Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 56

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 56
56 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP PRICE sem Yaldemar risinn upp frá dauðum hræðir bókstaf- lega líftóruna úr Basil Rathbone í „The Case of M. Valdemar.“ VINCENT Price í hlutverki Prosperos prins í „The Masque of the Red Death“. Heyra B-mynd- ir sögnnni til? SVO BREGÐAST krosstré sem önnur tré. Roger Cor- man, framleiðandi og leik- stjóri, sem uppgötvaði stjörnur á borð við Jack Nicholson og Francis Ford Coppola, sagði nýlega í viðtali við The New York Post að dagar B-mynda væru liðn- ir. Stór orð þegar það er haft í huga að Corman hefur stundum verið nefndur konungur B-mynda. „Áður fyrr gat ég gert myndir með mjög litlum tilkostnaði á afar skömmum tíma. Það þykir ekki lengur boðlegt,“ segir Corman. Þá skírskotar hann til mynda frá sjötta og sjöunda áratugnum sem voru nánast með engri leikmynd, fámennu tökuliði og öldungis óþekktum leikurum. Svokallaðra B-mynda. „Þær heyra sögunni til,“ segir Corman. „Áhorfendur vilja fá meira fyrir sinn snúð.“ Hann segir að þótt kvikmyndir sem fari beint á myndbandaleigur séu oftast nær flokkaðar sem B- myndir, séu þær orðnar mun dýr- ari í framleiðslu og betri en áður. Hann nefnir sem dæmi myndina „Carnosaur 3: Primal Species“ sem fjallar um trylltar risaeðlur. Þótt hún sé framleidd fyrir einn hundraðasta af þeim fjármunum sem fóru í Jurassic Park séu tæknibrellurnar alls ekki ósann- færandi. Hryllingur inn keyrir úr hófi fram Ekki eru allir á einu máli um það hvernig eigi að skilgreina B- mynd, hvort flokkunin fari eftir gæðum eða fjármunum sem í hana er varið. Corman hefur aldrei ver- ið þekktur fyrir að setja háar gæðakröfur. Hvað fjármuni varðar kennir hann stóru kvikmyndaver- unum um að hafa valdið byltingu í gerð B-mynda með þeim miklu fjármunum sem þau hafi haft úr að moða. Það hafi pínt hann til að leggja meiri fjármuni í sína framleiðslu til að hrista af sér B-mynda stimpilinn. Að svo komnu máli nefnir Cor- man myndina „Overdrive" sem dæmi. Hún kostaði 120 milljónir króna í framleiðslu, sem er nokkuð hár kostnaður ef miðað er við það sem Corman leggur venjulega í myndir sínar. Stór hluti fjármun- anna fór í tökur á hraðaksturs- atriðum. „Hasarinn hefur aukist í hasarmyndum,“ segir Corman. „Áhorfendur gerðu ekki kröfur um svona mikinn hasar á sjöunda ára- tugnum. Núna verður hryllingur- inn að keyra úr hófi fram.“ Meiri nekt en áður Corman rifjar upp að þegar hann hafi unnið með Vincent Price að myndum eftir sögum Edgars Allans Poes hafi hryllingurinn leg- ið í handritinu. „Núna þurfa áhorf- endur að sjá hryllinginn, sem er skref afturábak að mínu mati. Listin við hrollvekjur felst í að nálgast hryllinginn óbeint. Hið sama gildir um kynlífsatriði. Nekt- aratriðum er troðið inn í myndir þar sem engin nektaratriði voru á sjötta og sjöunda áratugnum." En hversu miklar kröfur er hægt að gera til B-mynda? Blaða- maður New York Post veltir því upp í lokin að myndbandaleigur virðast leggja æ meiri áherslu á að bjóða upp á allar helstu stór- myndirnar í stað þess að auka úrvalið. Við það heltist margar smærri myndir úr lestinni, for- föllnum myndbandaáhugamönn- um til sárra vonbrigða. Endalaus barátta við vindmyllur ► STAÐIÐ hefur til að gera kvikmyndina „Don Quixote" í langan tíma, en það hefur klúðrast átta sinnum. Nú síð- ast áttu Robin Williams og John Cleese að leika í mynd- inni undir leikstjórn Fred Schepisi og tökur að hefjast á Spáni í vor. Phoenix Pictur- es átti að framleiða myndina, en hefur nú hætt við vegna þess að kostnaðaráætiunin var komin yfir fjóra millj- arða króna. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við myndina í gegnum tíðina eru Richard Burton, Buddy Hac- kett og Sean Connery. Will- iams hefur lengi haft hug á því að leika í myndinni, en það virðist vera endalaus barátta við vindmyllur. Evita aldrei vinsælli VINSÆLDIR Evitu virðast ekki hafa komið bókaútgef- endum í opna skjöldu. ÞRÁTT fyrir að Eva Perón hafi verið látin í 44 ár hefur hún líkast til sjaldan eða aldrei verið vinsælli en um þessar mundir. Vafalaust er það fyrst og fremst kvikmynd Alans Parkers að þakka sem hefur fengið frábæra dóma og vann nýverið til þriggja Golden Globe-verðlauna. Myndin þykir ekki einungis vel heppnuð heldur þykir söngkonan umdeilda Madonna hafa fengið uppreisn æru og unnið leiksigur í hlutverki forset- afrúarinnar. Svo virðist sem útgefendur hafi verið við öllu búnir, því núna á skömmum tíma hafa ver- ið gefnar út a.m.k. sex bækur um forsetafrúna. Skyggnst bakvið tjöldin Ber þar fyrst að nefna bókina „The Making of Evita“ eftir Alan Parker, þar sem skyggnst er bak við tjöldin við gerð myndarinnar. Bókin „In My Own Words“ eftir Evu Perón er tilfinningaþrungin málsvörn fyrir Juan Perón, sem Eva skrifaði skömmu áður en hún lést úr krabba- meini aðeins 33 ára. „Evita: First Lady“ er skrifuð af John Barnes. Um er að ræða endurútgáfu frá 1978 sem lýsir Evu Perón sem slóttugum framapotara. Bókin „Evita: The Real Life of Eva Perón“ eftir Nicholas Fraser og Marysu Navarro kom fyrst út árið 1980. Þar er ráðist gegn fordómum gagnvart Evitu og sökinni skellt á Juan, sem á að hafa not- fært sér vinsældir eiginkonu sinnar til að stjórna landinu. Að síðustu kom út bókin „Santa Evita“ eftir Tom- ás Eloy Martinez. Um er að ræða skáldsögu sem fjallar um það þegar líki Evitu er rænt af hernum og smyglað úr landi. Hálsbindið sem hvarf ÝMISLEGT getur farið úrskeiðis við gerð kvik- mynda, enda er flýtirinn oft mikill við að ljúka tökum og halda áætlun. Sem dæmi má nefna að Harrison Ford opn- ar sömu skrifborðsskúffuna tvisvar í „Clear and Present Danger“, hálsbindi Jacks Nicholsons gufar upp í „A Few Good Men“, skotgöt hverfa úr bílrúðu og tvær bifreiðar mætast á einni akrein án þess að víkja til hliðar í Twister. Um þetta og fleiri mistök í kvikmynd- um má fræðast á slóðinni: „http://www.aros.net- /*davej/welcome.htm“. Bruce Willis í Cannes ► KVIKMYNDIN „The Fifth Element“, sem leik- stýrt er af Luc Besson, verð- ur opnunarmynd fimmtug- ustu Cannes-hátíðarinnar. Bruce Willis fer með aðal- hlutverk í myndinni, sem er talin hafa kostað um sex milljarða króna í fram- leiðslu. August opnar hátíðina í Berlín KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín sem hefst 13. febrúar verður opnuð á myndinni „Smilla’s Sense of Snow“ sem leikstýrt er af danska leikstjóranum Bille August. Einnig mun danska myndin „0en i fuglegaden" sem leikstýrt er af Soren Kragh Jacobsen keppa á hátíðinni. Þrjár breskar kvikmyndir verða sýndar í Berlín, eða „The English Patient", „Twin Town“ og „In Love and War“. Franska myndin „Lucie Aubrac", sem fjallar um konu sem barðist í frönsku andspyrnuhreyf- ingunni, verður einnig sýnd. Eina þýska myndin sem tilkynnt hefur verið fram að þessu er „Das Leben ist eine Baustelle", sem leikstýrt er af Wolfgang Becker. Um er að ræða ljúfsára gaman- mynd sem fjallar um leit Berlínarbúa að sjálfum sér. > KSpborgcir sig að hafa hraðann á og gera góð kaup. A þessari útsölu eru efni og áhöld til að fegra heimilið —"ódýr. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFEFNI VEGGFOÐRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 10 SÍMI: 568 7171 SÖLUSTAÐIR U M ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.