Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AKUREYRI
Farið fram á endurupptöku máls í Hæstarétti
Allir skólar á Akureyri verða hverfisskólar
Dæmt var án
greinargerðar
eða málflutnings
MANNI sem dæmdur var í sex mán-
aða fangelsi, þar af einn mánuð óskil-
orðsbundið, fyrir þjófnað, gafst ekki
kostur á að áfrýja málinu sínu til
Hæstaréttar og var látinn afylána
einn mánuð í fangelsi. Páll Asgeir
Davíðsson lögfræðingur, sem starfar
á lögmannastofu Kristjáns Stefáns-
sonar, sem fer með málið, hefur farið
fram á að Hæstiréttur taki það upp
á ný.
Maðurinn var dæmdur í sex mán-
aða fangelsi 8. janúar á síðasta ári í
Héraðsdómi Austurlands fyrir þjófn-
aðinn, þar af fimm mánuði skilorðs-
bundið. Hann var ekki viðstaddur
þegar dómurinn var kveðinn upp og
bar því að birta honum dóminn. I
leiðbeiningum um áfrýjun opinbers
máls, sem fylgdi dóminum, segir að
málinu þurfi að áfrýja innan íjögurra
vikna frá birtingu hans. Á leiðbeining-
unum var tilgreint að áfrýjunarfrest-
urinn rynni út 15. febrúar 1996. í
birtingarvottorðinu segir að dómþola
hafí verið birtur dómurinn 16. janúar.
„Þá eru liðnir 30 dagar. Þetta eru
ekki fjórar vikur. Fjórar vikur eru 28
dagar. Það er því ósamræmi milli
birtingarvottorðsins og leiðbeining-
anna. Það hafa því orðið einhver mi-
stök og spuming hvort 16. janúar sé
rétt dagsetning eða hvort vitlaust
hafí verið reiknaður út dagafjöldinn.
Þetta eru mistök hjá birtingarmanni
sem dómþola verður ekki kennt um.
Þau eiga því ekki að bitna á dómþola
enda er meginreglan sú að allur vafí
er túlkaður sakbomingi í hag,“ segir
Páll Ásgeir.
Synjað um áfrýjun
15. febrúar vildi dómþoli áfrýja
málinu og kom hann tilkynningu um
það til rikissaksóknara. Páll Ásgeir
segir að ríkissaksóknari hafí synjað
um áfrýjun þar sem áfrýjunarfrestur
væri útrunninn. Sjónarmið lögmanna
dómþola vora þau að það væri í verka-
hring Hæstaréttar að vísa máli frá
ef skilyrði til áfrýjunar væra ekki
uppfyllt en ekki ríkissaksóknara.
„Ríkissaksóknari hafði afskipti af
því að dómþoli var færður í fangelsi,
sem er þó ekki innan hans verksviðs.
Við kærðum synjun ríkissaksóknara
um áfrýjun strax til dómsmálaráðu-
neytisins og bentum á að ekki væri
hægt að færa manninn í afplánun
meðan ágreiningur væri uppi um
áfrýjun málsins," sagði Páll Ásgeir.
Dómsmálaráðuneytið taldi sér ekki
fært að tjá sig um málið og leituðu
lögmenn dómþola þá til umboðs-
manns Alþingis. Niðurstaða hans var
á þá leið að þama hefðu orðið mistök
og ríkissaksóknara hefði borið að
áfrýja málinu. Þegar ríkissaksóknari
hlutaðist til um að málinu væri áfrýj-
að hafði dómþoli þegar afplánað dóm-
inn.
„Þetta er skýrt brot á þeirri reglu
að menn eigi ekki að sitja inni meðan
mál þeirra er undir áfrýjun," sagði
Páll Ásgeir.
Málið fór þvi á endanum fyrir
Hæstarétt. Veijandi dómþoia fékk
frest til 30. september til að skila inn
greinargerð. Flytja átti málið 4. októ-
ber munnlega, samkvæmt málaskrá
Hæstaréttar. Áður en frestur til að
skila greinargerð var liðinn skrifaði
veijandi Hæstarétti bréf þess efnis
að hann krefðist þess að ríkissaksókn-
ari viki sæti vegna afskipta sinna af
málinu á fyrri stigum.
Páll Ásgeir segir að þetta hafí ein-
göngu verið bréf til forseta Hæsta-
réttar en alls ekki greinargerðin sjálf.
Bréf til Hæstaréttar túlkað
sem greinargerð
„30. september, þegar skila átti
greinargerðinni, fellur dómur í mál-
inu. Dómurinn er felldur án greinar-
gerðar af hálfu ákærða og án munn-
legs málflutnings. Ákæravaldið hafði
hins vegar komið fram kröfum sínum
í greinargerð. í dómi Hæstaréttar
segir að ákærði geri enga aðra kröfu
fyrir dóminum en að ríkissaksóknari
víki sæti. Málinu var vísað frá þar
sem Hæstiréttur taldi því ekki hafa
verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests.
Það er algjörlega út í hött að ákærð-
ur maður geri einvörðungu þá kröfu
að ríkissaksóknari víki sæti en geri
ekki kröfu um sýknu, mildun refsing-
ar eða að sér verði dæmdur máls-
kostnaður. Hæstiréttur dómtekur
málið án munnlegs flutnings og segir
að þrátt fyrir að mistök hafi orðið
við birtingu á dómi Héraðsdóms sé
áfrýjunarfrestur liðinn og málinu því
ekki áfrýjað," segir Páll Ásgeir.
„Við eram aðilar að mannréttinda-
sáttmála Evrópu þar sem talað er um
sanngjama málsmeðferð sem felst í
því að báðir aðilar hafí jafnan aðgang
að því að koma kröfum sínum fyrir
dóm. Maðurinn er sviptur rétti sínum
til þess að leggja fram kröfur og
leggja málið fyrir æðri dóm.“
Aðspurður hvert verði framhald
málsins synji Hæstaréttur um end-
urupptöku þess, sagði Páll Ásgeir:
„Verði þetta endanleg niðurstaða
verður málinu án nokkurs vafa vísað
til mannréttindanefndarinnar í
Strassborg."
Óánægja meðal íbúa í Efra-Breið-
holti vegna lokunar pósthúss
Ellefu milljóna
sparnaður á ári
A HVERFAFUNDI borgarstjóra með
íbúum í Efra-Breiðholti í vikunni
kvörtuðu íbúar yfír slakri póstþjón-
ustu í hverfínu eftir að pósthúsið í
Lóuhólum var lagt niður 1. febrúar
sl. og tók borgarstjóri undir gagnrýn-
israddir íbúanna. Forstjóri Pósts og
síma hf. segir það ekki eingöngu
mannvonsku fyrirtækisins um að
kenna að pósthúsinu var lokað.
„Við eram að reyna að draga sam-
an kostnað í póstþjónustunni og með
þessari lokun spörum við um ellefu
milljónir króna á ári, sem fara í að
bæta póstþjónustuna á öðrum sviðum.
Þannig að það er ekki eins og sé
verið að draga þetta fé alveg út úr
þjónustunni heldur fer það í hagræð-
ingu og betri þjónustu annars stað-
ar,“ segir Guðmundur Bjömsson, for-
stjóri Pósts og síma hf.
Hann segir einnig að óánægjan
virðist bundin við hluta hverfísins.
„Vissulega vitum við af óánægju
en húngildir ekki fyrir alla íbúa hverf-
isins. Ur því að við fóram út í það
að hafa bara eitt pósthús í Breiðholt-
inu, fyrir þessa rúmlega 20 þúsund
íbúa, þá teljum við að staðsetning
pósthúss í Mjóddinni sé eins góð og
hún mögulega getur verið. Þegar við
völdum þennan stað höfðum við það
alltaf í huga að fara með póstþjón-
ustuna fyrir allt hverfið þangað niður-
eftir seinna meir,“ segir Guðmundur.
Faglega betri kost-
ur en safnskólar
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti á fundi síðdegis á þriðjudag
breytingar á skólaskipan sunnan
Glerár. Þær felast í því að í stað
þriggja grunnskóla fyrir 1.-7. bekk
og eins safnskóla fyrir 8.-10. bekk
verða þrír hverfisskólar, Oddeyrar-
skóli og Lundarskóli og þá verða
Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Ak-
ureyrar sameinaðir í eina skóla-
stofnun. Allir skólar á Akureyri
verða þar með hverfisskólar, en það
skipulag hefur ríkt norðan Glerár.
Stefnt er að því að Oddeyrar-
skóli og Lundarskóli taki við nem-
endum í 8. bekk haustið 1998 og
munu þeir halda áfram upp í 9.
bekk í sömu skólum haustið 1999
og í 10. bekk haustið 2000. Þeir
nemendur sem hefja nám í 8. bekk
í Gagnfræðaskólanum næsta haust
verða síðustu nemendurnir úr Odd-
eyrarskóla og Lundarskóla sem
ljúka grunnskólanámi sínu í Gagn-
fræðaskólanum. Ekki verður ráðist
í varanlegar byggingar við Oddeyr-
ar- og Lundarskóla fyrr en eftir
aldamót. Fjárveitingar þurfa að
koma til á næsta ári til nauðsyn-
legra breytinga á húsnæði skól-
anna, auk þess sem viðbótarhús-
næði þarf að koma til á árunum
1999 til 2000.
Gagnrýni á flýti vísað á bug
Ásta Sigurðardóttir, formaður
skólanefndar, mælti fyrir tillögu
nefndarinnar á fundi bæjarstjórnar
og sagði m.a. að lengi hefði legið
fyrir að mikið vantaði upp á að
nægt skólahúsnæði væri fyrir hendi
í bænum. Mikil vinna hefði verið
Málþing
um yngstu
börnin
á leik-
skóiunum
MÁLÞING um yngstu börnin á
Ieikskólunum verður haldið í
Glerárkirkju næstkomandi
laugardag, 8. mars frá kl.
10.30 til 15.30.
Emilía Júlíusdóttir leikskóla-
kennari, Ólöf Helga Pálmadótt-
ir leikskólastjóri og Anna Elísa
Hreiðarsdóttir leikskólastjóri
flytja fyrirlestra um yngstu
börnin á leikskólunum. Elva
Haraldsdóttir leikskólakennari
og Stefanía Jóhannsdóttir leik-
skólakennari flytja fyrirlestra
um viðhorf og aðbúnað starfs-
manna sem vinna með yngstu
börnin. Foreldrarnir Bragi Guð-
mundsson og Margrét Laxdal
flytja fyrirlestra um viðhorf
foreldra til dvalar yngstu barn-
anna á leikskólanum.
lögð í að skoða þá kosti
sem í boði væru en hún
fór fram á haustmán-
uðum. Gagnrýnisradd-
ir hefðu komið fram í
þá veru að vinnubrögð
vegna málsins ein-
kenndust af flýti, en
það væri rangt. Þeir
sem að málinu unnu
hefðu margir miklar
reynslu að baki í skóla-
málum og engar
ákvarðanir hefðu verið
teknar án vandlegrar
íhugunar. Það væri
hins vegar álit skóla-
nefndarmanna að ef
gera ætti breytingar á
skólastarfi væri nauð-
synlegt að þær lægu fyrir tímanlega
svo skólastarf gæti hafist með eðli-
legum hætti haustið 1997.
Ásta gerði grein fyrir þeirri skoð-
un sinni og annarra skólanefndar-
manna að faglega væru hverfisskól-
ar betri kostur en safnskólar og
nefndi m.a. vegna mikilla breytinga
á viðkvæmum aldri sem fylgdu
safnskólakerfinu, oft fylgdi örygg-
isleysi því að skipta um skóla á
þessum aldri og bömin fengju á sig
ótímabæran þroskastimpil.
Akureyringar eru íhaldssamir
Hvað þau rök varðaði að safn-
skólakerfið byggi nemendur betur
undir framhaldsskólanám og auð-
veldara væri að fá fagkennara til
starfa við slíka skóla sagði Ásta
það metnaðarmál bæjaryfirvalda að
hafa sem færasta kennara við skól-
ÚTGERÐARFÉLAGI Akureyringa
hf. hefur enn ekki tekist að kaupa
þorsk í Noregi til vinnslu í frystihús-
um félagsins á Akureyri og Grenivík.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segir að takist
ekki að fá fisk í dag (fimmtudag)
verði hætt við þessa tilraun, í bili
að minnsta kosti.
Norska flutningaskipið sem ÚA
tók á leigu til að flytja fískinn frá
Noregi til Akureyrar, hefur legið við
bryggju í Myre í um hálfan mánuð.
Vegna gæfta- og fiskleysis á Lofot-
en-svæðinu hefur ekki verið neinn
fiskur í boði. Guðbrandur segir að
veiðin á svæðinu nú sé aðeins um
30% af veiðinni þar í fyrra og til að
reyna að bæta þar úr hafi veiðar
verið gefnar fijálsar.
ana og í hverfisskólun-
um færi fram mikil
greinabundin kennsla í
efstu bekkjunum. Eftir
því sem ofar væri kom-
ið í skólastiganum væri
kennslan færð nær því
sem við tæki í fram-
haldsskólanum. Einn
kostur hverfisskólanna
væri að sérþekking
kennaranna dreifðist
lengra niður eftir
bekkjakerfinu og nýtt-
ist nemendum því bet-
ur. Þá sagði hún mögu-
leika á að samræma
fagstjórnir fyrir fleiri
en einn skóla, fagkenn-
ari í ákveðinni grein
gæti kennt við fleiri en einn skóla.
Fram hefðu komið efasemdir um
að hægt yrði að bjóða upp á nægi-
legt úrval valgreina við þá skóla
þar sem nemendur yrðu fáir að
sögn Ástu en hún taldi vel hægt
að hugsa sér að nemendur gætu
stundað ákveðin valgreinanámskeið
í öðrum skóla en sínum heimaskóla.
Einungis þyrfti að koma til sam-
starfsvilji.
Ásta sagði að þó svo breytingar
yrðu gerðar á skólaskipan væri
ekki verið að leggja niður neinn
skóla, tveir skólar bæjarins myndu
stækka og tveir aðrir sameinaðir
undir einni stjórn. „Akureyringar
eru íhaldssamir, ragir við breyting-
ar,“ sagði Ásta en benti á að
Möðruvallaskóli hefði orðið að
Gagnfræðaskóla Akureyrar sem
orðið hefði að Menntaskólanum á
„Veðrið á svæðinu var ágætt í
morgun (gærmorgun) og skipin fóra
út. Við ætlum því að gera lokatilraun
til að ná í fisk en að öðrum kosti
munum við slá þessa tilraun af. Við
þurfum að geta keypt um 200-300
tonn í einu til að hagkvæmt sé að
fara af stað.“
Guðbrandur segir að þrátt fyrir
allt sé hráefnisstaðan góð en báðir
ísfisktogarar félagsins, Harðbakur
og Kaldbakur, hafa komið að landi
síðustu daga með samtals um 465
tonn af físki og þar af um 400 tonn
af karfa.
Betri samskipti við Norðmenn
„Karfaveiðin var mjög léleg í haust
eins og oft áður á þeim árstíma þann-
ig að markaðurinn er farinn að kalla
eftir karfa. Það er því engin ástæða
til svartsýni og gangi kaupin á físki
frá Noregi ekki eftir, verður það að
hafa sinn gang, þótt vissulega væri
fiskur þaðan góð viðbót í vinnsluna."
ÚA réð starfsfólk í 15 stöðugildi
til viðbótar nýlega og er ekki gert
ráð fyrir neinum breytingum á
starfsmannafjölda enda hráefnis-
staðan góð og hefur félagið einnig
verið að kaupa físk til vinnslu á inn-
anlandsmarkaði. Guðbrandur segir
að til lengri tíma litið sé þó mjög
mikilvægt fyrir okkur að ná betri
samskiptum við Norðmenn og liður
í því væri að ná samkomulagi um
veiðar í Smugunni.
Göngugarparnir sem ætla á Mount Everest
Halda myndasýningu í kvöld
GÖNGUGARPARNIR þrír, Björn og verða sýndar myndir frá fjöl-
Ólafsson, Einar Stefánsson og skrúðugu mannlífi í Nepal og Tíbet
Hallgrímur Magnússon, sem taka auk mynda frá íjallgöngunni sjálfri.
þátt í leiðangri á Mount Everest Einnig verða sýndar myndir og
síðar í mánuðinum, standa fyrir sagt frá næsta leiðangri þeirra fé-
myndasýningu á Akureyri í kvöld. laga á Mount Everest, sem er
Þeir félagar sýna myndir frá hæsta fjall heims 8.848 m. Mynda-
uppgöngu sinni á 6. hæsta fjall sýningin verður í Lundi, húsnæði
veraldar, Cho Oyu (8.201 m). Leið- Hjálparsveitar skáta og hefst kl.
angurinn var farinn haustið 1995 20.30.
ÚA hefur ekki enn tekist að
kaupa fisk í Noregi
Úrslitatilraun
gerð í dag
i
>
>
>
i
t
i
i
\
I
i
i
l