Morgunblaðið - 06.03.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 13
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
UMRÆÐUR um skólamál í bæjarstjórn Akureyrar drógu að sér áheyrendur en þeir komu einkum
úr röðum kennara við Gagnfræðaskóla Akureyrar og foreldra barna í skólanum.
Akureyri, Iðnskólinn á Akureyri
hefði runnið inn í Verkmenntaskól-
ann á Akureyri. „Þessar breytingar
voru gerðar án þess að skólarnir
töpuðu reisn sinni og virðingu."
Skiptir mestu að vinna vel
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, gerði í upphafi máls síns
grein fyrir áliti sem hún hefði óskað
eftir frá bæjarlögmanni, en hann
hefði einnig leitað álits lögfræðinga
í félagsmálaráðuneyti um hugsan-
legt vanhæfi sitt í málinu, en skóla-
stjóri Barnaskólans er mágur henn-
ar. Fram kom í álitinu að ekki
væri hægt að efast um hæfi hennar
til að taka þátt í stefnumótandi
umræðum í bæjarstjórn, en öðru
máli gegndi á síðari stigum þegar
fjallað yrði um ýmsa persónulega
hagsmuni ákveðinna einstaklinga.
Sagði Sigríður endalaust hægt
að takast á um hvort kerfið væri
betra, hverfisskólar eða safnskólar.
Það væru til góðir og slæmir hverf-
isskólar og sama gilti um safn-
skóla. Rök væru með_ og á móti
báðum skólagerðum. Ástæða þess
að málið var tekið til athugunar var
skortur á skólahúsnæði. Allar
breytingar yllu einhverjum röskun-
um, en það hefði lfka valdið sárs-
auka hefðu engar breytingar verið
gerðar. Nú skipti mestu að allir
reyndu að vinna vel, til heilla fyrir
nemendur, að byggt yrði upp en
ekki rifið niður.
Lagði Sigríður til við bæjarstjórn
að þar sem vinnuheitið Brekkuskóli
fyrir sameinaðan Gagnfræða- og
Bamaskóla hefði farið fyrir bijóstið
á mörgum yrði hætt að nota það
og var það samþykkt á fundinum.
Fjármunir festir í steinsteypu
Valgerður Hrólfsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, sagði faglegt og gott
starf hafa verið unnið í skólanefnd
og í fyrstu atrennu hefði hún tekið
undir tillögu nefndarinnar. Mikið
af nýjum upplýsingum hefði hins
vegar borist og hún hefði fundið
fyrir óöryggi meðal foreldra vegna
fyrirhugaðra breytinga. Það væri
því skoðun sín að betra væri að
bíða dálítið með að taka ákvörðun,
vinna málið betur. „Ég vil ekki láta
taka allan bitann í einu,“ sagði
Valgerður og benti einnig á að í
kjölfar breytinganna yrðu miklir
fjármunir festir í steinsteypu á
sama tíma og peninga skorti til
innra starfs í skólunum.
Kostur að hafa tvö kerfi
Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis-
flokki, greiddi atkvæði á móti breyt-
ingum á skólaskipan og sagðist eng-
in rök hafa heyrt sem sannfærðu
hann um að með þeim væri verið
að bæta skólastefnu í bænum. Taldi
hann óþarft að allir skólar bæjarins
væru steyptir í sama mótið, það
gæti haft sína kosti að hafa tvö
kerfi. Þá efaðist Þórarinn um að það
væri gott fyrir unglinga að stunda
nám í skóla sem hefði einn bekk í
árgangi og nemendur væru kannski
rétt um 15 talsins eins og liti út
fyrir að verða í Oddeyrarskóla.
ur í söng. Konur í Eyjafirði eru
hvattar til að mæta. Sérstök bæn
verður að þessu sinni fyrir konum
í Kóreu sem orðið hafa fyrir kúgun
og áreitni og eiga sér sársauka-
fulla fortíð. Sömu ritningakaflarn-
ir eru lesnir hvarvetna í heiminum
á næstum því 100 tungumálum.
♦ ♦ ♦------
Ameríka í
Borgarbíói
ÍTALSKA kvikmyndin Ameríka
(La Amerika) verður sýnd á vegum
Kvikmyndaklúbbs Akureyrar í
Borgarbíói sunnudaginn 9. mars
kl. 17 og mánudaginn 10. mars
kl. 18.30.
Kvikmyndin Ameríka var sýnd
á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í
fyrra við góða aðsókn og hlaut
hún góða dóma. Myndin gerist í
Albaníu eftir fall Hoxha 1991 þeg-
ar þetta ríki var ijúkandi rústir
eftir fall einræðisherrans. Albanía
lá því vel við höggi hvers kyns
svikahrappa sem nýttu sér ástand-
ið til að hafa fé út úr ítalska rík-
inu undir yfirskini uppbyggingar.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
Snyrtivöruverslunin
BYLGJAN
Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 564 2011
ALÞJÓÐLEGUR bænadagur
kvenna verður haldinn á morgun,
7. mars um allan heim, en hann
var fyrst haldinn fyrir 110 árum,
1887.
Á Norðurlandi verða samkomur
á bænadaginn í kirkjunni á Skaga-
strönd, að Hnitbjörgum á Blöndu-
ósi, í safnaðarheimilinu á Sauðár-
króki, í safnaðarheimilinu á Siglu-
firð( í Glerárkirkju á Akureyri og
að Ásgarðsvegi 14 á Húsavík, en
þær hefjast allar kl. 20.30.
Á Akureyri bætist stöðugt í hóp
þeirra kvenna sem taka þátt í að
undirbúa daginn og koma þær úr
ýmsum kristnum söfnuðum.
Áhersla verður lögð á bæn og lof-
gjörðarsöng. Hugleiðingar flytja
Ann Merethe Jakobsen og Krist-
jana Svavarsdóttir. Ömmukórinn
syngur undir stjórn Sigríðar Schi-
öth og Sara Helgadóttir leiðir kon-
RUBINSTEIN
Kynnum vorlitina
í dag og ó morgun
Skemmtileg snyrtibudda
ásamt vöru fylgir þegar
keyptir eru tveir eða fleiri
litir úr nýju litalínunni.
Komdu og fáðu prufu af
nýja „Softwear" farðanum.
FLÍSPEYSU-
NÝJUNGAR
1980,-
SERTILBOÐ
VINNUSKYRTUR
ÁÐUR1490r
895,