Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 40

Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 40
40 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR ÁGÚSTSSON + Þorvaldur Ág- ústsson fæddist I Ásum í Gnúpverja- hreppi 8. ágúst 1919. Hann lést á Vífílsstaðaspítala 3. janúar síðastliðinn og fór útfðr hans fram frá Hallgríms- kirkju i Reykjavík 15. janúar. „Minns du hur ödet oss förde till- hopa...?“ (Gunnar Wennerberg) Ótal minningar, sveipaðar gullnum ljóma liðinna æskudaga, en blandnar söknuði eftir góðan dreng, tóku að leita fram í hug- ann, þegar ég spurði lát vinar míns og náins félaga frá skólaár- unum, Þorvalds Ágústssonar frá Ásum. Þessi ljónmúsíkalski ný- sveinn sunnan úr Hreppum vakti þegar athygli nemendahópsins í Menntaskólanum á Akureyri fyrir Ijúflyndi, glæsimannlega fram- komu og fallega, djúpa bassa- rödd, þegar hann hóf þar skóla- göngu. Það verður að viðurkenna, að þátttaka hans og forysta í skólakórnum hans Björgvins Guðmundssonar og ágætum söngkvartett skólapilta kveikti í senn aðdáun og öfund ýmissa, sem hugsuðu sem með sjálfum sér, að gaman hlyti það að vera að geta slegist í slíkan félagsskap með svo hæfileikaríku fólki við svo skemmtilega iðju. Ekki spillti heldur nálægð annars Sunnlend- f ings, gulltenórsins Eyþórs Óskars Sigurgeirssonar. Það var upphaf vináttu okkar Valda, að við bekkjarbræður fengum hann til að kenna raddir í fáeinum lögum, sem syngja skyldi fjórrödduð á dansleik í MA á nýársnótt 1941/1942. Meira að segja urðu úr þessu tveir kvart- ettar, sem kváðust á þarna á ballinu að góðum og gömlum sið. Næsta vetur vorum við hvor á sínu landshorni, en haustið 1943 kom Valdi suður að loknu stúd- entsprófi og settist í Háskóla ís- lands. Þá gengum við báðir í Karlakór Reykjavíkur, þar sem Eyþór Óskar var orðinn félagi árinu áður. Samstarfið hófst aft- ur, og vináttan endurnýjaðist. Þar að auki fórum við þrír að æfa saman kvartettsöng, fyrst með Magnúsi Árnasyni, en síðar Guð- mundi Ámundasyni frá Sandlæk, sem 2. tenór. Guðmundur varð eiginmaður Stefaníu Ágústsdótt- ur, systur Valda, og merkisbóndi í Ásum. Hann gekk síðar í Karla- kór Reykjavíkur. Kvartettinn hlaut nafnið „Fjór- ir félagar" og kom fram á ótal skemmtunum næstu árin, stúd- entasamkomum, árshátíðum, átt- hagamótum, stjórnmálafundum og hvers kyns mannamótum og mannfagnaði í Reykjavík og ná- grenni og víða um Suðurland. Við bar, að við önnuðumst söng við hjónavígslur og útfarir, og nokkrum sinnum sungum við í útvarp, og þá vitanlega „beint“. Valdi var sjálfkjörinn stjórnandi okkar, enda lék hann sér að því að skrifa upp eftir eyranu skemmtileg og viðráðanleg lög, sem hann heyrði í útvarpi eða annars staðar, raddsetja þau og kenna okkur hinum. Af sjálfu ieiðir, að hann var miklu meir en bænabókarfær á stofuorgel og píanó, tóneyrað var óbrigðult og smekkurinn næmur með taugar alla leið til hjartans ekki síður en heilans. Fyrst í stað var Guð- mundur K. Jóhannsson undirleik- ari, en síðar Páll Kr. Pálsson og þá jafnframt útsetjari og leiðbein- andi. Flestar æfingar fóru fram í litlu stofunni á heimili hans og Margrétar Árnadótt- ur við Lindargötu. Einnig hittumst við oft heima hjá Höllu Lovísu Loftsdóttur skáldkonu, móður Guðmundar Ámunda- sonar, og þeim Sand- lækjarsystkinum á Barónsstíg 27. Svo langt náði þessi starf- semi okkar, að eitt vorið héldum við sjálfstæða söng- skemmtun í Keflavík með heillangri söng- skrá. Þegar upp var staðið, munum við hafa átt hátt á annað hundrað lög æfð og til- tæk. Allt þetta, söngurinn sjálfur og félagsskapurinn, veitti okkur ómælda gleði og lífsfyllingu. Svo bar til um miðjan vetur 1944/1945, að herbergisfélagi Valda á Nýja-Garði veiktist og varð að fresta námi, en herbergi- snautur minn var að hefja próf- lestur og þarfnaðist einbýlis. Það varð því úr, að við Valdi bjuggum saman á herberginu Stóra-Núpi það sem eftir lifði vetrar í besta bróðerni, enda féllu mjög saman skoðanir okkar á mörgum málum, og smekkur okkar á tónlist, og þá ekki síst meðferð sönglaga, var mjög á sömu lund. Þennan tíma áttum við oft til að renna yfir nokkra „Glúnta“ á síðkvöld- um, og gripum stundum til þeirra á góðri stund, þegar undirleikari gafst. Enn er gott að minnast þess, að Valdi stofnaði þá um veturinn lítinn karlakór, skipaður Árnes- ingum, eiginlega styrktan tvö- faldan kvartett, í tilefni Árnes- ingamóts. Æfingar voru haldnar á Sjafnargötu 4, heima hjá Skúla Ágústssyni frá Birtingaholti og hans góðu konu, Elínu Kjartans- dóttur frá Hruna, sem veitti kaffi og rjómapönnukökur á hverri æfingu til þess að mýkja hálsana. Þetta var mjög valinn hópur með fágaðan söng og valda söngskrá, flest lögin eftir Árnesinga, enda var söngnum forkunnarvel tekið af áheyrendum. Ég fékk að fljóta með vegna kunningsskapar, og var þátttaka mín réttlætt með því, að einn langafa minna var Árnesingur, meira að segja fædd- ur á Ásólfsstöðum eins og Kristín Stefánsdóttir húsfreyja í Ásum, móðir Valda. En fleiri voru undarlegir tengslaþræðir fólks af fámennri þjóð. Móðurbróðir Valda, séra Jón Stefánsson, var prestur í Lundar- brekkusókn í Bárðardal um alda- mótin síðustu, skammlífur, berklaveikur heiðursmaður. Illa haldinn lét hann búa um sig á hestasleða, þegar komið var fram undir jólaföstu, og flytja sig þess- ar tvær bæjarleiðir frá Halldórs- stöðum út í Stóruvelli til þess að geta skírt Gunnar föðurbróður minn á afmælisdegi Sigurgeirs afa míns. Það varð síðasta prests- verk séra Jóns, sem átti þá sex vikur einar ólifaðar. Nú streyma minningarnar fram í hugann, og af nógu er að taka. Útreiðartúr frá Ásum sól- ríkan ágústdag með viðkomu hjá Steini bónda í Fossnesi alla leið upp á Hestfjallahnjúk. Hann er yfirlætislaus hæð í landslaginu, en býður gestum sínum ótrúlegt útsýni um allt Suðurland, út á sjó og inn um allar afréttir allt til meginjökla. Við áðum þar um stund undir heiðríkum himni og drukkum hin djúpu áhrif víðernis og öræfafrelsis, en létum svo klárana lötra austur af og niður brekkurnar ofan í Þjórsárdal og gegnum Ásólfsstaðaskóg til Asólfs bónda Pálssonar, sem nú er nýlega látinn, en þeir Valdi voru systkinasynir. Um kvöldið riðum við þaðan niður með Þjórsá um Gaukshöfða og Bringu í kyrru og hlýju veðri. Það var mjög tek- ið að rökkva, og fíngerð sunn- lensk sallarigning vætti þyrsta jörðina. Við sprettum af hestun- um utan við túnið f Ásum, sleppt- um þeim í grösugan haga, óðum rennvotan puntinn og bárum hnakkana á bakinu heim til bæj- ar. Þá var alrokkið. Þar heima beið okkar flatbrauðs- og kæfu- veisla í búrinu hjá Kristínu hús- freyju, þar sem hún veitti okkur fijálsar hendur til athafna og ekki í það eina skiptið. Laut við litla tjörn nálægt Marteinstungu í Holtum undir björtum Jónsmessuhimni. Við Fjórir félagar höfðum dregið okk- ur í hlé frá kosningasamkomu og sungum af innileik og aðeins fyr- ir sjálfa okkur kvæðið Nótt úr Eiðnum eftir Þorstein Erlingsson í minningu Ragnheiðar biskups- dóttur og Daða frá Hruna, síðast prests í Steinsholti í Eystrihrepp. Engir áheyrendur, ekkert klapp, en gífurlega sterk og stund með undarlegum áhrifum, sem við fengum að njóta, en enginn okkar gat útskýrt og enginn okkar gat gleymt upp frá því. Samkoma í sal Mjólkurstöðvar- innar í Reykjavík. Við félagarnir fjórir sungum þar nokkur lög, þeirra á meðal „Inn um gluggann" eftir vin okkar og meistara, Sigurð Þórðarson, ofur- viðkvæmt lag og undurblítt, það varð eiginlega að anda því út úr sér, helst í óslituinni lotu. Ein- hvern veginn held ég, að það hafi tekist, að minnsta kosti urðu áhrifin geysisterk, í öfugu hlut- falli við styrkleika söngsins og lagsins. Spenna hlóðst upp í langri forte-þögn að laginu loknu, en leystist síðan út í dynjandi klappi. Við Valdi stóðum saman að tjaldabaki í troðfullri 6.000 manna sönghöll í námabænum Hibbing í Minnesota, þar sem Karlakór Reykjavíkur hélt tón- leika. Stefán íslandi var að ljúka sínum þætti söngskrárinnar, var stórvel fyrir kallaður, fyllti salinn gullnum tónum hinnar fögru raddar sinnar, og áheyrendur trylltust af fögnuði. Hann var að syngja þriðja aukalagið, sem var aría úr óperunni Werther eftir Massenet. Þá var eins og rigndi yfir salinn stjörnum, perlum og demöntum, slík voru áhrifin af þessum dýrlega söng. Við fundum þau báðir og bjuggum að þeim lengi. Karlakór Reykjavíkur er að syngja sem aukalag og án undir- leiks á söngskemmtun í Gamla bíó lag Bortnianskys við ljóðið „Nú hnígur sól“ eftir vin okkar og söngbróður Axel Guðmunds- son. Kórinn fylgir nákvæmlega taktslætti og bendingum söng- stjórans, Sigurðar Þórðarsonar. Menn skiptast á um að anda til að slíta ekki laglínuna, og styrk- leiki rís með mjúkum teygjanleik frá veikasta píanissímó eftir vilja stjórnandans og hjaðnar í lokin aftur í sama far. Stjórnandinn og hljóðfæri hans, kórinn, eru eitt í auðmjúkri þjónustu við list- ina og túlkun hennar. Ekki of hratt, ekkert liggur á, tíminn líð- ur hægt og rólega „í hljóðrar nætur ástarörmum“ og slitnar ekki sundur. Oft og víða hefi ég heyrt þetta lag flutt, en hvergi jafnfagurlega fram reitt í alla staði og af Sigurði og kór hans. Um þetta vorum við Valdi á einu máli eins og fleira og þakklátir fyrir að hafa tekið þátt í þeim flutningi og fengið að njóta svo góðra augnablika. Við vorum staddir á Hagaflöt- um við Þjórsá um miðnæturbil í aprílbyijun 1947, og með okkur Ágúst Sveinsson, faðir Valda, og Vigfús, föðurbróðir minn. Við horfðum á rauðar eldgusurnar þeytast úr iðrum Heklu upp á biksvartan næturhimininn með hroðalegum sprengingum, eldg- læringum og glumrugangi í að- eins 20 kílómetra fjarlægð og glóandi hraunstraumana steypast ofan hlíðar hennar með fossaföll- um. Jörðin nötraði undir fótum okkar við átök fjallsins, og loftið skalf. Ágúst hafði orð á því, að þá fyrst hefði hann skilið til fulls orðið „þórdunur“. Við hinir vor- um hjartanlega sammála því, enda yrði látunum ekki betur lýst með neinu öðru orði. Eftir að heim að Ásum var komið, sofnuð- um við við glamrið í gluggarúðun- um, því að jörð var aldrei kyrr þá nótt. Mögnuð reynsla. Röskum mánuði síðar sungum við Fjórir félagar í Ásaskóla, á heimaslóðum Valda, eftir að hafa notið gestrisni Sigríðar og Sig- urðar í Birtingaholti. Jörð var tekin að grænka og bjart í lofti, en Hekla gamla dró þó svört öskutjöld fyrir austurfjöll. Þarna sungum við síðast saman opinber- lega. Senn sundraðist hópurinn. Við tóku ný viðfangsefni, ný að- setur og þáttaskil á lífsferlinum. En vinátta okkar hélst ófölskvuð. Þeir félagar, Eyþór Óskar, Gummi og Valdi sungu svo um haustið við brúðkaup okkar Ellen- ar í Síðumúlakirkju, og tveir þeirra báru brúðina meira að segja á gullstól úr bæ til kirkju. Lengi söng Valdi í Karlakór Reykjavíkur og fór með honum nokkrar langar ferðir til útlanda. Síðar gekk hann í söngsveit gam- alla kórfélaga. En hann kom víð- ar við. Á unga aldri var hann virkur félagi í Hreppakórnum, sem Sigurður Ágústsson í Birt- ingaholti stjórnaði, og á stúdents- árunum söng hann í Stúdenta- kórnum og stjórnaði honum um tíma. Síðar á ævinni gekk hann í Samkór Reykjavíkur og eitthvað söng hann í Dómkórnum. Mun þó tæpast allt upp talið. Valda fór eins og mörgum þeim, sem margt er vel gefið og til lista lagt, að hugurinn leitaði víða og hreifst af mörgu. Tónlist- in skipaði þar hæstan sess, en sú dýra drottning tók líka meiri tíma en ströngu læknisnámi var hollt. Því leitaði vinur minn annarra ráða til að sjá sér farborða. Um skeið vann hann hjá íslendinga- sagnaútgáfunni og Norðra, gerð- ist síðan auglýsingastjóri SÍS, en mörg síðustu starfsárin var hann fulltrúi hjá ríkisféhirði. Hvar- vetna reyndist hann viðmótsgóð- ur, dyggur og gegn starfsmaður og naut virðingar og trausts starfsfélaga sinna, yfirmanna og allra, sem til hans þurftu að leita. í tómstundum stundaði hann meðal annars ljósmyndun og bók- band og fórst hvort tveggja snilldarvel úr hendi. En það var engu líkara en sjálf lífsgæfan vildi ekki verða honum við hendur föst til lengdar þrátt fyrir hátt- prýði, glæsileik og gervileik, og hefði þó margur haldið, að slíkur Ijúflingur hefði átt margfaldlega skilið að fá að njóta hennar. Þar kom, að heilsunni tók að hraka og þrekið að minnka. Ann- að lungað þurfti að nema burt fyrir nokkrum árum, og hann þoldi illa að lesa. Þess í stað hlust- aði hann mikið á góðar hljóðritan- ir tónverka og hljóðsnældur með upplestri skáldverka. Þá hafði hann yndi af að koma í Hallgríms- kirkju og heyra Hörð fara snill- ingshöndum sínum um orgelið góða, því að með breyttum orðum Guðmundar sögu góða, sem höfð eru um Ingimund prest, má segja, að þar var yndi hans, sem tónlist- in var. Átthagatryggur Árnesing- ur og Hreppamaður var hann alla ævi, og aldrei brást heldur at- hvarfið, sem hann átti jafnan víst hjá systur sinni og mági heima í Asum. Við Ellen kveðjum nú vin okkar að leiðarlokum hans með hjartan- legri þökk fyrir gamla og gróna vináttu og biðjum honum allrar blessunar á nýju tilverustigi. Börnum hans, Jóni og Steinunni Kristínu, Stefaníu systur hans og öllum öðrum vandamönnum hans sendum við bestu kveðjur með djúpri samúð. Sverrir Pálsson. Nýlega er látinn maður einn á efri árum. Títt er að heyra lát þeirra, sem fyllt hafa sjöunda áratuginn. Einmitt núna þessi árin eru þeir að kveðja, sem fæddust á árum fyrri heimsstyij- aldar, 1914 til 1918. sá mannlífs- gróður, sem óx upp á fyrstu tveimur áratugum þessarar ald- ar, hnígur nú sem óðast til þeirr- ar moldar, sem hann er kominn af. Þorvaldur Ágústsson, fyrrum gjaldkeri og skrifstofumaður, ólst upp á Asum í Gnúpveija- hreppi þar sem hann fæddist. Á uppvaxtarárum vann hann öll algeng sveitastörf, eins og vænta má. En ekki hugðist hann gerast bóndi í sveit sinni eða annars staðar, heldur lagði hann út á menntabraut. Varð Menntaskól- inn á Akureyri fyrir valinu, þó að sýnt sé, að MR liggi nær. Þorvaldur varð stúdent frá MA 1943, með góðri einkunn. I hópi stúdentssystkina Þorvaldar, sem voru næstum fjörutíu að tölu, urðu nokkur þjóðkunn, eins og Steingrímur St. Th. Sigurðsson rithöfundur og listmálari; Her- mann Pálsson prófessor; Margrét Indriðadóttir fréttastjóri; Björn Bjarman rithöfundur; Geir Krist- jánsson þýðandi og rithöfundur; Arngrímur Jónsson prestur; Úlf- ur Ragnarsson læknir; og Tómas Á. Tómasson sendiherra. Fleiri mætti auðvitað telja úr hópnum, sem urðu þekktar persónur, en ég læt hér staðar numið. Kynni mín af Þorvaldi urðu nokkur. Fyrst sá ég hann í gjald- kerastóli hjá ríkisféhirði í Arnar- hváli, en þar gegndi hann um nokkurt árabil þessu ábyrgðar- starfi. Margir munu hafa þurft að hitta Þorvald þarna, því að þá var sú venja, að ríkisstarfs- menn tækju út laun sín mánaðar- lega á þessum stað, en fengju þau ekki lögð inn á bankareikn- inga, eins og nú er algengast. Nóg hafði Þorvaldur að gera þarna; það gat ég greint. En Þorvaldur sinnti fleiru en skrifstofustörfum. Hann tók ungur að leggja fyrir sig ljós- myndun, og var eftirsóttur til að taka myndir í ýmis rit, sem víða fóru. Þar á meðal er mánaðarrit- ið Heima er bezt, sem komið hefur út frá ársbyijun 1951. Og það var einmitt á vegum þess rits, sem ég kynntist honum mest. Ég hafði tekið viðtöl við tvo bændahöfðingja í Rangár- þingi fyrir ritið, og birtust þau 1970 og 1971. Þorvaldur var fenginn til að taka ljósmyndir, til að lífga upp á þessi viðtöl. Ég varð honum samferða úr Reykjavík í bifreið hans tvívegis í þessum erindagjörðum. Gaman var við Þorvald að ræða, því að hann var léttur í máli og sagði vel frá mönnum og málefnum. Myndatökurnar tókust vel. Á öðrum bænum vildi það hins veg- ar til, að húsfreyjan neitaði að vera á mynd með bónda sínum. Sagðist ekki eiga erindi til alþjóð- ar. Nú voru góð ráð dýr. Ég taldi mig vera búinn að gera það sem ég gæti í þessu efni. Þá leitaði ég til Þorvaldar, en gekk sjálfur út úr bænum og lét ráðast, hvern- ig málin kynnu að þróast. Hafði skilið eftir bijóstbirtu, sem átti að gera sitt gagn. Og sjá, þegar ég kom inn í bæinn á ný, hafði Þorvaldi tekist að ná ágætis mynd af hjónunum. Vafalítið mun Þorvaldi hafa þarna tekist með lagni sinni og ljúfmennsku að fá konuna til að sitja fyrir. Hann var ljúfmenni, með bros á vör. Þannig man ég þennan ágæta mann, og þannig er mynd hans í huga mér. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.