Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Bifhjólaslys
Hverjum eru þau að kenna?
BIFHJÓLASLYS,
harður árekstur varð
þegar bíl var ekið inn
á aðalbraut í veg fyrir
bifhjól. Ökumaður bíls-
ins bar því við að hafa
ekki orðið var við bif-
hjólið fyrr en það skall
á bílnum. Talið er að
. bifhjólið hafi verið
' langt fyrir ofan tilsett-
an hámarkshraða.
Hver kannast ekki
við svona fréttir í fjöl-
miðlum af bifhjólaslys-
um? Nær undantekn-
ingalaust falla sleggju-
dómar um að of hraður
akstur hafi orsakað
slysið og að þessir strákar læri aldr-
ei neitt fyrr en þeir lendi í ein-
hveiju. Staðalmynd þjóðféiagsins af
hinum almenna bifhjólamanni er
nefnilega ungur, alltof bensínglaður
strákur en ætli fólk viti að stór
hópur ökumanna bifhjóla sé af hinu
kyninu? Ætli það sama fólk viti að
„ þetta er fólk á öllum aldri úr öllum
stigum þjóðfélagsins? Nei, orsakim-
ar eru ekki alltaf hraði, glannaskap-
ur og reynsluleysi. En hveijar eru
þær þá, kynni einhver að spyija?
Stöldrum nú aðeins við og skoðum
staðreyndir málsins.
Árið 1991 var svo komið að fjög-
ur banaslys á bifhjólum urðu á því
eina ári. Fáum ofbauð það meira
heldur en bifhjólafólkinu sjálfu. Því
ákváðu bifhjólasamtökin að gera
eitthvað í málinu og fóru af stað
með umferðarátak árið 1992. Þegar
~*iitið er á opinberar tölur um bifhjóla-
slys síðan þá verður ekki annað
sagt en að árangurinn
af umferðarátaki
Snigla sé ótvíræður.
Bifhjólaslysum hefur
fækkað um meira en
helming og þjóðarbúið
sparar tugi milljóna
króna. Þó gremst
manni samt hvað lítið
þjóðfélagið kemur til
móts við þarfir bifhjóla-
fólks.
Alltof háir tollar eru
lagðir á bifhjól og gildir
þá einu um hvaða vélar-
stærð er að ræða. Þetta
leiðir til þess að iitlu
máli skiptir í verði hvað
hjólið er í rúmsentí-
metrum þannig að flestir kaupa sér
stærri og þá jafnframt aflmeiri hjól.
Kennslumálum er einnig ábóta-
vant. Fá ökutæki eru jafn vandmeð-
farin og bifhjól. Samt er það látið
viðgangast að ökukennarar keppi
sumir hveijir sín á milli í því hver
bjóði fæiri tíma í kennslu. Til er
námsskrá um bifhjólakennslu en
ekki er að sjá að ökukennarar fari
í einu og öllu eftir henni og má í
því dæmi nefna að þeir eru líklega
teljandi á fingrum annarrar handar
sem æfa nemandann í malarakstri
eins og námsskráin mælir þó fyrir
um. Þegar þessi tvö atriði eru skoðuð
saman verður útkoman oftar en ekki
þessi. Eftir 5-10 tíma öðlast nem-
andinn réttindi á stórt bifhjól. Þá er
honum í lófa lagið að kaupa sér afl-
mesta bifhjól sem til er á markaðin-
um í dag. Það væri alveg eins hægt
að setja hann á bak við stýrið í Form-
ula 1 kappakstursbfl, hlutfall hest-
Njáll
Gunnlaugsson
Hjálpið okkur að fækka
slysum, segir Njáll
Gunnlaugsson, þau
koma okkur öllum við.
afla á kfló er það sama. Þrátt fyrir
það er honum hleypt út í umferð
eins og ekkert sé eðlilegra. Þegar
forsjá hins opinbera er ekki meiri
en þetta er ekki nema von að slys
verði sem hægt hefði verið að koma
í veg fyrir með örlítilli skynsemi.
Annað dæmi er afstaða trygging-
arfélaganna. Árið 1995 urðu 59%
slysa á lánshjóli samkvæmt opinber-
um tölum, já, segi og skrifa 59 pró-
sent. Mörg þessara slysa hefði mátt
koma í veg fyrir ef tryggingarfélög-
in settu það í skilmála sína að ef
eigandi lánar bifhjól sitt hækki
sjálfsábyrgðin. Ég er ansi hræddur
um að ef hlutfallið væri það sama
hjá ökumönnum bifreiða væri eitt-
hvað annað uppi á teningnum.
Hvað segir þetta allt saman okk-
ur? Jú, að ef að áhuginn fyrir fækk-
un slysa væri meiri hjá hinu opin-
bera og tryggingarfélögum væri
hægt að bæta enn meira við góðan
árangur Snigla til fækkunar bif-
hjólaslysum. Hvað munar hið opin-
bera um að missa af fáeinum millj-
ónum í tekjur af innflutningi bif-
hjóla þegar á móti koma allar þær
tugmilljónir er sparast vegna fækk-
unar slysa? Hvað munar hið opin-
bera um að bæta við einu embætti
í umferðarráði til að veita ökukenn-
urum meira aðhald þegar litið er til
þess hvað bætt kennsia skiptir miklu
máli fyrir nýbakaðan bifhjólamann-
inn? Hvað munar tryggingarfélögin
um að bæta við einni setningu í
skilmála sína þegar litið er til þeirra
milljóna sem þau geta sparað sér
og okkur?
Ekki verður hjá því komist í þess-
ari grein að minnast nokkrum orð-
um á bifhjólatryggingar. Þær eru
alltof háar, algengt er að meðalbif-
hjólamaður borgi á milli eitt og tvö
hundruð þúsund krónur í tryggingar
á ári. Það er í hæsta máta óréttlátt
að taka jafn lítinn hluta ökumanna
út fyrir og segja að tryggingarupp-
hæð hveiju sinni skuli miðast við
afkomu bifhjólatrygginga síðastliðið
ár. Hugsum okkur dæmi.
Tryggingarfélag er með 200 hjól
í tryggingu. Það verður slys þar sem
ökumaður bifhjólsins slasast illa og
hlýtur varanlega örorku. Málið fer
sína leið í gegnum réttarkerfíð og
þremur árum seinna eru honum
dæmdar 20.000.000 í bætur. Til að
koma á móts við tapið þarf trygg-
ingarfélagið að hækka iðgjöld sín á
bifhjólum á næsta ári. Það þýðir
einfaldlega það að hver og einn
hinna óheppnu sem tryggja hjá
þessu félagi þarf að sætta sig við
það að tryggingar hans hækka um
100.000 á því ári, fjórum árum eft-
ir að tiltekið slys varð. Ef þetta er
ekki óréttlátt veit ég ekki hvað er
óréttlátt, mér liggur við að segja
að þetta sé brot á almennum mann-
réttindum. Þá væri alveg eins hægt
að líta á ökumenn rauðra sportbíla
sem áhættuflokk, en samkvæmt
tölum erlendis frá er þeim hættara
við slysum en ökumönnum annarra
bifreiða. En það gerist auðvitað
aldrei.
Innan Snigla er rekinn mikill
áróður fyrir umferðaröryggismál-
um. Þetta sést hvergi betur en þeg-
ar litið er á tölur um bifhjólaslys frá
árinu 1994 og þær síðan bornar
saman við félagatal samtakanna.
Kemur þá í ljós að 72% þeirra sem
lenda í bifhjólslysum eru ekki Snigl-
ar. Þetta hlutfall hækkar enn meir
ef litið er aðeins á alvarleg slys. Þar
er ófélagsbundið bifhjólafólk í 80%
slysanna. Venjulega er raunin sú
að þegar kemur að slysavörnum
þurfum við sjálf að vinna alla þá
vinnu sem inna þarf að hendi. Því
beini ég orðum mínum til allra þeirra
er hafa með þessi mál að gera að
taka nú meiri þátt í fækkun bifhjóla-
slysa en gert hefur verið. Með því
að setjast niður og hugsa aðeins um
þessi mál af skynsemi má sjá að
hægt er að ná ennþá meiri árangri
með fáeinum einföldum aðgerðum.
Betur má ef duga skal. Hjálpið okk-
ur að fækka slysum. Þau koma
okkur öllum við.
Höfundur er fulltrúi Snigla
Evrópusamtökum biflyóIafóU
(EMA).
„Tilþesseru
refamir skomir“
STUNDUM hvarflar
það að mönnum að
«*_-jjölmiðlar nútímans séu
að verða ráðríkara afl í
mannlífínu en góðu hófi
gegnir. Eða hvenær og
hvernig var þeim fengið
vald til að móta viðhorf
fólks og gang mála á
þann hátt sem nú gerist?
Og hver þekkir ekki við-
leitni þeirra til að draga
skoðanir í dilka, þar sem
sumar teljast réttar og
æskilegar en aðrar eru
stimplaðar sem „fordóm-
ar“. Það væri vissulega
ómaksins vert að virða
fyrir sér hvernig það
ljóta orð er notað í seinni tíð til að
'móta viðhorf manna. Hver þorir að
halda fram skoðunum eða veija við-
horf sem fjölmiðlar hafa sameinast
um að stimpla sem fordóma? Og
hver rís til varnar ef fjölmiðlar vilja
sverta eitthvert mannlegt athæfi
með niðrandi orðavali?
Tilefni slíkra hugrenninga er
nýlegt dæmi um skoðanastjómun
og viðhorfsmótun fjölmiðla, sem
vakti athygli manna sem hugleitt
hafa það málefni sem til umræðu
var. í leit sinni að sparnaðarmögu-
leikum hafði stjórnvöldum m.a.
dottið í hug að ríkið hætti að standa
straum af kostnaði við refaveiðar
og grenjavinnslu, sem það hefur
lengi gert. Segja má að jarðvegur
fyrir þá breytingu hafi verið undir-
búinn á undanfömum árum með
sjónarmiðum vinveittari íslenska
villirefnum en ríkt hafa í landinu
frá fornu fari. Þau nýju sjónarmið
ganga út á það að þessi frumbyggi
landsins, refurinn, eigi sinn tilveru-
rétt, hann sé eðlileg-
ur hluti íslenskrar
náttúru, hann valdi
hverfandi skaða á
búfé, vegna breyttra
búnaðarhátta,
reynslan sýni að við
getum ekki útrýmt
honum, þrátt fyrir
aldalanga viðleitni
o.s.frv. Sjálfgefið sé
að hætta „ofsóknum"
og „drápi“, enda þar
um gamlan, dýran og
tilefnislausan ósið að
ræða. Þeir sem ekki
aðhyllast þessi sjón-
armið og telja ref-
afækkun illa nauðsyn
og óhjákvæmilega, sem fyrr, em
þá stundum litnir sem ruddaleg ill-
menni, haldin drápfýsn og fordóm-
um. Skammt er að minnast geðs-
hræringar sem greip þjóðina þegar
maður nokkur handsamaði ref og
stytti honum aldur. Þeirri geð-
sveiflu voru gerð skil í nýafstöðnu
áramótaskaupi. En hvað sem því
líður; í umfjöllun um þá fyrirætlun
löggjafans, sem nefnd er hér að
framan, varð flölmiðlum tíðrætt um
dráp og drápsáhuga þeirra sem
gjalda varhug við áformaðri breyt-
ingu. Ekki leyndi sér viðleitni til
að fordæma slík sjónarmið. Enda
mætti nú fyrr vera ef við hefðum
ekkert lært í málatilbúnaði af
„grínpísum" og „síséppördum" á
liðnum árum.
Nú er þess að geta, sem margir
vita, að frá örófi alda hafa lífverur
jarðarinnar lifað hver á annarri, í
eilífri hringrás, og er það víst um
náttúrulögmál að ræða, sem mann-
skepnan er seld undir eins og allar
Hingað til hefur
það einnig tíðkast
í íslensku máli, segir
Eysteinn G. Gíslason,
að tala um refaveiðar
og grenjavinnslu,
frekar en refadráp.
hinar. Það eru álög sem við getum
ekki losað okkur undan, ennþá
a.m.k. en vegna sk. vitsmuna okkar
ber okkur ærin skylda til að ganga
þar fram með fullri gát, og miklu
meiri en við löngum höfum gert.
Möguleikar okkar til að stuðla að
jafnvægi og láta gott af okkur leiða
í náttúrunnar ríki eru miklir, þrátt
fyrir allt.
Við íslendingar þurfum að aflífa
aragrúa lífvera árlega af jurta- og
dýraríki, eins og aðrar þjóðir, til
að lifa í þessu landi. Hjá því verður
því miður ekki komist. Sumir aflífa
jurtir, búfénað og físk okkur til lífs-
bjargar. Aðrir halda í skefjum rán-
dýrum, nagdýrum, skordýrum og
sýklum, af illri nauðsyn. Enn aðrir
eru haldnir einni af frumstæðustu
áráttp mannsins og hafa ánægju
af veiðum. í öllum tilfellum er þarna
um dráp að ræða en í mæltu máli
notum við þó að jafnaði önnur orð
þar um. Við sláum grasið og erum
sláttumenn, ekki jurtadráparar. Við
lógum eða slátrum búfé og erum í
hæsta lagi slátrarar, ekki búfjár-
dráparar. Við aflífum fisk í tugmillj-
ónatali og stundum þar með fisk-
veiðar, frekar en þorska- eða loðnu-
Eysteinn G.
Gíslason
dráp. Hópur manna ber starfsheitið
meindýraeyðir, en engan hef ég
heyrt titlaðan rottudrápara eða
flugnamorðingja. Varla mundu
læknar samþykkja starfsheitið
sýkladrepari og þannig mætti
áfram telja. Hingað til hefur það
einnig tíðkast í íslensku máli að
tala um refaveiðar og grenja-
vinnslu, frekar en refadráp. I gamla
bændasamfélaginu var orðstír góðr-
ar refaskyttu oft mikill og útbreidd-
ur, og þeir sem lengst náðu á því
sviði urðu þjóðsagnahetjur í lifanda
lífi. Enginn stimplaði þá drápara
og illmenni. Þeir voru einfaldlega
að gegna nauðsynlegu hlutverki.
En aðstæður og viðhorf breytast.
Það sem áður var ill nauðsyn kann
að vera metið óþarfí nú. Skoðana-
hönnuðir eru þá stundum settir í að
móta nýtt almenningsálit. Nú vilja
ýmsir friða refínn í raun og skella
drápsstimplinum á þá sem aðhyllast
aðgát í því efni. Fáein orð um við-
horf þeirra síðamefndu verða e.t.v.
túlkuð sem fordómar en verða ei að
síður sett hér fram til umhugsunar.
Fram komin rök gegn skipulögð-
um refaveiðum og grenjavinnslu,
með þátttöku ríkissjóðs, eru víst
tvenns konar; þær eru taldar ónauð-
synlegar og þær eru sagðar dýrar.
Mótbárur hins vegar allnokkrar
gegn refafjölgun, m.a. þessar:
1. Leggist veiðar og grenjavinnsla
niður má væntanlega búast við
fjölgun refa, líklega stórfjölgun.
Hvað þýðir það? Eitthvað þurfa
þeir sér til viðurværis, og ólík-
legt að það komi ekki niður á
sauðfénu þegar fram í sækir.
2. Varla yrði auðveldara að veija
varplönd og afkomu æðarfugls-
ins eftir stórfjölgun refa. Þeir
eru víða ærið vandamál á því
sviði, án þeirrar fjölgunar.
3. Nokkur reynsla mun vera komin
af refafriðun í friðlandi Horn-
stranda sem ástæða er til að
gefa gaum. Kunnugum ber sam-
an um að þar hafi orðið mikil
fjölgun refa, en fuglavarp sé
nánast horfíð, miðað við það sem
áður var, nema í björgunum þar
sem lágfóta kemst ekki að því.
Slíkar staðhæfíngar ætti að
sannreyna.
4. Vissulega. kostar sitt að halda
refastofninum niðri, eins og gert
hefur verið um áratuga- og aldr-
araðir, en þarf ekki líka að meta
kostnað þess og afleiðingar að
láta það ógert? Þeim fjölgar sí-
fellt verkefnunum sem sagt er
að við höfum ekki lengur efni á
að sinna. Hugsanlega vegna
þess að okkar ríka samfélag
þarf að eyða tekjum sínum í
vaxandi mæli til annarra hluta.
En eru þeir alltaf mikilvægari?
5. Sagt er að reynslan kenni að
ekki sér hægt að útrýma tófunni
úr landinu og því eigi ekki að
basla við slíkt með ærnum fjár-
útlátum. En er það ekki einmitt
mergurinn málsins, að við þruf-
um ekki að óttast útrýmingu
þessa harðgerða og á margan
hátt aðdáunarverða frumbyggja
landsins, þótt við höldum fjölda
hans í skefjum á hefðbundinn
hátt? Það kostar líklega nokkur
bílverð árlega, en sumir halda
að draga megi úr þeim kostnaði
með bættu skipulagi og auknu
aðhaldi.
Hér skal lagt til að farið verði
hægt í sakirnar við refafjölgun
meðan fylgst er með afleiðingum
hennar. Einnig mættu fjölmiðlar
láta bíða áróður fyrir henni þar til
rebbi greyið er hætturað „ofsækja“
fuglabyggðir, stunda „dráp“ á varn-
arlausum mófuglaungum, rekja
garnir úr lifandi lömbum og þjóna
þannig eðli sínu og frumþörfum.
Einnig skal lagt til að við umfjöll-
un um fækkun refa verði framveg-
is notað hliðstætt málfar og ekki
grófara en gerist þegar rætt er um
aflífun búfjár, loðnu, ijúpna, laxa,
nagdýra, skordýra, sýkla, túngrasa,
illgresis - og mannfólks.
Aðgát skal höfð og mannúð er
dyggð sem ber að hafa í heiðri. En
mannúð sýnd einum getur valdið
mörgum böli og dauða. Löngum
hefur verið reynt að hamla gegn
slíku. Til þess eru refarnir skornir.
Höfundur er bóndi i Skáieyjum.