Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 17 ___________________ERLEIMT________ Major aldrei nær því að útiloka EMU-aðild Sir Leon Brittan segir ótta íhaldsmanna fáránlegan London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur hér um bil útilok- að þátttöku Breta í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) þegar því verður hleypt af stokk- unum í ársbyijun 1999. Major seg- ir nú að Bretland verði ekki með nema skilyrði Maastricht-sáttmál- ans fyrir þátttöku í myntbandalag- inu verði túlkuð bókstaflega og önnur aðildarríki Evrópusam- bandsins horfist í augu við þau. „Það er mjög ólíklegt, en þó ekki útilokað, að sjálfur sameigin- legi gjaldmiðillinn hefji göngu sína af öryggi hinn 1. janúar 1999,“ sagði Major í þingræðu. „En ef honum verður hleypt af stokkun- um án traustra efnahagslegra for- sendna verðum við að sjálfsögðu ekki aðilar að honum.“ Flestir gera ráð fyrir að fá aðild- arríki ESB muni uppfylla inntöku- skilyrðin í öllum atriðum á þessu ári. Þess vegna verði tekin pólitísk ákvörðun um að þau ríki, sem fari nálægt því að uppfylla skilyrðin, fái aðild að EMU. ) Engin EMU-frumvörp Það þykir renna stoðum undir að Major hafi útilokað þátttöku Bretlands í EMU - að minnsta kosti í byijun - að ríkisstjórn hans ákvað á fimmtudag að leggja eng- in frumvörp til laga, sem sam- þykkja verður áður en til EMU- aðildar getur komið, fyrir löggjaf- arþingið 1997-1998, verði íhalds- flokkurinn áfram við völd. Því þingi lýkur á miðju ári 1998, að- eins nokkrum mánuðum fyrir gildistöku Efnahags- og mynt- bandalagsins. Þá verður afar skammur tími til stefnu að sam- þykkja t.d. lög um sjálfstæði Eng- landsbanka, sem er skilyrði fyrir þátttöku í EMU. Kenneth Clarke fjármálaráð- herra, sem ,hefur verið einna hlynntastur EMU-aðild af ráðherr- um íhaldsflokksins, sagði eftir ríkisstjómarfund á fimmtudag að ekkert hefði verið útilokað og Bret- ar myndu ákveða „á réttum tíma“ hvort þeir yrðu með í EMU eður ei. Malcolm Rifkind utanríkisráð- herra sagði hins vegar „afar ólík- legt“ að Bretland yrði þátttakandi í myntbandalaginu árið 1999. EMU í samræmi við stefnu íhaldsmanna, segir Brittan Andstæðingar ESB-aðildar Bretlands í íhaldsflokknum fögn- uðu því, sem þeir kölluðu fyrsta skrefið í stefnubreytingu ríkis- stjórnar Majors. Sir Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn íhaldsflokksins sem nú situr í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sagði hins vegar að ótti íhaldsmanna við EMU væri fárán- legur. „Þetta snýst ekki um að afhenda „strákunum í Brussel“ völdin,“ sagði Brittan í útvarpsvið- tali. „Málið snýst um sjálfstæðan seðlabanka [Evrópu] sem strák- arnir í Brussel gætu ekki með neinu móti stýrt.“ Hann bætti við: „Mér finnst hlægilegt að hafna hlut, sem er mjög í samræmi við efnahags- stefnu íhaldsflokksins, bara vegna þess að hann kemur frá Bruss- el ...Þetta er ekki eitthvert van- hugsað stökk í átt til evrópsks sambandsríkis. Þetta er í raun sérstakt verkefni, sem mun auka atvinnu og lækka vexti." Ný skýrsla fram- kvæmdastjórnar ESB Frelsi í fjar- skiptum sagt auka atvinnu Brussel. Reuter. INNLEIÐING frjálsrar samkeppni í fjarskiptum getur á næstu átta árum tryggt 1,3 milljónir starfa, sem ella hefðu glatazt eða ekki orð- ið til í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu franska ráðgjafarfyrirtækisins BIPE, sem unnin var fyrir fram- kvæmdastjóm ESB. Evrópusambandið stefnir að því að afnema ríkiseinokun í fjarskipt- um frá og með næsta ári. Afnám einokunar er talið munu hafa í för með sér að allt að 286.000 starfs- menn ríkisrekinna símafyrirtækja muni missa vinnuna. Hins vegar telur ráðgjafarfyrirtækið að frelsi og samkeppni muni skapa 389.000 ný störf í fjarskiptageiranum, 93.000 fleiri en þau, sem gætu tap- azt. BIPE telur að fijálsræði í fjar- skiptum muni stuðla að hraðari dreifingu þjónustu og verðlækkun, sem muni hafa jákvæð á allt hag- kerfi Evrópusambandsins og skapa atvinnu í öðrum greinum en fjar- skiptaþjónustu. Reuter Rætt um stækkun til austurs HANS van den Broek, varafor- seti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, tekur í hægri hönd Vaclav Klaus, forsætis- ráðherra Tékklands, og horfir á þá vinstri, sem brotnaði í skíðaferð. Van den Broek kom til Prag til að ræða við tékkneska ráða- menn um stækkun ESB til aust- urs. Yfirlýsingar framkvæmda- stjórnarinnar fyrr í vikunni, um að fyrstu nýju aðildarríkin verði tekin inn í ESB árið 2002, hafa valdið ráðamönnum í A-Evrópu- ríkjum vonbrigðum. Van den Broek sagði að dagsetningin ætti ekki að koma á óvart; allir vissu hversu erfiðar viðræður væru framundan. Danir minnast aldar- fjórðungs ESB-aðildar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UM LEIÐ og danska stjórnin þarf að horfast í augu við að umræður í Evrópusambandinu um sveigjan- leika enda líklega með því að Danir lenda til hliðar við Evrópusamrun- ann minnast þeir þess áð 25 ár eru liðin síðan Jens Otto Krag þáver- andi forsætisráðherra undirskrifaði aðildarsamning Dana við Efnahags- bandalag Evrópu. Um haustið sam- þykktu Danir aðildina í þjóðarat- kvæðagreiðslu, 63,3 prósent með, 36,3 prósent á móti. Árið 1992 höfnuðu danskir kjósendur Ma- astricht-sáttmálanum, en fengu svo undanþágur til að geta verið með. Það rennur hins vegar æ betur upp fyrir þeim að þar með eru þeir enn með, en án áhrifa þar sem undan- þágurnar gilda. Þó pólitískir undirtónar EB 1972 væru greinilegir var aðaláherslan á verslunar-, tolla- og efnahagssam- vinnu og leiðtogar Dana fullvissuðu þá um að þannig yrði þetta áfram. En á 25 ára afmæli samningsins er hinn pólitíski undirtónn orðinn yfirgnæfandi leiðarstef í ESB og Danir eiga æ erfiðara með að sætta sig við að stefnan hefur ekki orðið sú sem dönsku stjórnmálamennirnir lofuðu fyrir 25 árum og lengi síðan. Danir nettógreiðendur í sjóði ESB Fyrir 25 árum styrkti það líka jákvæði danskra kjósenda að dansk- ur landbúnaður naut góðs af styrkjakerfinu og þannig hefur þetta verið fram til þessa. Á þessu ári snýst dæmið líklega við og á næsta ári munu Danir væntanlega greiða meira til ESB en þeir fá þaðan. Danskir stjórn- málamenn hliðhollir ESB keppast því við að undirstrika hið stjórn- málalega mikilvægi Evrópusamrun- ans, en það er einmitt það, sem danskir kjósendur vilja helst ekkert vita af. Línudans dönsku stjórnarinnar í Evrópumálum verður því erfiður næstu árin, bæði heima og heiman. í Brussel þurfa Danir að sannfæra hin 14 ESB-löndin um að þeir vilji vera með og heima þurfa þeir að sýna löndum sínum að þeir taki til- lit til undanþáganna. BANG á íslandi Heimsfyrirtækið A.C. Bang í Kaupmannahöfn heldur glæsilega sölusýningu á pelsum og loðflíkum á Grand Hótel, Reykjavík, á morgun. A.G. Bang er þekkt um allan heim fyrir óviðjafnanleg gæði. Þrátt fyrir ört hækkandi heimsmarkaðsverð mun einnig það verð, sem er í boði, vera óviðjafnanlegt. Verðdœmi: Venjulegt Verð nú Verðdœmi: Venjulegt Verð nú 3 minkastykki, kápur 222.000 138.800 1 Scanblack minkur, kápa 650.000 380.000 3 fenjubjórar, kápur 130.000 86.800 3 Bísam jakkar 220.000 130.000 1 Grænlandsselur „Swinger' ■ 41.800 26.800 5 kápur m. skinnfóðri „Bibcrette“ 48.900 29.800 5 bjórlömb „Ozelot“ kápur 148.000 89.800 3 mokkakápur 79.800 58.900 4 grárefur, kápur 298.000 180.000 O.m.fl. Opið: • Laugardaginn 25. janúar frá kl. 11-18 • Sunnudaginn 26. janúar frá kl. 12—18 • Mánudaginn 27. janúar frá kl. 11-18 (E) ŒB RAÐGREIÐSLUR ftBANG Kongelig Hofleverandor siden 1817 HOTEh REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.