Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 9

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 9 FRÉTTIR Afliutan kvóta fari til rannsóknar- stofnana 'PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hefur lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um að kannað verði hvort hagkvæmt sé að skipstjórar ákveði hversu mikill hiuti afia sem komið er með að landi skuli teljast til kvóta. Allur annar afli skuli teljast eign rannsóknar- stofnanna sjávarútvegsins en útgerð- um verði greitt upp í kostnað við flutning í land, geymslu, löndun og sölumeðferð. Þingmaðurinn gerir ráð fyrir að sú upphæð gæti verið 5-15% af söluverðmætinu. í greinargerð með ályktuninni kemur fram að þingmaðurinn telur að með þessu móti verði dregið úr brottkasti fisks og að mun meiri afli muni berast að landi. Hann telur að útgerðir muni ekki forðast það eins og hingað til að veiða á þeim miðum sem mest gefa af bönnuðum með- afla, t.d. af þorski. Af þessari ástæðu muni utan- kvótaveiðar aukast nokkuð og segir þingmaðurinn það ókost, en á móti komi að aflinn komi þjóðfélaginu í heild til góða. Einnig telur hann til kosta að vitað verði með meiri vissu en hingað til hversu mikið er veitt. Lífsiðfræðiráð fjalli um líf- tækni og ein- ræktun HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags, hefur lagt fram þingsáiyktunartillögu á Alþingi um að komið verði á fót lífsiðfræði- ráði til að fjalla um álitaefni sem tengjast erfðabreytingum og einrækt- un á lífverum. Ráðinu verði ætlað að fylgjast með þróun í líftækni innnan lands og erlendis, vera stjómvöldum til ráðgjafar og uppfræða almenning. í greinargerð með ályktuninni bendir þingmaðurinn á hraða þróun í líftækni á síðustu árum og nýjar fréttir af einræktun dýra. Hann seg- ir nauðsynlegt að siðfræðileg gildi fái aukið vægi við mat á því hvert skuli stefna í þessum efnum. Nýjar vörur - fallegir litir SPICE GIRL bolir og útvíðar buxur frá kr. 990. Fermingarmömmur og -ömmur Ný sending franskar dragtir og blússur TESS r -- Hef flutt 1 ncð ncðst við Dunliai>a, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, kl. 10-14. TANNLÆKNASTOFU mína að Trönuhrauni 1, Hafnarfirði. Margrét Helgadóttir, tannlæknir, sími 565-1399. Ég hef hafið störf á hárgreiðslustofu hjá Pamelu í Hárgarði, Hæðargarði 31, sími 568 3139. Ég býð fyrrum viðskiptavini og nýja velkomna. Anna Sigurjónsdóttir, hárgreiðslumeistari. ENDURVEKIUM ÖRÆFAFERÐIRNAR! Starfsmannafélög, stórfjölskyldur, skipsáhafnir og aðrir hópar! Við bjóðum hressilegar ferðir austur á sanda með gistingu og uppihaldi í Freysnesi. Verð frá kr. 8.900 stgr. á mann, miðað við tvo í herbergi. Nánari upplýsingar í símum 564 3010 og 478 I845. ÍSAFOLD, ferðaþjónusta, í samvinnu við HÓTEL SKAFTAFELL, Freysnesi. VERSLUNIN HÆTTIR Lokum á laugardag F Otrúlegt verð - Lítið inn Leðurlínan, Laugavegi 66. Hjá okkur finnur þú m.a. ferSabækur barnabækur • handbækur IjóS • hestabækur • kynlífsbækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræSirit fræSsluefni • spennuefni afþreyingu • skáldskap • heilafóSur skemmtun • útivist • dulspeki • tækni iandkynningarefni • ferSalög • iþróttir • matreiSslubækur og margt fleira. Bakamaikaourinn stendur aðeins yfii i nokkta daga. Ekki láta þetta í einstaka tækiiæri t fiamhjá þér faia. P E R L A N Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaúigefenda stendur nú yfir í Perlunni. Simi 562 9700. - kjarni málsins! - kjarni málsins! KVÖLDNÁMSKEIÐ í SJÁLFSDÁLEIÐSLU HUGEFLI Haldið í Háskóla íslands Lögbergi - 7. Mars kl. 19 Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Itarleg námsgögn og djúpslökunarspóla fylgja. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur. A Hætt að reykja, náð stjórn á mataræði og náð kjörþyngd. A Aukið sjálfsöryggi. ákveðni og viljastyrk. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. A Losnað við prófskrekk og bætt náinsárangur. Námskeiðið verður haldið á hverju föstudagskvöldi í 4 vikur. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækling ef óskað er. Innritun og nánari upplýsingar í síma: 587-2108 Skilaboðasími: 898-3199 fíctur vinnur vit en strít.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.