Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MAT VSÍ á kröfugerð
Dagsbrúnar/Framsóknar
Skuldir tvöfald-
ast og kaup-
máttur minnkar
Siðanefnd Blaðamannafélagsins
Morgunblaðið braut
ekki siðareglur
VINNUVEITENDASAMBAND ís-
lands hefur sent frá sér greinargerð
þar sem lagt er mat á afleiðingar
þess á kjör meðalfjölskyldu ef geng-
ið yrði að kröfugerð verkalýðsfélag-
anna Dagsbrúnar og Framsóknar.
VSÍ telur kröfur félaganna fela
í sér 41,3% hækkun á öllum töxtum
þeirra og viðbótarhækkun á ýmsum
sérsviðum auk vísitölubindingar
launa.
Nafnvextir færu að
jafnaði yfir 50%
Tekið er dæmi af meðalfjölskyldu
með 230 þús. í mánaðarlaun sem
skuidar 5 milljónir kr. í greinar-
gerðinni segir að verði Dagsbrúnar-
leiðin fyrir valinu aukist kaupmátt-
ur mikið fyrstu mánuðina en hann
falli síðan hratt með vaxandi verð-
bólgu. Kaupmáttur verði 3% lakari
en hann yrði ef valin yrði sú leið
sem VSÍ hefur boðið upp á.
„í stað þess að lækka myndu
skuldir fjölskyldunnar nær tvöfald-
ast og nafnvextir færu að jafnaði
yfir 50% og enn hærra á styttri
tímabilum. Dæmið sýnir að þegar
tekið er tillit til skatta skilar Dags-
brúnarleiðin 0,2% lækkun kaup:
máttar á meðan stöðugleikaleið VSÍ
eykur kaupmátt ráðstöfunartekna
um 2,9%. Dagsbrúnarleiðinni fylgir
að mikilvægustu ávinningnum af
stöðugleika síðustu ára er varpað á
glæ. Verðvitund og aðhald neyt-
enda slævist sem dregur úr sam-
keppni á markaði," segir m.a. í
greinargerð VSÍ, en hún verður
birt í heild sinni í Morgunblaðinu á
morgun.
Islensk bar-
dagalist æfð
af kappi
UNDIRBÚNIN GUR fyrir Vík-
ingahátíð er í fullum gangi og
að undanförnu hefur tiu manna
bardagasveit i Hafnarfirði æft
stift undir leiðsögn bresks þjálf-
ara. Bardagamennirnir smiða
sjálfir sverð sin, skildi og axir
og einnig hyggjast þeir gera sér
búninga að hætti víkinga.
Rögnvaldur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Víkingahátíð-
arinnar, kveðst gera ráð fyrir
um 300-400 vikingum á hátíðina,
sem haldin verður dagana 9.-13.
júli. í tengslum við hátíðina er
einnig von á 1.000-1.500 manns
á hundrað bátum frá Vestur-Nor-
egi og hefur sú sigling verið í
undirbúningi i eitt og hálft ár.
Þema hátíðarinnar að þessu
sinni verður handverk úr ull,
skinni, hör og beini og segist
Rögnvaldur hafa mikinn áhuga
á að virkja islenskt handverks-
fólk til þátttöku. Jaðarhópar eins
og Samar, Grænlendingar og
indíánar verða einnig boðnir sér-
staklega velkomnir á hátíðina og
til stendur að reisa stórt Sama-
tjald á Víðistaðatúni.
SIÐANEFND Blaðamannafélags
íslands úrskurðaði í gær að ritstjór-
ar Morgunblaðsins hefðu ekki gerzt
brotlegir við siðareglur blaðamanna
með birtingu athugasemdar við bréf
Bjöms V. Olasonar til blaðsins hinn
28. ágúst á síðasta ári.
Björn hafði viku áður ritað les-
endabréf í Morgunblaðið, þar sem
hann fór hörðum orðum um tvo
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði, þá Ellert B. Þorvalds-
son og Jóhann G. Bergþórsson.
Hinn 28. ágúst baðst Bjöm hins
vegar afsökunar á ýmsum ummæl-
um í fyrri greininni og sagðist
aukinheldur ekki hafa samið hana,
heldur Sverrir Ólafsson. Hann
hefði hins vegar haft vitneskju um
efni hennar og lánað Sverri nafn
sitt undir greinina.
í athugasemd við seinna bréf
Björns sögðu ritstjórar Morgun-
blaðsins m.a. að Bjöm og Sverrir
hefðu notað aðferðir við greinar-
skrif, sem telja mætti til nýmæla
og væru í raun siðlausar. Blaðið
hefði hvorki varað sig á rangfærsl-
um í grein Sverris undir nafni
Bjöms né „dulnefninu".
Sverrir Ólafsson kærði athuga-
semdina til siðanefndar Blaða-
mannafélagsins og fór fram á að
ritstjóramir færðu sönnur á að
hann hefði skrifað greinina eða
bæðu hann afsökunar á að hafa
kennt honum hana og kallað at-
hæfí þeirra Björns siðlaust.
Siðanefnd segist ekki taka af-
stöðu til þeirra atriða í kæru Sverr-
is, sem eigi að sýna að hann eigi
enga hlutdeild í greininni. Kjami
málsins sé sá, hvort ritstjórar
Morgunblaðsins hafi haft ástæðu
til að taka orð Björns gild, án þess
að leita eftir viðhorfi Sverris til
málsins.
Úrskurður siðanefndar er svo-
hljóðandi: „Matthías Johannessen
og Styrmir Gunnarsson teljast ekki
hafa brotið siðareglur Blaða-
mannafélags íslands.“
■ Úrskurður siðanefndar/12
Ofnæmislyf getur
valdið hjartatruflun
Rætt um að
banna lyfið
LYFJAMÁLASTOFNANIR Banda-
ríkjanna og Svíþjóðar íhuga að
banna sölu ofnæmislyfsins Teldanex
vegna hættulegra aukaverkana. Lyf-
ið getur valdið hjartatruflunum og
í stöku tilfellum dauða sé það tekið
í of stórum skömmtum. Það er einn-
ig varasamt fyrir hjarta- og lifrar-
sjúklinga og sé það tekið með
ákveðnum sýkla-, sveppa- og hjarta-
lyfjum. Teldanex, og íslenska sam-
heitalyfið Terex, eru mikið notuð hér
á landi og meðal annars seld í litlum
skömmtum án lyfseðils í apótekum.
Lyfjanefnd rikisins hefur nýlega
fengið upplýsingar frá sænska fram-
leiðandanum vegna umræðna í
Bandaríkjunum. Rannveig Gunnars-
dóttir, skrifstofustjóri hjá Lyfjanefnd-
inni, segir málið í skoðun og að senni-
lega verði fjallað um það fljótlega
hjá Lyfjanefnd. „Lyfjaframleiðandinn
er skyldugur til að láta okkur vita
þegar svona umræða er í gangi og
við fáum margar slíkar tilkynningar
vegna aukaverkana lyfja á ári. Hér
er málið ekki komið svo langt að
rætt sé um að banna það.“
-----» ♦ ♦
Vesturbyggð
1
(W — L._
VÍKINGARNIR Snorri Hrafnkelsson og Ágúst Pedersen æfðu
bardagalist af rniklu kappi og einbeitni í Hafnarfirði i gær.
Morgunblaðið/Ásdís
Morgun-
blaðið í
52.178 ein-
tökum
VIÐ skoðun á upplagi Morg-
unblaðsins seinni helming síð-
asta árs, júlí - desember 1996,
í samræmi við reglur Upplags-
eftirlits Verslunarráðs Islands,
var staðfest að meðaltalssala
blaðsins á dag var 52.178 ein-
tök.
Sama tima árið 1995 var
meðaltalssalan 52.482 eintök
á dag.
Upplagseftirlit Verslunar-
ráðsins annast einnig eftirlit
og staðfestingu upplags
prentmiðla fyrir útgefendur,
sem óska eftir því og gangast
undir eftirlitsskilmála. Trún-
aðarmaður eftirlitsins er lög-
giltur endurskoðandi.
Morgunblaðið er eina dag-
blaðið sem nýtir sér þessa
þjónustu nú.
Fullur vilji Atlantsálshópsins á að kanna hagkvæmni álvers á Keilisnesi
Norsk Hydro sýnir aukinn
áhuga á byggja hér stórt álver
Jón Gauti
bæjarsljóri
í 3 mánuði
SAMKOMULAG hefur náðst innan
bæjarstjórnar Vesturbyggðar um að
Gísli Ólafsson bæjarstjóri taki sér
þriggja mánaða leyfi og hefur Jón
Gauti Jónsson, rekstrarráðgjafí, ver-
ið ráðinn bæjarstjóri í fjarveru Gísla,
að sögn Ólafs Amar Ólafssonar,
formanns bæjarráðs.
Hörð átök hafa verið innan bæj-
arstjórnar Vesturbyggðar og slitnaði
upp úr meirihlutasamstarfi sjálf-
stæðismanna og alþýðuflokksmanna
í nóvember sl. Nú mynda sjálfstæðis-
menn meirihluta ásamt einum full-
trúa F-lista óháðra í bæjarstjóm.
Gísli verður áfram forseti bæjar-
stjórnar, að sögn Ólafs Arnar. Ólaf-
ur sagði að Gísli hefði á sínum tíma
ætlað að láta af störfum sem bæjar-
stjóri en niðurstaðan hefði orðið sú
að hann tæki sér leyfí i þrjá mánuði.
GARÐAR Ingvarsson, forstöðu-
maður Markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar,
segir Atlantsálshópinn enn hafa
fullan vilja á að kanna hagkvæmni
þess að byggja álver á Keilisnesi,
en þörf sé á frekari vinnu í málinu
bæði af þeirra hálfu og íslenskra
stjómvalda. Þá hefur orðið vart
aukins áhuga Norsk Hydro á að
byggja hér á landi stórt álver og
hafa fulltrúar fyrirtækisins verið
hér á landi í viðræðum við stjórn-
völd, en Garðar segir ekkert hand-
fast í þeim efnum.
Fulltrúar íslenskra stjórnvalda
og Landsvirkjunar hittu fulltrúa
Alumax, Gránges og Hoogovens,
sem saman mynda Atlantsálshóp-
inn svokallaða, á fundi í New York
síðastliðinn fimmtudag og var þar
gerð grein fyrir þeirri aukningu sem
átt hefur sér stað í sölu á raforku
til stóriðju á íslandi frá því áformum
Atlantsáls um byggingu álvers á
Keilisnesi var frestað árið 1991.
Ákveðið var að aðilar hittist aftur
innan nokkurra mánaða þegar fyrir
liggur hvort verði af áformum Col-
umbia Ventures Corporation um
byggingu álvers og stækkun járn-
blendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga og á þeim fundi verða kynnt-
ir möguleikar á orkuöflun fyrir mis-
munandi stór álver sem til greina
kemur að byggja á Keilisnesi.
Mikill áhugi erlendra
stóriðjufyrirtækja
Garðar Ingvarsson, sem var á
fundinum í New York, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að orðið hefði
vart við aukinn áhuga erlendra stór-
iðjufyrirtækja á að byggja hér á
landi og meðal þeirra væri Norsk
Hydro sem reyndar hefði verið í
sambandi öðru hvoru í rúmiega 20
ár og skoðað hér aðstæður.
„Það er engin spuming að það
er mikil hreyfing í áliðnaðinum, en
það virðist vera að verðið sé að
hækka núna og tiltölulega mikil
bjartsýni hjá ráðgjöfum. Það hefur
auðvitað áhrif, en aðstæður eru á
vissan hátt svolítið breyttar frá því
sem var, þegar við hófum að semja
við Atlantsál og höfðum Blöndu-
virkjun nánast ónotaða. Tímasetn-
ingar og það hvenær við getum
komið með orkuna og á hvaða verði
eru allt saman hlutir sem spila mjög
stíft inn í,“ sagði Garðar.
Álfyrirtæki hafa lýst áhuga
á samstarfi við Columbia
Hann sagði að ef gengið væri
út frá því að af byggingu álvers
Columbia Ventures yrði þá væri á
þeim sex árum frá því Atlantsáli
var frestað komin ný álframleiðsla
hér á landi upp á um 135 þúsund
tonn, en Atlantsál átti að vera 200
þúsund tonn í upphafi þótt síðar
hafi verið rætt um 330 þúsund
tonna álver.
„Okkur hefur tekist að gera þetta
án þess að það hafi skapað neina
sérstaka þenslu í þjóðfélaginu,"
sagði Garðar. Hann sagði þetta hins
vegar breyta samkeppnisstöðu Is-
lendinga nokkuð og lengja fresti á
orkuafhendingu og það gæti haft
áhrif á verð.
Garðar sagði að í áliðnaðinum
kæmu fj'árfestingar alltaf í bylgjum
og þegar einn færi af stað fseru
allir af stað. Hann sagði að þannig
hefði komið í ljós að að nokkur ál-
fyrirtæki, bæði stór og smá, hefðu
sýnt áhuga á að verða meðeigendur
Columbia Ventures að fyrirhuguðu
álveri á Grundartanga og gert tii-
boð þar að lútandi, en Columbia
vildi hins vegar sitja eitt að verk-
smiðjunni.
I
I
I
I