Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 45
r : .............. MÍnlnrii'vÍi’ > , MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR18. JANÚAR1997 45 - I I > > > > > > I > > V ; I I I MINNIIMGAR GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1915. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 2. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. janúar. Ég á skatthol sem varðveitir það sem mér er kærast, minningar óteljandi gleðistunda æskuáranna. í öðru hveiju hólfi geymast dýr- gripir sem tengdir eru föðursystur minni Guðrúnu (Unnu) Guð- mundsdóttur, sem lést 2. janúar sl. Hún hafði lag á að skapa sól- skinsbletti hvar sem hún fór, laða til sín frændur og vini og auðga líf okkar í umræðu dagsins með athygli sinni og þekkingu. Hún giftist dr. Birni Þorsteins- syni sagnfræðingi, sem er látinn. Minnist ég hans með sérstakri hlýju og virðingu. Þau hjón áttu andríkt og fagurt heimili sem var opið okkur systkinabörnunum jafnt sem skáldum og fræðimönn- um þjóðarinnar. Þau láta eftir sig eina dóttur, Valgerði, sem var lengi kennari í Kópavogi en er nú á listabraut. Eitt sinn þegar ég var telpa í heimsókn hjá ömmu minni Lau- feyju Vilhjálmsdóttur í Suðurgötu 22, man ég að Unna og Björn, þá nýgift, voru að búa sig í útilegu á Þingvöll. Ég komst á snoðir um þessa ferð og linnti ekki látum fyrr en þau samþykktu að taka mig með. Það var ekki í eina skipt- ið, sem ég tróð mér inn í líf þeirra. Eftir að ég fluttist með foreldrum mínum til Siglufjarðar, var ég fastur sumargestur hjá þeim öll mín æskuár. í hvammskaffi í Suðurgötu eða á meðal blóma undir húsvegg í Fögrukinn eða Hjallabrekku kynntist ég frænd- fólki mínu og eignaðist þar ævi- langa vini. Unna var fluggáfuð og þrátt fyrir að hún hafi orðið að hætta námi í menntaskóla vegna berkla- veiki sem þjáði hana í tug ára, varð hún fleyg á mörgum tungu- málum og þýddi jafnléttilega barnabók úr dönsku sem fræðibók MARÍA F. KRISTJÁNSDÓTTIR + María F. Kristjánsdóttir fæddist í Bakkaseli í Langadal í Nauteyrarhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu 14. júní 1926. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Fossvogskirkju 17. janúar. María F. Kristjánsdóttir er látin eftir um hálfs árs sjúkralegu. Ég kynntist Maríu á barnaskólaárum mínum, en 29. desember ár hvert hélt hún Finni syni sínum veglega afmælisveislu. Önnuðust María og Ingibjörg systir hennar veitingar, en afmælisbarnið stjórnaði spurn- ingakeppni af röggsemi. A ungl- ingsárum lögðust flest barnaaf- mæli af, en þessi veisla Maríu hélt velli langt fram á fullorðinsár afmælisbarnsins. Seinna fjölgaði heimsóknum í Dunhaga og alltaf tók María vel á móti með hlýju og örlæti. María starfaði við umönnun barna, bæði sinna eigin og ann- arra og fór vel á því vegna þess að hún var einkar barngóð, hæfi- lega eftirlát, ekki of ströng, en þó ákveðin. Sínum eigin börnum reyndi hún eftir fremsta megni að innræta umburðarlyndi og hjálp- semi með ágætum árangri, sem meðal annars má dæma af því að einn sona hennar fór iðulega í sendiferðir fyrir fullorðna ná- grannakonu þeirra. María þreytt- ist ekki á að vanda um fyrir börn- um sínum og hvetja þau til heil- brigðs lífernis, jafnvel eftir að þau urðu fullorðin. Það fór henni vel úr hendi, því umvandanirnar urðu ekki til þess að þau yrðu henni fráhverf eins og algengt er. Það vakti athygli þeirra sem kynntust Maríu hversu jákvæð ELÍN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR + Elín Birgitta Þorsteins- dóttir fæddist í Reykjavík hinn 4. maí 1980. Hún lést af slysförum I Vestmannaeyjum hinn 7. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirlgunni 17. desember. Hér kveð ég mína bestu vin- konu, Elínu Birgittu Þorsteinsdótt- ur, sem var mér alltaf svo sérstök. Það er ekki hægt að lýsa þeim sársauka sem brýst út þegar svona ung stúlka er farin frá manni. Þegar við kynntumst urðu kynni okkar smám saman meiri og upp frá því urðum við bestu vinkonur, þú ert enn besta vinkonan. Elín var sannkallaður vinur. Það er erfitt að standa uppi núna þegar vinur sem ég treysti svo vel er fallinn frá. Sem ég gat alltaf leitað til þegar eitthvað bjátaði á. Ég man hvað var érfítt þegar ég flutti til Reykjavíkur vegna þess að móðir mín flutti til Svíþjóðar. Þá komst þú og tókst mig upp á arma þína og tjáðir mér um reynslu þína í útlöndum og sannfærðir mig um að hér væri komin stelpa sem allt- af var tilbúin að hjálpa, enda var hjálpin alltaf vel þegin. Það var persónuleiki Elínar sem gerði hana svo sérstaka og brosið hennar fal- lega sem við öll munum svo vel eftir. Eftirminnilegust eru mér skíðaferðalögin okkar upp í Blá- fjöll þar sem henni leið svo vel. Henni fannst hún svo fijáls. Henn- ar skemmtilegasta uppátæki var að setjast í stólinn í Bláfjöllum og syngja dönsk lög á leið upp á fjall, svo renndi hún sér niður alsæl. Og kvöldin sem við áttum saman, aðaláhugamálið hjá okkur báðum var strákar og gátum við eytt heilu nóttunum í að tala eingöngu um þá. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa kynnst Elínu Birgittu Þor- steinsdóttur og þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Elín eða Biggó, eins og ég ein mátti kalla þig, þín er sárt sakn- að. Ég veit að þér Iíður eflaust betur núna. Ég votta fjölskyldu þinni og vin- um mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Eg kveð þig með því fallegasta sem ég hef heyrt í gegnum ævina. „Þó ég sé látinn, harmið mig á frönsku. Ég dáðist mjög að málakunnáttu Unnu og áhuga minn á' Frakklandi má rekja til hennar. Hún talaði reiprennandi frönsku og það þótti fínt. Átján ára heimsótti ég vinkonu Unnu í París, Madeleine Blanc. Madeleine hafði stundað nám í íslensku við Háskóla íslands og búið á heimili afa og ömmu og kennt Unnu frönsku. Mörgum árum síðar var Unna stödd í París reiðubúin að vera svaramaður minn við giftingu mína. Þessi þráð- ur minninganna kom ósjálfrátt fram þegar ég frétti af andláti frænku minnar, því að ég var þá sjálf stödd í París. Mér finnst það nokkuð tákn- rænt að Unna gaf mér ferðatösku í fermingargjöf og skálverk Guð- mundar Kambans í veganesti þeg- ar ég gifti mig og fluttist til Amer- íku. Besta veganestið var þó, að ég fann og vissi, að ég átti mér horn hjá Unnu og gat komið þang- að aftur og aftur og ég hlakkaði alltaf til endurfundanna. Ég sendi Völu frænku minni og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Laufey Vilhjálmsdóttir, Morristown, New Jersey. hún var í garð annarra og nægju- söm í öllu sem að henni sjálfri sneri. Hún gekk til starfa sinna af ósérhlífni en lauk lofsorði á aðra fyrir minni verk en þau sem hún innti sjálf af hendi og taldi sjálfsagt. Það var mikið áfall er María veiktist alvarlega síðastliðið sumar þegar hún var í heimsókn hjá Finni og fjölskyldu hans í Kanada. Mar- ía bar sig þó sérlega vel og horfði einkum til þess sem jákvætt var, eins og þess að henni hefði auðn- ast að ferðast til Ameríku og dvelja með barnabörnunum. Eins gladdi það hana mikið að geta notið sam- vistar við börn sín, tengdabörn og barnabörn sem öll voru á íslandi um jólin. Fráfall Maríu er öllum sár miss- ir, ekki síst barnabörnunum sem munu ekki lengur njóta umhyggju hennar og leiðbeininga. Ég og fjöl- skylda mín sendum Lárusi, börn- um Maríu, fjölskyldum þeirra og Ingibjörgu sem annaðist hana undanfarna mánuði innilegar sam- úðarkveðjur. Haraldur Ólafsson. ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkur yfír lífínu." Þín vínkona að eilífu, Eva Lind Ómarsdóttir (Ebba). ANNA KRISTÍN HAFSTEINSDÓTTIR + Anna Kristín Hafsteinsdótt- ir fæddist í Reykjavík 7. maí 1939. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 27, desember. Það er erfitt að trúa því að hún Anna sé dáin, hún sem var svo dugleg og sterk í sínum miklu veik- indum, en samt varð hún að lúta fyrir almættinu. Margar minningar koma upp í hugann þegar svona er komið. Mér er minnisstætt þegar þú fórst í stóra aðgerð á afmælis- daginn þinn 7. maí síðastliðinn og ég kom til þín þann dag. Þá sagðir þú: Það er ekkert hægt að gera. En samt varst þú vongóð um bata. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að ná bata og trúðir ekki öðru en það tækist. Þú fórst með manni þínum í göngutúra og fórsf í sund af veikum mætti. Svo komst þú alltaf þegar hóað var saman í smá kynningar á ýmsu sem var á boð- stólum i heimahúsum, þá með Möggu systur þinni og Ömu dóttur þinni, sem vom þér svo mikill styrk- ur og gerðu þér kleift að komast á milli húsa. Anna mín, þú varst glöð þegar þú fórst að hitta hann Snævar son þinn og fjölskyldu hans alla leið til Bandaríkjanna, því þar áttir þú lít- inn ömmustrák sem þú hlakkaðir til að sjá og var svo langt í burtu. Þú varst svo stolt af barnabörnun- um þínum sem alls eru fjögur. Ég spurði þig hvort þú kviðir ekki fyr- ir að fljúga, því ég vissi að þú varst flughrædd fyrir, en þá svaraðir þú: Ég held ég sé ekkert flughrædd lengur, maður lærir svo margt í veikindum. Svona var hún Anna. Hún var ekki að kvarta, og hún fór þessa miklu ferð með mann sinn sér við hlið. En ferðin varð styttri en ætlað var, því veikindin urðu henni ofviða og hún neyddist til að fara heim til að leggjast á sjúkra- hús þar sem mikil barátta var háð. En að hennar ósk fékk hún að fara heim til að deyja í faðmi fjölskyld- unnar. Elsku Anna mín, nú ert þú kom- in í faðm þinna ástvina sem á und- an eru gengnir og ég veit að þar hafa verið fagnaðarfundir og þínar þjáningar leystar. Blessuð sé minn- ing þín. Langt er flug til fjarra stranda, fykur löður, stormur hvín. Eins og fugl, sem leitar landa, leita ég, ó, Guð, til þín. (Jakob J. Smári) Elsku Hreinn og fjölskylda. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Vertu sæl, elsku Anna, hafðu þökk fyrir allt. Helga Lára. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR VILHJÁLMSSON, Dvergabakka 8, lést á Landspítalanum, deild 11E, fimmtudaginn 16. janúar. Kistín Pálmadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINIM S. THORARENSEN fyrrverandi borgarfógeti, Stigahlíð 4, er lést 11. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Ástriður Thorarensen, Davíð Oddsson, Þorsteinn Davíðsson, Skúli Thorarensen, Þorsteinn S. Thorarensen, Hildur Thorarensen. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐVARÐAR JÓNSSONAR málarameistara, Aðalstræti 10, Akureyri. Kristbjörg Reykdal, Arnald Reykdal, Ásta Þórðardóttir, Gréta Guðvarðardóttir, Steinþór Oddsson, Trausti Reykdal, Helga Einarsdóttir, Guðfinna Guðvarðardóttir, Valgarður Stefánsson, Snorri Guðvarðarson, Auður Eyþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ágæti frændgarður, vinir, vel- gjörðarfólk, læknar og starfsfólk Sjúkra- húss Siglufjarðar, hjartans þakkir fyrir ómetanlega hlýju og kærleik í okkar garð í veikindum og við fráfall FRIÐRIKS GUÐLAUGS MÁRUSSONAR. Biðjum ykkur Guðsblessunar. Halldóra Hermannsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Arngrímur Jónsson, Hermann Friðriksson, Agnes Einarsdóttir, Ævar Friðriksson, Hjördis Júlíusdóttir, og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.