Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 18
I 18 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT íhaldsflokkurinn í minnihluta á breska þinginu Leggja drög að þingkosn- ingum í mars London. Reuter. The Daily Telegraj)h. HÁTTSETTIR menn í breska Ihalds- flokknum eru sagðir beita sér fyrir því að gengið verði til kosninga sem fyrst, þar sem stjórn flokksins er komin í minnihluta á_____________ þingi. í The Daily Te- legraph er fullyrt að þrátt fyrir að John Major forsætisráðherra vilji sitja eins lengi og mögulegt sé, þ.e. fram í maí, séu margir flokksmanna hans farnir að leggja drög að kosningum. Tveir ráðherrar flokksins, Michael Portillo og Mic- hael Heseltine, lýstu þvl hins vegar yfir í gær að flokksstjórnin vildi helst að kosningar færu fram í maí. Ástæða þessa er að Iain Mills, 56 ára þing- maður íhaldsflokksins, fannst látinn í íbúð sinni á fimmtudag. Þar með lenti stjórnin í minnihluta á þingi, hefur 322 þingmenn en stjórnarand- stæðingar 323, en 18 ár eru frá því að minnihlutastjórn var síðast við völd í Bretlandi. Hefur Verkamanna- flokkurinn hótað að fella stjórn Majors en fyrst verður flokkurinn að ná samkomulagi við aðra stjórn- arandstöðuflokka á þingi. Enn bend- ir fátt til þess að vantrauststillaga sé í uppsiglingu. Þrýstingur á mars-kosningar Major verður að boða til kosninga fyrir 1. maí og þær verður að halda eigi síðar en 22. maí. Þeir sem fylgj- andi eru kosningum fyrr segja að með því geti hann valið kjördag en það sé ekki víst ef stjórn hans verð- John Major ur felld á þingi áður en hann nær að boða til kosninga. íhaldsmenn verða að treysta á flokk sambandssinna á Norður- __________ írlandi til að halda meirihluta á þingi. Það þykir hins vegar ótryggur stuðningur. Þegar ofan á það bæt- ast yfirvofandi auka- kosningar í Wirral, þar sem íhaldsflokknum er spáð tapi, þykja líkurn- ar aukast æ meir á kosningum í mars, eða apríl og hefur 10. apríl verið nefndur í því sam- bandi. Talsmenn forsætis- ráðherrans segja hann enn stefna að kosning- um í maí. Hins vegar eru breytingar á flokksráðstefnunni í Wales, sem var fiýtt fram í febrúar, og auglýsingapantanir taldar glöggt merki um að menn séu að búa sig fyrir alvöru í kosningaslaginn. 18% fylgismunur Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær nýtur íhaldsflokkurinn 32,5% fylgis, Verkamannaflokkur- inn er með 50,5% fylgi og Frjálslynd- ir demókratar 10,5%. Það bendir því allt til þess að íhaldsflokkurinn muni tapa komandi þingkosningum, þrátt fyrir að efna- hagur landsins sé á uppleið. Sigur flokksins í síðustu kosningum varð hins vegar þrátt fyrir kreppu í efna- hagsmálum. Verði þetta niðurstaða kosninganna er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá lokum heimsstyijald- arinnar. Reuter NÁMSMAÐUR í Sofiu klæddi sig sem dauðann sjálfan til að láta í Ijósi álit sitt á stjórn sósíalista í Búlgariu. Stál í stál í Búlgaríu STJÓRN sósíalista í Búlgaríu heldur fast við þá kröfu sína að fá umboð til stjórnarmynd- unar en sagði í gær að viðræð- ur við fulltrúa stjórnarandstöð- unnar gætu hafist þegar Petar Stoyanov, sem var kjörinn for- seti Iandsins á síðasta ári, hefði svarið embættiseið. Stjórnar- andstaðan hunsar þingfundi og segist munu gera það þar til kröfum hennar um að boðað verði til kosninga, verði mætt. Sósíalistar hafa lagt til að kosn- ingar verði í lok ársins en and- stæðingar þeirra á þingi krefj- ast þess að gengið verði til kosninga á næstu vikum. Mótmælendur gengu um göt- ur Búlgaríu í gær, ellefta dag- inn í röð. Ottast stjórnvöld víð- ar á Balkanskaga, t.d. í Alba- níu, að mótmælin muni breiðast út en efnahagsástand er þar víða bágborið og almenning farið að lengja eftir efnahags- umbótum sem stjórnvöld hafa lofað. Malta ræðir við ESB „á eigin hraða“ Róm. Reuter. GEORGE Vella, utanríkisráðherra Möltu, tjáði Lamberto Dini, ítölsk- um starfsbróður sínum, á fundi í Róm að Malta vildi halda áfram viðræðum við Evrópusambandið, þótt umsókn um aðild hefði verið dregin til baka eftir nýleg stjórnarskipti. I fréttatilkynningu ítalska utanríkis- ráðuneytisins segir að ráðherrarnir hafi rætt „nýlegar ákvarðanir malt- nesku ríkisstjórnar- innar og vilja hennar til að viðhalda og þróa samskipti við ESB í öllum sameiginlegum hagsmunamálum." Alfred Sant, nýr forsætisráð- herra Möltu, sagði nýlega að það væri ekki skynsamlegt fyrir landið að gerast aðildarríki ESB í náinni framtíð. „Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei,“ sagði hann í blaða- viðtali. Fyrrverandi ríkisstjóm Möltu lö- gleiddi einhliða stóran hluta af lög- gjöf Evrópusambandsins til að búa landið undir aðild. Sant sagði að því starfi yrði haldið áfram „á eigin hraða“ og óformlegar viðræður við ESB hefðu farið fram eftir stjórnar- skiptin. Hann sagði að Malta vildi koma á fríverzlun með iðnaðarvörur við ESB. Atvinnuleysi í ESB 10,9% Brussel. Reuter. ATVINNULEYSI í ríkjum Evr- ópusambandsins var 10,9% í nóv- ember síðastliðnum og hafði þá verið óbreytt í sjö mánuði. Alls eru rúmlega 18 milljónir manna án atvinnu í aðildarríkj- unum. Að sögn Eurostat, hagstofu ESB, minnkaði atvinnuleysi í nokkrum ríkjum á fyrstu ellefu mánuðum siðasta árs. Mest fækk- aði atvinnulausum í Bretlandi (úr 8,6% í 7,5%), Danmörku (úr 6,6% í 5,5%), Finnlandi (úr 16,2% í 15,3%), Belgpu (úr 10% í 9,5%) og írlandi (úr 12,4% í 11,9%). Á sama tímabili fjölgaði at- vinnulausum í Þýzkalandi úr 8,5% vinnufærra manna í 9,3%. Einnig fjölgaði í Frakklandi, úr 11,8% í 12,5%. Mest er atvinnuleysið á Spáni, 22,3%. Minnst er það hins vegar í Lúxemborg, 3,3%. Eurostat gaf ekki upp tölur um atvinnuleysi í nóvember fyrír Grikkland, Ítalíu og Holland. Að sögn stofnunarinnar var at- vinnuleysi í Bandaríkjunum 5,4% í nóvember og 3,4% í Japan. Atvinnuleysi •> • í ESB-ríkjum |r í okt.-nóvu 1996 jy ESBalls 10,9 10,9 Spánn 22,3 22.3 IB' . I Finnland 15,3 15,0 i&%béí Frakkland 12,5 12,4 CZZZl írland 11,9 12,1 IK Svíþjóð 10,1 10,0 O Belgía 9,5 9,6ffii Þýskaland 9,3 9,1 O Bretland 7,5 7,9 m Portúgal 7,1 7,1 O Holland 6,4® Danmörk 5,5 5,6® Austurríki 4,0 4,1 1 Lúxemborg 3,3 3,2 1 Matartími ráðherra styttur Amsterdam. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild- arrílga Evrópusambandsins fá aðeins klukkustundar langt mat- arhlé á ráðherraráðsfundum á meðan Holland fer með forsætið í ráðherraráðinu næsta hálfa árið. Hans van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, er búinn að fá nóg af nærri þriggja stunda löng- um „vinnuhádegisverði", sem hefð hefur verið fyrir á fundum utanríkisráðherranna. Á næsta fundi ráðherraráðsins í Brussel á mánudag verða dag- skrárefni fundarins afgreidd fyr- ir hádegi og síðan setzt að matar- borðinu, án dagskrár. Að sögn talsmanns hollcnzka utanríkis- ráðuneytisins er þetta „svolítið önnur nálgun að stefnumótun- inni“ en verið hefur. Hollenzka dagblaðið Volk- skrant segir að til þessa hafi há- degisverðarfundir oft verið full- komlega óskipulagðir; í raun hafi margir fundir í einu verið haldnir við borðið og ráðherrunum hafi oft alls ekki borið saman um nið- urstöðu fundarins eftir á. Blaðið segir að eftir fyrsta ráð- herraráðsfundinn, sem hann sat, hafi Van Mierlo látið í ljós furðu á að menn gætu rætt háalvarleg mál á borð við stríðið í Júgóslavíu á milli ljúffengTa laxbita. Góma ETA-leið- toga FRANSKA lögreglan hand- tók í gær, Jose Luis Urrusolo Sistiaga, þriðja æðsta leið- toga hryðjuverkadeildar að- skilnaðarsamtaka baska (ETA), í Bordeaux eftir mik- inn eltingarleik í suðvestur- hluta Frakklands. Talið er að hann hafi stjórnað þjálfun spellvirkja ETA. Var hann vopnaður skammbyssu og bar fölsuð skilríki. Samvinna franskra og spænskra yfir- valda gagnvart starfsemi ETA hefur leitt til handtöku á þriðja hundrað manna á áratug, og hindrað skæruliða í að koma sér upp felustöðum og sprengjuverksmiðjum í Frakklandi. Ahugi á NATO dvínar ÁHUGI Slóvaka á aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) virðist fara dvín- andi. Samkvæmt nýrri könn- un styðja 35,1% aðild, 25,5% eru henni andvíg og 28,1% kváðust óákveðin. I sams- konar könnun sömu stofnun- ar í júní í fyrra studdu 44% aðild en 30% voru andvíg. Yfirvöldum er það hins vegar kappsmál, að Slóvakía verði í hópi fyrstu ríkja, sem aðild fá að NATO þegar stækkun þess á sér stað. Reyndi sjálfs- víg í Pale NIKOLA Koljevic, fyrrver- andi varaforseti Bosníu- Serba, reyndi að stytta sér aldur í skrifstofu sinni í Pale í fyrradag. Var hann meðvit- undarlaus í gær en læknar freistuðu Koljevic þess að bjarga lífi hans. Koljevic er fyrrverandi prófessor við háskólann í Sarajevo og sérfræðingur í bókmenntum Shakespeares. Finnast fóm- arlömb barna- níðinga? LÖGREGLA í borginni Charl- eroi í Belgíu telur sig vera komna á slóð, sem leiða muni til þess, að lík tveggja fórnar- Iamba barnaníðinga finnist í aflaðgri námu í Jumet, út- borg Charleroi. Um er að ræða átta ára pilt, sem hvarf í hafnarborginni Antwerpen fyrir þremur árum, og 12 ára stúlku sem hvarf í bænum Namur í suðurhluta landsins í desember 1989. Ætla aldrei að gefast upp SKÆRULIÐAR perúsku marxistasamtakanna Tupac Amaru, ætla aldrei að gefast upp og hvöttu ríkisstjórn Perú í gær til þess að semja um lausn 74 gísla sem þeir hafa enn í haldi í japanska sendiráðinu í Lima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.