Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Fordæmislaus pínukvóti ÁSTAND sjávarútvegsmála á Vestfjörðum hefur á seinni árum verið slíkt, að af því hefur lagt pólitískan ódaun, einkum þegar sumum hefur verið ívilnað, en á slíkum bikar ættu sannir Vestfirð- ingar ekki að þurfa að bergja. Kvótavandræði á Vestfjörðum Mér hnykkti við orð fyrrv. flokks- bróður míns, Péturs_ Sigurðssonar, verkalýðsforingja á ísafirði, í sjón- varpinu um daginn er hann sagðist ' hafa fyrir fimm arum áttað sig á nauðsyn þess, að ísfirðingar keyptu kvóta, en útvegsmenn á ísafirði hafa á síðustu tímum einmitt keypt kvóta, aðallega frá nærliggj- andi byggðarlögum, en með því hefur vinna verið tekin af verka- fólki á þeim stöðum og færð til ísafjarðar. Vissulega geta slíkar aðgerðir átt rétt á sér út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Það er hæp- in stefna, að hin minni sjávarpláss hafi hvert sitt frystihús og einn togara eða svo. Hag- kvæmast væri, að Gunnlaugur Þórðarson sjávarútvegssvæðin væru hvert um sig fáar en stórar einingar á landinu með einu full- komnu frystihúsi og nokkrum togurum og bátum. Þannig hefði ísafjörður átt að vera megin útvegspláss á norðanverðum Vest- fjörðum. Jarðgöng tengja nú öll pláss norðan Þingeyrar, þannig að aðeins er um hálftíma akstur á milli ísafjarðar og þessara kauptúna, nema til Eftir stendur pínukvóti, segir Gimnlaugur Þórðarson, og 2,5 til 3 milljarða beinn niður- skurður á þjóðartekjum. Þingeyrar, en þangað er akstur um stundarfjórðungi lengri. Það er vor- kunnarlaust að aka í 20-30 mínút- ur í vinnu. Patreksfjörður hefði á sama hátt átt að vera aðalútvegsplássið á syðri hluta Vestfjarða. Þvottavélar • Þurrkarar • ísskápar • Frystiskápar • Frystikistur • Bakarofnar • Helluborð • Gufugleypar w "O c CQ ■Q ~o c æ w Q. cO > c 'O 00 CQ V— _CQ CO 4-» 'CO X '^2 ÍB •4—* co Q. \_ cö > 4—* '3 cð i_ Cö ÁC © > Q. s_ CÖ > =) CÖ 4—» i_ >^ c cn cn U) © CD 'O Jsí © T3 CÖ © CÖ > cö E M W © X cö E © co o Glæsilegt úrval heimilis- sjónvarps- og hljómflutningstækja Frábær tilboðsverð! Verð fW. 'ísská !l,'Uur Ve**ð ?*.ysti°kéPar, 'Fystiki Verö frá; St UlM Urvaif • Verð«okk Verd frá: ar* Takijharkaö lagn Renn K^kavéi Öll helstu merkirr. CREDA frá General Electric Finlux • Mitsubishi Edesa • Siemens Philips • Hitachi Grundig • Fagor AEG • Moulinex Braun • Sony Teba • Nardí ancf/ vatn« Við erum í næsta húsi við IKEA RflFTítKJílPERZLUN ISLUNDS If Skútuvogi 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 7766 ísskápar • Hárblásarar • Krullutangir • hárburstar • Hárrúllur • Baðvogir • Eídhúsvogir • Kaffikönnur Því má ekki gleyma, að eiginlega hefur slík byiting orðið hér í höfuð- borginni, þar sem áður voru um 10 frystihús, en er nú aðeins eitt, Grandi. Enginn hefur kveinkað sér undan þeirri breytingu, sem var nauðsyn. Guðbjörgin missti kvóta á Flæmska hattinum Nú hafa eigendur Guðbjargar- innar, flaggskips veiðiskipaflotans, dugmiklir ísfirskir útgerðarmenn, gefist upp á að reka skipið fyrir eigin reikning og beijast nú við að halda því með samstarfi við at- hafnasama útgerðannenn á Akur- eyri. Ástæður fyrir uppgjöfinni segja þeir vera kvótaleysi. Enginn annar en sjávarútvegsráðherra ber ábyrgð á þessu kvótaleysi. Sök sjávarútvegs- ráðherrans alvarleg Öllum má vera ljóst, að það var fordæmislaust glapræði hjá sjávar- útvegsráðherra að skera kvótann á Flæmska hattinum niður að því marki, sem gert var. Eftir stendur pínukvóti og 2,5-3 milljarða beinn niðurskurður á þjóðartekjum. Eigendur Guðbjargarinnar, sem aðallega var látin veiða á Flæmska hattinum, eru meðal þeirra útgerð- armanna, sem horft hafa á eftir tveimur þriðju hlutum eðlilegs kvóta á Flæmska hattinum, sjálfu úthafinu, og verða fyrir niðurskurð- arhnífi sjávarútvegsráðherrans, Þorsteins Pálssonar. Þetta er svo alvarleg stjórnvalds- ákvörðun, að engu tali tekur og mun hafa í för með sér, að margir útgerðarmenn verða að hætta út- gerð og hundruð sjómanna og verkafólks missir atvinnuna. Vonlaus hollusta við erlenda ráðherra Augljóst er, að með þessum verknaði gerir sjávarútvegsráð- herra sér von um, að hann falii í mjúkan faðm erlendra sjávarút- vegsráðherra. Slíkt eru algjörar gyllivonir. Tveir Einarar á þingi samsekir Ákvörðun um pínukvótann á Flæmska hattinum var tekin af sjávarútvegsráðherra með atbeina og í sérstöku skjóli Einaranna, þing- manna Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum, nær þeir ásamt öðrum skammsýnum þingmönnum, sam- þykktu löggjöfina um úthafsveiðar og þar með kvóta á veiðar íslenskra skipa á öllum heimsins höfum. Löggjöfin um úthafsveiðar veitti ráðherranum allt of mikið vald til að ráðskast með fjöregg þjóðarinn- ar, án hlutdeildar Alþingis. Bjarnargreiði ráðherrans Þess má minnast, að nýlega töldu eigendur Guðbjargarinnar, auð- heyrilega. útgerð illa rekna á Vest- fjörðum. í því efni er við fyrrver- andi ráðherra að sakast, sem með meiriháttar aðstöðu í Byggðastofn- un jós peningum í dauðvona fyrir- tæki á Vestfjörðum. Slíkt ráðslag er án efa einn argasti bjarnargreiði við menn sem og vonlaus fyrir- tæki, um leið og það eyðileggur samképpnisaðstöðu annarra. Nú skellir hann bara hurðum vestra. Það er einasta svar hans, enda orð- inn áhrifalaus. Dapurlegt er að hugsa til þess, að sú stækkaða landhelgi, sem dug- miklir íslenskir útgerðarmenn hafa á sinn hátt helgað þjóðinni, skuli verða skert með dæmalausu penna- striki sjávarútvegsráðherrans. Trúlegt er að innan tíðar muni Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í jafn fráleitri þjónkun við erlenda starfsbræður sína, sjávarút- vegsráðherra annarra landa, skerða veiði á Reykjaneshrygg á jafn hörmulegan hátt og á Flæmska hattinum. Pólitískan ódaun leggur ennþá einu sinni af völdum sjávarútvegs- ráðherrans um land allt. Höfundur er hæstaréttarlögTnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.