Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 38

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 38
^38 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Árni Sigurðsson var fæddur á Rauðafelli í Austur- Eyjafjallahreppi 20. október 1903. Hann lést í Vestmannaeyj- um 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Árna voru hjónin Jakobína Steinvör Skæringsdóttir og Sigurður Sveinsson. Árni var yngstur í stórum systkina- hópi, systkinin hans eru öll látin. Sigurður kvænt- ist árið 1933 Sigríði Jónsdóttur frá Drangshlíðardal. Sigríður Iést árið 1985. Sigríður og Árni eignuðust tvær dætur, Elínu Karólínu, sem lést korn- ung, og Elínu Lilju. Elin Lilja giftist Sigurbergi Guðnasyni frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö börn, Sigurð Árna og Guðnýju Ósk. Utför Árna verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. björn Kjartan og var yngsta barn í stórum systkinahópi. Öll eru þau nú fallin frá. For- eldramir voru hjónin í vesturbænum á Rauða- felli, Jakobína Steinvör Skæringsdóttir og Sig- urður Sveinsson, er þar bjuggu lengi. Um aldamótin síð- ustu var margbýlt á Rauðafelli og fjöl- skyldur yfirleitt stórar og barnmargar. Búin voru flest mjög lítil, jarðir smáar og landið þröngt setið. Þykir okkur nú með ólíkindum hvernig fólk komst af við þann þrönga kost er það mátti búa við. Þetta var næstum alger sjálfsþurftarbúskap- ur, þar sem nýtni og útsjónarsemi voru höfuðdyggðir, ásamt með iðjusemi og dugnaði. Eyfellingar stunduðu útræði frá hafnlausri ströndinni og var það þeim mikil búbót enda var hafið oft gjöful matarkista. Sömuleiðis var fuglatekja stunduð í hömrum. Hvor- ugt þetta var hættulaust og þurfti karlmennsku og áræði til að nýta þessar gjafir skaparans. Slys og dauðsföll urðu því ekki umflúin, einkum þó við brimasama ströndina, þegar mönnum hlekktist á við land- tökuna. Vestmannaeyjar, verstöðin mikla, er í næsta nágrenni og þangað leit- aði fólk til atvinnu á vertíðum. Jókst sú sókn stöðugt á þessum tíma, ekki síst eftir að vélbátaútgerðin kom til sögunnar. Inn í þessar aðstæður fæddist Árni, ólst upp við og mótað- ist af. Sem yngsta systkini varð hann eðlilega lengur í foreldrahúsum en mörg þau eldri. Hann var líka náttúraður fyrir sveitastörf, hafði yndi af að sitja góðan hest og var laginn við öll bústörf. Þó átti það ekki fyrir Árna að liggja að taka við búi foreldra sinna eða gerast bóndi, en alla tíð var hugur hans mjög bundinn við sveit- ina. Eins og svo margir úr átthögum hans hvarf hann ungur til starfa á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum. Vann hann þar öll algeng verk til sjós og lands, vel metinn og eftirsótt- ur. Þar kom að hann settist þar alfar- ið að. Árið 1933 kvæntist Árni unnustu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Drangs- hlíðardal. Bjuggu þau alla tíð í Eyj- um, utan þess tíma er eldgosið á Heimaey, árið 1973, hrakti þau í burtu, sem og flestalla íbúana. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í bæn- um í leiguhúsnæði, lengi vel, en eign- uðust lítið hús í miðbænum, er ber nafnið Litlahraun. Þar gerðu þau sér notalegt og fallegt heimili. Lítið varð stórt í þeirra höndum. Árni var sérlega handlaginn mað- ur eins og margir í hans ætt. Vann hann oft við byggingavinnu, ýmist sem smiður eða múrari. En um miðj- an aldur varð hann fyrir því að veikj- ast í baki. Gekk hann undir erfiðar skurðaðgerðir af þeim sökum og mátti heita meira og minna óvinnu- fær árum saman. Smám saman náði hann heilsu og komst til starfa á ný. Varð það honum mikil uppspretta þakklætis til forsjónarinnar. Hann átti ein- læga trúarvissu. Félagið KFUM og K var honum að skapi og trúboðs- starfsemi yfirleitt. Kirkjuganga var honum eðlileg og endalaus lífs- fylling og eftir að hann fékk sama- stað að Hraunbúðum tók hann virk- an þátt í kristnihaldinu þar. Sá hann um undirbúning guðsþjón- ustunnar og var meðhjálpari við messugerðir. Árni tók líka þátt í mörgu sem í boði er á dvalarheimilinu, s.s. að slá í spil. Fékk hann marga verðlauna- peninga fýrir þá þátttöku, en einkum vakti hann eftirtekt fyrir fallegt handbragð við útsaum og skraut- málningu á tau. Sigríður og Árni eignuðust tvær dætur. Misstu þau hina fyrri, Elínu Karólínu, kornunga. Var það þeim stór sorg. Það var þeim því mikil Guðs gjöf þegar Elín Lilja fæddist. Hún var þeim mjög kær og alla tíð yndisleg dóttir. Ég, sem þetta set á blað, þekkti Árna Sigurðsson mjög vel. Hann var hollráður og góður frændi, sem ég leitaði oftlega til og hændist að. Var hann mér sem faðir á erfiðum tím- um, studdi mig og hjálpaði á alla lund. Samband okkar slitnaði ekki þó að ég flytti í önnur byggðarlög. Ég heimsótti hann eins oft og ástæð- ur leyfðu og höfðum við oft samband símleiðis. Hins vegar gekk treglega að fá hann til að heimsækja mig. Honum fannst Borgarfjörðurinn svo óralangt í burtu. í stuttum sumarfríum fór hann eingöngu í heimsókn á æskustöðv- arnar, Eyjafjöllin, árum saman, með viðkomu í Reykjavík, og skrapp Látinn er í Vestmannaeyjum ald- inn heiðursmaður, Árni Sigurðsson, Hraunbúðum, móðurbróðir minn, á 94. aldursári. Fullu nafni hét hann Árni Svein- ARNI f SIGURÐSSON ■+■ Hólmfríður En- ' ika Magnúsdótt- ir fæddist í Bolung- arvík 6. mars 1915. Hún lést í Fjórð- ungssjúkrahúsi Isa- fjarðar 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar Hólmfríðar voru Magnús K.J. Ólafsson, f. 10.7. 1880, d. 15.8. 1959, og Karitas Árný Jónsdóttir, f. 6.5. 1893, d. 3.5. 1915. Eldri systir hennar var Jónína, f. 24.10. 1912, d. 17.10. 1992. Hólmfríður giftist Páli Sig- urðssyni frá Hnífsdal 31. maí 1941. Varð þeim fjögurra dætra í dag er til moldar borin frá ísa- fjarðarkirkju Hólmfríður E. Magn- úsdóttir eða Día eins og hún var alltaf kölluð af minni fjölskyldu. Með hækkandi sól kom kallið sem allir verða að hlýða. Þegar ættingi eða vinur hverfur sjónum manns fyrir fullt og allt fer ekki hjá því að maður líti yfir farinn veg og rifji upp minningar frá liðnum samveru- stundum. Día kom inn á heimili afa og auðið, þær eru: 1) Karitas, f. 21.1. 1941, gift Baldri Geirmundssyni, eiga þau fjóra syni. 2) Kristín Björg, f. 30.5. 1943, gift Sveini Scheving og eiga þau þijú börn. 3) Júlíana, f. 1.7. 1947, gift Krisljáni Finnssyni, þau eiga tvo syni. 4) Guðný, f. 4.8. 1951, gift Sig- urði Bessasyni, þau eiga tvo syni. Barna- börnin eru 11 en barnabarnabörnin 14. Útför Hólmfríðar verður gerð frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ömmu með föður sínum aðeins tveggja mánaða gömul þegar móðir hennar lést, þar var hún til fullorð- insára en faðir hennar fylgdi svo foreldrum mínum til æviloka, ein- staklega tryggur og trúfastur mað- ur, sem mátti ekki vamm sitt vita. Día hafði skarpa dómgreind, af- burða dugleg og heilsteypt mann- eskja, þar var hvergi falskan tón að finna, hafði fastmótaðar skoðan- ir á mönnum og málefnum og fór ekki í launkofa með álit sitt. Jafnað- armanneskja með stórum staf var hún og fylgdist vel með stjórnmálum og hafði gaman af að ræða þau. Hún var trú sinni sannfæringu á því sviði sem öðrum. Hún tók mikinn þátt í félags- starfi, m.a. var hún ein af stofnend- um Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Þá söng hún í kórum og var organisti við Hólskirkju í Bolungarvík að minnsta kosti í tvö ár. Hljómlist og söngur voru hennar hjartans mál, einnig hafði hún ákaf- lega gaman af að spila brids. í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur var hún af lífí og sál. Hún eignað- ist öðlingsmann fyrir lífsförunaut, Pál Sigurðsson, sem lifir konu sína, hann sýndi henni frábæra umönnun í veikindum hennar. Þau byggðu upp fallegt heimili, eru dæturnar fagurt vitni um að hafa alist upp á traustu og góðu heimili. Eg naut þess að dvelja á heimili þeirra í tvo vetur þegar ég var í Gagnfræðaskólanum á ísafirði og var alltaf eins og ein af fjölskyld- unni, þar var nóg hjartahlýjan. Einnig var sonur minn hjá þeim þegar hann fór í menntaskólann, þau voru honum sem bestu foreldr- ar, sem ég get aldrei fullþakkað. Við hjónin minnumst margra góðra og ánægjulegra stunda á heimili þeirra, skemmtilegra sam- ræðna og glaðværðarinnar þegar húsmóðirin settist við píanóið og fór að spila, ekki var síðra að fá þessi góðu hjón í heimsókn, það var alltaf eins og þau bæru sólargeisla inn í húsið með sér. Á kveðjustund eru mér efst í huga þakkir fyrir allt það sem hún var okkar fjölskyldu. Við söknum hennar mjög en þær góðu minningar sem við eigum um mikil- hæfa konu munu lifa og ég veit að mynd Díu geymist lengi hjá þeim sem henni kynntust og meta vináttu og tryggð hennar í ríkum mæli, en sá hópur er stór. Jafnframt þakka ég að hún skyldi nú fá að kveðja þennan heim, þar sem hún var búin að liggja ósjálf- bjarga á sjúkrahúsi síðastliðinn mánuð og gat lítið sem ekkert tjáð sig en það var ekki henni að skapi að vera upp á aðra komin. Síðustu orð hennar við mig á sjúkrahúsinu var kveðjan góða „Bið að heilsa." Ég lýk þesesum línum með virð- ingu og þökk til hinnar látnu frá mér og minni fjölskyldu um leið og við sendum eiginmanni hennar dætrum og ættingjum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Kristín Magnúsdóttir. Það er svo margs að minnast þegar Fríða fóstursystir mín er kvödd að ég á bágt með að vita hvar á að byija. Móðir mín lést þeg- ar ég var ungur drengur og þó ekki HOLMFRIÐUR ENIKA MAGNÚSDÓTTIR t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi langafi og langalangafi, RAGNAR ÁGÚST BJÖRNSSON, fyrrv. hafnarstjóri, Skólavegi 2, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja aðfaranótt föstudagsins 24. janúar. Jarðarförin auglýst siðar. Stefania Ragnarsdóttir, Gunnar Albertsson, Kolbrún Ragnarsdóttir, Jón Sigurðsson, Ragnar Marinósson, Ólöf Leifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR KJARTANSSONAR Austurey I, Laugardal, Hermannía Sigurrós Hansdóttir, Kjartan Lárusson, AuðurWaage, Ragnar Matthías Lárusson, Fríða Björk Hjartardóttir, Margrét Sigurrós Lárusdóttir, Karl Eiríksson, Hanna Lárusdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Kristín Jóhanna Andersdóttir, Ástgeir Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. stundum austur í Vík í Mýrdal til að heilsa upp á frændfólk og vini þar. Tign og fegurð Eyjafjalla var það sem hann þráði að nálgast og þang- að lágu sporin. Annað var ekki á dagskrá. Það var ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að Ámi breytti til. Heimsótti hann mig allt í einu og stansaði meira að segja í nokkra daga, enda kom á daginn að margt var að sjá í Borgarfirðinum og alltaf höfðum við nóg um að tala. Brá nú svo við að Árni tók að ferðast lengra til. Kom hann oftar í heimsóknir og ferðaðist með Félagi aldraðra í Vest- mannaeyjum vítt og breitt um land- ið. I þessum ferðalögum átti Árni það til að fara í hljóðnemann og skemmta samferðafólkinu. Fór hann jafnvel með heilu ljóðabálkana eftir „gömlu góðu skáldin“ sem hann kunni utan- að. Árni var em til hinsta dags að segja má. Hann gekk mikið úti þeg- ar heilsan leyfði og stundaði alltaf sund. Glaður var hann og reifur á af- mælisdaginn sinn, þann 20. október sl., og naut þess að fá fólkið sitt í heimsókn. Er leið að jólum fór hann að verða máttfarinn og lasinn. Dró af honum smátt og smátt uns hann lést að kveldi þess 13. janúar. Var þá Elín Lilja dóttir hans hjá honum. „Guð blessi þig, kæri vinur, og minningu þína. Við öll, sem þekktum þig, sökn- um þín.“ Elínu Lilju, Sigurbergi, bömum þeirra og barnabörnum eru færðar dýpstu samúðarkveðjur. Trausti Eyjólfsson, Hvanneyri. hafi verið nema sjö ár á milli okkar Fríðu má segja að hún hafi gengið mér í móðurstað. Hún var dugmikil kona og hafði sérstakt dálæti á fal- legri tónlist. Æfíngar kirkjukórsins heima í stofunni litlu í Bolungavík em með skemmtilegri æskuminn- ingum mínum, þá stjómaði Fríða og lék undir á orgel. Það var oft kvöld eftir kvöld, alltaf verið að syngja og þó sérstaklega fyrir hátíð- ir, sálmalög og svör. Eg hlustaði á af lotningu og smitaðist af áhuga hennar eins og aðrir sem nálægt henni voru. Við áttum svo margt saman. Fómm til beija, tókum upp kartöflur og rófur inná Tröð og Sandi. Svo varð hún fullorðin, flutt- ist til ísafjarðar og giftist þar góðum manni, Páli Sigurðssyni. Það hefur alltaf verið kært milli fjölskyldna okkar og ánægjulegt að koma í heimsókn í Þvergötuna. Ég minnist samvemstunda í sumarhúsi Úllu og Kristjáns í Borgarfirði og margra beijatínsluferða inn í Djúp og Súg- andafjörð. Með árunum hefur ferð- unum vestur í beijamó fækkað. Börnum mínum til mikillar ánægju sá Fríða þó alltaf til þess að þau fengju aðalbláber á haustin og hver sendingin af annarri af vestfirskum harðfisk hefur horfið ofan í hópinn eins og dögg fyrir sólu. I sumar fórum við í síðasta ferðalagið okkar saman. Það var nú ekki lengra en í Mosfellsbæinn til Jönu og Steinars en við skemmtum okkur jafn vel og ævinlega. Nú er þetta liðin tíð sem varðveitist vel í minningunni. Við Rebekka og krakkarnir okkar þökkum Fríðu margar ánægju- stundir og vottum fjölskyldu hennar samúð okkar. Ég kveð þig Fríða mín. Þinn bróðir, Jóhannes. Nú ert þú farin, elsku langamma mín. Það var alltaf gott að koma til þín, þú færðir mér alltaf nýja ullarsokka svo mér yrði ekki kalt. Það var alltaf svo gaman að vera með þér á jólunum og fagna með þér nýjum árum. Það er ógleyman- leg minning þegar ég var með þér í beijamó í Flókalundi, þú hreinsað- ir öll berin mín svo vel að ekkert rusl varð eftir, því þó að þú hafir verið svo mikið lasin þá gerðir þú allt fyrir alla. Með sárum söknuði kveð ég þig í hinsta sinn. En minn- ing þín mun lifa í hjarta mínu. Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.