Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindi fótum troðin FYRIR rúmu ári féllst ég á að ganga til liðs við Samtökin Lífsvog er beijast fyrir fólk sem telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum. Sú reynsla er ég hef öðlast í baráttu þessari er með ólíkindum og hefur gefið mér nýja sýn á kjör fólks i og starfsemi embættis- mannakerfísins. Emb- ættismenn vinna oft ekki eftir stjómsýslulögum og virðast oft á tíðum ein- ungis til staðar til að við- halda sjálfum sér. Þessi dómur virðist óvæginn en er það því miður ekki. Fólk er leitar til okkar hjá Samtökunum Lífsvog er búið að missa heilsuna eða ástvin, missinn rekur það til rangrar læknismeðferð- ar, mistaka við aðgerð eða til óhæfni heilbrigðisstarfsmanns. Oftast byijar þrautaganga sjúklings og eða að- standanda með því að þeir leita til viðkomandi heilbrigðisstafsmanna e eða stofnunar til að fá skýringu á hvers vegna meðferð hafí ekki gengið sem skyldi. Viðbrögðin eru oftast þau að ekkert hafi farið úrskeiðis „að þeirra mati“, fólki er neitað um sjúkraskýrsl- ur og það niðurlægt í orðum og gjörðum. Eng- inn vafí leikur á að fólk á rétt á upplýsingum þessum og læknum ber að afhenda sjúkra- skýrslur tafarlaust ef sjúklingur eða nánasti aðstandandi óskar eftir því. Þegar hér er komið sögu leitar sjúklingur til Landlæknisembættisins sem ber skv. stjórn- sýslulögum að aðstoða. Útvega skýrslur og rannsaka meint mis- takamál ef þess er óskað. Nú erum við með eitt mál þar sem aðstand- andi sjúklings leitaði skriflega að- stoðar Landlæknisembættisins í byij- un júní 1996, bréfið er ítrekað í ág- ústbyrjun og aftur ítrekað með okkar aðstoð í desember, (því þung er þrautin einn að bera). Ekkert skrif- legt svar hefur enn borist, eða hefur verið tilkynnt um töf á svari frá Landlæknisembættinu. í sex mánuði hefur embættismönnum ekki unnist tími til að svara! Ester Sveinbjarnardóttir er fluttur í Bláu húsin við Faxafen (Suðurlandsbraut 52) <Þe(jar við fíuttum fannst ýmisCegt á [agernum! Gler koníaksglös nú kr. 300 75% Styttur 50% Litlir kristalsstjakar nú kr. 500 85% Marmaravasi Í+.6.2W nú kr. 2.500 - 60% Kristalsdesertskálar 6 stk. JtfrWW nú kr. 3.000 - 55% Tappatogari og hnetubrjótur itrr&fóO nú kr. 1.700 - 55% Krómhúðaðir kertastjakar 2 stk. 4w. 1.2W nú kr. 1.000 - 75% Hördamask dúkar nú kr. 1.500 - 70% Tígla vasi/bolluskál 4«r+íh5T0 nú kr. 9.990 - 45% T íglakönnur nú kr. 2.000 - 55% Tíglakarafla ■krrO.riffl nú kr. 5.800 - 30% Rósíta líkjörskarafla 4«. 6.3CCT nú kr. 3.200 - 50% Rósíta rauðvínskarafla 4«.0.09n nú kr. 4-400 - 50% Renesanse líkjörskarafla ■krHhW nú kr. 3.600 - 50% Mattarósin rjómakanna irrrtmO nú kr. 990 50% Og margt, margt fleira af stökum hlutum. Komið og gerið góð kaup. Nýjar vörur eftir helgi: Waterford, glös, vasar, kertastjakar o.fl. \ 9{ýtt ((ortatÍTJiaBif við Faxafen - Suðurlandsbraut 52 Sími 553 6622 Hvílíkt virðingarleysi! Greinilegt er hér að embættis- mannakerfið er ónýtt, virkar einfald- lega ekki. Látlaust renna þó skatt- peningar okkar í þessa botnlausu hít sem vinnur við það eitt að viðhalda sjálfri sér, mætti halda! Fólk bíður með óþreyju og væntir svara, ekki er boðin sálfræðiaðstoð eða félagsleg, jafnvel er ekki vin- gjarnlegu viðmóti til að dreifa frá þessum opinberum starfsmönnum. Þó er öllum augljóst að ástandið er Embættismannakerfið er ónýtt, segir Ester Sveinbjarnardóttir, virkar einfaldlega ekki æði bágborið og jafnvel að saklaus böm líði fyrir. Tökum annað dæmi: Sjúklingur missir heilsuna vegna þess að grund- vallaratriðum við aðgerð er ekki sinnt og hann getur ekki lengur séð sér og sínum farborða. Sjúklingur fær sjúkraskýrslu í hendur eftir mikið strit og streð. Landlæknisembættið fær málið til umsagnar og rannsókn- ar. Embættið leitar eftir áliti viðkom- andi heilbrigðisstarfsmanna er fram- kvæmdu aðgerðina. Niðurstaða kem- ur svo „Læknisfræðilega óútskýrt". Aftur á mót fáum við hjá Samtökun- um Lífsvog þá niðurstöðu skv. áreið- anlegum heimildum (ekki er leitað til geranda); að sé ákveðnum grund- vallaraðgerðum- við slíka aðgerð ekki sinnt fái viðkomandi sjúklingur ná- kvæmlega þau einkenni er sjúklingur þjáist af og leitt hefur til örorku hans. Á þessu tímabili frá misheppnaðri aðgerð, hefur sjúklingur ekki fengið greiddar aðrar bætur en örorkubætur frá Tryggingastofnun sem ekki nægja til framfærslu heimilis hans. Sjúklingurinn missir allar eigur sín- ar, fjölskyldan flosnar upp og börnin geta ekki lengur verið með sjúklingi sökum fjárhagsörðugleika. Barna- vernd telur bestu lausnina að tvístra fjölskyldunni í stað þess að styðja hana til að vera saman. Telur ekki ástæðu til að veita hlutaeigendum sálfræðiaðstoð. Hér hefur ónýtt kefi lagt líf heillar fjölskyldu í rúst og við horfum á þennan tröllaukna risa fella hvern skjólstæðing okkar á fætur öðrum. F'ólk er svipt öllu er gefur lífínu gildi og þrátt fyrir allt telur þursinn að hann vinni fyrir fólk- ið. Við róum lífróður til að upplýsa samfélagið um ástandið því við þetta getur engin þjóð búið til lengdar. Það gleður okkur ósegjanlega mik- ið að nú hafi fólkinu okkar borist hjálp frá móður Theresu, en hún er þekkt fyrir að hjálpa þeim snauðustu og minnka sárustu neyðina. Við vit- um að systranna bíður mikið og verð- ugt verkefni og hér er komin hjálp sem löngu er tímabær í íslensku markaðshyggjuþjóðfélagi er dansar eftir lögmálum er engin takmörk þekkir í viðleitni sinni til að auðgast sem mest á annarra kostnað. Meðan félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt eykst vitneskja okkar um rétt- indabrot og skráðum heimildum um þau fjölgar. Við viljum hvetja fólk til þess að leggja okkur lið í baráttunni þvi við slíkt fær enginn búið. Trú okkar er sú að réttlætið muni að lokum sigra og farvegur málsmeð- ferðar læknamistakamála breytast til hins betra. Réttarkerfið á eftir að taka réttlátlega á þessum málum og við munum eignast lögmenn og dómara er þora að taka á þessum málum þó ekki bóli á því nú sem stendur. Það er einlæg von okkar og ttú að þingmenn kynni sér vel málsmeð- ferð læknamistaka og knýi fram rannsókn mála í gegnum Alþingi. Þekking á ástandinu eins og það er í raun mun leiða til réttlætis og skapa jafnræði milli manna óháð þjóðfé- lagsstöðu þeirra. Höfundur er iðnrekstrarfræðingvr og er einn af starfandi sjalfboðaliðum í stjórn Samtakanna Lífsvogar. ISLENSKT MAL SR. BRYNJÓLFUR Gíslason í Stafholti sendir mér vinsamlegt bréf með tölusettum spurningum sem mér er ánægja að reyna að svara: 1) „Er alveg hætt að tala um margt fólk, fjölda fólks eða manníjölda? I fjölmiðlum heitir þetta mikið af fólki... (Merkir mikið af fólki og margt fólk al- veg það sama?).“ Umsjónarmaður: Nei, ekki er þessu nú alveg hætt. Ég vísa til þáttar 811, þar sem Lárus Zoph- oníasson gerði svipaðar athuga- semdir og sr. Brynjólfur. Við skulum vinna sameiginlega gegn því að talað sé um „mikið af fólki“ í stað þess sem B.G. tók til í bréfinu. Það getur einmitt mis- skilist, sbr. seinni lið spurningar hans. Mig minnir að Helgi Hálf- danarson hafi andmælt því, þegar talað var um „mikinn hluta“ manna. Það gæti t.d. verið bolur- inn, en ekki útlimirnir. 2) „Nýlega heyrði ég framá- mann í ferðamálum taka til orða eitthvað á þessa leið: Fólk vill geta farið erlendis til þess að versla sér föt. Er þetta e.t.v. þró- un sem ekki þýðir að hamla gegn?“ Umsjónarmaður: Nei. Þetta má lagfæra, og við gefumst ekki upp. Orðasambandið að fara er- lendis í merkingunni að fara utan, fara til útlanda er ekki til fyrirmyndar. Hins vegar er það eldra í málinu en ýmsir virð- ast halda. Hitt er sýnu verra, þegar sögnin að versla er gerð að áhrifssögn og látin ryðja burt sögninni að kaupa. Slíkt mál er rangt og álappalegt. 3) „í viðskiptablaði Mbl. 14. nóv. sl. er þessi fyrirsögn: Sala undir helmingi hlutabréfa er óá- hugaverð. Er þetta ekki nýyrði, lítt áhugavert?" Umsjónarmaður: Jú, líklega. „Óáhugaverður" er fjarska bönguleg samsetning. Góð er sú regla að forðast fleiri forskeyti en eitt á sama orðinu. Flestu má þó venjast, sbr. óáheyrilegur. 4) „Eru þeir, sem búa á Blönduósi, ekki Blöndæsingar og þeir, sem búa á Akranesi, ekki Akranesingar?" Umsjónarmaður: Nei. Opin- bert heiti íbúa Blönduóss er Blönduóssingar, segir mér bæj- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 884. þáttur arritari staðarins. Eins og kom fram í 877. þætti í svari til Rún- ars Kristjánssonar, er mönnum fijálst að mynda samsetningar hvort heldur er af eignarfalli (í báðum tölum) eða stofni. Þess vegna eru líka til samsetningar af Blönduós með einu s-i. Kvenkynsorðið æsingar (et. æsing) er hemill á i-hljóðvarpið ó>æ, þegar heiti Blönduósbúa er myndað. Með sama formála um stofn og eignarfall eru Akurnesingar og Akranesingar jafngildar samsetningar málfræðilega. Smekkur minn velur þó hiklaust stofnsamsetninguna Akurnes- ingar, og bæjarritari Akurnes- inga styður það eindregið og seg- ir það venjuna. En við sjáum jafn- gild dæmi um mismunandi sam- setningu af akur í orðum eins og Akranes, Akurnes (A.-Skaft.), akuryrkja, Akra- fjall og Akratunga. Kveð ég svo minn gamla nem- anda, sr. Brynjólf, með þökkum. ★ Sagði Kristófer Carlsen á Murtu sem kom ailur skjálfandi úr sturtu: „Það er djöfulli kalt, alveg katastrófalt, og konurpar allar á burtu.“ (Gautur af Meli.) Alda virðist engin hafa verið 1910 eða fyrr, en strax 1911 var tekið að skíra meyjar þessu nafni. Hin fyrsta, sem ég veit um, er Alda Jenný Jónsdóttir, fædd á Akureyri sumarið 1911, nú í Reykjavík. Alda Möller leikkona, sem fædd var 1912, mun hafa tekið sér nafnið, en verið skírð Alvilda. Mig skortir heimildir um út- breiðslu nafnsins framan af, en árin 1921-1950 hlutu nafnið Alda meyjar að tölu 201, þar af einnefni 68. Nú eru í þjóðskrá vel á fimmta hundrað. Bára var talsvert fyrr á ferð- inni en Alda. í manntalinu 1910 eru skráðar sjö, fimm fæddar á Akureyri, ein í Reykjavík og ein í Þingeyjarsýslu. Er hin síðast talda elst: Bára Arngrímsdóttir, fædd í ágúst 1901, og var faðir hennar bóndi í Torfunesi í Kinn. Næstelst var sjómannsdóttirin Bára Siguijónsdóttir, fædd á Akureyri 1903. Bára hefur orðið nokkru vin- sælla nafn en Alda, og eru nú á sjöunda hundrað konur með þessu nafni í þjóðskrá. Bylgja er fátíðara og yngra. Engin var 1910 og aðeins ein 1921-1930. Heimildir skortir mig um árin þar á milli. Nú eru í þjóðskrá eitthvað á 2. hundrað. Dröfn kom upp rétt fyrir 1910. I því manntali er ein, skip- stjóradóttir á Siglufirði, Dröfn Ólafsdóttir, fædd síðla árs 1909. Nafnið hefur aldrei komist í há- tísku, en árin 1921-1950 fengu það 37 meyjar. Nú bera þetta heiti vel á 4. hundrað kvenna, miklu fleiri sem síðara nafn en fyrra eða eitt. Það fellur líka prýðilega inn í tísku síðustu ára- tuga að hafa fyrra nafnið tvö atkvæði, en hið síðara eitt. Ekki veit ég hvað fyrir foreldr- um vakir sem skíra dætur sínar nafninu Dúfa. (Ég sleppi hinni gerðinni, Dúa). Dúfa er eins og allir vita fuglsnafn, en líka heiti einnar af Ægisdætrum, og vita það kannski færri. Engin íslensk kona hét Dúfa 1910, en sex hlutu nafnið 1921- 1950. Það er ennþá mjög fátítt og erfitt að greina það frá nafn- inu Dúa sem mannanafnanefnd leyfði 1992 og telur sérstakt nafn. Um Hrönn var áður skrifað. Varla þarf að taka það fram, að þetta yfirlit hér er ófullkomið og gloppótt, og eru allar upplýsingar um þessi nöfn (og önnur) hið besta þegnar. ★ Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég á engi, sló ég miðlungs-brýnu. Öt reri ég, og einn ég fékk í hlut. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut. Stilltu þig, son minn; stillið grátinn, dætur, strengharpa min þó laskist. Góðar nætur! Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann sem langan baming reri. Oldumar vaka, yrkja ljóð á skeri. (Guðmundur Friðjónsson 1869-1944.) Auk þess fær Happdrætti H.í. stig fyrir orðið gjöfull í stað dönskuslettunnar „gefandi", og Kristinn Hrafnsson fréttamaður fyrir framburð sinn á nafninu Carl Bildt. Oft er það svo hart leikið hér á landi, að mig grunar að Svíar myndu ekki átta sig á hver maðurinn væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.