Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 18.01.1997, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Fordæmislaus pínukvóti ÁSTAND sjávarútvegsmála á Vestfjörðum hefur á seinni árum verið slíkt, að af því hefur lagt pólitískan ódaun, einkum þegar sumum hefur verið ívilnað, en á slíkum bikar ættu sannir Vestfirð- ingar ekki að þurfa að bergja. Kvótavandræði á Vestfjörðum Mér hnykkti við orð fyrrv. flokks- bróður míns, Péturs_ Sigurðssonar, verkalýðsforingja á ísafirði, í sjón- varpinu um daginn er hann sagðist ' hafa fyrir fimm arum áttað sig á nauðsyn þess, að ísfirðingar keyptu kvóta, en útvegsmenn á ísafirði hafa á síðustu tímum einmitt keypt kvóta, aðallega frá nærliggj- andi byggðarlögum, en með því hefur vinna verið tekin af verka- fólki á þeim stöðum og færð til ísafjarðar. Vissulega geta slíkar aðgerðir átt rétt á sér út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Það er hæp- in stefna, að hin minni sjávarpláss hafi hvert sitt frystihús og einn togara eða svo. Hag- kvæmast væri, að Gunnlaugur Þórðarson sjávarútvegssvæðin væru hvert um sig fáar en stórar einingar á landinu með einu full- komnu frystihúsi og nokkrum togurum og bátum. Þannig hefði ísafjörður átt að vera megin útvegspláss á norðanverðum Vest- fjörðum. Jarðgöng tengja nú öll pláss norðan Þingeyrar, þannig að aðeins er um hálftíma akstur á milli ísafjarðar og þessara kauptúna, nema til Eftir stendur pínukvóti, segir Gimnlaugur Þórðarson, og 2,5 til 3 milljarða beinn niður- skurður á þjóðartekjum. Þingeyrar, en þangað er akstur um stundarfjórðungi lengri. Það er vor- kunnarlaust að aka í 20-30 mínút- ur í vinnu. Patreksfjörður hefði á sama hátt átt að vera aðalútvegsplássið á syðri hluta Vestfjarða. Þvottavélar • Þurrkarar • ísskápar • Frystiskápar • Frystikistur • Bakarofnar • Helluborð • Gufugleypar w "O c CQ ■Q ~o c æ w Q. cO > c 'O 00 CQ V— _CQ CO 4-» 'CO X '^2 ÍB •4—* co Q. \_ cö > 4—* '3 cð i_ Cö ÁC © > Q. s_ CÖ > =) CÖ 4—» i_ >^ c cn cn U) © CD 'O Jsí © T3 CÖ © CÖ > cö E M W © X cö E © co o Glæsilegt úrval heimilis- sjónvarps- og hljómflutningstækja Frábær tilboðsverð! Verð fW. 'ísská !l,'Uur Ve**ð ?*.ysti°kéPar, 'Fystiki Verö frá; St UlM Urvaif • Verð«okk Verd frá: ar* Takijharkaö lagn Renn K^kavéi Öll helstu merkirr. CREDA frá General Electric Finlux • Mitsubishi Edesa • Siemens Philips • Hitachi Grundig • Fagor AEG • Moulinex Braun • Sony Teba • Nardí ancf/ vatn« Við erum í næsta húsi við IKEA RflFTítKJílPERZLUN ISLUNDS If Skútuvogi 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 7766 ísskápar • Hárblásarar • Krullutangir • hárburstar • Hárrúllur • Baðvogir • Eídhúsvogir • Kaffikönnur Því má ekki gleyma, að eiginlega hefur slík byiting orðið hér í höfuð- borginni, þar sem áður voru um 10 frystihús, en er nú aðeins eitt, Grandi. Enginn hefur kveinkað sér undan þeirri breytingu, sem var nauðsyn. Guðbjörgin missti kvóta á Flæmska hattinum Nú hafa eigendur Guðbjargar- innar, flaggskips veiðiskipaflotans, dugmiklir ísfirskir útgerðarmenn, gefist upp á að reka skipið fyrir eigin reikning og beijast nú við að halda því með samstarfi við at- hafnasama útgerðannenn á Akur- eyri. Ástæður fyrir uppgjöfinni segja þeir vera kvótaleysi. Enginn annar en sjávarútvegsráðherra ber ábyrgð á þessu kvótaleysi. Sök sjávarútvegs- ráðherrans alvarleg Öllum má vera ljóst, að það var fordæmislaust glapræði hjá sjávar- útvegsráðherra að skera kvótann á Flæmska hattinum niður að því marki, sem gert var. Eftir stendur pínukvóti og 2,5-3 milljarða beinn niðurskurður á þjóðartekjum. Eigendur Guðbjargarinnar, sem aðallega var látin veiða á Flæmska hattinum, eru meðal þeirra útgerð- armanna, sem horft hafa á eftir tveimur þriðju hlutum eðlilegs kvóta á Flæmska hattinum, sjálfu úthafinu, og verða fyrir niðurskurð- arhnífi sjávarútvegsráðherrans, Þorsteins Pálssonar. Þetta er svo alvarleg stjórnvalds- ákvörðun, að engu tali tekur og mun hafa í för með sér, að margir útgerðarmenn verða að hætta út- gerð og hundruð sjómanna og verkafólks missir atvinnuna. Vonlaus hollusta við erlenda ráðherra Augljóst er, að með þessum verknaði gerir sjávarútvegsráð- herra sér von um, að hann falii í mjúkan faðm erlendra sjávarút- vegsráðherra. Slíkt eru algjörar gyllivonir. Tveir Einarar á þingi samsekir Ákvörðun um pínukvótann á Flæmska hattinum var tekin af sjávarútvegsráðherra með atbeina og í sérstöku skjóli Einaranna, þing- manna Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum, nær þeir ásamt öðrum skammsýnum þingmönnum, sam- þykktu löggjöfina um úthafsveiðar og þar með kvóta á veiðar íslenskra skipa á öllum heimsins höfum. Löggjöfin um úthafsveiðar veitti ráðherranum allt of mikið vald til að ráðskast með fjöregg þjóðarinn- ar, án hlutdeildar Alþingis. Bjarnargreiði ráðherrans Þess má minnast, að nýlega töldu eigendur Guðbjargarinnar, auð- heyrilega. útgerð illa rekna á Vest- fjörðum. í því efni er við fyrrver- andi ráðherra að sakast, sem með meiriháttar aðstöðu í Byggðastofn- un jós peningum í dauðvona fyrir- tæki á Vestfjörðum. Slíkt ráðslag er án efa einn argasti bjarnargreiði við menn sem og vonlaus fyrir- tæki, um leið og það eyðileggur samképpnisaðstöðu annarra. Nú skellir hann bara hurðum vestra. Það er einasta svar hans, enda orð- inn áhrifalaus. Dapurlegt er að hugsa til þess, að sú stækkaða landhelgi, sem dug- miklir íslenskir útgerðarmenn hafa á sinn hátt helgað þjóðinni, skuli verða skert með dæmalausu penna- striki sjávarútvegsráðherrans. Trúlegt er að innan tíðar muni Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í jafn fráleitri þjónkun við erlenda starfsbræður sína, sjávarút- vegsráðherra annarra landa, skerða veiði á Reykjaneshrygg á jafn hörmulegan hátt og á Flæmska hattinum. Pólitískan ódaun leggur ennþá einu sinni af völdum sjávarútvegs- ráðherrans um land allt. Höfundur er hæstaréttarlögTnaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.