Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 21
Forseti Sviss leggur til stofnun mannúðarsjóðs
Fjármagnað með sölu
águlli fyrir milljarða
seti Sviss, reifaði fyrir
svissneska þinginu í
gær tillögu um að sett-
ur yrði á stofn stór sjóð-
ur til styrktar mann-
úðarmálefnum, svo sem
til að aðstoða fórn-
arlömb mannréttinda-
brota, náttúruhamfara
og helfararinnar gegn
gyðingum. Sjóðurinn,
sem reikna mætti með
að hefði um sjö millj-
arða svissneskra
franka, 336 milljarða
króna, til umráða, yrði
fjármagnaður með end-
urmati á gullbirgðum Sviss, og sölu
á hluta þeirra. Sagði Koller vonir
standa til að „Svissneski samúðar-
sjóðurinn" komist á laggirnar á
næsta ári.
í kjölfar tilkynningar forsetans
greindi Hans Meyer, forseti sviss-
neska seðlabankans, frá því á blaða-
mannafundi, að með
sölu gulls á tíu ára
tímabili mætti ná inn
„nokkrum milljörðum"
franka, en lagði áherzlu
á að salan myndi engin
áhrif hafa á stöðugleika
frankans. Stór hluti
þess íjár, sem renna
myndi til sjóðsins, feng-
ist þó við það einfald-
lega, að endurmeta
verðmæti gullbirgða
seðlabankans. Þær eru
nú metnar á um 12
milljarða franka, en það
mat þykir mjög varlega
áætlað. Við endurmatið
gætu losnað hundruð milljóna franka
árlega, sem runnið gætu til sjóðsins
nýja.
Ungveijar ákveða bóta-
greiðslur til gyðinga
Ungveijar ákváðu einnig í gær
að stofna sjóð til aðstoðar gyðingum,
sem lifað hefðu helförina af. Ung-
verska þingið samþykkti í gær lög,
sem heimila ríkisstjórn landsins að
greiða gyðingum bætur vegna of-
sókna á hendur þeim á dögum síð-
ari heimsstyijaldarinnar. Anafnaði
þingið fjórum milljörðum flórinta,
tæplega 1,7 milljörðum króna, tii
þessa. Sérskipuð sjóðstjórn mun
hafa umsjón með útdeilingu fjárins.
Peter Feldmajer, talsmaður gyð-
inga í Ungveijalandi, fagnaði
ákvörðuninni sem skrefi í rétta átt.
En upphæðin sem þingið hefði sam-
þykkt að veita skyldi, væri „minna
en tíundi hluti eins prósents" af því
sem gyðingar „ættu rétt á“. Sjóður-
inn, sem hafa mun umsjón með
bótafénu, myndi beijast fyrir meira
fé, sagði Feldmayer.
Á að gizka tíu til fimmtán þúsund
gyðingar búa nú í Ungveijalandi,
sem lifðu helförina af. Heildarfjöldi
gyðinga í landinu er um 80-
100.000, en var um 800.000 fyrir
stríð.
Bern, ZUrích, Búdapest. Reuter.
Arnold Koller
Rekin burt fyrir óhróður
Ósló. Morgunblaðið.
NORSK hjón, sem fundin voru
sek um að hafa lagt í einelti tvo
samkynhneigða menn og sam-
býlinga, hafa verið dæmd til að
koma sér burt úr íbúð sinni í
fjölbýlishúsinu innan þriggja
mánaða. Hefur þessi dómur vak-
ið mikla athygli.
Dómurinn var kveðinn upp við
borgardóminn í Björgvin og
sagði í rökstuðningi dómarans,
að hjónin, sem eru á sjötugs-
aidri, hefðu verið svo ósvífin í
garð nágranna sinna i fjölbýlis-
húsinu, að þau ættu ekki um
neitt annað að velja en hypja sig
burt. Búist er við, að dómnum
verði áfrýjað.
Hjónin kærðu sig ekkert um
samkynhneigt fólk á stigagang-
inum og skrifuðu þess vegna
með tússpenna alls konar óhróð-
ur um mennina tvo á veggina.
Fundu þau líka upp á ýmsu öðru
og höfðu stanslaust verið að frá
1992.
Engin miskunn hjá Magnúsi
Við réttarhöldin viðurkenndu
hjónin, að framkoma þeirra hefði
verið fyrir neðan allar hellur og
báðu um að fá að vera áfram í
sínu húsnæði. Á það var ekki fall-
ist og auk þess urðu þau að greiða
allan kostnað nágrannanna af
málinu eða um milljón ísl. kr.
Reuter
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, ræð-
ir við blaðamenn i Rangoon.
Yfirvöld í Burma
sökuð um ofsóknir
Rangoon. Reuter.
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðissinna í Búrma, gagnrýndi her-
foringjastjórn landsins á þriðjudag
fyrir ofsóknir á hendur flokki henn-
ar og hét því að halda baráttunni
fyrir lýðræði áfram.
„Ástandið versnar stöðugt,"
sagði Suu Kyi á blaðamannafundi
í Rangoon og bætti við að herfor-
ingjastjórnin hefði látið handtaka
tugi félaga í flokki hennar, Lýðræð-
isbandalaginu, að undanförnu. Hún
sagði yfirvöld einnig hafa _haft í
hótunum við félaga í Lýðræðis-
bandalaginu til að reyna að knýja
þá til að segja sig úr flokknum.
Suu Kyi sagði að yfirvöld hefðu
hótað að refsa fjölskyldum lýðræð-
issinna ef þeir segðu sig ekki úr
flokknum. Markmið herforingja-
stjórnarinnar væri að láta líta út
fyrir að Lýðræðisbandalagið nyti
lítils stuðnings meðal almennings.
„Þeir eru að reyna að gjöreyða
flokknum með því að eyða grasrót-
arstuðningi hans.“
Suu Kyi, sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels fyrir friðsamlega bar-
áttu fyrir lýðræði árið 1991, sagði
að yfirvöld hefðu ekki enn veitt
henni ferðafrelsi en kvaðst ætla að
halda ótrauð áfram að beijast fyrir
lýðræði.
Leyniþjónustan
ljósmyndar blaðamenn
Blaðamannfundurinn var haldinn
í húsi nálægt heimili hennar, sem
yfirvöld hafa víggirt til að takmarka
heimsóknir til hennar. Fundarstað-
urinn var umkringdur leyniþjón-
ustumönnum sem tóku myndir af
blaðamönnunum fyrir og eftir fund-
inn.
Segja má að Suu Kyi hafí verið
sett í stofufangelsi í desember og
herforingjastjórnin segir að mark-
miðið sé að vernda hana vegna
götumótmæla námsmanna. Suu Kyi
kveðst ekki þurfa vernd og segir
að hún þurfi að gera yfírvöldunum
grein fyrir ferðum sínum og gest-
um.
Lýðræðisbandalagið vann yfir-
burðasigur í þingkosningum í
Búrma árið 1990 en komst ekki til
valda þar sem herforingjastjórnin
viðurkenndi ekki úrslitin.
Bandaríkin og Kína
deila um mannréttíndi
Líkar ekki umvandanir alræðisstjórnar
Washington. Reuter.
BANDARÍKIN eru í fylkingar-
bijósti í mannréttindabaráttunni
og kunna lítt að meta umvandan-
ir „alræðisstjórna, sem troða á
grundvallarréttindum manna“.
Kom þetta fram hjá talsmanni
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins í fyrradag en tilefnið var við-
brögð kínverskra stjórnvalda við
gagnrýni Bandaríkjastjórnar á
ástand mannréttindamála í Kína.
Kínastjórn brást mjög hart við
aðfinnslum í sinn garð í árlegri
skýrslu Bandaríkjastjórnar um
mannréttindamál og svaraði með-
al annars með því að lýsa Banda-
ríkjunum sem landi byssunnar,
hryðjuverka og kynþáttamismun-
unar. Þar sagði einnig, að banda-
rískt lýðræði væri aðeins fyrir
hina ríku.
Nicholas Burns, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, sagði í svari sínu, að Banda-
ríkin hefðu ávallt verið lýðræðis-
ríki enda vildu milljónir manna
um allan heim fá að setjast þar
að öfugt við það, sem væri í al-
ræðisríkjunum. Straumurinn lægi
ekki til þeirra, heldur frá þeim.
Bandaríkin og Evrópuríkin
ætla að standa saman að harð-
orðri ályktun um mannréttinda-
mál í Kína á fundi mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna en
hún kemur saman til fundar í
Genf síðar í þessum mánuði.
Bosníska sljómar-
andstaðan sameinuð
Sarajevo. Reuter.
STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKK-
ARNIR í Bosníu hafa stofnað
„skuggaráðuneyti" sem fulltrúar
múslima, Króata og Serba eiga
aðild að. Það á að vera til mót-
vægis við stjórn landsins, sem
flokkar þjóðernissinna sitja í.
Sex stjórnarandstöðuflokkar
og nokkur laustengd stjórnmála-
samtök eiga aðild að skuggaráðu-
neytinu, sem hefur um 15% at-
kvæða á Bosníuþingi. Sagði tals-
maður þeirra að stjórnarandstöð-
unni fyndist starf stjórnarinnar
ganga hægt, en það hefur verið
lamað vegna deilna þjóðanna
þriggja. Kvaðst hann vona að
samstarf múslima, Króata og
Serba gengi betur í stjórnarand-
stöðunni.
HÓTELKEÐJAN FOSSHÓTEL
IOPNARTVO NYUPPGERÐ HOTEL I REYKJAVIK
Sértilboð á is\mw í marsmánuði
írse
í marsmánubi, tilbob tvo fyrir einn á
Carpe Diem eba Argentínu.
I Hótel Lind
ianLuoia«w»fe»- ruioiniinirniíra
IS!I5aiSL!í?«l®WK£áiII!3][0ILI]lO
Citv Hótel
Sími: 511 11
Símbréf: 552
62 3351
fe9#MÍI-í4í4ÉE!.r:.v'V,
íieiRi .,:AV
/illan, Ak
1 Hótel Hallormsstabur, Egilsstöbum
Hótel Harpa, Akureyri
Hótel Harpa Kjarnalundur, Akureyri