur hátíðarræðuna og lætur gamminn geysa. Harmóníkuleikari og heljarfjör. Aðeins ísfirskir skemmtikraftar. Gömlu og nýju dansarnir til kl. 03.00 e.m. Nú verður stuð. Aðgangseyrir kr. 2.000, með fordrykk kr. 2.300. Forsala aðgöngumiða á Hótel íslandi laugar- daginn 18. janúar kl. 14.00-16.00. Borð tekin frá á sama tíma. Miða- og borðapantanir auk þess í síma 568 7111 dagana 21.-25. janúar kl. 13.00- 17.00. Greiðslukortaþjónusta. Stjórnin. Uppboð Uppboð munu byrja á skrlfstofu embættislns, Hnjúkabyggð 33, Blönduðsi, þriðjudaginn 21. janúar 1997 kl. 11.00 ð eftirfarandi elgnum: Bjarmaland, Skagaströnd, þingl. eig. Kjartan Stefánsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Blönduósi. Bláland (hluti GH), Skagaströnd, þingl. eig. Guðný Hjartardóttin gerðarbeiðandi Lífeyrissjóöur Norðurlands. Blöndubyggð 9, Blönduósi, þingl. eig. Sigurður Valgeir Jósefsson, gerðarbeiöandi Byggingarsjóöur ríkisins. Efstabraut 2, Blönduósi (3/17 hluti), þingl. eig. Timburvinnsla H.J. hf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Fífusund 17, Hvammstanga, þingl. eig. Elísabet L. Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Hekla hf. og Islandsbanki hf. Hafnarbraut 8, Blönduósi, talin eig. Jóhannes Þóröarson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Blönduósi. Hlíðarbraut 14, Blönduósi, þingl. eig. Þorsteinn Högnason, gerðar- beiöandi íslandsbanki hf. Hvammstangabraut 25, Hvammstanga, þingl. eig. Bragi Arason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur ríkisins. Hvammur 2, Áshreppi, þingl. eig. Gunnar Ástvaldsson og Þuríður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Kaldakinn 1, Torfalækjarhreppi, þingl. eig. Finnur Karl Björnsson, gerðarbeiðendur Islandsbanki hf., Lífeyrissjóður Norðurlands og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Króksstaðir, Ytri-Torfustaðahreppi, þingl. eig. Eggert Rúnar Ingibjarg- arson, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf., Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga og sýslumaðurinn á Blönduósi. Mýrarbraut 18, Blönduósi, þingl. eig. Hallgrímur Stefánsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Ránarbraut 22, Skagaströnd, þingl. eig. Strönd hf., byggingarfélag, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Skúlabraut 15, Biönduósi, þingl. eig. Hekla Birgisdóttir, gerðarbeið- endur Vátryggingafélag Islands hf. og Blönduósbær. Þórshamar, Skagaströnd, eignarhl. gþ., þingl. eig. Einar Ólafur Karls- son, geröarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Blönduósi, 16. janúar 1997. FÉLAGSÚF Cranio Sacral-jöfnun Nám i 3. hl. 1. stigs 14.-20. mars. Uppl. s. 564 1803 og 562 0450. Dagsferö18.janúar Námskeið jeppadeildar, Akstur í snjó, fellur niður. Dagsferð 19. janúar kl. 10.30: Skíðaganga. I Bláfjöll- um er nægur snjór og þar má finna fáfarnar gönguslóðir. Tilvalið að dusta rykið af göngu- skíðunum. Verð kr. 1.000/1.200. Helgarferð 24.-26. jan. kl. 20.00: Þorrablót. Söguferð á slóðir Önnu frá Stóruborg. Gist veröur á Heimalandi. Gönguferðir og kvöldvaka. Fararstjóri Lovísa Christiansen. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG @> ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 19. janúar kl. 10.30 Heiðmörk að vetri-Hólmsborg. Það er skemmtilegt að ganga um Heiðmörkina á öllum árstím- um. Hólmsborg, falleg fjárborg, skoðuð. Verð 700 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri. Brottför frá BS(, austanmegin. Heimkoma um kl. 15.00. Þorraganga frá Mörkinni 6 um Fossvogsdal f Perluna laugar- dagskvöldið 25. janúar kl. 20.00. Þorrablót F.l. og Perlunnar. Þorraferð (þorrablót) f öræfa- sveit 8.-9. febrúar. Gist í Freys- nesi. i þorrablótsferðirnar þarf að panta. Ferðafélag (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.