Morgunblaðið - 18.01.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐBOLGA OG
SAMKEPPNISSTAÐA
VERÐI gerðir hér óraunhæfir kjarasamningar, með
meiri kauphækkunum en fyrirtækin geta staðið und-
ir, mun það leiða til verðbólgu - um það er í raun ekki
deilt. Nái verðbólgan sér aftur á strik mun það hafa víð-
tækari áhrif en aðeins á verðskyn almennings og þróun
verðlags hér á landi.
Verðbólgustigið er mikilvægur þáttur í samkeppnisstöðu
ríkja á heimsmarkaðnum. Ástæða þess að t.d. ríki Evrópu-
sambandsins leggja mikla áherzlu á verðstöðugleika og
bera sig sífellt saman í þeim efnum, jafnt innbyrðis sem
við helztu keppinauta ESB, er sú að stöðugleikinn býr
atvinnulífinu hagstætt samkeppnisumhverfi.
Stöðugleikinn, sem ríkt hefur í íslenzku efnahagslífi
undanfarin ár, hefur gert fyrirtækjum kleift að meta með
nákvæmari hætti en áður hvað aðföng framleiðslunnar
kosta og hvernig tekst að nýta þau. Forsendur til að gera
áætlanir fram í tímann og vinna skipulega að því að nýta
framleiðsluþættina sífellt betur eru því allt aðrar en fyrr.
Þetta er forsenda þess að hægt sé að auka framleiðni í
fyrirtækjunum og stuðla þannig að hærri launum fyrir
styttri vinnutíma, en það er markmið sem bæði verkalýðs-
hreyfing og vinnuveitendur hafa lýst stuðningi við, enda
um hagsmuni beggja að ræða.
í Morgunblaðinu á fimmtudag kom fram að verðbólga
á íslandi væri lítið eitt meiri en að meðaltali í ríkjum
Evrópusambandsins, sem eru á meðal helztu samkeppnis-
landa okkar. Þrátt fyrir ágætan árangur hér á landi var
verðbólga meiri en á íslandi í aðeins fjórum ríkjum Evr-
ópska efnahagssvæðisins á síðastliðnu ári. ísland þarf að
stefna að því að verðbólgan verði minni en hjá þessum
keppinautum - það væri glapræði að sleppa af henni
böndunum og skaða þar með samkeppnisstöðu íslenzks
atvinnulífs og kjör íslenzkra launþega.
ATVINNU- OG
FÉLAGAFRELSI
BREYTING á rekstrarformi Pósts og síma leiðir til
þess að fyrirtækið færist úr opinberum geira yfir á
almennan markað. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og
fleiri launþegafélög gera kröfur til þess að nýir starfs-
menn Pósts og síma verði aðilar að félögum innan ASÍ,
m.a. með tilvísun í forgangsréttarákvæði til vinnu í kjara-
samningum. Á sama tíma standa félög póstmanna og síma-
manna á kröfum um forgang eigin félagsmanna til vinnu
hjá fyrirtækinu. Þessi skoðanaágreiningur vekur upp
spurningu um, hvort þessi einkaréttur tiltekinna verka-
lýðsfélaga á vinnumarkaði stríði ekki gegn ákvæðum laga
og nútíma viðhorfum um atvinnu- og félagafrelsi.
Er það réttlætanlegt að hægt sé að útiloka þjóðfélags-
þegn, sem kýs af einhverjum ástæðum að standa utan
tiltekinna félaga, frá vinnu sem hann hefur hæfni og
menntun til að sinna? Eiga ekki allir þjóðfélagsþegnar að
hafa sama rétt til þess að sjá sér og sínum farborða í
íslenzku samfélagi? Öll rök hníga að því að tryggja í lög-
um að ekki sé hægt að semja einstaklinga út af vinnumark-
aði með þeim hætti sem úrelt en gildandi samningsá-
kvæði gera ráð fyrir.
LÓÐ Á VOGARSKÁL
UMHVERFISVERNDAR
SORPA og Mjólkursamsalan hafa nú tekið höndum sam-
an um endurvinnslu pappaferna undan mjólk, safa
og graut, en hingað til hefur ekki verið tekið við fernum
til endurvinnslu, þótt þær séu fyrirferðarmiklar í sorpi
flestra íslenzkra heimila. Nú verður hægt að nota plastið
úr fernunum til orkuframleiðslu og nýta álið og pappírinn
að nýju. Enginn aukakostnaður á að fyigja þessari endur-
vinnslu.
íslendingar eru orðnir vanir að flokka sorp heimilisins
og koma t.d. drykkjarílátum og dagblöðum í endur-
vinnslu. Full ástæða er til að hvetja öll heimili á landinu
til að leggja sitt lóð á vogarskálar umhverfisverndar og
stuðla að betri nýtingu auðlinda jarðar með því að skila
pappafernunum samvizkusamlega til endurvinnslu.
Sjálfvirkni og mikil afköst ráða úrslitum í nýjasta frystihúsi landsmanna, sem nú er verið að taka í notkun í Neskaupstað
„Erum að fjárfesta
til framtíðar“
STOLT, ánægja og þreyta skein
út úr andlitum þeirra manna,
sem lagst hafa á eitt undan-
farna þijá mánuði við að
koma einni fullkomnustu vinnslustöð
í loðnu og síld upp á Neskaupstað,
þegar forsvarsmenn Síldarvinnslunn-
ar hf. blésu til reisugillis í tilefni af
verklokum. Fyrsti loðnufarmurinn var
keyrður í gegnum nýju verksmiðjuna
til prufu sl. fimmtudag með ágætum
árangri. Næstu dagar fara í ýmsar
minniháttar lagfæringar og fínstill-
ingar tækja og tóla, en þess er vænst
að loðnufrysting í húsinu verði komin
á fullan skrið um mánaðamótin.
„Mér líður mjög vel á þessum tíma-
mótum, enda hef ég sofið vært þrátt
fyrir allt þetta umstang. Hingað til
hafa öll þau vandamál, sem upp hafa
komið, verið leysanleg og stefnt er
að því að 30. janúar nk. verði prófun-
arferlinu að fullu lokið og þá verði
formleg afhending á verkinu. Miðað
við hversu vel allt annað hefur stað-
ist, trúi ég að það standist Iíka. Með
þessu erum við að fjárfesta til framtíð-
ar. Nú erum við að byggja upp á
hafnarsvæðinu, þar sem við höfum
hugsað okkur að vera næstu áratug-
ina, enda var ljóst að ráðast hefði
þurft í gífurlega fjárfestingu til að
koma gamla frystihúsinu, sem orðið
er 50 ára, í viðunandi horf,“ segir
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf.
Áætlað er að heildarkostnaðurinn
við framkvæmdirnar nemi 640 millj-
ónum króna, sem fjármagnað er með
í
Mönnum ber saman um að sá fjölmenni hópur manná,
sem komið hefur að byggingu nýs frystihúss fyrir Síldár-
vinnsluna hf. á Neskaupstað, sem eykur frystigetuna
sexfalt, úr 60 tonnum á sólarhring í 360 tonn, hafí j
unnið þrekvirki á mettíma. Húsið er búið þeim nýjastá
tækjabúnaði og sjálfvirkni sem hugsast getur í vinnslu
loðnu o g síldar og er flestur hugbúnaður þar innan
dyra alíslenskur. Jóhanna Ingvarsdóttir fór austur,
skoðaði nýja frystihúsið og fylgdist með prufukeyrslu.
360 milljóna króna láni til sextán ára
og 280 milljóna króna eigin fé, þar
af 200 milljóna kr. söluhagnaði af
hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, en að sögn Finnboga keypti
Síldarvinnslan bréf í HE fyrir fimmtán
mánuðum fyrir 90 milljónir króna sem
í dag eru orðnar 340 milljónir.
„Við vorum á þessum tíma með
peninga milli handanna sem við ætl-
uðum að ávaxta, jafnvel fram í tim-
ann, og þar sem að Hraðfrystihús
Eskifjarðar er nálægt okkur og við
höfum álit á því fyrirtæki, ákváðum
við að fjárfesta í því. Það sýndi sig
að við veðjuðum rétt.“
Allt tilbúið á
þremur mánuðum
Bygging frystihúss Síldarvinnsl-
unnar, sem telur alls um fimm þús-
und fermetra, þykir nokkrum tíðind-
um sæta, þar sem að hérlendis hefur
ekki verið byggt nýtt frystihús í hálf-
an annan áratug. Hjá Síldarvinnsl-
unni var formlega tekin ákvörðun um
bygginguna í byrjun ágúst sl. Hafist
var handa við grunninn í byijun októ-
ber og byggingarframkvæmdir hó-
fust 10. október sl. Húsið telur um
fimm þúsund fermetra og er aðallega
hugsað sem vinnslustöð fyrir loðnu
og síld, en i húsinu er einnig vinns-
lusalur fyrir bolfisk þar sem áætlað
er að hefja starfsemi innan tveggja
ára.
Síldarvinnslan bauð verkið ekki út,
heldur ákvað að fara þá leið að semja
sérstaklega við hvern og einn verk-
taka, sem komið hafa að verkinp, en
alls eru verktakarnir um þrjátíu ;tals-
ins, en aðalverktakinn er Istak. Sjálft
húsið var flutt í einingum inn frá
Bretlandi, en allur tæknibúnaðurinn,
sem felur í sér mikla sjálfvirkni, er
að mestu leyti íslenskur.
Tveggja vikna seinkun
vegna efnistafa
Þorvaldur Ámason, verkefnisstjóri
í Neskaupstað fyrir hönd Istaks, segir
verkið hafa gengið hreint ótrúlega vel
þrátt fyrir tveggja vikna seinkun á
afhendingu efnis frá Bretlandi sem
fara átti í húsið sjálft. Menn hafí hins-
vegar unnið upp þá seinkun með
glæsibrag. „Við höfum alltaf trú á því
að þau verkefni, sem við tökum að
okkur, standist. Annars værum við
ekkert í þessu. Mitt hlutverk er að
stjórna verkinu, sjá til þess að allar
áætlanir standist og allir undirverk-
takar komi inn á réttum tímurn."
Þegar Þorvaldur er spurður hvernig
standi á því að hægt sé að vinna því-
líkt verk á slíkum mettíma, svarar
hann því til að fyrst og fremst hafí
góðir starfsmenn og góður starfsandi
ráðið ríkjum svo og góð samvinna
milli verkkaupa og verktaka og verk-
taka á milli. „Allir á svæðinu hafa
gert sitt ýtrasta til að allt megi ganga
upp og það held ég að sé lykillinn í
þessu. Það hefur hinsvegar verið mjög
erfíð tíð, stöðugt frost nánast frá því
í október, sem er ekki heppilegt á
byggingartíma. Þrátt fyrir það hafa
allir gert sitt ýtrasta til að þetta gengi
upp.“
Nauðsynlegur stuðningur
við framþróun í iðnaði
Að mati Finnboga eru íslensk fyr-
Morgunblaðið/Golli
HAFIST var handa við byggingu nýja frystihússins í Neskaupstað 10. október sl. Stefnt er
að þvi að full vinnsla hefjist um mánaðamótin.
eyringur, hefur verið framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í tíu ár og á
þeim tíma hafa orðið mikil stakka-
skipti hjá fyrirtækinu til hins betra.
Síldarvinnslan í Neskaupstað á 40 ára
starfsafmæli á þessu ári. Fyrirtækið
var sett á Opna tilboðsmarkaðinn árið
1990 og á Verðbréfaþingið 1993.
Tæplega 500 hluthafar eru í Síldar-
vinnslunni og er núverandi gengi
hlutabréfa um 12.
Fyrirtækið hefur um tólf þúsund
þorskígildi og gerir út fimm skip:
rækjufrystiskipið Blæng, ísfisktog-
arann Bjart, frystitogarann Barða,
fjölveiðiskipið Beiti, sem gerður er út
á loðnu um þessar mundir og síldar-
og loðnuskipið Börk. Eins og gefur
að skilja er fyrirtækið langstærsti
vinnuveitandinn í Neskaupstað, með
um 360 starfsmenn.„Ég þakka fyrst
og fremst mjög hæfu starfsfólki til
lands og sjávar velgengnina á undan-
förnum árum og í öðru lagi höfum
við hitt á réttar ákvarðanir í því sem
við erum að gera hveiju sinni.“
„VIÐ hefðum aldrei farið út í þessar framkvæmdir ef hér væri
bullandi verðbólga," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar hf. í Neskaupstað.
irtæki mjög vel samkeppnishæf í verði
og gæðum og í reynd gæti svona
hópur innt af hendi hliðstæð verkefni
hvar sem er í heiminum. „Ef íslenskur
sjávarútvegur reynir ekki að nýta sér
það mikla íslenska hugvit, sem til er
í landinu, verður engin framþróun.
Það segir sig sjálft. Við viljum því
reyna að nota íslensk iðnfyrirtæki,
eins og við mögulega getum, ef þau
geta boðið lausnir á samkeppnishæfu
verði, því þá verða þau ennþá sterk-
ari og samkeppnisfærari í framtíð-
inni. Þar með erum við að byggja upp
aðra atvinnustarfsemi í landinu og
sköpum ný störf í kringum hana. Ég
hafði auðvitað mikla trú á því að þetta
myndi ganga upp fyrir samningagerð-
ina, en eftir að hafa séð þetta rísa og
orðið vitni að náinni samvinnu allra
þessara sérfræðinga, hef ég fengið enn
meiri trú á íslensku atvinnulífi, íslensk-
um iðnaðarmönnum og hugviti sem
þama hefur verið saman komið.“
Höfum hitt á
réttar ákvarðanir
Finnbogi, sem sjálfur er Akur-
Hátt í 50%
af tekjum
Loðnuveiðar og -vinnsla vega mjög
þungt í starfsemi Síldarvinnslunnar
og hefur verið að aukast upp á síðkast-
ið fremur en hitt, en að sögn Finn-
boga eru loðnuveiðar, framleiðsla á
mjöli og lýsi og loðnufrysting hátt í
50% af tekjum Síldarvinnslunnar.
Aðrar tekjur eru af bolfiskveiðum og
vinnslu og rækjuvinnslu á sjó. ,<
„Það var toppár i loðnunni fyrra,
bæði í magni og verði, og við getum
gert ráð fyrir að það verði toppár í
magni í ár og vonandi í verði, en það
er ekkert gefíð. I þessu eru miklar
sveiflur, en í okkar áætlunum fyrir
nýja frystihúsið höfum við gert ráð
fyrir umtalsverðri verðlækkun á Jap-
ansmarkaði. Eftir því sem magnið
eykst, er það vitað að verðið lækkar,
enda erum við að hluta til að búa
okkur undir lækkandi verð með þeirri
sjálfvirkni, sem hér er gert ráð fyrir,
svo við getum verið betur samkeppnis-
færir í framleiðslu á loðnuafurðum é»
Japan og aðra markaði, sem greiða
miklu lægra verð fyrir loðnu en Japan-
ir hafa gert á undanförnum árurn."
Fjórðungiir árstekna
loðnusjómanna í febrúar
Finnbogi segir að hugsanleg verk-
föll yrðu mjög slæm fyrir byggðarlög,
sem byggja mikið á loðnuveiðum og
vinnslu. „Það yrði auðvitað mjög
slæmt ef til verkfalla kæmi, ekki bara
fyrir fyrirtækið, heldur líka fyrir fólk-
ið, sem vinnur í landi og úti á sjó.
Loðnusjómenn eru kannski að taka
um fjórðung af sínum árstekjum í
febrúarmánuði, sem þýðir að mánað-
arlangt verkfall hjá þeim væri á við
þriggja mánaða verkfall fyrir aðra
vinnandi menn.
Ég trúi því ekki að til verkfalla
muni koma. Menn verða að skynja
það að það verður að leysa málin án
þeirra, enda má ekki raska því efna-
hagsjafnvægi, sem hér hefur ríkt und-
anfarin ár. Ég vona að flest allir geri
sér grein fyrir því hversu mikilvægt
það er að hér sé stöðugt efnahagslíf
og lítil verðbólga. Við hefðum aldrei
farið út í þessar framkvæmdir ef hér
hefði verið bullandi verðbólga á und-
anfömum árum. Þetta er eitthvað,
sem hefur gildi fyrir framtíðina
getur skapað grunn fyrir hærri laun-
um í framtíðinni, en það verður ekki
tekið fyrirfram. Það verður að taka
þetta í þrepum."
Morgunblaðið/Golli
JÓHANNES Pálsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Hönnunar og ráðgjafar á Reyðar-
firði, og Svanbjörn Stefánsson, framleiðslusljóri Síldarvinnslunnar hf.
BJARNI Sigurðsson, framleiðslustjóri Formax, Þorvaldur Árnason, verkefnisstjóri ístaks, og
Þorvaldur Pétursson, verkefnisstjóri MEKA.
JÓNATAN S. Svavarsson, framkvæmdastjóri kælismiðjunnar Frosts.
UM 150-200 manns hafa
unnið við byggingu og
uppsetningu tækjabún-
aðar í nýju frystihúsi
Sildarvinnslunnar hf. í Neskaup-
stað síðustu daga, vikur og mán-
uði. Langflestir eru aðkomumenn
frá fjölmörgum fyrirtækjum vítt
og breitt um landið sem unnið hafa
eins og einn maður við að koma
stöðinni upp svo hún geti orðið klár
í slaginn fyrir Japanstímann svo-
kallaða, sem er um þriggja vikna
timabil í febrúar og byijun mars.
Eftir miklu er að slægjast þar sem
að Síldarvinnslan eygir nú von i
allt að 30 milljóna króna verðmæti
á sólarhring þá fáu daga á ári sem
fryst er á Japansmarkað og það á
fullum afköstum.
Grípa hefur þurft til töluverðrar
skipulagshæfni til að koma öllum
mannskapnum fyrir i plássinu þá
þijá mánuði sem framkvæmdir
hafa staðið yfir enda hótelrými af
skornum skammti, en með góðra
manna hjálp, hefur það tekist far-
sællega. I samtali Morgunblaðsins
við nokkra starfsmenn, kváðust
þeir engan tíma hafa haft til þess
að líta upp frá vinnunni. Hálfgert
vertíðarástand haf i ríkt og þar af
leiðandi hafi menn ekkert getað
málað bæinn rauðan enda varla
þörf á þar sem að hann væri nokk-
uð rauðleitur fyrir.
Helstu undirverktakar Istaks
sem sjá um vélahlutann eru fjórir.
Kælismiðjan Frost sér um allt
frystikerfið. Formax sér um
hleðslukerfi fyrir frysta. Verk-
fræðistofan MEKA sér um hráefn-
istanka, löndunar- og skotkerfi,
pökkunar- og rúllubrautakerfi og
Samey sér um allt rafmagn og stýr-
ingar. Að auki er fjöldi smærri
undirverktaka sem komið hafa að
húsbyggingunni sjálfri. Marel hf.
og Þorgeir og Ellert hf. eru saman
með ákveðinn vél- og tæknibúnað
sem lýtur að pökkunarlínum og frá
Style í Kópavogi voru keyptir ís-
lenskir síldar- og loðnuflokkarar
sem getið hafa sér gott orð víða.
Aldrei unnið
svo flókið verk
„Okkar hlutverk hefur verið að
hanna burðarvirki hússins og að-
stoða við áætlana- og samninga-
gerð. Auk þess höfum við haft með
höndum verkumsjón fyrir hönd
Síldarvinnslunnar og eftirlit á
verktíma," segir Jóhannes Pálsson,
framkvæmdastjóri verkfræðistof-
unnar Hönnunar og ráðgjafar hf.
á Reyðarfirði. Það fyrirtæki er sjö
ára gamalt, reyndar stofnað á
Enginn tími til að mála bæinn rauðan
gönilum grunni frá Verkfræðistof-
unni Hönnun í Reykjavík og eru
starfsmenn um sextán talsins, þar
af hafa sjö þeirra unnið beint við
nýbygginguna í Neskaupstað.
„Verkið hefur gengið mjög vel
enda hefur þetta verið mikil vinna,
en það má segja að á tímum hafi
þurft að taka verulega á til þess
að veita mönnum aðhald, bæði
verktökum og öðrum þeim, sem að
verkinu hafa komið. Það hefur
auðvitað, eins og gefur að skilja í
svo miklu risaverkefni sem raun
ber vitni, fullt af vandamálum ver-
ið að koma upp, en þau hafa bara
verið leyst jafnóðum og það hefur
verið mjög gott kerfi á því og hef-
ur upplýsingaflæðið gengið mjög
vel milli aðila. Ég held að aldrei
hafi verið unnið svona flókið verk-
efni áður á svo skömmum tima.
Aftur á móti voru menn alveg
harðákveðnir í því að vinna mark-
visst að því að þetta skyldi klárast
um miðjan janúar. Þetta sýnir okk-
ur að það er lítið mál að byggja
stóriðju á borð við þessa hér á landi.
ÖIl kerfishönnunin, uppbygging
verksmiðjunnar og vinnslulínurnar
er islenskt, en dælukerfið, sem er
neðanjarðar og dælir hráefninu frá
skipi inn í tankana og þaðan inn í
verksmiðjuna, er norskt. Hins veg-
ar er það íslenskt hugvit, sem still-
ir þessu upp,“ segir Jóhannes.
Ævintýri Hkast
Á vegum Kælismiðjunnar Frosts
hafa verið 25-30 manns í Neskaup-
stað þegar mest hefur verið og var
hægt að kveikja á frystikerfinu
degi fyrir áætlaðan tíma þó ýmis
frágangur sé eftir. Jónatan S. Sva-
varsson framkvæmdastjóri segir
þennan tíma hafa verið ævintýri
líkastan. „Þegar við byrjuðum vissu
menn að það væri mjög skammur
tími til stefnu. Þeir einsettu sér að
láta hlutina ganga upp og það hefur
allt gengið samkvæmt því hjá þess-
um samstarfshópi, sem leiddur hef-
ur verið af Istaki. Þessi hópur er
orðinn nokkuð samfléttaður þar
sem að hluti af honum vann saman
þjá Eimskip í Sundafrost.
Við höfum trú á því sem við erum
að gera. Finnbogi trúði okkur og
með það traust, sem okkur var sýnt,
fórum við að stað,“ segir Jónatan
aðspurður um ástæður þess að ís-
lensk fyrirtæki ráði við það risa-
verkefni, sem nú sé orðið að veru-
leika í Neskaupstað.
Jónatan segir að töluvert mikið
af þeim tækjabúnaði, sem Frost
leggur af mörkum, sé íslensk smíði,
en hluti sé frá frysti- og kælifyrir-
tækinu Sabro í Danmörku og plötu-
frystar hafi verið hannaðir i sam-
vinnu við ABB á Ítalíu. ísvélar eru
á hinn bóginn eigin framleiðsla
Frosts svo og þrýstikútar, en röku-
og skömmtunarkerfi er frá Banda-
ríkjunum. Hjá Frost hf., sem stofn-
að var fyrir þremur árum, starfa
um 60 starfsmenn og eru hluthafar
jafnframt um 60. „Það er greinilegt
að fylgst er vel með málum hér
fyrir austan, bæði innanlands og
utan, og ég trúi því að þegar
reynsla verður komin á þetta, þá
muni eftirspurnin enn eiga eftir
að aukast ," segir Jónatan, en er-
lendis hefur Frost m.a. verið að
setja upp frystikerfi í Chile og
Namibíu. „Tækifærin eru alls stað-
ar. Menn þurfa bara að læra að
ganga áður en þeir fara að hlaupa
í stað þess að gösla af stað út í
heim og fara svo á hausinn með
glans.“
Sjálfvirkt innmötunarkerfi
„Okkar hlutverk var að smíða
innmötunarbúnaðinn, sem er
hleðslukerfi fyrir frysta og færi-
bönd, sem flytja pönnurnar í hrin-
grás frá áfyllingunni að innmötun-
arbúnaðinum. Þetta er mjög flók-
inn, tölvukeyrður búnaður sem
hleður í frystana. Við smíðuðum
búnaðinn og prófuðum hann fyrir
sunnan, fluttum hann síðan austur
og settum saman á staðnum, en það
hefur verið mikil vinna í samsetn-
ingu og uppstillingu," segir Bjarni
Sigurðsson, framleiðslustjóri og
einn eigenda Formax.
Bjarni segir þetta vera 85-90%
nýja hönnun sem ekki hafi verið
gerð áður. „Okkar hluti var að
hanna kerfi, sem hleður pönnunum
inn í tæki og þessi búnaður, sem
við erum að selja Síldarvinnslunni,
var aðeins á hugmyndastigi þegar
komið var að máli við okkur. Þessi
hönnun hefur tekið ótrúlega stutt-
an tíma. Við byijuðum að hugsa
um þetta á miðju síðasta sumri
enda búið að vinna í hönnuninni
sólarhringunum saman. Þetta er
búið að vera mjög spennandi verk-
efni og ekki hægt nema fyrir til-
stilli toppiðnaðarmanna. Menn eru
búnir að fórna öllum sínum helg-
arfríum og mega nú vera stoltir
af því að hafa hannað svona alís-
lenska vöru. Við erum forsvars-
mönnum Síldarvinnslunnar mjög
þakklátir fyrir að hafa veðjað á
okkur og gefið okkur tækifæri á
að framleiða svona græju. Þetta
hefur verið okkur geysileg lyfti-
stöng.“
ís dælt beint
upp í löndunartanka
„Við höfum séð um að setja upp
löndunarkerfi frá höfninni og upp
í þar til gerðra löndunartanka, en
það er nýjung að loðnunni sé dælt
beint upp i kælda löndunartanka.
Is er dælt í þá frá nýrri ísstöð, sem
verið er að reisa, hann síðan bland-
aður vatni. Um er að ræða hráefn-
istanka fyrir vinnsluna og síðan
er dælt úr þeim beint inn á loðnu-
flokkarana," segir Þorvaidur Pét-
ursson, verkefnisstjóri hjá MEKA.
Auk löndunarkerfisins, sér
MEKA um uppsetningu bretta-
kerfis, sem staflar afurðunum á
bretti og færir inn í frystiklefann.
Einnig hefur fyrirtækið haft um-
sjón með uppsetningu svokallaðs
hleypikerfis, sem safnar úrgang-
inum saman af gólfunum, hleypir
honum eftir rennum, skilur vatnið
að og skýtur úrkastinu í gegnum
160 millímetra loftlögn um fjögur
hundruð metra leið út í bræðsl-
una. Um þetta skotkerfi er hægt
að flytja allt að eitt tonn á mínútu
af úrkasti eða um 1.200 tonnum á
sólarhring þegar mest er um að
vera. Þorvaldur segir að svipuð
kerfi hafi verið sett upp hjá
Granda og Árnesi og séu þau mjög
sparandi til lengdar.
„Ég er viss um það að það hefði
verið erfitt að koma þessu verk-
efni heim og saman ef ekki hefðu
verið íslensk fyrirtæki, sem staðið
hefðu fyrir þessu. Það hefði verið
ansi erfitt að halda utan um þetta
ef þeirra hefði ekki notið við. Is-
tak hefur verið mjög gott fyrir-
tæki að vinna með enda bæti
öflugt fyrirtæki og góður stjórn-
andi. Það hefur haldið vel utan
um þetta enda reynt í verkefna-
stjórnun af ýmsu tagi,“ segir Þor-
valdur.