Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stj órnarherinn hörfaði eftir bardaga við albanska uppreisnarmenn
Vestræn ríki reyna að
stilla til friðar í Albaníu
HERSVEIT albanska stjórnarhersins
hörfaði í gær undan liði uppreisnar-
manna eftir meiriháttar átök við
borgina Sarande í suðurhluta Alb-
aníu, skammt frá grísku landamær-
unum. Stjómarandstæðingar höfðu
tekið skriðdreka og önnur hergögn
úr vopnabúri hersins. Tveir stjórnar-
hermenn særðust en eftir bardagann
óku uppreisnarmenn skriðdreka sigri
hrósandi um götur Sarande. Evrópsk
stjórnvöld og bandarísk hófu í gær
tilraunirtil þess að lægja öldur í land-
inu og koma í veg fyrir flóttamanna-
straum til nágrannaríkja.
Evrópusambandið (ESB) og Evr-
ópuráðið freistuðu þess í gær að
senda fulltrúa til viðræðna við Sali
Berisha forseta og fulltrúa stjórnar-
andstöðunnar í þeirri von að koma í
kring viðræðum um pólitíska lausn.
Lýðræðisvettvangurinn, samtök 11
stjórnarandstöðuflokka, hvatti til
þess í gær, að erlend ríki sæju til
þess að neyðarlögum yrði aflétt í
Albaníu og frekari efnahags- og fjár-
hagsaðstoð til landsins yrði stöðvuð
þar til stjórn Berisha féllist á að
koma í kring umtalsverðum pólitísk-
um umbótum.
Bandarísk stjómvöld fylgjast
grannt með gangi mála í Albaníu en
bandarískar hersveitir hafa enn ekki
verið settar í viðbragðsstöðu til að
sækja þangað um eitt þúsund banda-
ríska borgara, að sögn Williams Co-
hens vamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna. Bandarísk herskip em þó und-
Reuter
ALBANSKUR drengur vopnaður kalashnikov-riffli fylgist með liðsmönnum stjórnarandstöðunnar
undirbúa varðstöðu við borgarmörk Sarande í suðurhluta Albaníu í gær.
an ströndum landsins og hafa þau
komið á stöðugu fjarskiptasambandi
við bandaríska sendiherrann, Marisa
Lino, i Tirana.
Grannríki Albaníu óttast straum
flóttamanna yfír landamærin vegna
upplausnarástandsins í landinu. í
gær stöðvaði ítölsk freigáta bát með
15 Albani á Adríahafí og sést hafði
til annars úr flugvél. ítalska stjórnin
kvaðst í gær reiðubúin að senda herl-
ið til Albaníu til friðargæslustarfa.
Lamberto Dini, forsætisráðherra,
hafði eftir hinum albanska starfs-
bróður sínum, Tritan Shehu, að þijár
borgir, Vlore, Sarande og Delvine,
væm „stjórnlausar með öllu“.
Miranda Vickers, höfundur
tveggja fræðibóka um Albar.íu, sagði
í grein í breska blaðinu Guardian í
gær, að það hefðu verið mistök Evr-
ópuríkja að eiga samstarf við Berisha
eins og hann væri tákn stöðugleika
og umbóta. Nær hefði verið að krefj-
ast pólitískra breytinga og umbóta.
Bandaríska blaðið New York Times
sagði að hætta bæri allri vestrænni
aðstoð við Albaníu þar til Berisha
hefði hafið sáttaumleitanir í stað
harðstjómar og kúgunar.
ALOE VERA gelið frá JASON einkennist af því
AÐ ÞAÐ ER HVORKI GULT, RAUTT, GRÆNT, BLÁTT EÐA
FJÓLUBLÁTT OG ER ÞVÍ ÁN LITAR OG ILMEFNA.
ALOE VERA gelið frá JASON er eins
KRISTALTÆRT OG SJÁLFT LINDARVATNIÐ
ALOE VERA gelið frá
JASON gefur því
tilætlaðan árangur sé
það notað gegn bruna
(sólbruna), sárum eða
öðrum húðvandamálum.
Nýr miðí
98%AJoe Vera
SUPER
Cli
ALOE VERA gelið frá
JASON á engan sinn
líka, gæðin tandurhrein
og ótrúleg.
Fæst meðal annars
í öllum apótekum
á landinu.
P.S. Frábært fyrir herra
eftir rakstur.
HEILDARNÆRIIMG S/F. SÍMAR 566 8593/566 8591.
Verður ríkiseinkasala á áfengi
lögð niður í Svíþjóð?
Almenningur vill
aukið fijálsræði
Stjórnmálamennirnir eru hins vegar hikandi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SVÍAR hafa búið við ríkisafskipti
af áfengissölu síðan 1905 og ríkis-
einkasölu síðan 1917, en ef dæma
má af viðbrögðum almennings við
áliti lögfræðinga ESB-dómstólsins
um að ríkiseinkasala stangist á
við ESB-reglur þá vildu Svíar auk-
ið fijálsræði í áfengissölu. Stjórn-
málamenn leita hins vegar ákaft
leiða til að halda í áfengiseinka-
sölu ríkisins og ýmsir þeirra líta
með tortryggni ákafa kaupmanna
að selja áfengi. Flestir kaupmenn
undirstrika þó að þeir hafí aðeins
áhuga á að selja vín og öl, ekki
brennda drykki.
Tilhugsunin um að geta gengið
út í næstu matvörubúð og keypt
vín og bjór er freistandi fyrir
marga Svía og viðbrögð almenn-
ings í fjölmiðlum hafa yfirleitt
ff
EKKERT SKOÐUNAGJALD
lmun;rjT.iT.i
-GÆÐI
Sæmundur H. Sæmundsson, sölustjúri/byggingam.
Rósa Halldórsdóttir, sölufulltrúi/ritari
Sigurberg Guðjónsson, hdl. lögg. fasteignasali.
Suðurlandsbraut 16 (3. hæð), 108 Rvík.
Sími 588 8787. fax 588 8780
★ Höfum kaupanda að 4ra herbergja íbúð á Melunum.
★ Höfum kaupanda að 3 - 4ra herb. íbúð í Þingholtunum.
★ Höfum kaupanda að sumarhúsi eða landi fyrir félagasamtök.
★ Fjárstekur kaupandi að fyrirtæki. Verð allt að 20-25 milljónir.
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
verið jákvæð. Margir nefna þó að
úrvalið í ríkiseinkasölunni sé gott
og kannski myndu búðirnar fyrst
og fremst keppast við að selja
ódýr og ómerkileg vín. Reynslan
frá Danmörku er þó önnur, því
þar leggja bæði kjörbúðakeðjur og
búðir mikið upp úr að leita uppi
góð vín, bæði dýr og ódýr, og líma
á flöskurnar fræðandi upplýs-
ingar.
Bindindishreyfingin öflug
Bindindishreyfíngin stendur á
gömlum merg í Svíþjóð og á sér
hlutfallslega fleiri stuðningsmenn
í sænska þinginu en meðal al-
mennings. Til dæmis eru þing-
menn úr öllum flokkum í samtök-
um bindindissamra þingmanna.
Þótt ekki liggi fyrir nýjar skoðan-
akannanir um stuðning við áfengi-
seinkasölu ríkisins þá bendir allt
til þess að meirihluti sé fyrir að
áfengi verði selt í búðum.
Svíar neyta 6,3 1 af hreinum
vínanda á ári, Islendingar 3,34 1
og Danir 10 1. Landaframleiðsla
er hluti af sænsku neðanjarðar-
hagkerfi, kallast „heimabrennt“,
og er hún stórfelld, þrátt fyrir
stöðugt eftirlit lögreglunnar. í
Danmörku er slík framleiðsla hins
vegar óþekkt og erfitt er að sjá
aðrar ástæður fyrir því en að þar
er áfengi bæði auðfengnara og
ódýrara en í Svíþjóð.
Tsjúbais í
rússnesku
stjórnina?
BÚIST er við að Anatolí
Tsjúbais, skrifstofustjóri Rúss-
landsforseta, verði skipaður
fyrsti aðstoðarforsætisráð-
herra þegar
stokkað
verður upp í
stjórn lands-
ins síðar í
vikunni, að
sögn rúss-
neska dag-
blaðsins
Sevodnja í
gær. Blaðið
sagði að Borís Jeltsín forseti
og Viktor Tsjernomyrdín for-
sætisráðherra hefðu samþykkt
þetta á fundi á þriðjudag.
Heimildarmenn blaðsins töldu
að Tsjubais yrði falið að fást
við efnahagsvandann og að
Alexander Lívshíts fjármála-
ráðherra yrði vikið frá. Gert
er ráð fyrir að uppstokkunin
verði tilkynnt eftir að Jeltsín
flytur stefnuræðu sína á þing-
inu í dag.
Ferðamönn-
um rænt
í Jemen
FIMM þýskum ferðamönnum
var rænt í suðausturhluta
Jemens í gær og mannræn-
ingjarnir kröfðust sem svarar
500 milljónum króna í lausnar-
gjald. Jemenskir ættbálkar,
sem eiga í deilum við stjórnina
og erlend olíufyrirtæki, hafa
rænt tugum ferðamanna,
stjórnarerindreka og annarra
útlendinga á síðustu árum.
Gíslar falla
í Kólumbíu
TVEIR erlendir ferðamenn,
Þjóðveiji og Austurríkismað-
ur, biðu bana í Kólumbíu á
þriðjudag þegar hermenn réð-
ust á búðir vinstrisinnaðra
skæruliða, sem höfðu haldið
þeim í gíslingu í tæpan mán-
uð. Tveimur öðrum gíslum,
Þjóðveija og Austurríkis-
manni, var bjargað.
Verkfall
í Frakklandi
OPINBERIR starfsmenn í
Frakklandi efna til sólarhrings
verkfalls í dag til að krefjast
launahækkana. Búist er við
að fjórar milljónir manna leggi
niður vinnu en ekki er talið
að almenningur verði mikið
var við verkfallið þar sem það
nær ekki til starfsmanna í al-
mannasamgöngum.
Skilyrði
fyrir byssu-
kaupum hert
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti undirritaði í gær fyrirskip-
un um að til þess að geta keypt
skotvopn í einhveiju ríkja
Bandaríkjanna þyrftu menn
að hafa búið þar minnst 90
daga. Ákveðið var að grípa til
þessa ráðs eftir að einn maður
lést og sex særðust í skotárás
í Empire State-byggingunni í
New York. Árásarmaðurinn
keypti byssuna, sem hann not-
aði, í Flórída eftir að hafa
dvalið þar á hóteli í þijár vikur.