Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 61 MYNPBÖMP V afasamur og uppá- þrengjandi vinur Alger plága (The Cable Gay)_________ Gamanmynd ★ ★ Leikstjóri: Ben Stíller. Handrit: Judd Apatow. Kvikmyndataka: Ro- bert Brinkmann. Tónlist: John Ott- man. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Matthew Broderick, Leslie Mann, George Segal. 92 mín. Bandarísk. Columbia/Skifan. 1996. EGAR Steven Kovac (Mathew Broderick) slítur sambandi við kærustu sína og flytur í eigin íbúð er honum ráðlagt að lauma auka- greiðslu að manninum sem tengir fyrir hann kapal- sjónvarpið og biðja hann um að gera sér þann greiða að tengja fyrir sig allar bíómyndarásirnar. Hann órar hinsvegar ekki fyrir hvaða afleiðingar sá greiði hefur í för með sér því hann lendir í slagtogi við mestu plágu sem hugsast getur (Jim Carrey), óend- anlega uppáþrengjandi og einmana sál, sem ekkert þráir heitara en að eignast vin. Þrautseigjan og úr- ræðasemin eru óbilandi og hann virðist ekki geta skilið að Kovac vill ekkert með hann hafa. Hinn nýi vinur gerir Kovac hinsveg- ar fulla grein fyrir að það sé þó betra að eiga hann að vini en óvini. Þá fyrst kemur í ljós alvarleiki þeirra erfiðleika sem hann á við að etja. Það má greina alvarlegri undir- tón en áður í þessari nýjustu mynd vinsælasta gamanleikara sam- tímans, Jims Carrey. Hingað til hafa myndir hans verið einn stór skrípaleikur, án allra málalenginga og tilrauna til þess að skýra hvers vegna hann er eins og hann er. Hér heldur hann áfram að nota sinn ýkta og skemmtilega ieikstíl en ólikt áður þá er gerð tilraun til þess að skýra út þessa undarlegu hegðan hans. Gefið er í skyn að orsökin liggi í því að foreldrar hans hafi látið sjónvarpinu eftir uppeldið og þannig hafí hann einangrast og glatað öllu veruleikaskyni. Þessi ádeilubroddur rétt sleppur fyrir hom vegna þess að myndin fellur ekki í þá gryfju að taka boðskapinn of hátíðlega. Það sem ennfremur lyftir myndinni upp á hærra plan er góður samleikur þeirra Carreys og Brodericks, hins snjalla leikara sem á mun meira skilið en að leika í skugga annarra. Þrátt fyrir kosti þessa er myndin alls ekki eins fynd- in og t.a.m. fyrri myndin um gælu- dýraleynilögguna Ace Ventura og hin bráðfyndna Dumb and Dum- ber. Má væntanlega kenna handrit- inu um og leikstjórn Bens Stiller, sem á hér þó mun betri dag en í fyrri mynd sinni Reality Bites. Skarphéðinn Guðmundsson. FÉLAGARNIR Carrey og Broderick saman á góðri stund. Spilling innan lögreglunnar Á vaktlnnl (Dog Watch) Spcnnumynd ★r Leiksijóri: John Langley. Handrit: Martín Zurla. Framleiðandi: Elie Cohn. Kvikmyndataka: Robert Yeo- man. Aðalhlutverk: Sam Elliot, Esai Morales, Paul Sorvino. 90 mín. Bandarísk. Nu Image/Bergvík. 19%, SPILLING innan lögreglunnar hef- ur alloft orðið kvikmyndagerðar- mönnum að yrkisefni. Nýlegt dæmi um velheppnaða mynd sem tekið hefur á þessum vanda er Intemal Affairs, eftir Mike Figgis, en ein sú besta er þó án efa hin sannsögulega Serpico, eftir Sidney Lumet, mynd sem virkilega hreyfði við áhorfend- um. Er það og enda meginmarkmiðið með slíkum myndum, að hreyfa við áhorfendum, fylla þá hneykslan og reiði yfír miskunnarlausu og svikulu framferði þeirra sem eiga að hafa það starfi að uppræta slíka hegðun almennra borgara. Á vaktinni fjallar um Charlie Fal- on (Sam Elliot), reyndan lögreglu- mann, sem misst hefur trú á réttví- sinni. Myrkur starfsvettvangur hef- ur skilið eftir sig varanleg sár á sál hans, fyllt hann biturð og reiði út í það sem lífið hefur upp á að bjóða. Hugarangur sitt lætur hann bitna á starfinu og framkoman við skjól- stæðingana er kaldranaleg, óvægin og ofbeldisfull. Þegar hann telur sig hafa gómað glóðvolgan morðingja starfsfélaga síns fyllist hann slíkri heift að hann hreinlega lemur úr honum líftóruna. Það kemur síðar á daginn að mörkin milli hinna góðu og vondu eru ekki eins greinileg og Falon hefur talið, þvi upp kemst að starfsfélagi hans og vinur til langs tíma hafði verið flæktur í vef djúp- stæðrar spillingar innan lögreglunn- ar. Til að bæta gráu ofan á svart kemst Falon að því að hinn meinti morðingi var í raun óeinkennis- klæddur lögreglumaður. Það er fátt sem kemur á óvart í mynd þessari. Einhvem veginn hefur maður á tilfinningunni að saga þessi hafi verið sögð nokkrum sinn- um áður í einhveijum hinna fjöl- mörgu sakamálaþátta sem gerðir eru fyrir sjónvarp vestanhafs. Mynd- in hefur fáu við þá þætti að bæta og býr í raun yfír minni fagmennsku en aftur meira ofbeldi. Um frami- stöðu aðalleikara er fátt annað að segja en það að þeir hljóta að líta á mynd þessa sem skref aftur á bak á framabraut sinni og á það sérstak- lega við hinn ágæta Paul Sorvino. Skarphéðinn Guðmundsson. fAðu þér miða FYRIR KL. 20.20 i Vlwiinjurl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.