Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HEiT KARTÖFLUMLJ5 i setja þær í matvinnsluvél fyrst til að ná þeim ■■ iBATUR fylgir tískusveiflum rétt IW/Beins og fiestir aðrir hlutir og ólík- I W ■ legustu réttir og hráefni geta skyndilega komist í tísku. Kartöflumús hef- ur ekki verið hátt skrifuð á Islandi til þessa og gjarnan flokkuð með plokkfiski og öðrum shkum lausnum við matargerð í umræðu manna á meðal. Þetta er óréttlátt gagnvart þessum ágæta rétti, sem getur verið mjög fjölbreytilegur og er þar að auki í mikilli tísku vestanhafs þessa stundina ef marka má fréttir. Kartöflur eru til margs nytsamlegar og mörg verkfæri hafa verið hönnuð til að vinna úr þeim og er líklega eitt hið þekktasta kart- öflustapparinn, sem einmitt er notaður við gerð kartöflumúsar. Mús er raunar yfirleitt dregið af franska orðinu mousse, sem er raunar líklega misskilningur því mousse de pommes de terre er ekki til á franskri tungu. Tala frakkar um kartöflu-purée. Misskiln- ingur þessi skrifast samt eflaust frekar á Dani en íslendinga því íslenska orðið er tek- ið beint úr skandinavískunni. Danir tala um kartoffelmos en Svíar um potatismos. Frægasta kartöflumús í heimi og líklegast sú besta var matreidd af franska meistara- kokkinum Joel Robuchon á veitingastað hans í París, sem raunar var lokað sl. haust er Robuchon ákvað að snúa sér að öðrum hlutum. Robuchon notaði líka bestu fáardegu hráefni í músina sína og ótrúlegt magn af smjöri. En nú er svo komið að það er ekki bara ns Kartöflumús þykir mörgum ekki ýkja merkilejfir matur. Steingrímur Sigurgeirsson segir hana hi: vegar vera eitt það heitasta í matartískunni í Bandaríkjunum þessa stundina. s kartöflumúsin hans Robuchons sem er í sviðsljósinu heldur þessi merki réttur sem slíkur. Bandaríska fagtímaritið Restaurants and Institutions, sem er helsta fagtímarit matreiðslumanna og veitingahúsageirans vestanhafs, lýsti því yfir nú á dögunum að kartöflumús væri „réttur ársins 1996“ og sló þar með út í harðri samkeppni hrátt sjávar- fang og heimilismat frá Suðurríkjunum. Áhersla á heilnæmi Tímaritið, sem nær til 175 þúsund veit- ingamanna í Bandaríkjunum, segir kart- öflumús vera þann rétt sem sé í mestu sam- ræmi við þá strauma sem eru ríkjandi meðal neytenda og veitingahúsa. Tíðarandinn byggist á því að menn séu að leita fyrir sér í alþjóðlegri matargerð og bragðupplifunum frá einstaka svæðum í heiminum, áherslan sé á heilnæmi og næringargildi fæðunnar, menn vilji stærri skammta, möguleika á spennandi útfærslum og rétti sem krefjast ekki jafnmikillar vinnu í eldhúsinu. setja þær í matvinnsluvél fyrst til að ná þeim vel maukuðum. Maukið er síðan hitað upp með mjólk og smjöri. Magn smjörsins ræðst af efnum og aðstæðum og kannski ekki síst því hversu áfram menn eru um að passa lín- urnar. Vilji menn músina sem besta má smjörmagnið fara yfir 100 g á hvert kíló af kartöflum. Séu menn að passa sig er hægt að henda í smjörklípu. Og nú geta menn gert það sem þeir vilja. Sjálfum finnst mér mjög gott að bæta saxaðri steinselju út í músina, ekki síst ef bera á hana fram með nautakjöti. Einnig er hægt að nota sýrðan rjóma, rifinn ferskan Parmigiano-ost, létt svissaðan lauk eða Dijon-sinnep. Allt eftir smekk hvers og eins og það sama á við um salt og pipar. í Frakklandi eru margir réttir úr kartöfl- um kenndir við Parmentier og einn þeirra byggist á því að nautahakki, sem steikt hefur verið með lauk, er bætt út í tilbúna músina. Parmentier kom raunar ekki fyrstu með kartöflurnar til Frakklands líkt og margir halda en hann kynntist þeim er hann var stríðsfangi í Þýskalandi á átjándu öld og varði stórum hluta ævi sinnar í að kynna þetta hráefni fyrir Frökkum. Fræg er máltíð er hann efndi til fyrir Benjamín Franklin þar sem kartöflur voru uppistaða allra rétta. Án hans væri kartaflan líklega ekki það sem hún er í dag. Loks þegar menn hafa gert músina eftir sínu höfði er hægt að setja hana í skál og bera hana fram eða þá að hita hana um stund í ofni áður en hún er snædd en þá verður áferð hennar önnur. Ritstjóri tímaritsins sagði þegar hann kynnti ákvörðunina að áður fyrr hefði kart- öflumús verið hluti af einfaldri heimihsmat- argerð Bandaríkjamanna en nú væri hún farin að gegna lykilhlutverki allt frá Mið- jarðarhafínu til Asíu. Það er því greinilega tímabært að við ís- lendingar tökum kartöflumúsina í sátt og hefjum hana til vegs og virðingar á ný. Robuchon hefur fyrir löngu sannað að kart- öflumús getur verið sælkeramatur og hún getur orðið Ijúffeng jafnvel þótt menn gangi ekki jafnlangt og hann í notkun dýrra hrá- efna. Kartöflumús er til að mynda eitt hið besta sem hægt er að fá með góðu nauta- kjöti, sé hún rétt matreidd, og einnig er mér enn í fersku minni einhver ljúffengasta kart- öflumús er ég hef bragðað er framreidd var með steiktum grænum ólívum og önd í kvöldverðarboði í Chateau Pichon-Longue- ville í Bordeaux fyrir nokkrum misserum. Allt leyfílegt Hver hefur sína áðferð við kartöflumúsina en ég myndi þó ráða mönnum frá því að sykra hana líkt og lengi vel tíðkaðist hér á íslandi líkt og með flest annað raunar. Grundvallaratriðin eru hins vegar oftast þau sömu. Veljið góðar kartöflur og sjóðið þær í söltu vatni þar til þær eru orðnar mjúkar. Leyfið þeim að kólna og skrælið þær. Þá er hægt að stappa þær og jafnvel vilja sumir Þarf heilbrigt fólk að fara til sálfræðings? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er þörf á að heilbrigt fólk fari til sálfræðings eða geð- læknis til þess að verða enn þá heilbrigðara? Svar: Heilbrigði er ákaflega teygjanlegt hugtak. Menn eru misjafnlega heilbrigðir og fáir, kannski engir, eru alheilbrigðir ef grannt er skoðað. Það fer eftir því hvemig við skilgreinum heilbrigði. Allir hafa sín vandamál í mismikl- um mæli og tekst misvel að ráða fram úr þeim. Það er löng hefð fyrir því að þegar þú leitar læknis ertu skilgreindur sem sjúklingur. Kannski ertu bara að láta hann mæla sjónina til að fá ökuskírteini, en í samskiptum við lækninn ertu í hlutverki sjúklings, jafnvel þótt ekkert ami raunverulega að þér. Að sjálfsögðu leitarðu oftar til læknis vegna þess að þér líður illa eða ert veikur, enda beinist fag- menntun lækna að því að lækna sjúkdóma. Þessu er öðruvísi farið hvað snertir sálfræðinga. Menntun þeirra beinist einkum að því að skoða og skilgreina hið normala sálarlíf, hvernig það þroskast stig af stigi, hvemig atferli mótast og af hvaða hvötum viðbrögð manna stafa. Margir sálfræðingar vinna því eingöngu við fræðastörf, rannsóknir og kennslu. Sálfræð- ingar í þjónustustörfum vinna bæði utan og innan sjúkrastofn- ana, en sinna í mun meira mæli en læknar vandamálum daglegs lífs, reyna að leysa úr vandamál- um fólks eða hjálpa því til betra lífs án þess að skilgreina það sem sjúklinga. Þeir gera athuganir á og veita ráðgjöf börnum og full- orðnum sem ekki hafa endilega geðræn sjúkdómseinkenni í hefð- bundnum skilningi. Þeir sinna námserfiðleikum og aðlögunar- vandamálum skólabarna og ung- linga og veita foreldrum uppeldis- Heilbrigði ráðgjöf. Þeir starfa ásamt öðm fagfólki að heilsuvernd og for- vörnum við sérstakar þjónustu- stofnanir, t.d. félagsmálastofnan- ir og fjölskylduþjónustu kirkj- unnar. Á þessa staði leitar að meirihluta tiltölulega heilbrigt fólk til að fá lausn á ýmiss konar vanda, þótt einnig komi þangað fólk sem á við geðræn sjúkdóms- einkenni að stríða. Sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í rannsókn- um og sálfræðilegri meðferð á fólki með geðræna sjúkdóma starfa fremur á geðdeildum sjúkrahúsanna eða einkastofum. Auk ráðgjafar og meðferðar á einkastofum bjóða sálfræðingar oft upp á námskeið fyrir fólk sem vill efla þroska sinn og bæta að- lögunarhæfni sína. Námskeið í sjálfstyrkingu og kvíðastjómun eru dæmi um þetta. Kvíði er al- menn og heilbrigð tilfinning en ekki sjúkdómseinkenni, ef hann er raunhæfur og innan hóflegra marka. Margir vilja hins vegar kunna ráð til að stilla kvíða sinn og það má þjálfa og kenna sál- fræðilegar aðferðir til þess. Áfallahjálp er enn eitt dæmi um þjónustu við heilbrigt fólk, sem orðið hefur fyrir skyndilegum áföllum vegna náttúruhamfara, slysa eða dauða ástvinar. Tíma- bundin áfallastreita er eðlileg undir vissum kringumstæðum, en getur þróast í sjúklegt ástand ef ekkert er að gert. Áfallahjálp er þvi bæði hjálp við fólk í nauðum og forvamarstarf fyrir heilbrigt fólk. Enn em þeir sem ekki eiga við nein sjáanleg vandamál að stríða, heilbrigt fólk sem leitar til sál- fræðinga eða geðlækna og er í meðferðarviðtölum hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Slíkir einstaklingar leita að meiri lífs- fyllingu, vilja komast í betri tengsl við sjálfa sig og aðra og efla hæfileika sína til að lifa betra lífi. Það verður að vera þeirra eig- ið mat hvort þeir hafi þörf fyrir sl£k viðtöl og það fer væntanlega eftir því hvað þau gefa þeim og hvem árangur þeir sjá. Það hefur stundum verið sagt að til þess að einstaklingur hafi verulegt gagn af sálkönnun og skyldum aðferð- um þurfi hann að vera heilsteypt- ur og vel greindur og hafa bæði hæfileika og vilja til að skoða sál- arfylgsni sín. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur Á hjarta. Tekið er á móii spumingum Á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fnx 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.