Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 27 Dregið í áramótagetraun og fomasagnagetraun Morgunblaðsins FJÖLDI lausna barst í áramótagetraun og fornsagnagetraun Morgunblaðsins. Áramótagetraunin skiptist í barnaget-aun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt eru þrenn verðlaun fyrir hvern flokk í áramótagetraun og ein glæsileg verðlaun í fornsagnagetraun. Morgunblaðið þakkar lesendum sínum góða þátttöku í getraununum. Eftirtalin nöfn voru dregin úr innsend- um lausnum: ÁRAMÓTAGETRAUN Barnagetraun 1. Pétur Jónsson, 10 ára, Gljúf- raseli 5, 109 Reykjavík. Vöruút- tekt frá Nike-búðinni Frísport á Laugavegi 6 að andvirði 20.000 kr. 2. Anna Guðbjört Sveinsdóttir, 10 ára, Heiðmörk 60, 810 Hvera- gerði. Vöruúttekt frá versluninni Genus í Kringlunni að andvirði 10.000 kr. 3. Birna Guðrún Einarsdóttir, 7 ára, Suðurhvammi 7, 220 Hafnarfjörður. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að and- virði 5.000 kr. Unglingagetraun 1. Sverrir Hrafn Steindórsson, 12 ára, Lónabraut 37, 690 Vopnafjörður. Fataúttekt að eig- in vali frá versluninni Deres að andvirði 20.000 kr. 2. Inga Þóra Ingvarsdóttir, 17 ára, Holtsgötu 41, 101 Reykja- vík. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. 3. Ágúst R. Einarsson, 13 ára, Hafnarbraut 15, 780 Höfn. Bæk- ur að eigin vali frá Vöku-Helga- felli að andvirði 5.000 kr. Fullorðinsgetraun 1. Aðalbjörg Björnsdóttir, 41 árs, Tungubakka 10, 109 Reykjavík. Vöruúttekt að eigin vali frá versluninni Habitat að andvirði 20.000 kr. 2. Sigurberg H. Daníelsson, 55 ára, Löngubrekku 25, 200 Kópavogur. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Matthías Magnússon, 39 ára, Hraunbæ 31, 110 Reykjavík. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. FORNASAGNAGETRAUN Eyþór Benediktsson, 44 ára, Tangagötu 13, 340 Stykkishólm- ur. Heildarsafn íslendingasagn- anna í útgáfu Fornritafélagsins, sem Hið íslenska bókmenntafé- lag hefur umboð fyrir, að and- virði 75.000 kr. Morgunblaðið/Ásdís ELÍN Hrönn Káradóttir dregur út nöfn vinningshafa. Eins og sést á myndinni bárust fjölmargar lausnir. Rétt svör við ára- mótagetraun o g fornsagnagetraun Svör við barnagetraun 5-11 ára 1. Eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, heitir Guðrún Þorbergs- dóttir. 2. Skeiðarárhlaupið í október kom úr Vatnajökli. 3. Hjálmurinn kom oftast í veg fyrir meiriháttar slys þegar börn lentu í umferð- aróhöppum. 4. Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd sem unnin var eingöngu í tölvum heitir Leik- fangasaga (Toy Story). 5. Aðalsöguhetjan í myndasögunni sem hóf göngu sína í Daglegu lífi í Morgun- blaðinu á árinu heitir Egill. 6. Snákar voru á meðal dýranna á sýn- ingu sem fór um landið í vetur. 7. Hillary Clinton er kona Bandaríkjafor- seta. 8. Gamli maðurinn í turninum í Kar- demommubænum heitir Tóbías. 9. Vísindamenn telja sig hafa fundið merki um líf á Mars. 10. Þjálfari íslenska landsliðsins í hand- bolta heitir Þorbjörn Jensson. 11. Vala Flosadóttir á heimsmet ungl- inga í stangarstökki. Svör við unglingagetraun 12-17 ára 1. Söngkonan heimsfræga, sem varð móð- ir 1996 og lék Evu Peron, heitir Madonna. 2. Séra Flóki Kristinsson var prestur í Langholtskirkju. 3. Sólveig Guðmundsdóttir var kjörin fegurðardrottning íslands á árinu. 4. Uppselt var á allar sýningar á Stone Free í Borgarleikhúsinu. 5. Damon Albarn dvaldi á íslandi í fyrra- sumar við upptökur og hélt einnig tónleika. 6. Það var dagblvðið Dagur-Tíminn sem leit dagsins ljós á árinu. 7. Nýkjörinn forseti íslands ólst upp á Þingeyri. 8. Stöð 2 varð tíu ára í fyrrahaust. 9. Hinn nýi formaður Álþýðuflokksins heitir Sighvatur Björgvinsson. 10. Samkynhneigðir öðluðust rétt til að skrá sig í sambúð á árinu. 11. Nýi geisladiskurinn hennar Emelíönu Torrini heitir Merman. 12. Danski prinsinn sem kom til Islands í sumar heitir Friðrik. 13. Þjálfara íslands- og bikarmeistara Akraness, Guðjóni Þórðarsyni, var vikið úr starfi á árinu. 14. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við kvennalandsliðinu í knattspyrnu á árinu. 15. Rúnar Alexandersson varð Norður- landameistari í æfingum á bogahesti. 16. Fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, Muhammed Ali, tendraði Ólympíueldinn við setningu Ólympíuleik- anna í sumar. Svör við fullorðinsgetraun 18áraog eldri 1. Fjölbýlishús rís á umdeildri lóð við Kirkjusand. 2. Varnarliðsmenn skiptu um númeraplöt- ur vegna þess að bílar sérmerktir varn- arliðinu urðu fyrir barðinu á skemmd- arvörgum. 3. Þegar talað var um að síldin hefði synt hraðar en embættismenn væntu, var átt við að það hefði komið Norðmönnum í opna skjöldu hve hratt norsk-íslenska síldin gekk inn í norska lögsögu við Jan Mayen. 4. Menntaskólinn í Reykjavík varð 150 ára árið 1996. 5. Bíllinn svífur í lausu lofti vegna þess að Umferðarráð og tryggingafélögin létu hann falla til jarðar til að sýna afleiðingar þess ef bíl er ekið á stein- vegg á 90 km hraða. 6. Islenskir lögreglumenn á Ólympíuleik- unum i Atlanta voru óánægðir vegna þess að þeir gistu í skóla í svo hættulegu hverfi borgarinnar að sjálfir þurftu þeir öryggisgæslu. 7. Nýtt leikhús, þar sem leikritið Orm- stunga er sýnt, heitir Skemmtihúsið og reis í garði leikaranna Erlings Gísla- sonar og Brynju Benediktsdóttur. 8. Skýringin á því hvers vegna umsóknir um leigu á sumarhúsum verkalýðsfélaga voru eins fáar og raun bar vitni er talin vera sú að Islendingar flykktust til út- landa. 9. Borís Jeltsín Rússlandsforseti gekkst undir hjartaaðgerð í nóvember sl. 10. Jack Kemp var varaforsetaefni Bob Dole í bandarísku forsetakosningunum. 11. Konan sem „gafst upp og borðaði hafragraut barnanna“ var fyrrverandi barnfóstra á heimili Netanyahus, for- sætisráðherra ísraels, en hún sagði hann og konu hans spör á mat. 12. Stúlkan á myndinni er að skoða hita- beltisfiðrildi sem klöktust út á Nýlista- safninu. 13. íbúar á Hellu efndu til mótmæla við verslun á staðnum, því hún seldi brauð frá Þorlákshöfn og höfðu íbúar Hellu áhyggjur af atvinnu bakarans á staðn- um. 14. Breska rokkstjarnan David Bowie hélt tónleika í Laugardalshöll á árinu. 15. Söngvarar úr Stone Free eru um- kringdir 2.400 sleikipinnum. 16. Rannveig Rist tók við af Christian Roth, sem forstjóri álversins í Straumsvík um áramótin. 17. Mennirnir tveir sem buðu sig fram í formannskjöri Alþýðuflokksins heita Guð- mundur Árni Stefánsson og Sighvatur Björgvinsson. 18. Gestirnir í heita potti Bryndísar Schram voru kvikmyndaleikstjórinn Mika Kaurismaki og eiginkona hans, Pia Tikka. 19. Steinninn sem fannst í garði við Tjarn- argötu reyndist vera legsteinn frá 19. öld. 20. Mikið var rætt um Almannagjá á Þing- völlum eftir að breskt auglýsingafyrir- tæki fékk heimild til að taka upp aug- lýsingar í gjánni. 21. Ekkert hafði spurst til kaþólska bisk- upsins af Argyll fyrr en hann sagði af sér embætti og tók saman við þriggja barna móður sem hann hafði hjálpað í gegnum erfiðan skilnað. 22. Tilefni myndatökunnar var svokallað- ur skátalífsdagur skátafélaganna í Reykjavík í Laugardal. 23. Maður sem sótti um heimild til inn- flutnings á strútseggjum sakaði yfir- dýralækni um seinagang. 24. Nær tvö hundruð kannabisplöntur fundust í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. 25. í æviminningum Riitu Uosukaienen, forseta finnska þingsins, vöktu mesta atygli berorðar lýsingar á ástarlífi hennar og eiginmannsins. 26. Er Guðrún Arnardóttir setti íslands- met í 400 m grindahlaupi í Atlanta í sum- ar voru 20 ár liðin frá því að Ágúst Ás- geirsson setti Islandsmet í Montreal. 27. Englendingurinn Alan Shearer varð markakóngur Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. 28. Á1 Oerter, kringlukastari frá Bandaríkjunum, varð fyrstur manna til að vinna gullverðlaun í sömu grein á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. 29. í leikskrá Lengjunnar var haft eftir Eyjamönnum að best væri að tapa fyrir ÍÁ til að komast í Evrópukeppnina og voru þeir að vonum afar óhressir með þessi skrif. 30. Vátryggingafélag íslands hf. keypti Fjárfestingafélagið Skandia hf. og Vá- tryggingafélagið Skandia hf. 31. Utgerð Íslenskra sjávarafurða í Rúss- landi er á Kamtsjatkaskaga. 32. Verslunarmiðstöðin Borgarkringlan var sameinuð Kringlunni. Svör við fornsagnagetraun I. Urðarköttur fékk síðar nafnið Finn- bogi. II. Höfundur er ókunnur að vísunni um þann sem hékk vindga meiði á. III. Frásögnin af Hrappi var úr Laxdæla sögu. IV. Það var Sighvatur Þórðarson sem orti Ungr, var eg með þér, þengill. V. Gretti Ásmundarsyni var sagt að vera stilltur þegar þeir bræður Þorgeir og Þormóður kæmu í heimsókn. VI. Það var Þormóður Bessason sem orti Undrast öglis landa eik. VII. Frásögnin af vígi Brodd-Helga á Svarti var úr Vopnfirðinga sögu. VIII. Höfundur kvæðisins um hina björtu ísoddi er ókunnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.