Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 18
I
18 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
íhaldsflokkurinn í minnihluta á
breska þinginu
Leggja drög
að þingkosn-
ingum í mars
London. Reuter. The Daily Telegraj)h.
HÁTTSETTIR menn í breska Ihalds-
flokknum eru sagðir beita sér fyrir
því að gengið verði til kosninga sem
fyrst, þar sem stjórn flokksins er
komin í minnihluta á_____________
þingi. í The Daily Te-
legraph er fullyrt að
þrátt fyrir að John
Major forsætisráðherra
vilji sitja eins lengi og
mögulegt sé, þ.e. fram
í maí, séu margir
flokksmanna hans
farnir að leggja drög
að kosningum. Tveir
ráðherrar flokksins,
Michael Portillo og Mic-
hael Heseltine, lýstu þvl
hins vegar yfir í gær
að flokksstjórnin vildi
helst að kosningar færu
fram í maí.
Ástæða þessa er að
Iain Mills, 56 ára þing-
maður íhaldsflokksins, fannst látinn
í íbúð sinni á fimmtudag. Þar með
lenti stjórnin í minnihluta á þingi,
hefur 322 þingmenn en stjórnarand-
stæðingar 323, en 18 ár eru frá því
að minnihlutastjórn var síðast við
völd í Bretlandi. Hefur Verkamanna-
flokkurinn hótað að fella stjórn
Majors en fyrst verður flokkurinn
að ná samkomulagi við aðra stjórn-
arandstöðuflokka á þingi. Enn bend-
ir fátt til þess að vantrauststillaga
sé í uppsiglingu.
Þrýstingur á mars-kosningar
Major verður að boða til kosninga
fyrir 1. maí og þær verður að halda
eigi síðar en 22. maí. Þeir sem fylgj-
andi eru kosningum fyrr segja að
með því geti hann valið kjördag en
það sé ekki víst ef stjórn hans verð-
John Major
ur felld á þingi áður en hann nær
að boða til kosninga.
íhaldsmenn verða að treysta á
flokk sambandssinna á Norður-
__________ írlandi til að halda
meirihluta á þingi. Það
þykir hins vegar
ótryggur stuðningur.
Þegar ofan á það bæt-
ast yfirvofandi auka-
kosningar í Wirral, þar
sem íhaldsflokknum er
spáð tapi, þykja líkurn-
ar aukast æ meir á
kosningum í mars, eða
apríl og hefur 10. apríl
verið nefndur í því sam-
bandi.
Talsmenn forsætis-
ráðherrans segja hann
enn stefna að kosning-
um í maí. Hins vegar
eru breytingar á
flokksráðstefnunni í
Wales, sem var fiýtt fram í febrúar,
og auglýsingapantanir taldar glöggt
merki um að menn séu að búa sig
fyrir alvöru í kosningaslaginn.
18% fylgismunur
Samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í gær nýtur íhaldsflokkurinn
32,5% fylgis, Verkamannaflokkur-
inn er með 50,5% fylgi og Frjálslynd-
ir demókratar 10,5%.
Það bendir því allt til þess að
íhaldsflokkurinn muni tapa komandi
þingkosningum, þrátt fyrir að efna-
hagur landsins sé á uppleið. Sigur
flokksins í síðustu kosningum varð
hins vegar þrátt fyrir kreppu í efna-
hagsmálum. Verði þetta niðurstaða
kosninganna er það í fyrsta sinn sem
slíkt gerist frá lokum heimsstyijald-
arinnar.
Reuter
NÁMSMAÐUR í Sofiu klæddi sig sem dauðann sjálfan til að láta
í Ijósi álit sitt á stjórn sósíalista í Búlgariu.
Stál í stál í Búlgaríu
STJÓRN sósíalista í Búlgaríu
heldur fast við þá kröfu sína
að fá umboð til stjórnarmynd-
unar en sagði í gær að viðræð-
ur við fulltrúa stjórnarandstöð-
unnar gætu hafist þegar Petar
Stoyanov, sem var kjörinn for-
seti Iandsins á síðasta ári, hefði
svarið embættiseið. Stjórnar-
andstaðan hunsar þingfundi og
segist munu gera það þar til
kröfum hennar um að boðað
verði til kosninga, verði mætt.
Sósíalistar hafa lagt til að kosn-
ingar verði í lok ársins en and-
stæðingar þeirra á þingi krefj-
ast þess að gengið verði til
kosninga á næstu vikum.
Mótmælendur gengu um göt-
ur Búlgaríu í gær, ellefta dag-
inn í röð. Ottast stjórnvöld víð-
ar á Balkanskaga, t.d. í Alba-
níu, að mótmælin muni breiðast
út en efnahagsástand er þar
víða bágborið og almenning
farið að lengja eftir efnahags-
umbótum sem stjórnvöld hafa
lofað.
Malta ræðir
við ESB „á
eigin hraða“
Róm. Reuter.
GEORGE Vella, utanríkisráðherra
Möltu, tjáði Lamberto Dini, ítölsk-
um starfsbróður sínum, á fundi í
Róm að Malta vildi halda áfram
viðræðum við Evrópusambandið,
þótt umsókn um aðild hefði verið
dregin til baka eftir
nýleg stjórnarskipti.
I fréttatilkynningu
ítalska utanríkis-
ráðuneytisins segir
að ráðherrarnir hafi
rætt „nýlegar
ákvarðanir malt-
nesku ríkisstjórnar-
innar og vilja hennar til að viðhalda
og þróa samskipti við ESB í öllum
sameiginlegum hagsmunamálum."
Alfred Sant, nýr forsætisráð-
herra Möltu, sagði nýlega að það
væri ekki skynsamlegt fyrir landið
að gerast aðildarríki ESB í náinni
framtíð. „Auðvitað á maður aldrei
að segja aldrei,“ sagði hann í blaða-
viðtali.
Fyrrverandi ríkisstjóm Möltu lö-
gleiddi einhliða stóran hluta af lög-
gjöf Evrópusambandsins til að búa
landið undir aðild. Sant sagði að
því starfi yrði haldið áfram „á eigin
hraða“ og óformlegar viðræður við
ESB hefðu farið fram eftir stjórnar-
skiptin. Hann sagði að Malta vildi
koma á fríverzlun með iðnaðarvörur
við ESB.
Atvinnuleysi
í ESB 10,9%
Brussel. Reuter.
ATVINNULEYSI í ríkjum Evr-
ópusambandsins var 10,9% í nóv-
ember síðastliðnum og hafði þá
verið
óbreytt í sjö
mánuði. Alls
eru rúmlega
18 milljónir
manna án
atvinnu í
aðildarríkj-
unum.
Að sögn Eurostat, hagstofu
ESB, minnkaði atvinnuleysi í
nokkrum ríkjum á fyrstu ellefu
mánuðum siðasta árs. Mest fækk-
aði atvinnulausum í Bretlandi (úr
8,6% í 7,5%), Danmörku (úr 6,6%
í 5,5%), Finnlandi (úr 16,2% í
15,3%), Belgpu (úr 10% í 9,5%) og
írlandi (úr 12,4% í 11,9%).
Á sama tímabili fjölgaði at-
vinnulausum í Þýzkalandi úr 8,5%
vinnufærra manna í 9,3%. Einnig
fjölgaði í Frakklandi, úr 11,8% í
12,5%.
Mest er atvinnuleysið á Spáni,
22,3%. Minnst er það hins vegar
í Lúxemborg, 3,3%.
Eurostat gaf ekki upp tölur um
atvinnuleysi í nóvember fyrír
Grikkland, Ítalíu og Holland.
Að sögn stofnunarinnar var at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum 5,4%
í nóvember og 3,4% í Japan.
Atvinnuleysi •> •
í ESB-ríkjum |r
í okt.-nóvu
1996 jy
ESBalls 10,9 10,9
Spánn 22,3 22.3 IB' . I
Finnland 15,3 15,0 i&%béí
Frakkland 12,5 12,4 CZZZl
írland 11,9 12,1 IK
Svíþjóð 10,1 10,0 O
Belgía 9,5 9,6ffii
Þýskaland 9,3 9,1 O
Bretland 7,5 7,9 m
Portúgal 7,1 7,1 O
Holland 6,4®
Danmörk 5,5 5,6®
Austurríki 4,0 4,1 1
Lúxemborg 3,3 3,2 1
Matartími
ráðherra
styttur
Amsterdam. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arrílga Evrópusambandsins fá
aðeins klukkustundar langt mat-
arhlé á ráðherraráðsfundum á
meðan Holland fer með forsætið
í ráðherraráðinu næsta hálfa árið.
Hans van Mierlo, utanríkisráð-
herra Hollands, er búinn að fá
nóg af nærri þriggja stunda löng-
um „vinnuhádegisverði", sem
hefð hefur verið fyrir á fundum
utanríkisráðherranna.
Á næsta fundi ráðherraráðsins
í Brussel á mánudag verða dag-
skrárefni fundarins afgreidd fyr-
ir hádegi og síðan setzt að matar-
borðinu, án dagskrár. Að sögn
talsmanns hollcnzka utanríkis-
ráðuneytisins er þetta „svolítið
önnur nálgun að stefnumótun-
inni“ en verið hefur.
Hollenzka dagblaðið Volk-
skrant segir að til þessa hafi há-
degisverðarfundir oft verið full-
komlega óskipulagðir; í raun hafi
margir fundir í einu verið haldnir
við borðið og ráðherrunum hafi
oft alls ekki borið saman um nið-
urstöðu fundarins eftir á.
Blaðið segir að eftir fyrsta ráð-
herraráðsfundinn, sem hann sat,
hafi Van Mierlo látið í ljós furðu
á að menn gætu rætt háalvarleg
mál á borð við stríðið í Júgóslavíu
á milli ljúffengTa laxbita.
Góma
ETA-leið-
toga
FRANSKA lögreglan hand-
tók í gær, Jose Luis Urrusolo
Sistiaga, þriðja æðsta leið-
toga hryðjuverkadeildar að-
skilnaðarsamtaka baska
(ETA), í Bordeaux eftir mik-
inn eltingarleik í suðvestur-
hluta Frakklands. Talið er
að hann hafi stjórnað þjálfun
spellvirkja ETA. Var hann
vopnaður skammbyssu og
bar fölsuð skilríki. Samvinna
franskra og spænskra yfir-
valda gagnvart starfsemi
ETA hefur leitt til handtöku
á þriðja hundrað manna á
áratug, og hindrað skæruliða
í að koma sér upp felustöðum
og sprengjuverksmiðjum í
Frakklandi.
Ahugi á
NATO dvínar
ÁHUGI Slóvaka á aðild að
Atlantshafsbandalaginu
(NATO) virðist fara dvín-
andi. Samkvæmt nýrri könn-
un styðja 35,1% aðild, 25,5%
eru henni andvíg og 28,1%
kváðust óákveðin. I sams-
konar könnun sömu stofnun-
ar í júní í fyrra studdu 44%
aðild en 30% voru andvíg.
Yfirvöldum er það hins vegar
kappsmál, að Slóvakía verði
í hópi fyrstu ríkja, sem aðild
fá að NATO þegar stækkun
þess á sér stað.
Reyndi sjálfs-
víg í Pale
NIKOLA Koljevic, fyrrver-
andi varaforseti Bosníu-
Serba, reyndi að stytta sér
aldur í
skrifstofu
sinni í Pale
í fyrradag.
Var hann
meðvit-
undarlaus í
gær en
læknar
freistuðu
Koljevic þess að
bjarga lífi
hans. Koljevic er fyrrverandi
prófessor við háskólann í
Sarajevo og sérfræðingur í
bókmenntum Shakespeares.
Finnast fóm-
arlömb barna-
níðinga?
LÖGREGLA í borginni Charl-
eroi í Belgíu telur sig vera
komna á slóð, sem leiða muni
til þess, að lík tveggja fórnar-
Iamba barnaníðinga finnist í
aflaðgri námu í Jumet, út-
borg Charleroi. Um er að
ræða átta ára pilt, sem hvarf
í hafnarborginni Antwerpen
fyrir þremur árum, og 12 ára
stúlku sem hvarf í bænum
Namur í suðurhluta landsins
í desember 1989.
Ætla aldrei
að gefast upp
SKÆRULIÐAR perúsku
marxistasamtakanna Tupac
Amaru, ætla aldrei að gefast
upp og hvöttu ríkisstjórn
Perú í gær til þess að semja
um lausn 74 gísla sem þeir
hafa enn í haldi í japanska
sendiráðinu í Lima.