Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLABIÐ 1/IKII LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 25 VIIIU m L\ m v-^WÉIh^l^WwS'-éPW&kWí - í bandaríska tímaritinu First er birtur eftirfarandi listi af lögum, sem mönnum var bent á að hlusta á til að létta lundina: I Will Survive Gloria Gaynor Respect Aretha Franklin All I Wanna Do Sheryl Crow Hold My Hand Hootie and the Blowfish You Learn Alanis Morisette Closer To Free The BoDeans Take It Easy The Eagles Girls Just Wanna Have Fun Cyndi Lauper Lausleg vettvangskönnun leiddi í Ijós að fjölmörg íslensk dægurlög virðast vel til þess fallin að gleðja geðið þegar svo ber undir og voru eftirtalin lög meðal þeirra sem til- nefnd voru. Lagalisti þessi er að sjálfsögðu birtur án ábyrgðar og eingöngu til gamans: Því ekki að taka lífið létt Lúdó og Stefán Nú er ég léttur Geirmundur Valtýsson Kveiktu Ijós Snörurnar Taktu til við að tvista Stuðmenn The Lucky One Kristján Kristjánsson - KK Hamingjan Rúnar Júlíusson Frelsi ég finn Borgardætur Fráskilin að vestan Anna Vilhjálms Litla flugan Sigfús Halldórsson Sveitaball Ómar Ragnarsson Tónlist getur haft mikil áhrif á líðan manna að áliti margra sérfræðinga á sviði geðlækninga, sálarfræði og tónmennta. Sveinn Guðjónsson kynnti sér rannsóknir á þessu sviði og virðist þar allt bera að sama brunni. FLESTIR menn eiga sínar góðu og slæmu stundir og sjálfsagt er eins misjafnt og mennimir eru margir hvernig brugðist er við hinum síðar- nefndu. Tónlist getur þar haft mikil áhrif og þótt undarlegt megi virðast grípa sumir til þess ráðs að setja tregafulla tónlist á fóninn þegar þeir eru daprir, með þeim afleiðingum að þeir verða enn daprari. „Sad songs say so much“ eða sorgleg lög segja svo margt, söng Elton John á sínum tíma og eru það vissulega orð að sönnu. Nýlega birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis að rannsóknir sýndu að bandarísk sveitatónlist gæti leitt til þunglyndis og ör- væntingar, samkvæmt niðurstöðum tveggja breskra sálfræðinga. I fréttinni segir meðal annars: „Fjölmargar rarmsóknir, sem kynnt- ar voru á árlegri vísindaráðstefnu í Birming- ham á Englandi sýna, að tónlist getur haft talsverð áhrif á hegðan fólks. t einni rann- sókn kom fram bein svörun milli sjálfsmorða hvítra karlmanna í nokkrum bandarískum borgum og spilunar sveitatónlistar í útvarpi. „línudansinn" svokallaði, sem nýlega hefur rutt sér til rúms hér á landi. Að rífia sig upp úr þunglgndinu- " í nýlegu hefti bandariska tímaritsins First er fjallað um þessi mál, þar sem sérfræðingar hvetja menn eindregið til að hlusta fremur á ljúf lög með jákvæðum textum til að rífa sig upp úr þunglyndinu. í þeirri umfjöllun er að vísu aðallega tekið mið af dægurtónlist, en þó áréttað að sígild tónlist sé ekki síður vel til þess fallin að láta fólki líða vel og létta lund- ina. Fer það vitaskuld eftir tónlistarsmekk manna og lífsViðhorfum. Sérfræðingamir voru á einu máli um að af sígildum tónskáld- um virðist tónlist Mozarts hafa jákvæðust áhrif á hugafar fólks, og vitnuðu í rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ef við'höldum okkur við dægurtóhlistina benda bandarísku sérfræðingamir á þann reginmun á hughrifum sem menn verðá fyrir þegar hlustað er á Whitney Houston syngja í þeim dæmum sem hér hafa verið tilgreind er einkum gengið út frá dægurlagatextum sem hvata jákvæðrar eða neikvæðrar hugsun- ar. Hins vegar er það einnig staðreynd að sí- gild tónlist, djass og aðrar textalausar tón- smíðar hreyfa við tiiflnningum fólks með ýms- um hætti. Sumir sérfræðingar halda því fram að það sé einmitt laglínan, fremur en skilaboð textanna eða minningar, sem skipti sköpum. Því hefur einnig verið haldið fram að töfrar suðrænnar tónlistar, svo sem í sömbu og salza liggi í því að trumbuslátturinn sé í takt við hjartsláttinn og því hellist yfir fólk ómót- 'stæðileg þörf til að dansa í hvert sinn er slík tónlist heyrist. Hér skal ekkert fullyrt í þess- um efnum en víst er að tónlist getur gagntek- ið líkama og sál með þeim hætti að viðkom- andi fellur í einskonar leiðslu eða dá. Og gild- ir þá einu hvort um er að ræða tregafulla blústónlist, sem dregur menn niður, eða hressilega slagara sem virka sem vítamín- sprauta frá hártoppi niður í tær. Hins vegar er það ekki svo fráleit hugmynd að hafa ætíð við hendina nokkrar útgáfur af lögum sem Þessi tegund tónlistar fjallar oftar en ekki um missi ástvina og slit ástarsambanda." Svo mörg voru þau orð, en þó má benda á að fjörug sveitatón- list getur líka ver- ið bráðskemmti- leg og upp- örvandi, ekki síst þegar stiginn er „I Will Always Love You“ annars vegar og hið hressilega lag Sheryl Crow, „All I Wanna Do (Is Have Some Fun)“ hins vegar. I fyrr- nefnda laginu er höfðað til þeirra þjáninga sem óendurgoldin ást veldur, en hið síðar- nefnda er þrungið lífsþrótti og hvatningu til að fara út og skemmta sér ærlega. „Menn geta rétt ímyndað sér hvort lagið sé heppi- legra til að rífa sig upp úr eymdinni," segja bandarísku sérfræðingarnir. Og þeir skora á fólk að hlusta á lagið „I Will Survive" með Gloriu Gaynor ef það finnur hjá sér hinn minnstavott af öryggisleysi eða minnimáttar- kennd. Tónlist er oft tengd ákveðnum minningum eða atburðum. Lagið sem þú vangaðir fyrst við tilvonandi maka þinn verður alltaf „lagið ykkar“. Lög sem mamma og pabbi, afi eða amma, rauluðu fyrir munni sér þegar þú varst barn geta á augabragði vakið upp sömu tilfinningar og þá, þótt mprg ár séu liðin. létta lundina, svona til öryggis ef svartsýnin fer að verða of fyrirferðarmikil í sálartetr- inu. Vísindalegar rannsúKnir Þótt greinin í bandaríska tímaritinu, sem hér er vísað til, kunni að virðast yfirborðs- kennd, enda skrifuð fyrir hinn almenna les- anda, er hún studd vísindalegum rannsókn- um. Og umfjöllun um slíkar rannsóknir er víða að finna í ritum um geðlæknis- og sálar- fræði. Má í því sambandi benda á grein í tímaritinu Geðhjálp eftir Valgerði Jónsdótt- ur músíkþerapista, sem útdráttur er birtur úr hér á síðunni. I þeirri grein bendir Val- gerður meðal annars á að mannkynssagan sé full af forvitnilegum frásögnum og heimild- um um lækningamátt tónlistar, sem varpa ljósi á hugmyndir manna um tónlist og fjöl- þætt „þerapautískt" hlutverk hennar í gegn- um tíðina. öðruvísi ■ m OPIÐ í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 11 Stórlækkað verð á öllum OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 13:00 18:00 DALBREKKU 16. KÓPAVOGt Sfmi 5S4 6020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.