Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 17
NEYTENDUR
EITT brauð, tvo lítra af mjólk, vanilludropa og tvo miða til Benidorm ... takk fyrir.
Bónus hefur sölu á sólarlandaferðum
Bjóða allt að 25%
lægri fargjöld
BÓNUS hefur samið við Plúsferð-
ir um sölu á 300 ferðum til Bil-
lund, Mallorca og Benidorm.
Að sögn Jóns Asgeirs Jóhannes-
sonar hjá Bónus eru ferðirnar
keyptar af Plúsferðum en það
fyrirtæki er í eigu Úrvals-Útsýnar
og Flugleiða.
„Fyrirkomulagið er þannig að
viðskiptavinir fara í Bónus í Holta-
görðum. Á morgun, föstudaginn
7. mars verður kominn upp stand-
ur með 20 valmöguleikum og
hægt að velja spjöld með ferðum
þangað sem hugurinn gimist. Þeg-
ar spjaldið er fundið er farið með
það að kassanum og borgað fyrir
ferðina. Að því loknu er haldið til
Plúsferða með kvittun þar sem
farseðillinn fæst afhentur.
Þegar Jón Ásgeir er inntur eftir
því hvort um sé að ræða lægri
fargjöld en keppinautarnir bjóði,
segir hann ferðirnar seldar allt að
25% ódýrari en verið er að bjóða
annars staðar. „Sem dæmi um
verð má nefna að ferð til Billund
fram og til baka kostar 19.900
krónur, Flug til Benidorm og Mall-
orca fram og til baka á 22.900
krónur, 35 dagar á Benidorm með
hótelíbúð miðað við að tveir ferð-
ist saman kosta 39.900 á mann
og 33.900 á mann miðað við tvo
farþega með gistingu í 14 daga á
Mallorca.
Fyrstu ferðirnar verða til Benid-
orm 25. mars og síðan eru ferðir
af og til fram til 20. ágúst í sumar.
Jón Ásgeir segir fyrirmyndina
koma frá Rúmfatalagemum í Dan-
mörku en þar eru seldar ferðir til
útlanda í samstarfi við Larsen rejs-
er. Að sögn hans hefur þetta sölu-
form gefið góða raun þar.
Þegar Jón Ásgeir er spurður
hvort framhald verði á sölu far-
seðla hjá Bónus segir hann það
alfarið velta á viðbrögðunum.
„Ef þetta gefst vel munum við
fara í frekara samstarf við Plús-
ferðir og hefja sölu á ferðum sem
einungis verða á boðstólum í Bón-
us.“
Nýtt
BOOK’S herra-
fatnaður
HERRAFATAVERSLUNIN
BOOK’S við Laugaveg sem var
opnuð fyrir nokkrum mánuðum
er fyrsta verslunin utan Hol-
lands sem selur BOOK’S herra-
fatnað. Boðið er upp á sveigjan-
legan afgreiðslutíma fyrir
herramenn sem eiga erfitt með
að nýta sér hinn almenna versl-
unartíma og er þá pantaður tími
þjá verslunarstjóranum. Auk
þess sem verslunin selur vörur
frá BOOK’S er þar til sölu fatn-
aður frá til dæmis Paul Smith,
Urban Stone, Peter Van Holland,
Paul Smith Jeans, Bogie, R.
Newbold og skór frá Panelli.
Findus dagar
hjáKÁ
NÚ standa yfir svokallaðir Findus
dagar í verslunum KÁ á Suður-
landi. Ýmsar vörur frá Findus eru
á tilboði og kynningar á vörum frá
fyrirtækinu í verslunum KÁ. Þá
stendur yfír skíðaleikur Burton’s
og KÁ þar sem vöruúttektir eru í
boði fyrir heppna.
Skerpa hnífa,
garðáhöld og
skæri
VIÐAR Sigurðsson hjá Bygginga-
vöruversluninni Smiðsbúð í
Garðabæ hafði samband og vildi
vekja athygli á þjónustu sem þar
er í boði. Þangað er hægt að koma
með heimilishnífana, skæri, klipp-
ur og önnur garðáhöld og fá skerp-
ingu á þessum áhöldum. Að sögn
Viðars kostar um 200-250 krónur
að skerpa hnífa, aðeins ódýrara
er að skerpa skæri og til dæmis
kostar um 350 krónur að skerpa
handklippur.
Hækkun á kaffi
yfirvofandi
EKKI er ólíklegt að verð á kaffí
hækki á næstunni því heimsmark-
aðsverð á kaffíbaunum hefur tvö-
faldast frá áramótum.
„Um áramótin fengust 100 cent
fyrir pundið af kaffibaunum en í
fyrradag var pundið komið í yfír
200 cent“, segir Úlfar Hauksson
framkvæmdastjóri hjá Kaffí-
brennslu Akureyrar. Hann segir að
menn hafí búist við lækkun í janúar-
byijun og því hafi þessi hækkun
komið gjörsamlega á óvart.
„Það er erfítt að koma auga á
skýringar fyrir þessum hækkunum
en það hefur þó verið þröngt um
vissar tegundir af kaffí, sérstak-
lega frá Kólumbíu og Mið-Amer-
íku. Síðan er það spákaupmennska
sem ræður ferðinni.“
- Hvaða þýðingu hefur þessi
hækkun fyrir neytendur?
„Kaffí hefur þegar hækkað
sums staðar t.d. bæði í Þýskalandi
og Danmörku og þar á það eftir
að hækka meira. Fyrr en síðar
hlýtur þessi hækkun að skila sér
hingað."
Birgðastaða rýr
„Líklega fer það eftir birgðum
þeirra sem mala og brenna hversu
mikið þessi hækkun kemur til með
að bitna á íslenskum kaffiunnend-
um“, segir Friðþjófur Ó. Johnsson
forstjóri hjá Ó. Johnson & Kaaber.
„Framleiðendur voru að bíða
eftir lækkun í janúar sem aldrei
kom þannig að margir eru núna
illa staddir með birgðir. Ég á frek-
ar von á að hækkun á kaffí fari
að bresta á.“
Aðalheiður Héðinsdóttir eigandi
kaffíbrennslunnar Kaffitárs er
sama sinnis, hún á frekar von á
að kaffi hækki verði gangur mála
sá sami næstu mánuði. „Það sá
enginn þessa hækkun fyrir en
menn vona núna að kaffí lækki á
ný í haust þegar Brasilía kemur
inn á markaðinn með sitt kaffi."
Aðalheiður segir að í Kólumbíu sé
kaffíframleiðsla allt árið, þar hafí
staðið yfír verkföll í nokkrar vikur
hjá vöruflutningabílstjórum og því
hafí borið á kaffískorti þaðan.
„Slíkt hleypir upp verði og kann
að vera hluti af skýringunni."
Stöðvaður tímann næstu
árin
með því að nota
CELLULAR DEFENSE
SHIELD
Kynning í dag og
föstudag kl. 12-17.
10% kynningar-
afsláttur og veglegur
kaupauki.
H Y G E A
.»nyrtivfiru ver.t/tta
Austurstræti 16
Húð þín endurheimtir
æskuljómann á ný - þökk
sér stórkostlegri virkni.
CELLULAR DEFENSE
SHIELD - frá
laprairie
| SWITZERLANO
œvi