Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 23

Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 23 ERLENT Reuter Lebed í París ALEKSANDER Lebed, fyrrver- andi öryggismálaráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, fór í fimm daga heimsókn til Frakk- lands á sunnudag og spáði því að rússneska stjórnkerfið myndi hrynja innan árs ef Jelts- ín yrði áfram við völd. Hann kvaðst búast við því að efnt yrði til forsetakosninga á árinu og neitaði því að hann kynni að reyna að steypa stjórninni í valdaráni. Lebed horfir hér í sjónauka á þriðju hæð Eiffel-turnsins í Par- ís. Sænskur hallar- vörður Skaut á fé- laga sína Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKUR hermaður skaut á félaga sína fyrir utan konungs- höllina í Stokkhólmi á sunnudag og særði tvo með sömu kúlunni. Atburðurinn átti sér stað rétt áður en skipt var um verði við konungshöllina. Mjög kalt var í veðri og því voru óvenju fáir viðstaddir. Vitni segja, að hermaðurinn hafi skyndilega miðað byssu sinni á hóp hermanna, sem nálgaðist vegna vaktaskipt- anna, og hleypt af. Fór kúlan í gegnum þjóhnapp á foringja fiokksins og síðan í fótinn á öðrum hermanni. Særðist hvor- ugur alvarlega. Hermaðurinn var handtekinn en Johan Medin, foringi hallar- varðanna, sagði fréttamönnum, að byssa hermannsins hefði alls ekki átt að vera hlaðin þar sem aðeins væri um að ræða gamlan og táknrænan sið en sænska konungsfjölskyldan býr ekki í höllinni í Stokkhólmi. Annar fóturinn tekinn af Uday? Amman, Reuter. EINN talsmanna stjórnarand- stöðunnar í írak sagði í gær, að þrír kúbverskir læknar Udays, sonar Saddam Husseins íraks- forseta, hefðu lagt til, að annar fóturinn yrði tekinn af honum við hné. Haroun Mohammad, talsmaður írösku þjóðarsáttarinnar, sagði í Amman í Jórdaníu, að annað hnéð hefði mölvast í sundur þegar reynt var að ráða Uday af dögum fýrir tveimur mánuðum. „Læknamir lögðu til, að fóturinn yrði tekinn af við hné og virðast nú bíða eftir að Sadd- am taki ákvörðun,“ sagði Mo- hammad. íraskir og franskir læknar hafa annast Uday auk Kúbverj- anna en Mohammad sagði, að þeir hefðu komið til íraks frá Iran. íraska sjónvarpið hefur sýnt myndir af Uday í hjólastól og hann hreyfði hendur og höfuð en margt bendir til, að hann sé lamaður að einhverju leyti að minnsta kosti. Toppurinn í þeim amerísku! Sérkannaáir eftir Jjínum jicVrfu m Amana er í fremstu röð framleiáenda frysti- og kæliskápa { Bandaríkjunum. Otal innréttingar lrjóáast, val er um stál-, spegil- og viáaráferá eáa næstum kvaáa lit sem er. 1 Amana er sérstakt kólf [lar sem mjólkin kelst ísköld. ana 30 ára reynsla á íslandi! blabib -kjarni málsins! E S S () l. œ kj u rg ö t u , // u fn u r fi r Ö i Þarfir viðskiptavina ráða því hvaða vörur fást á ESSO stöðvunum. Ef þú ætlar að gera þér dagamun færðu þar alls konar snarl og góðgæti að ógleymdum vörum sem stuðla að öryggi manns eða bfls. [Essqj Olíufélagið hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.